Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 23 AKUREYRI - KAUPMANNAHÖFN - AKUREYRI Tilboð 14.900Terra Nova Sól - Akureyri Hafnarstræti 99-101-Sími 466 1600 Netfang: info-terranova@kaupa.is - www.kaupa.is NÚ ER ekkert því til fyrirstöðu að unnt verði að hefjast handa við innréttingu á einni hæð í nýbygg- ingu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, svonefndri Suðurálmu, að því er fram kom í máli Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra á ársfundi FSA í gær. Um er að ræða svokallaða 0. hæð, eða efri kjallara byggingarinnar. Nýbygg- ingin er alls 4 hæðir auk tveggja kjallara. Töluvert er um liðið frá því að byggingin var reist og er barna- deild sjúkrahússins starfandi á 3. hæð hennar en að öðru leyti er hún óinnréttuð. Jón sagði að búið væri að samþykkja fjárveitingu upp á 120 milljónir króna til verksins og ætti byggingin að vera tilbúin til notkunar á næsta ári. Heilbrigðisráðherra sagði að nefnd sem falið var að fara yfir framtíðarsýn og hlutverk sjúkra- hússins, meta húsnæðisþörf og koma með tillögur um nauðsyn- legar framkvæmdir, myndi að lík- indum skila ítarlegri skýrslu og greinargerð nú síðar í vor. Þannig væri nú ekki lengur inni í mynd- inni að byggja sérstaka sjórnuna- rálmu við sjúkrahúsið, en sú starf- semi sem þar hefði átt að fara fram yrði að líkindum í nýbygging- unni. Þá yrði fremur byggð ný legudeildarálma í samræmi við kröfur nútímans, en menn gerðu sér ekki lengur að góðu að dvelja á stórum 6 manna sjúkrastofum. Göngudeild barna- og ung- lingageðdeildar á hæðinni Á 0. hæðinni er gert ráð fyrir að verði göngudeild barna- og ung- lingageðdeildar sem leysa mun úr bráðum vanda, en deildin hefur ekki haft neinn samastað á sjúkra- húsinu til þessa. Þá verður starf- semi rannsóknadeildar á hæðinni, sem og meinafræðideildar sem einnig þykir orðið brýnt að fái rýmra pláss en deildin myndi þá rýma húsnæði í eldri byggingu og gera með því kleift að stækka hús- næði röntgendeildar en þar er meinafræðideildin nú. Loks er gert ráð fyrir að á hæðinni verði að- staða fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun, en sú starfsemi býr við afar þröng- an húsnæðiskost nú, í litlu her- bergi inn af matsal spítalans. Gera má ráð fyrir að verkefni við innréttingu hæðarinnar verði boðið út nú í sumar þannig að hægt verði að vinna verkið næsta vetur. Halldór Jónsson forstjóri FSA sagði þetta afar ánægjuleg tíðindi og hann sæi nú fram á betri og bjartari tíma. Framkvæmdir við Suðurálmu hefðu legið niðri á síð- asta ári og þrátt fyrir að mikið hefði verið reynt hefði ekki tekist að fá fjárveitingar til að halda verkefninu áfram. Það hefði háð framþróun í starfsemi sjúkrahúss- ins. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra á ársfundi FSA 120 milljónir til að inn- rétta hæð í Suðurálmu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Baldur Dýrfjörð, starfsmannastjóri FSA, Kristján Möller alþingismaður og Þorvaldur Ingvarsson, lækninga- forstjóri FSA, á ársfundinum í gær. GUÐMUNDUR Ármann Sig- urjónsson hefur opnað sýningu á verkum sínum í kosningamið- stöð Vinstri grænna við Hafn- arstræti 94 á Akureyri. Hann hefur haldið yfir 20 einkasýningar á ferlinum en fyrsta sýning hans var árið 1961. Þá hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga. Guðmundur Ár- mann var bæjarlistamaður á Akureyri árið 1994 og hefur hlotið starfslaun myndlistar- manna. Hann rekur Listhúsið Samlagið ásamt fleiri listamönn- um í bænum og þá er hann brautarstjóri á myndlistarkjör- sviði á listnámsbraut Verk- menntaskólans á Akureyri. Sýningin stendur til 11. maí og er opin daglega frá kl. 14 til 18 og frá kl. 11 til 16 um helgar. Guðmundur Ármann sýnir UNDANFARNA daga hafa glöggir vegfarendur í innbænum á Ak- ureyri rekið augun í svartan, höf- uðsmáan og nokkuð sérkennilegan fugl á Leirutjörninni á móts við Lindina. Fuglinn hefur haldið sig að mestu kringum grjóthólmann í tjörninni innan um skúfendur, sem synda þar og bíða af sér hretið sem er að ganga yfir. Fuglinn er oftast á sundi en getur kafað og á það til að bregða sér á land. Hér er á ferðinni bleshæna og dregur hún nafn sitt af hvítri blesu á enn- inu og kemur væntanlega frá Evr- ópu þar sem hún er algeng. Bles- hæna sést flest ár hér á landi og hefur orpið hérlendis þó að ekki sé vitað til að hún hafi komið upp ungum. Nú eru farfuglakomur í hámarki og því upplagður tími til að skoða vorboðana áður en þeir dreifast á varpstöðvar sínar sem gerist næstu daga. Bleshæna á Leirutjörn Morgunblaðið/Ásgrímur Ágústsson Vinstrihreyfingin – grænt framboð býður upp á kaffi og kökur á morg- un, 1. maí. Að lokinni dagskrá verkalýðsfélag- anna verður opið hús í kosninga- miðstöð VG í Hafnarstræti 94 frá kl. 15.30 til 17. Nýi kvenfrelsisbækling- urinn verður kynntur og „U- beygjan“, blað ungra vinstri- grænna, liggur frammi. Stefna, félag vinstrimanna, heldur árlegan morgunfund sinn á bar- áttudegi verkalýðsins á morgun, 1. maí, á Mong-sportbar, Kaupangi, kl. 11. Sungnir verða söngvar, flutt ljóð og laust mál, innblásið af anda dagsins. Ræðumaður er Birna Þórð- ardóttir og Finnur Dellsén flytur ávarp. Á MORGUN Ferðafélag Akureyrar verður með árlega 1. maí-gönguferð á Súlur á morgun, fimmtudaginn 1. maí. Brottför er kl. 9. frá öskuhaugunum og er ókeypis í ferðina. Göngu- og skíðaferð verður svo á Kaldbak næstkomandi laugardag, 3. maí, og er brottför kl. 8. Skráning og upplýsingar eru á skrifstofunni á föstudögum og daginn fyrir ferðir milli kl. 17.30 og 19.00. Sími 462- 2720. Netfang: ffa@li.is. Opið hús verður á kosningaskrif- stofu Samfylkingarinnar í Brekku- götu 1 á Akureyri á morgun, 1. maí, frá kl. 15 til 17. Þar verða frambjóð- endur flokksins staddir og gefst fólki færi á að spjalla við þá og þiggja kaffisopa. Kvennafundur Samfylkingarinnar verður í fundarsal Fiðlarans, Skipa- götu 14, 4. hæð á föstudag, 2. maí, kl. 17. Svanfríður Inga Jónasdóttir al- þingismaður, Lára Stefánsdóttir, 3. sæti á lista flokksins í Norðaust- urkjördæmi, og Þorgerður Jóna Þorgilsdóttir, 5. sæti, flytja ávörp. Samfylkingin mun á laugardag, 3. maí, kl. 14 efna til stofnfundar samtakanna 60+ í Eyjafirði og verður hann á Græna hattinum við göngugötuna á Akureyri. 60+ eru hagsmunasamtök fólks 60 ára og eldra og munu þau taka þátt í að móta stefnu og taka ákvarðanir Samfylkingarinnar varðandi málefni þess hóps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.