Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍRASKIR sjónarvottar og starfs- menn Rauða krossins sögðu í gær að a.m.k. fimmtán Írakar hefðu beðið bana og 53 særst þegar bandarískir hermenn skutu á mótmælendur í bænum Fallujah í fyrrakvöld. Tals- maður bandarísku herstjórnarinnar sagði að hermennirnir hefðu skotið í sjálfsvörn. Fyrstu fregnir af atburðinum voru mjög misvísandi. Nokkrir sjónarvott- anna sögðu að mótmælendurnir hefðu verið óvopnaðir en aðrir stað- festu fullyrðingar bandarísku her- mannanna um að skotið hefði verið á þá. Yfirmaður sjúkrahúss í Fallujah sagði að á meðal þeirra sem létu lífið væru þrír drengir undir tíu ára aldri og hermennirnir hefðu einnig skotið á sjúkrabíl sem flutti særða af staðnum. Sjónarvottar sögðu að sex hinna látnu hefðu verið börn á aldrinum sjö til átta ára. „Skothríðin hófst þegar 500 mót- mælendur héldu á myndum af Sadd- am Hussein og nálguðust skóla sem Bandaríkjamenn hafa hertekið,“ sagði einn íbúa Fallujah, sem er um 50 km vestan við Bagdad. Hann bætti við að efnt hefði verið til mótmælanna í tilefni af 66 ára afmæli Saddams Husseins í fyrradag. Flestir íbúa bæj- arins eru súnnítar og Baath-flokkur Saddams Husseins hefur notið þar mikils stuðnings. Nokkrir sjónarvottanna sögðu að Írakarnir hefðu safnast saman til að mótmæla veru bandarísku her- mannanna í bænum. Aðrir sögðu að nemendur á aldrinum 5-20 ára hefðu hafið mótmælin til að krefjast þess að hermennirnir færu úr skólanum til að kennsla gæti hafist að nýju. Mótmælendur sagðir hafa hleypt af byssum Talsmaður bandarísku herstjórn- arinnar sagði að Írakarnir hefðu skot- ið á hermennina og kvaðst ekki hafa fengið upplýsingar um að mannfall hefði orðið. Bandaríski undirhershöfðinginn Gene Renuart sagði að samkvæmt fyrstu fregnum hefðu færri en tíu Írakar særst og enginn beðið bana. Hann sagði að mótmælin hefðu farið friðsamlega fram í fyrstu en talið væri að nokkrir mótmælendanna hefðu hleypt af byssum upp í loftið til að fagna afmæli Saddams Husseins. „Nokkru síðar miðuðu þeir byssunum á hermennina,“ sagði hann. „Þegar byssum er miðað á hermenn líta þeir á það sem fjandsamlega aðgerð. Þannig að þeir svöruðu með skot- hríð.“ Bandarískur herforingi í Fallujah sagði að Írakarnir hefðu „skotið yfir höfuð hermanna á þaki skólans“. Bandarískur hermaður sagði að fyrst hefðu nokkrir Írakanna grýtt hermennina og síðan hefðu aðrir mót- mælendur komið með byssur. „Þeir tóku að hleypa af byssunum, ekki að- eins upp í loftið, heldur í áttina að her- mönnum á þaki byggingarinnar“. Einn írösku sjónarvottanna sagði að Írakarnir hefðu verið að mótmæla „síendurteknum ögrunum her- mannanna sem hafa áreitt íbúana og starað á konurnar með sjónaukum“. „Nokkrir mótmælendanna hleyptu af byssum og hermennirnir hófu þá mikla skothríð,“ sagði hann. Aðrir sjónarvottar sögðu hins veg- ar að enginn mótmælendanna hefði verið vopnaður og hermennirnir hefðu ekki verið grýttir. „Þeir biðu þar til við komum að skólanum og hófu síðan skothríðina án viðvörun- ar,“ sagði átján ára Íraki sem særðist. Íbúar bæjarins sögðu að skothríðin hefði staðið í að minnsta kosti hálfa klukkustund. Bandarískir hermenn hleypa af byssum á hóp mótmælenda í Írak Sagðir hafa orðið a.m.k. fimmtán Írökum að bana AP Írakar steyta hnefana og hrópa að bandarískum hermanni í Fallujah eftir skotárás á mótmælendur í bænum. Fallujah. AFP. MOHAMMAD Rashid al-Ubaidi, fyrrverandi olíumálaráðherra Íraks, er nú í haldi bandaríska hersins en hann gaf sig fram á mánudag. Rash- id er talinn hafa leikið lykilhlutverk við gerð vopnaáætlunar Íraksstjórn- ar og er sagður hafa verið einn af helstu ráðgjöfum Saddams Husseins Íraksforseta í þeim efnum. Rashid var númer 47 á lista Bandaríkjamanna yfir þá 55 emb- ættismenn Saddam-stjórnarinnar sem sérstök áhersla væri lögð á að handsama. Hann er fjórtándi mað- urinn af listanum sem Bandaríkja- menn koma höndum yfir. Rashid var kvæntur Rihab Taba sem þekkt var undir nafninu „Dr. sýkill“, en hún var yfirmaður leyni- legrar áætlunar Íraka um fram- leiðslu sýklavopna. Ekki er vitað hvar hún er niðurkomin nú. Rashid er sagður hafa komið að þróun ólöglegra vopna í Írak eftir Persaflóastríðið 1991. Árið 1995 gerði Saddam hann svo að olíumála- ráðherra og gegndi hann því starfi fram í janúar á þessu ári en þá var honum vikið úr embætti. Skýrðu íraskir embættismenn brottvikningu Rashids með þeim hætti að hann væri kominn á eftirlaunaaldur. Getgátur voru á lofti um að Rashid hefði fallið í ónáð hjá Saddam en þær reyndust ekki á rökum reistar því skömmu síðar hafði forsetinn skipað Rashid sérstakan ráðgjafa sinn í vopnamálum. 10. mars var hann síð- an skipaður starfandi olíumálaráð- herra á ný. Borgarstjóri Basra í haldi? Talsmenn Íraska þjóðarráðsins, sem eru samtök íraskra útlaga, full- yrtu ennfremur í gær að Walid Ham- id Tawfiq al-Tikriti, fyrrum borgar- stjóri í Basra, hefði gefið sig fram við fulltrúa samtakanna. Hann er númer 44 á lista Bandaríkjamanna yfir eft- irsóttustu embættismenn Saddam- stjórnarinnar. Talsmenn bandarísku herstjórn- arinnar gátu ekki staðfest fregnina. Fyrrverandi olíumálaráð- herra gefur sig fram As-Saliyah. AFP. DONALD Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að bandaríski flugherinn í Sádi-Ar- abíu yrði fluttur þaðan þar sem Persaflóasvæðinu stafaði ekki leng- ur hætta af Írak. Yfirstjórn flughers- ins hefur þegar verið flutt til Katar og bandarískir embættismenn sögðu að nær allur heraflinn í Sádi-Arabíu yrði fluttur þaðan í sumar. Rumsfeld skýrði frá þessu á blaða- mannafundi í Riyadh með varnar- málaráðherra Sádi-Arabíu, Sultan bin Abdulaziz prins. Þeir lögðu báðir áherslu á að enginn ágreiningur hefði komið upp milli ríkjanna um herliðið og þau myndu halda áfram samstarfi sínu. Hefur mikla pólitíska þýðingu Um það bil 5.000 bandarískir her- menn, aðallega flugmenn, hafa verið í Sádi-Arabíu frá Persaflóastyrjöld- inni árið 1991 og þeim var fjölgað í um 10.000 áður en stríðið í Írak hófst. Meginhlutverk herliðsins í Sádi-Arabíu var að framfylgja flug- banninu yfir Suður-Írak frá 1991. Ákvörðunin um að flytja heraflann frá Sádi-Arabíu hefur mikla pólitíska þýðingu ekki síður en hernaðarlega. Tvær helgustu borgir múslíma, Mekka og Medína, eru í Sádi-Arabíu og margir Sádar líta á bandaríska herliðið þar sem sönnun fyrir þjónk- un sádi-arabískra ráðamanna við Bandaríkin. Margir íslamistar hafa sakað þá um svik við íslam og Osama bin Laden nefndi veru bandaríska herliðsins í Sádi-Arabíu sem eina af helstu ástæðum hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september og krafðist þess að það færi þaðan. Bandarískir embættismenn lögðu þó áherslu á að brottflutningur her- liðsins tengdist á engan hátt Osama bin Laden og sögðu að ekki væri hægt að túlka þetta sem sigur fyrir hryðjuverkaforingjann. „Engin þörf fyrir herliðið“ Samskipti Bandaríkjanna og Sádi- Arabíu hafa verið stirð frá hryðju- verkunum 11. september en 15 af flugræningjum 19 sem stýrðu far- þegaþotum á byggingar í New York og Washington voru frá Sádi-Arabíu. Rumsfeld sagði að enginn ágreining- ur væri milli ríkjanna um brottflutn- ing herliðsins. „Við erum þakklát fyrir samstarfið og stuðninginn sem Sádi-Arabar hafa veitt,“ sagði hann. „Við búumst við því að með tímanum verði hermönnum okkar á Persaflóa- svæðinu fækkað. Það verður gert þannig að það endurspegli náið sam- starf og vináttu ríkjanna. Við rædd- um breytingarnar sem orðið hafa á svæðinu eftir frelsun Íraks og ætlum að endurskipuleggja herafla okkar í þessum heimshluta.“ Sádi-arabíski varnarmálaráðherr- ann sagði að þar sem eftirlitsfluginu yfir Suður-Írak væri lokið væri „eng- in þörf fyrir herliðið“ í Sádi-Arabíu. „Þetta þýðir ekki að við höfum beðið þá að fara eða að vinátta okkar hafi kulnað. Samstarf ríkjanna hófst fyrir Persaflóastyrjöldina og því verður haldið áfram eftir stríðið í Írak.“ Stjórnvöld í Sádi-Arabíu neituðu að taka þátt í hernaðinum í Írak án stuðnings öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þótt lofthernaðinum hafi verið stjórnað í flugstjórnarmiðstöð bandaríska flughersins á Prince Sultan-flugvellinum í Sádi-Arabíu. Hermt er að bandarísk stjórnvöld hafi verið mjög óánægð með þessa afstöðu Sádi-Araba. Bandarískir embættismenn sögðu að starfsemi flugstjórnarmiðstöðv- arinnar hefði verið flutt í Al-Udeid- herstöðina í Katar í fyrradag. Um 100 bandarískar herflugvélar eru nú á Prince Sultan-flugvellinum og þær verða allar fluttar þaðan í sumar, að sögn talsmanns bandaríska flug- hersins. Gert er ráð fyrir því að engir bandarískir hermenn verði í Sádi- Arabíu nema þeir sem eiga að annast þjálfun sádi-arabískra hermanna. Bandaríski her- aflinn fluttur frá Sádi-Arabíu Rumsfeld neitar því að komið hafi upp ágreiningur um herliðið Riyadh. AFP, AP. AP Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, með starfsbróður sínum í Sádi-Arabíu, Sultan bin Abdulaziz prins, á blaðamannafundi í gær. MEIRA en eitt hundrað forngripum, sem stolið hafði verið af fornminja- safninu í Bagdad, hefur nú verið skil- að, að sögn talsmanna Bandaríkja- hers. Meðal munanna voru 7.000 ára gamall vasi og ýmis forn handrit. Þúsundum ómetanlegra gripa var stolið úr söfnum í Írak í því upplausn- arástandi sem ríkti fyrstu dagana eft- ir að ljóst var að Saddam Hussein hafði verið steypt af stóli. Þá voru margir munir eyðilagðir. Verðmætustu gripirnir – frá hinni fornu Mesópótamíu – hurfu úr þjóð- minjasafninu í Bagdad og sætti Bandaríkjaher á sínum tíma gagnrýni fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir gripdeildirnar og skemmdaverka- starfsemina þar. Í yfirlýsingu Bandaríkjahers segir hins vegar að Írakar hafi tekið að skila munum, í kjölfar þess að tilmæl- um þar að lútandi var beint til al- mennings. „Maður nokkur skilaði kistu fullri af ómetanlegum handrit- um í mosku og píanóleikari skilaði tíu hlutum, þeirra á meðal brotinni styttu af assyrískum konungi frá níundu öld fyrir Krist,“ sagði í yfirlýsingu Bandaríkjahers. Þá sagði að annar maður hefði skil- að 46 stolnum munum eftir nokkrar fortölur, síðan átta hlutum til viðbótar og að lokum 7.000 ára gömlum vasa. Hundrað forngripir komnir í leitirnar As-Saliyah, London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.