Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stjórn Eftirlaunasjóðs starfsmanna Íslandsbanka Ársfundur Eftirlaunasjóðs starfsmanna Íslandsbanka Ársfundur Eftirlauna- sjóðs starfsmanna Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 15. maí nk. kl. 17.15 á 5. hæð (Hólum) á Kirkjusandi. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningar kynntir. 3. Skýrsla um trygginga- fræðilega úttekt kynnt. 4. Fjárfestingarstefna kynnt. 5. Önnur mál. VOCES Thules hefur sérhæft sig í flutningi miðaldatónlistar og var það auðheyrt á vel mótuðum söng þeirra í Hallgrímskirkju. Efnisskráin var öll byggð upp á miðaldakirkjusöng ættuðum frá Frakklandi á einhvern hátt. Textinn fjallaði um boðun Mar- íu og síðan þegar hún stóð grátandi við krossinn á Golgata. Einnig hymni Maurusar (u.þ.b. 780–856) um hinn heilaga skapandi anda og loks fastir liðir heilagrar messu að trúarjátn- ingunni undanskilinni. Tónleikarnir voru allir sungnir í kórdyrum nema messan í lokin sem var sungin uppi í orgelstúkunni. Leonin eða Leoninus (1163–1190) er eitt af stóru tónskáldum franska skólans sem kenndur er við Notre Dame-dómkirkjuna í París. Eftir hann var sungin Maríuvísan Gaude Maria Gabrielem (Gleð þig María …) þar sem skiptist á ein- raddaður sléttsöngur og tvíradda melismatískur organum-söngur þar sem neðri röddin syngur laglínuna í mjög hægum nótnagildum meðan efri röddin leikur sér með hraðari nótnagildi þótt textinn sé nokkurn veginn samferða. Aðra tegund af tví- radda organum-raddsetningu, sótta í franskt handrit frá 15. öld, heyrðum við í sequentiunni Stabat Mater dolorosa (Stóð við krossinn mærin mæta). Sem dæmi um hve vel gamli söngurinn aðlagast mismunandi tím- um má taka hvernig Frakkar nota gregorsönginn í kirkjum sínum, en þar hefur hann orðið mörgum org- anistanum óendanleg uppspretta spunaverka. Einn slíkur organisti var Maurice Duruflé (1902–1986) en eftir hann liggja aðeins ellefu verk, þar af fjögur orgelverk. Eitt þeirra er Prélude, Adagio et Choral varié op. 4 frá 1929 yfir hymnalagið Veni Creator Spiritus (Kom, skapari heil- agi andi) sem hefur verið rakið aftur til 1000. Björn Steinar lék hér sálma- lagið og tilbrigðin en þeir félagar sungu eitt og eitt vers hymnans inn á milli. Duruflé gefur hverju tilbrigði sitt sérkenni þar sem laglínan er dregin fram í hinum ýmsu sólórödd- um orgelsins og ýmist í höndum eða fótspili. Björn Steinar lék tilbrigðin af miklu öryggi og með fallegum lit- um í orgelinu. Síðast á efnisskránni var Hátíðarmessa eftir Duruflé op. 11 sem hann samdi 1966 fyrir barí- tón, kór og hljómsveit og umskrifaði síðan hljómsveitarpartinn fyrir orgel og var verkið flutt þannig hér. Söng- urinn er byggður upp á gregorsöng við messuliðina á meðan orgelið leik- ur sér í spunastíl í kringum kórsöng- inn. Duruflé gefur skýr fyrirmæli um raddaval orgelsins í verkinu sem er mjög áheyrilegt og vel fallið til lít- úrgískrar notkunar. Einsöng sungu þeir Guðlaugur Viktorsson og Eirík- ur Hreinn Helgason. Björn Steinar lék mjög vel á orgelið en einstaka sinnum drekkti orgelið söngnum, sérstaklega í Agnus Dei-kaflanum. Allur flutningur á tónleikunum var sérlega áheyrilegur og féll vel að hljómgun kirkjunnar. Voldugar karlaraddir Karlakór Reykjavíkur er þessa dagana að halda sína 77. vortónleika en kórinn er stofnaður 1926 og fyrsti söngstjóri hans var Sigurður Þórð- arson og því ekki úr vegi að hefja dagskrána með lagi hans Ísland, Ís- land eg vil syngja. Áður en Sigurður hélt til frekara náms við tónlistar- skólann í Leipzig nam hann hljóm- fræði hjá Sigfúsi Einarssyni og því fór vel á að syngja næst Lag Sigfús- ar Sefur sól hjá ægi. Í fyrsta laginu kom glöggt í ljós hve hljómur kórs- ins er sterkur og hreinn og í lagi Sig- fúsar var þetta staðfest með hrein- um og fallegum hljómi. Lagið Sumarnótt eftir Árna Thorsteinsson hljómaði fallega þar á eftir. Á eftir fylgdu tvær perlur eftir Jón Nordal, Kveði nú hver sem meira má, skemmtilegt lag sem reynir á skerpu kórsins, og Smávinir fagrir, sem var sérlega fallega sungið og vel mótað. Þjóðlagið Grafskrift í raddsetningu Hjálmars H. Ragnarssonar og Blómarósir Jóns Ásgeirssonar voru sérlega vel flutt með fallegri dýna- mík, í því síðara lék Anna Guðný Guðmundsdóttir með á píanó. Vor- gyðjan kemur eftir Árna Thorsteins- son og Draumalandið eftir Sigfús Einarsson voru síðust fyrir hlé, í þeim söng Garðar Thor Cortes með kórnum. Bæði lögin voru vel og fal- lega flutt. Eftir hlé reið Kuhlau á vaðið með laginu Maísól, síðan lagið Við minninganna elda eftir S. Palm- gren. Þriðja norræna lagið var Á brúðarbænum eftir Söderman sem var sérlega lifandi, allar snarpar inn- komur samtaka og mikil dýnamík. Síðasta norræna lagið, Einu sinni svanur fagur, eftir Järnefelt var einnig mjög fallega sungið. Þá var komið að Schubert. Fyrra lag hans var Feneyjaljóð við meðleik Önnu Guðnýjar sem einnig lék með í því síðara, Mansöng, sem var glæsilega flutt af kórnum og Garðari Thor sem mótaði söng sinn sérlega fallega, en það jaðraði við að kórinn væri of sterkur á köflum til að einsöngurinn kæmi í gegn. Hið sívinsæla Vínarljóð Sieczynski’s var glæsilega sungið af Garðari með mjúku innslagi kórsins. Síðast á efnisskránni var tékkneska lagið Dez vis eða Þú veist, sem kór- inn söng á tékknesku. Af aukalögum má nefna Þú álfu vorrar yngsta land eftir Sigfús Einarsson og Nú hnígur sól eftir Bortniansky, sem bæði voru glæsilega sungin, það síðara með silkimjúkum veikum söng með þykk- um og fylltum bassa. Karlakór Reykjavíkur söng virki- lega vel á þessum tónleikum undir vel útfærðri og öruggri stjórn Frið- riks Kristinssonar. Fullkomið jafn- vægi var með röddunum í öllum styrkleikaskalanum. Hendingar voru allar vel mótaðar og flutningur allur mjög lifandi, hreinn og músík- alskur. Einsöngur Garðars Thors var vandaður og vel útfærður að vanda og píanóleikur Önnu Guðnýjar var glæsilegur og öruggur og studdi vel við bakið á flytjendum. Lofað veri ljósið TÓNLIST Ýmir Karlakór Reykjavíkur, Garðar Thor Cortes tenór og Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari. Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson. Miðvikudagurinn 23. apríl kl. 20. KÓRSÖNGUR Hallgrímskirkja Voces Thules (Sverrir Guðjónsson, Sig- urður Halldórsson, Guðlaugur Vikt- orsson, Einar Jóhannesson, Eggert Páls- son og Eiríkur Hreinn Helgason). Björn Steinar Sólbergsson organisti. Sunnu- dagurinn 27. apríl kl. 17. KÓRSÖNGUR Jón Ólafur Sigurðsson LANDIÐ SELLÓSÓNÖTUR Johannesar Brahms verða fluttar á tónleikum Gunnars Kvaran og Jónasar Ingimund- arsonar, sem haldnir verða í Salnum í kvöld kl. 20. „Sónöturnar eru báðar í heimstónbókmenntunum fyrir selló og píanó og tróna þar nálægt toppnum,“ sagði Jónas Ingimundarson í samtali við Morgunblaðið. „Ég myndi halda að það væri ekki á hverjum degi sem þær eru spilaðar saman á tónleikum, en okkur fannst það skemmtilegt og höfum látið okkur dreyma um að gera þetta í langan tíma. Nú er komið að því.“ Jónas segir sónöturnar þó oft hafa verið fluttar hérlendis, en þá hverja í sínu lagi. „Kannski ekki svo mjög í seinni tíð, en ef maður hugsar aftur í tímann um 30-40 ár, hefur maður heyrt þær nokkrum sinnum – vegna þess að þetta eru verk sem allir þrá að spila og heyra.“ Fyrri sónatan er í e-moll og hóf Brahms smíði hennar árið 1862, þá aðeins 29 ára að aldri. Það ár lauk hann fyrstu tveimur þáttunum og hægum þætti að auki. Árið 1865 bætti hann lokaþætti við og tók hæga þáttinn til hliðar, og er hann enn ófundinn. Það áttu hins vegar eftir að líða 24 ár þar til Brahms lyki seinni sellósón- ötunni. „Hann skrifaði mikið af frábærum verkum í millitíðinni, til dæmis allar sinfóníurnar. Þessar tvær sónötur eru ákaflega ólíkar, þó að þær beri mjög sterk einkenni höfundarins. Sú fyrri er í þremur þáttum og miklu ljóðrænni og melankólískari á vissan hátt, skrif- uð í e-moll. Sú seinni er í F-dúr og má kannski segja að hún sé stórbrotnari. Hún er í fjórum þáttum og sinfón- ískari, þó að þær séu það báðar og það eigi við um næstum öll verk Brahms. Þau eru gegnsamin – það er hans einkenni – það eru allir tónarnir í verkunum „af því að“, engir tónar eru þar fyrir tilviljun. Þetta eru tónsmíðar á háu plani, vel skrifaðar fyrir hljóðfærin.“ Þá Jónas Ingimundarson og Gunnar Kvaran hafa starfað ötullega á vettvangi íslensks tónlistarlífs svo áratugum skiptir. „Við höfum þekkst lengi, vorum saman í Tónlistarskólanum í gamla daga og höfum vit- að hvor af öðrum alla okkar tíð ef svo má segja. Það er mjög ánægjulegt að koma saman á þessum tónleikum og við finnum hvor annan mjög rækilega,“ sagði Jónas. Tónleikarnir eru helgaðir minningu Árna Kristjáns- sonar, píanóleikara og fyrrverandi tónlistarstjóra Rík- isútvarpsins, en hann lést fyrir rúmum mánuði síðan. Munu tónleikarnir því hefjast á stuttum sálmforleik, Nun kom der heiden Heiland eftir J.S. Bach, í gerð Busonis fyrir píanóið. Árni var kennari Jónasar á sín- um tíma. „Mér finnst ég ekki hafa lært eins mikið af neinum einum manni og honum. Af því að það hittist svo á að við Gunnar erum einmitt að spila þessi verk, sem ég lærði hjá honum í gamla daga og heyrði hann sjálfan jafnframt oft spila á tónleikum, meðal annars með Erling Blöndal Bengtsson og fleirum, ákváðum við að tileinka tónleikana minningu hans. Það varð að ráði að hefja tónleikana á lítilli Bach-prelúdíu af því tilefni.“ Verk sem allir þrá að spila Morgunblaðið/Jim Smart Gunnar Kvaran og Jónas Ingimundarson flytja báðar sellósónötur Brahms á tónleikum í Salnum í kvöld, sem haldnir eru í minningu Árna Kristjánssonar. NÝLEGA fór fram vígsla á nýju og endurbættu húsnæði heilbrigðis- stofnunarinnar á Hólmavík. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra tók húsnæðið formlega í notkun. Auk ráð- herra voru alþingismenn, sveitar- stjórnarmenn í Strandasýslu, emb- ættismenn heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis, iðnaðarmenn og starfsfólk og vistfólk stofnunarinnar, auk fjölmargra annarra gesta við- staddir athöfnina. Kvennakórinn Norðurljós flutti tvö lög og Haraldur V.A. Jónsson, oddviti Hólmavíkurhrepps og sýslunefndar, ávarpaði samkomuna. Þá rakti Jó- hann Björn Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri heilbrigðisstofnunar- innar, sögu framkvæmdanna í stuttu máli. Í máli hans kom m.a. fram að gamla sjúkraskýlið sem er á þremur hæðum var byggt árið 1949 ásamt læknaíbúð á efstu hæð, samtals tæpir 500 fm. Þá var kolakynding í húsinu sem hýsti m.a. röntgenherbergi og sængurkon- uherbergi ásamt starfsmannaher- bergi sem Ólafía Jónsdóttir ljósmóðir bjó í í rúm 30 ár. Með tilkomu læknabústaðar árið 1977 og heilsu- gæslustöðvar árið 1986 var húsið allt lagt undir öldrunarþjónustu ásamt einni stofu til bráða- og hvíldarinn- lagna. Um svipað leyti var aðstaða til fæðinga lögð niður. Öll aðstaða í gamla sjúkraskýlinu var sérlega erfið fyrir starfsólk og t.a.m. þurfti að bera sjúklinga upp og niður stiga. Í upphafi tíunda áratugarins var farið að skoða nokkra möguleika varðandi viðbyggingu og breytingar. Í loks þess áratugar var svo tekin ákvörðun um þær endurbætur sem nú eru orðnar að veruleika, ekki síst fyrir tilstilli Baldurs Ólafssonar, frá- farandi starfsmanns í heilbrigðis- ráðuneytinu. Í ársbyrjun 2000 var samið við Grundarás ehf. á Hólmavík sem sá um alla framkvæmdina ásamt undirverktökum. Að lokum gat Jóhann Björn um arfleiðsluskrá Sigríðar Guðbjörns- dóttur þar sem hún ánafnaði Hólma- víkurhreppi þriðjungi eignarhluta í íbúð sinni til minningar um foreldra sína, Guðbjörn Bjarnason og Katrínu Guðmundsdóttur frá Hólmavík. Var kvenfélaginu á staðnum falið að verja arfi þessum, sem er í dag tæpar 2 milljónir, til rekstrar elliheimilis eða aðstoðar við aldrað fólk í hreppnum. Þá færði hann Baldri Ólafssyni blómakörfu í þakkætisskyni fyrir hans hlutdeild í framkvæmdunum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra tók síðan húsnæðið formlega í notkun. Hann undirritaði um leið stefnumótum fyrir árin 2003–2005 og greindi frá framlagi til endurnýjunar á fjórum sjúkrarúmum. Sr. Sigríður Óladóttir, sóknarprestur á Hólmavík, flutti blessunarorð og leiddi söng með aðstoð kvennakórsins. Síðar um dag- inn gafst almenningi kostur á að skoða húsnæðið og þiggja kaffiveit- ingar og lögðu margir leið sína þang- að. Átta sjúkrarúm Sjúkraskýlið við Heilbrigðisstofn- unina rúmar nú átta sjúkrarúm í rúm- góðum eins manns herbergjum, en einnig tvær tveggja manna íbúðir á miðhæð. Lyfta var sett í viðbygg- inguna, en hún mun sú fyrsta í Strandasýslu. Aðstaða til böðunar hefur gjörbreyst ásamt allri annarri vinnuaðstöðu. Í kjallara hússins er líkams- og iðjuþjálfun ásamt vinnu- stofu, þvottahúsi og aðstöðu til frá- gangs á líni. Alls er sjúkraskýlið um 850 fermetrar að flatarmáli. Kostn- aðurinn nemur nú um 126 milljónum á verðlagi ársins 2001 en þá var skrif- að undir viðaukasamning vegna verksins. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Við vígsluna voru margir gestir mættir. Einar K. Guðfinnsson, Elsa Frið- finnsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Margrét Hulda Einarsdóttir, eigin- kona Jóns Kristjánssonar, Jón Kristjánsson, Matthías Lýðsson, Jón Bjarna- son, Lýður Magnússon, Haraldur V.A. Jónsson og Jón Alfreðsson. Viðbygging heilbrigðisstofn- unarinnar vígð Hólmavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.