Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 27 Út er komin Brennu-Njálssaga á vegum bóka- forlagsins Bjarts. Hin nýja útgáfa byggir á Reykja- bók, einu elsta og heillegasta hand- riti sögunnar. Um útgáfuna sá Sveinn Yngvi Egilsson íslenskufræð- ingur. Brennu-Njálssaga er varðveitt í um tuttugu skinnbókum eða skinnbók- arbrotum frá miðöldum og auk þess í miklum fjölda yngri handrita, sem bendir til þess að hún hafi snemma orðið eftirsótt og haldið vinsældum sínum í aldanna rás. Skinnbókin AM 468 4to er eitt elsta og heillegasta Njáluhandritið. Talið er víst að bókin sé rituð hér á landi um 1300, en um ritunarstað er ekki vitað né um nafn þess sem hélt um fjaðrapennann, enda eru slíkar upplýsingar yfirleitt af skornum skammti þegar um miðaldahandrit er að ræða. Um feril bókarinnar fram eft- ir öldum er allt á huldu, en á fyrri hluta 17. aldar komst hún í eigu bóndans að Reykjum í Miðfirði. Hefur hún því verið kennd við bæinn og kölluð Reykjabók. Sérstaða Reykjabókar er m.a. fólg- in í mörgum vísum sem hún hefur um- fram ýmis önnur handrit sögunnar, en þessum vísum hefur iðulega verið sleppt í útgáfum. Þær er sumar að finna í meginmáli handritsins með hendi ritara, en aðrar eru skrifaðar á spássíur eða aftasta blað þess með hendi annars manns sem virðist þó hafa verið samtíða ritaranum. Vís- urnar eru allar teknar með. Bókin er fyrsta verkið í nýrri ritröð forlagsins sem nefnist Neon-klassík. 352 bls. Gutenberg prentaði. Snæ- björn Arngrímsson hannaði kápu. Verð bókarinnar er 1.680 kr. Fornsögur Agnarsdóttur síðastliðið haust og eftir áramót var þeim boðið upp á þriðja námskeiðið. Á námskeiðinu eru átta höfundar sem eru að vinna að leikritum í fullri lengd. Fyrir áramót voru verkin lesin og rædd undir stjórn kennara, en eft- ir áramót hefur höfundum gefist kostur á að vinna með leikurum Þjóðleikhússins að völdum atriðum úr verkunum,“ segir Melkorka. Þjóðleikhúsið býður öllu áhuga- fólki um leiklist og eflingu ís- lenskrar leikritunar að kynna sér afrakstur námskeiðsins á upp- skeruhátíðinni í kvöld þar sem les- in verða brot úr verkum höfund- anna átta. Aðgangur er ókeypis. Efnisútdrætti úr verkunum verður dreift til áhorfenda. Hlín Agnarsdóttir, kennari á námskeið- inu, mun segja frá starfinu í vetur og Melkorka Tekla kynnir höfund- astarf leikhússins. Gefinn verður kostur á umræðum að leiklestr- inum loknum. UPPSKERUHÁTÍÐ leikrit- unarnámskeiðs Þjóðleikhússins verður haldin á Litla sviðinu kl. 20 í kvöld. Leiklesin verða brot úr leikritum eftir átta höfunda af leikritunarnámskeiði sem Þjóðleik- húsið hefur staðið fyrir í vetur undir stjórn Hlínar Agnarsdóttur. Hlín stýrir leiklestrinum en leik- arar eru þau Halldóra Björns- dóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Valdimar Örn Flygenring og Vigdís Gunn- arsdóttir. Að sögn Melkorku Teklu Ólafs- dóttur leiklistarráðunautar Þjóð- leikhússins er einn liður í höfunda- starfi Þjóðleikhússins námskeiðs- hald fyrir höfunda sem hafa hug á að skrifa fyrir leikhús. „Síðastliðið vor stóðu Þjóðleikhúsið og Endur- menntunarstofnun HÍ fyrir grunn- námskeiði í leikritun. Þátttak- endum af námskeiðinu var boðið upp á framhaldsnámskeið í Þjóð- leikhúsinu undir stjórn Hlínar Uppskeruhátíð leikritunarnámskeiðs VIÐ erum stödd í leikhúsi. Leik- ritið hefst, en jafnskjótt er það rofið vegna örvæntingar aðalleikarans yfir fjárhagnum og fram- hjáhaldi eiginkonunn- ar. Leikararnir hafa ör- litlar áhyggjur af því að bregðast áhorfendum á þennan hátt, en eru fljótir að gleyma þeim. Áhorfendur reyndar líka, því nú hefst ein- hver ólíkindalegasta atburðarás sem sést hefur í íslensku leikriti, hugsanlega síðan Snorri á Húsafelli skrifaði Sperðil ein- hvern tímann á átjándu öld. Hin sviksama eig- inkona aðalleikarans birtist fljótlega, kostulegar uppljóstranir reka hver aðra með misofbeldisfullum afleiðing- um og atburðarásin tekur fleiri helj- arstökk en leikararnir í Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu. Það er þýð- ingarlaust með öllu að rekja hana, en þótt ótrúlegt megi virðast reynist á endanum vera nokkurskonar skýring á öllu því sem á undan er gengið. Ekki að það skipti neinu máli. Það er ljóst að Hávar hefur við rit- un leikritsins ákveðið að láta ekki far- angur á borð við rökvísa framvindu, þróun persóna og trúverðugleika at- burða íþyngja sér á hugarfluginu. Það er líka mikil og óvenjuleg skemmtun að fylgja honum eftir. Það sem tapast er hins vegar stór hluti af vopnabúri leikhússins til að vekja hlátur og skapa spennu, nefnilega rökvís fram- vinda, þróun persóna og svo framveg- is. Ef allt er mögulegt kemur nefni- lega ekkert á óvart. Fyrir vikið er fyndnin að miklu leyti bundin við hnyttin til- svör og ríkulegan skammt af óskammfeiln- um neðanþindarhúmor. Ekkert nema gott um það að segja í sjálfu sér og skemmtunin er að öðru leyti fólgin í elting- arleiknum við ætlun höf- undar. Þresti Guðbjartssyni og leikhópnum tekst aðdáanlega að sviðsetja þetta nýstárlega verk. Þau fylgja því eftir af sannfæringarkrafti og leikgleði og greinilega hefur verið nostrað við ýmis smáatriði og brellur sem skipta miklu máli í verkinu og skila sér vel. Ef einhverj- um ætti að hrósa sérstaklega væri það trúlega Guðný Katla Guðmunds- dóttir í hlutverki ljóskunnar Gullu, en öll eiga þau svo sannarlega hrós skilið fyrir að halda sjó í þessu frumlega og brjálaða leikriti – og Hávar líka fyrir að láta sér detta þetta allt saman í hug. Rússíbana- leikhúsið LEIKLIST Leikfélag Sauðárkróks Höfundur: Hávar Sigurjónsson, leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson. Bifröst 27. apríl 2003. ERTU HÁLF-DÁN? Hávar Sigurjónsson Þorgeir Tryggvason áfram Ísland Su›urkjördæmi Selfoss Daví› Oddsson Mi›vikudagur 30. apríl Hótel Selfoss kl. 20.00 Grindavík Geir H. Haarde Mi›vikudagur 30. apríl Slysavarnafélagshúsi› kl. 20.00 Vestmannaeyjar Daví› Oddsson Fimmtudagur 1. maí Höllinni kl. 17.00 Höfn í Hornafir›i Geir H. Haarde Fimmtudagur 1. maí N‡heimar kl. 17.00 Reykjanesbær Daví› Oddsson Föstudagur 2. maí Stapinn kl. 20.00 Hvolsvöllur Geir H. Haarde Föstudagur 2. maí Hlí›arendi kl. 20.30 Fundir formanns og varaformanns Sjálfstæ›isflokksins ver›a sem hér segir: fylgist me› beinni útsendingu frá Reykjanesbæ á xd.is Daví› Oddsson, forsætisrá›herra og forma›ur Sjálfstæ›isflokksins, og Geir H. Haarde, fjármálará›herra og varaforma›ur Sjálfstæ›isflokksins, halda fundi um land allt og heimsækja vinnusta›i ásamt ö›rum flingmönnum og frambjó›endum Sjálfstæ›isflokksins. Vi› hlökkum til a› fá tækifæri til a› kynnast sjónarmi›um flínum, ræ›a vi› flig um flann mikla árangur sem vi› Íslendingar höfum í sameiningu ná› og hvernig vi› getum best tryggt a› Ísland ver›i áfram í fremstu rö›. Til fundar vi› flig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.