Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ N AFNIÐ Mesópótamía varð til á síð- fornöld, skýr- greinir land- svæðið milli fljótanna Efrat og Tigris, og vísar til þess. Einnig þekkt undir heitinu; Hinn frjósami hálfmáni. Frjósemina fékk slétt- lendið frá fljótunum tveim sem fluttu grómögnum jarðar næringu þegar flæddi yfir bakka þeirra. Nú- tíminn þekkir það mestanhluta sem Írak, en í norðri og norðvestri eru einnig bitar af Sýrlandi og Tyrk- landi angi Mesópótamíu. Úr óræðu myrkri forsögunnar tók þjóð af óþekktum uppruna að flytjast til og dreifa sér um slétt- urnar í suðurhluta Mesópótamíu, skilgreind undir heit- inu Súmer- ar. Hafði sérstakt tungumál sem ekki hefur tekist að rekja né tengja við önnur mál né mállýskur, þetta á að hafa gerst á lokaskeiði fjórða árþús- undsins fyrir okkar tímatal eða fyr- ir meira en 5500 árum. Súmerar komu á legg fyrstu hámenningu sögunnar sem grundvallaðist á áveitukerfi til að nýta hina frjósömu leðju er fljótin báru með sér. Á þessu svæði höfðu menn löngu áður, eða fyrir um 10.000 árum, haf- ið að gera tilraunir með kornrækt og húsdýrahald, og hér voru nokkur af fyrstu landbúnaðarsamfélögum heimsins. Tóku að þróa vökv- unarkerfi 6000–5000 f. Kr., sem Súmerar fullkomnuðu með stíflum og flóðgörðum. Vinnsla málma úr jörðu gerði svo mögulegt að fram- leiða og nota verkfæri til aðskilj- anlegasta brúks og eitt leiddi af öðru. Súmerar tjáðu sig í skriftartáknum sem nefnast fleygrúnir, á seinni tímum fræðimönnum mikilvægur vegvísir til skilgreiningar á hinni menningarsögulegu þróun og eru táknin þau elstu varðveittu í heiminum við hlið þeirra egypsku. Eitt- hvað um 2500 var risinn upp rúmlega tugur skipu- lagðra borgarríkja, þeirra þekktust voru Úr, Uruk, Nippur, Kish og Lagasj. Álíta menn að Uruk hafi verið stærsta borg í heimi árið 3000, iðulega var ófriðarsamt milli borgarríkjanna en öðru hverju var landið sameinað. Árið 2350 lagði Sargon konungur grunn að akkadíska heimsveld- inu í norður Mesópót- amíu og gerði borgina Akkadíu að höfuðsetri, og 2330 tókst honum að ná yfirráðum á súm- erska hlutanum og næstu 150 árin voru súmersku borgarríkin undir hæl akkadíska heimsveldisins en það leystist þá upp af óþekktum ástæðum. Sirka 2113 lagði kóng- urinn Urnammu af Kish grunn að nýju heimsveldi með borgina Úr sem höfuðsetur, en um 2000 var stórveldistíma Súmera lokið og Babýlóníumenn ríkjandi í Mesópótamíu Akkadíska, sem er einnhinna úttdauðu geirasemíska málstofnsins ogmeð elstu tungumálum sem mönnum hefur tekist að greina, var töluð í Mesópótamíu frá 2600 og einkennandi fyrir hana var hin mikla auðlegð tónbila og sam- hljóða. Nokkurn veginn um 1815 lagði semísk konungaætt undir forystu Hammúrabís konungs suðurhluta Mesópótamíu undir sig, sameinaði borgríki landsins og gerði Babýlón við Efrat að höfuðborg þess, sem sjálft fékk nafnið Babýlónía. Hammúrabi var merkileg mann- gerð, samdi lög sem meðal annars þokuðu burt fyrri tíma miðstýrða ríkisbúskap, þar sem prestastéttin réð miklu og musterin voru stjórn- sýslustöðvar. Ruddi með því öflugu einkaframtaki braut, herjaði á norð- urhéruðin og færði út landamærin. Einn af dýrgripum Louvre í París er íðilfögur tveggja metra há súlu- formuð lágmynd klöppuð í svartan basaltstein, þar sem sér í drottn- arann Hammúrabi við lagagerð sína, stendur frammi fyrir sólarguð- inum Schamasch, verndara réttlæt- isins. Dýrkuð var fjölgyðistrú og guða- heimurinn samanstóð af 3.000 guð- um, en af þeim voru margir af lík- um og sama uppruna. Stór samstæð musteri með hinum mjög svo ein- kennandi babýlónsku musteristurn- um mynduðu kjarna borganna. Hugvísindi eins og stærðfræði og stjörnufræði háþróuð, til að mynda hvað varðar stöðu tunglsins, ann- arra himintungla svo og tungl- myrkva. Enn í dag hagnýtum við okkur eitt og annað í þessum fornu vísindum til að mynda 60 talna kerfið; að deila einni klukkustund í sextíu mínútur og mínútuna í jafn- margar sekúndur. Eftirkomendum Hammúrabis gekk ekki eins vel að halda ríkinu saman og tveim öldum seinna náðu útlendingar landsvæð- inu undir sig, hittítar 1651, en voru hundrað árum seinna flæmdir burt af kasittum, sem héldu völdum allar götur til 1151. Ýmis þjóðarbrot komu við sögu næstu aldir og í þeim pataldri kann sagan helst að greina af Assýringum úr norðurhluta Mesó- pótamíu við Tigris er gerðu svæðið að hluta ríkis sins um 730. Þegar hið mikla Assýríuríki, sem staðið hafði frá því um 1950 f.Kr. leið undir lok og hrundi í borgarstríði um 611, var ný- babýlónska ríkið stofnað upp úr rústunum 625 og stóð til 539, er Persar undir forystu Kyrosar konungs brutu það undir sig og gerðu að héraði í Persíu. Ný- babýlónía varð að stórveldi á valda- tíma hins herskáa Nebúkadnesar 2 konungs og Babýlón að dulúðugri ævintýraborg. Byggð voru mikil mannvirki svo sem Babelsturninn, eitt af undrum veraldar sem og Hengigarðarnir eða Svifgarðarnir, sem voru skrúðgarðar í Babýlon, sem menn álíta að hafi verið uppi á þrep pýramída og sýndust að sögn hanga í lausu lofti. Garðana lét Nebúkadnes gera fyrir drottningu sína og vatni veitt yfir þá úr Efrat. Níutíu kílómetrum norðar reis Bagdad við Tigris, sem um 760– 1280 e.Kr. var höfuðborg kalífa- dæmis Abbadísa; háborg arabískrar menningar um aldir og þar var vett- vangur Harúns al-Rasjíd, sem kem- ur við sögu í Þúsund og einni nótt svo sem margur veit. Mesópótamía og arabískiheimurinn eitt stór-brotið ævintýri og allriþessari þróun fylgdi óviðjafnanlegt ris handverks, listíða, byggingarlistar og myndlistar, að ekki sé talað um skreytiprýði, orna- ment. Elstu menjar koma frá Súm- erum og þróunin náði hámarki hjá Babýlóníu- og Assýríumönnum. Lif- andi vitnisburður þess að hugvit og skapandi athafnir eru burðarás allra framfara og jarðtengdra menning- arríkja. Mesópótamía ásamt Norð- ur-Afríku, einkum Egyptalandi vagga hámenningar, grunnur og burðarstoðir heimsins í dag. Tákn- rænt að menningin á landsvæðinu var stórbrotnust og gagnsæjust á þeim tímaskeiðum er hún skilaði mannkyninu mestu í formi sköp- unarþarfar og ríkulegrar útrásar hennar. Lögmál sem eru jafnáþreif- anleg í dag sem í árdaga og gengur eins og rauður þráður gegnum sög- una, virðist þó að nokkru hafa fyrnst fyrir á tímum tæknivæð- ingar, hraða, græðgi og nýjunga- girni… – Fann hjá mér þörf og tilefni til að romsa þessu öllu upp vegna hinna válegu atburða sem hafa verið að gerast á svæðinu undanfarið og hörmulegra afleiðingar þeirra, grip- deilda á ómetanlegum menning- arverðmætum, sem ekki hið minnsta var hirt um að koma í veg fyrir. Mesópótamía geymir í ljósi framanskráðs, sem er einungis örlít- ill biti stærra samhengis, annað meira og mikilvægara olíu. Ein- stæða og stórbrotna sögu sem mannkyninu ber að hlú að og vernda. Og í hnotskurn; skyldi ekki fleira menning en MacDonalds- hamborgarar, þótt ameríski stjörnu- málarinn Andy Warhol hafi í fúlustu alvöru haldið því fram að nútíminn héldi hvarvetna innreið sína með til- komu þessa vinsæla ruslfóðurs. Ó, Mesópótamía… SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Ó, Mesópótamía Assýrösk list: Assurnasirpal II., 9. öld f. Kr. Alabastur, mjólkursteinn, 106 cm hár. British Museum. Súmersk list: Brjóstmynd af fursta á bæn, um 3300 f. Kr. Kalksteinn, 18 cm há. Listasafnið í Bagdad. Babýlóns list: Fórnarstytta frá Gudea, landstjórinn af Lagasch, sirka 2100 f. Kr. Díórit, ísúrt gróf- korna storku- berg. París, Louvre. MARÍA Luisa Vega, prófessor við Complutense Universidad í Madrid, heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur um tvítyngi barna í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101, kl. 16.30 í dag. Getur hvaða barn sem er orðið tvítyngt, án tillits til þess umhverfis sem það elst upp í? Í fyrirlestri sínum skýrir María Luisa frá rannsóknarverkefni sínu sem hefur nú staðið yfir í þrjú ár. Meginmarkmið verk- efnisins eru þau „að skapa tví- tyngdan einstakling“, „að þjálfa kennara að nálgast á heildstæðan hátt að kenna nemendum annað mál frekar en erlent mál“ og að taka tillit til „þrítyngis“ sem er að verða algengari staða margra í dag. Síðustu 6–7 árin hafa rann- sóknir Maríu Luisu meðal ann- ars tekið til tvítyngis barna og þá sérstaklega að nota frásagn- araðferðina eða „storytelling“ sem aðferð til málvísindalegrar sköpunar, aðallega með börn- um en einnig með háskólanem- um. Auk þess að halda opinber- an fyrirlestur við Háskóla Íslands mun María taka þátt í málstofu spænskukennara á Ís- landi og vinnustofu meistara- nema í þýðingum við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður á ensku og er öllum opinn. Fyrirlestur um tvítyngi barna VALSKÓRINN mun halda sína ár- legu vortónleika í dag. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda og mun kórinn syngja íslensk lög og negrasálma við undirleik Helgu Laufeyjar Finnbogadótur. Ein- söngvari verður Bjarni Freyr Ágústsson. Stjórnandi Valskórsins er Guðjón Þorláksson. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í Frið- rikskapellu við Valsheimilið. Tónleikar Valskórsins www.samfylking.is ♦ ♦ ♦ Sjöunda kverið í flokki þýddra ljóða er komið út hjá Brú forlagi. Ljóða- kverið nefnist Ég er ekki einmana og fleiri ljóð og er eftir bandarísku blökkukonuna Nikki Giovanni sem lét mikið á að sér kveða á sjö- unda og áttunda áratug síðustu aldar og þótti mjög róttæk á sínum tíma. Þýðandi er Hallberg Hallmundsson, sem einnig þýddi öll hin kverin í þess- um flokki. Fáein þeirra ljóða sem birtast í kverinu hafa birst áður á íslensku fyrir allmörgum árum í Tímariti Máls og menningar. Ég er ekki einmana er 32 bls. og heft og fæst eingöngu í bókabúðum MM í Reykjavík en einnig er hægt að panta bókina frá forlagi á netfanginu haha@simnet.is. Leiðbeinandi verð er 530 krónur. Ljóðaþýðingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.