Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 29 Í FYRIRSÖGN Fréttablaðsins í gær sagði: „Mikil andstaða lands- manna við kvótakerfið“ … 80% landsmanna eru andvígir kvóta- kerfinu“. Síðastliðinn föstudag birtist í Velvakanda svar Ásthildar Cesil Þórðardóttur við þeim hluta í grein minni viku áður þar sem fjallað var um hugtakið „sameign þjóðarinnar“. Áður en lengra er haldið ætla ég að þakka Ásthildi Cesil Þórðardóttur sérstaklega fyrir hennar hlut. Í grein minni sem birtist fimmtudaginn 3. apríl færði ég rök fyrir því að ég hygðist skila auðum kjörseðli í vor þar sem stjórnmála- flokkarnir á Íslandi væru ófærir um að koma fram með skýra stefnu í þeim málum sem ég vildi kjósa um. Allar götur frá því ég hafði vit til hef ég fylgst með stjórnmálum á Íslandi af miklum áhuga. Því miður hefur stjórn- málaflokkunum í þessu landi nán- ast tekist að drepa þann áhuga, því þeir hafa lítið sem ekkert haft upp á að bjóða í 30 ár annað en slagorð, slagorð í líkingu við „sam- eign þjóðarinnar“. Sem vel að merkja er að mínu viti eitt það snilldarlegasta og best samda slagorð sem nokkrum hagsmuna- hópi hefur tekist að finna upp í þeim tilgangi að vinna stefnu sinni fylgi. Umræðan á Íslandi um kvótakerfið hefur allar götur frá 1991 verið uppfull af þessu slag- orði „sameign þjóðarinnar“. Hún gekk svo langt að í umræðunni í kringum Valdimarsdóminn 1998 komst hún á það stig að það var eins og ég, þú, foreldrar okkar og börn hefðum öll sem eitt verið arð- rænd! Frá okkur hafði verið stolið einhverju verðmæti sem annars hefði skilað beinhörðum peningum í vasa okkar. Til stuðnings þessum orðum mínum ætla ég að taka eina tilvitnun í Jakob Frímann Magn- ússon, einn þeirra sem taldi sér skylt að blanda sér í umræðuna; „Þar sem þetta orðasamband er sett inn í lög er ekki hægt að skilja það öðruvísi en að þjóðin eigi auð- lindirnar og þjóð samanstendur af einstaklingum sem allir bera kennitölu. Því á hver og einn ein- staklingur sína hlutdeild af auð- lindinni.“ Orðskýring, sjá viðauka 1. Guðbrandur Jónsson (1997). http://safn.mbl.is. Nú spyr ég þig Ásthildur, raun- ar freistast ég til að spyrja lands- menn alla – er það þessi skilningur sem við viljum að sé lagður í hug- takið „sameign þjóðarinnar“? Þýð- ir sameign þjóðarinnar með öðrum orðum einhverja tiltekna eign sem við öll þjóðin 280 þúsund manns eigum saman og eigum að fá greiddan arð af? Hvernig var ekki umræðan síðastliðið vor þegar lög um auðlindagjald voru samþykkt á Íslandi? Voru þá allir íbúar lands- ins í öllum kjördæmum landsins syngjandi glaðir og ánægðir því nú loksins voru þeir að upplifa arðinn af þessari auðlind sjávarútvegi? Það er þetta sem ég vildi hreyfa við í gagnrýni minni. Það er gjör- samlega óviðunandi að íslenska þjóðin sé á annan áratug föst í sama fari í einhverri umræðu ein- ungis vegna þess að umræðan kemst ekki upp úr hjólförunum. Síðastliðið vor skrifaði ég verk- efni í Viðskiptaháskólanum á Bif- röst ásamt 4 öðrum eintaklingum þar sem við tókumst á við spurn- inguna „Hvað þýðir hugtakið „sameign íslensku þjóðarinnar“ og hvaða þýðingu hefur það í raun?“ Það er skemmst frá því að segja að niðurstaða okkar leiddi í ljós svo ekki verður um villst að þetta hugtak sem er fyrirsögn greinar þessarar sameign þjóðarinnar þýð- ir ekkert annað en ríkiseign. Al- þingi Íslendinga skilgreindi þetta hugtak með þjóðlendulögunum þar sem skilgreint er í 1. mgr. 2. gr.: „Íslenska ríkið er eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti.“ Þá segir ennfremur í 2. mgr. 2. gr. sömu laga: „Forsætisráðherra fer með málefni þjóðlendna sem ekki eru lögð til annarra ráðuneyta með lögum.“ Þar með er búið að skil- greina hvað þjóð…(-areign, -lenda) þýðir, það þýðir það að eigandinn að eigninni sem um ræðir er ís- lenska ríkið, og með eignarréttinn að eigninni fer framkvæmdavaldið sem fulltrúi íslenska ríkisins. Þar með er komið svar við þeim spurn- ingum sem við landsmenn hljótum að spyrja okkur í samhengi við orðasambandið sameign þjóðarinn- ar. Það þýðir ekkert annað en rík- iseign eða eins og ég sagði í þeirri grein sem varð upphafið að öllu þessu kommúnismi. Kommúnismi fjallar nefnilega um það að öllum verðmætum sé best fyrir komið í eigu ríkisins. Að síðustu spyr ég af hverju dettur Fréttablaðinu og öðrum fjölmiðlum þessa lands aldrei í hug að spyrja landsmenn „af hverju er þér illa við kvótakerfið?“ Hvaða rök eru fyrir því að þú ert and- stæðingur kvótakerfisins? Það skyldi þó aldrei vera að í ljós kæmi að ástæðan væri sú að sæ- greifarnir, þessir vondu menn, hefðu frá okkur tekið þessa eign sem við eigum saman? Hvað segir það okkur um umræðuna? Viljum við íslenska þjóðin að ís- lenska ríkið eigi allt sem ekki er í einkaeignarrétti nú þegar? Erum við Íslendingar ánægðir með fram- göngu íslenska ríkisins gagnvart bændum í kjölfar þjóðlendulag- anna? Eru það okkar sameiginlegu hagsmunir, þéttbýlis og dreifbýlis, sem þar koma í ljós? Sameign þjóðarinnar? Eftir Signýju Sigurðardóttur „Það þýðir ekkert ann- að en rík- iseign, eða eins og ég sagði í þeirri grein sem varð upphafið að öllu þessu, kommúnismi.“ Höfundur hefur starfað við sjávar- útveg og alþjóðaviðskipti. ÞESSA dagana er verið að opna skammtímavistun fyrir fatlaða í nýju húsnæði á Holtavegi 27. Þetta hús var byggt sem heimili fyrir fjölfötluð börn. Þegar upphaflegir íbúar uxu úr grasi kom í ljós að húsnæðið hentaði ekki eins vel þörfum þeirra sem full- orðinna einstaklinga, og var því tekin ákvörðun um að byggja hús með góðu einstaklingsrými handa þeim, en ætla húsið á Holtavegi til þess að mæta brýnni þörf fyrir skammtíma- vistun ungs fólks með þroskahömlun. Allt þetta ferli bar vitni um mikla framsýni hjá félagsmálayfirvöldum og Svæðisskrifstofu um málefni fatl- aðra í Reykjavík. Foreldrum voru kynnt þessi áform á mörgum fundum allt frá 1998 og leit út sem þarna mundi verða gert stórátak til að út- rýma biðlistum eftir skammtímavist- un og mæta betur þörfum fatlaðra og fjölskyldna þeirra, enda hentar hús- næðið og umhverfið einkar vel til þessarar starfsemi. Aldrei á öllum þeim tíma sem liðinn er síðan hefur neitt komið fram um það að til stæði að leggja aðra hliðstæða starfsemi niður um leið og þetta húsnæði yrði tekið í notkun. Í byrjun þessa árs fór hins vegar að kvisast að til stæði að leggja niður skammtímaheimilið í Víðihlíð 9, þar sem hafa verið sex vist- unarpláss fyrir fólk frá 13 ára aldri og upp úr. Í ljós kom að ákvörðun hafði verið tekin um tvenns konar starf- semi í húsinu á Holtaveginum. Að- eins var gert ráð fyrir fjórum pláss- um í skammtímavistun þar sem þrjú pláss í húsinu voru ætluð fjölfötluð- um, langveikum börnum. Auðvitað samgleðjumst við foreldrum þeirra barna að þau skuli fá úrlausn. Hins vegar þykir okkur hér ófagmannlega að verki staðið. Eftir stendur að stór hópur foreldra hefur verið blekktur og fyrirheit við þá svikin. Foreldrar þeirra einstaklinga sem hafa notið skammtímaþjónustu áttu von á að hún yrði aukin og bætt og foreldrar sem engrar þjónustu hafa notið hafa sýnt ótrúlega biðlund á meðan fyr- irheit voru gefin um húsið nýja. Þeg- ar foreldri skrifaði ráðherra og spurði hvort þessi breyting væri gerð með hans vitund og vilja svaraði ráðuneytið með dæmigerðum póli- tískum hártogunum þar sem látið var líta svo út að skert þjónusta væri í raun og veru stórbætt þjónusta. Rekstur skammtímaheimila er einn af mikilvægustu þáttum í stoð- þjónustu samfélagsins við fatlaða ein- staklinga sem búa í heimahúsum og aðstandendur þeirra. Í lögum um málefni fatlaðra segir að foreldrar „skulu eiga kost á skammtímavistun fyrir börn sín þegar þörf krefur“. Landssamtökin Þroskahjálp hafa lagt mikla áherslu á þessa þjónustu og fyrir þrýsting frá þeim náðist þverpólitísk samstaða um að framlag til Svæðisskrifstofunnar hækkaði á síðasta ári um 25 millj. króna „til efl- ingar skammtímaþjónustu fyrir fatl- aða í Reykjavík“. Foreldrar fatlaðra ungmenna í Reykjavík eiga kröfu um nákvæma greinargerð um hvernig þessu fé hefur verið varið. Sú skerðing á skammtímaþjónustu sem við höfum vakið athygli á er í undarlegu ósamræmi við þessa gjörð Alþingis, að ógleymdum fögrum fyr- irheitum undangenginna ára, og skýtur skökku við á Evrópuári fatl- aðra. Fjölskyldur fatlaðra eru háðar margs konar stoðþjónustu til að geta lifað eðlilegu lífi til jafns við aðra, en sú þjónusta hefur verið mjög van- rækt á undanförnum árum. Það er al- gjör lágmarkskrafa að loforðum þeim til handa sé hægt að treysta. Vanefndir á Evr- ópuári fatlaðra Eftir Hrefnu Haraldsdóttur og Þorleif Hauksson Hrefna er foreldraráðgjafi á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar og Styrktarfélags vangefinna. Þorleifur er íslenskufræðingur og faðir ungs þroskahefts manns. „Eftir stendur að stór hópur foreldra hefur ver- ið blekktur og fyrirheit við þá svikin.“ JAKOB vinur minn Björnsson er ekki ánægður með að ég noti orðið hryðjuverk um Kárahnjúkavirkjun og setur af því tilefni fram sína skilgreiningu á orðinu: verk sem er til þess ætlað að vekja skelfingu og ótta, til dæmis með því að sprengja í loft upp strætisvagn fullan af fólki, þar á meðal konum og börn- um. Minn málskilningur á orðinu hryðjuverk er í betra samræmi við íslenska hefð eins og lýst er í ís- lensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals: voldsgerning, forbryd- else, það er að segja ofríkisverk, óbótaverk. Meinaði ekki Alþingi þjóðinni að greiða atkvæði um þessi umdeildu og óbætanlegu landspjöll? Hvað er ofríkis- og óbótaverk ef ekki það? Ég biðst þess vegna ekki afsökunar á þessu orði sem vísar til heilagrar reiði fjölmargra landsmanna, ekki síst þegar hróðugir virkjunarmenn létu fyrstu sprenginguna í Jökulsár- gljúfri drynja í sjónvarpinu. Sam- bærileg ummæli viðhafði Halldór Laxness þegar hann deildi á eyð- ingu votlendisins, hernaðinn gegn landinu. Nú taka allir undir þann málflutning hans. Þá finnst Jakobi það ranghug- mynd að ég stilli upp tvöföldun þorskaflans sem úrkosti í stað Kárahnjúkavirkjunar og spyr: hvers vegna „eða“? En andstæð- ingar virkjunarinnar hafa einmitt verið krafðir svara um hvað gæti komið í stað hennar, rétt eins og engar aðrar ráðstafanir kæmu til greina en sú glæfralega skuldsetn- ing. Við því var ég að bregðast í grein minni. Þarna eru tveir kostir, annar mjög vondur, hinn mjög góð- ur. Þess vegna fer orðið „eða“ vel á milli þeirra. Hvað er hryðju- verk, Jakob? Eftir Pál Bergþórsson Höfundur er á lista VG í Reykjavík suður. „Meinaði ekki Alþingi þjóðinni að greiða at- kvæði um þessi umdeildu og óbætanlegu landspjöll? Hvað er ofríkis- og óbótaverk ef ekki það?“ LJÓSMYNDASÝNING MORGUNBLAÐSINS Í KRINGLUNNI Í Kringlunni stendur yfir sýning á verðlaunamyndum úr ljósmynda- samkeppni sem Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins á lands- byggðinni, og Morgunblaðið efndu til í vetur. Á myndunum má sjá fjölbreytt við- fangsefni fréttaritara Morgunblaðsins sem starfa um allt land. Fólk er í brennidepli linsunnar hjá þeim. Sýningin stendur til laugardagsins 10. maí. Myndirnar eru til sölu í Myndasafni Morgunblaðsins á mbl.is LANDSMENN Í LINSUNNI Ljósmynd: Fyrsta sturtan, Hafþór Hreiðarsson á Húsavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.