Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 35 STERKAR vísbendingar hafa komið fram um að Hafrann- sóknastofnun muni leggja til aukna þorskveiði á kom- andi fiskveiðiári. Eru það mikil gleði- tíðindi fyrir sjáv- arbyggðir sem hafa beðið þolinmóðar eftir að uppskera eftir mikla verndun þorskstofnsins. Ef tekst að auka þorskveiðar um 30 þúsund tonn mun það hafa veruleg jákvæð áhrif á sjáv- arbyggðirnar allt í kringum Ísland og efnahagslífið allt. Samkvæmt skýrum leikreglum fiskveiðistjórnunarkerfisins mun aukningin ganga til þeirra sem tóku á sig skerðingar svo unnt væri að byggja upp þorskstofninn. Þetta eru núverandi handhafar aflahlutdeild- arinnar. Þannig var það síðastliðið haust þegar ýsuafli var aukinn veru- lega og þarf ekki mikla yfirlegu til að sjá að engin önnur leið er réttlátari en að útdeila aukningunni til þeirra sem hafa beðið í mörg ár eftir að sjá árangur fórna sinna á árum áður. Allt tal um að nú sé lag að hefja fyrningar á veiðiheimildum eða að nú eigi að taka aukninguna með krókaveiðibátum veldur einungis óróa í atvinnugreininni og er byggð- unum ekki til framdráttar. Aukn- ingin er í augsýn og á að útdeilast samkvæmt núverandi reglum til nú- verandi handhafa aflaheimilda sem stunda sjósókn, hvort sem er á stórum skipum eða litlum, frá stórum byggðarlögum eða smáum. Það er sanngjarnt. Tilraunir hættulegar sjávarbyggðunum Í aðdraganda kosninga fara stjórnarandstæðingar mikinn og finna núverandi fiskveiðistjórn- unarkerfi allt til foráttu. Hver býður fram sína stefnu, sem hver um sig á að vera réttlátari en það sem nú er, hvort sem boðin er fram fyrning- arleið Samfylkingar og Vinstri- grænna eða sóknarstýring Frjáls- lyndra. Það vill gleymast að sjávarbyggð- irnar hafa í dag lagað sig að núver- andi kerfi. Fiskurinn í sjónum er ennþá veiddur af sjómönnum, hvar sem þeir svo búa. Fyrning veiði- heimilda um 5–10% á ári mun kippa grundvellinum undan rekstri út- gerðarfyrirtækja, veðhæfni þeirra mun minnka, sérstaklega mun fyrn- ing bitna á einyrkjunum í greininni. Ef síðan á að fara að kaupa veiði- heimildir á uppboði munu þeir efn- uðustu standa best að vígi, þeir stærri munu stækka á kostnað smærri útgerða. Sóknarstýring hef- ur ekki gefið góða raun hér á landi, leiddi til offjárfestingar og mjög erf- itt reyndist að takmarka veiðarnar. Það er ótrúlegt að Frjálslyndum muni takast betur til. Stjórnvöld verða að sýna úthald og staðfestu og mega ekki hringla með fiskveiðistjórnunarkerfið þegar árangur af verndun fiskistofnanna er í augsýn. Ef farið verður út í til- raunir af ofannefndu tagi mun óvissa aukast í greininni sem mun líkast til koma verst við minni útgerðir, þ.e. einyrkjana og fjölskyldufyrirtækin sem eiga allt undir. Þegar þörf er á að takmarka veiðarnar, og því hefur enginn mótmælt, er ekki hægt að vera með tilraunir um fisk- veiðistjórnun án þess að valda ein- hvers staðar skaða. Skaðlegar hugmyndir um fiskveiðar Eftir Sigríði Finsen Höfundur er forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar. MEÐ nýju fæðingarorlofslög- unum var stigið eitt stærsta skref síðustu áratuga í átt að auknu jafn- rétti kynjanna. Ástæðan er sú að þessi framsýna lög- gjöf mun stuðla að varanlegum árangri í þessari mikilvægu réttindabaráttu, and- stætt ýmsum öðrum aðferðum, sem svo freistandi getur verið að grípa til í þágu hins góða málstaðar. Horfumst í augu við staðreyndir Með stóraukinni atvinnuþátttöku kvenna hafa átakalínur jafnréttisbar- áttunnar orðið sífellt dýpri á vinnu- markaði. Um það er því almennt ekki deilt, að styrkja verður stöðu kvenna á vinnumarkaðnum og um leið rétt karla til fjölskyldulífs, ef vinna á bug á kynbundna launamuninum ásamt glerþakinu illræmda. Á einföldu máli þýðir þetta að konur eru einnig fyr- irvinnur, líkt og karlar, og að karlar eiga einnig fjölskyldur sem huga þarf að, líkt og konur. Aðeins með því að horfast í augu við þessar einföldu staðreyndir getum við vænst var- anlegs árangurs í baráttunni. Lög leysa ekki vandann Baráttan fyrir jöfnum réttindum kynjanna er langt í frá ný af nálinni, þótt atburðarásin hafi verið hvað hröðust síðustu áratugina. Reynslan sýnir jafnframt, að miðstýrðar stjórnvaldsaðgerðir duga skammt. Hér á landi á kynbundin mismunun rætur að rekja fyrst og fremst til við- horfa, ekki lagaskorts. Jafnrétt- islöggjöf er þannig mikilvæg for- senda og nauðsynleg sem slík. Engum dettur hins vegar í hug að hún leysi allan vandann. Sömu sögu er að segja um „handstýrðar“ að- gerðir á borð við kynjakvóta, kyn- bundið starfsmat og jafnréttisáætl- anir, svo að nokkur nærtæk dæmi séu nefnd. Handaflið dugar skammt Kynbundið misrétti á borð við launamun kynjanna er afsprengi við- horfa sem verða ekki barin burt með handafli, hversu úrelt og ranglát sem þau eru. Jafnréttisáætlanir geta þannig verið haldgott tæki til að vinna skipu- lega að jafnrétti kynjanna, en þær stuðla ekki einar og sér að þeirri við- horfabreytingu sem þarf til. Þá eru „handstýrðu“ aðgerðirnar oftar en ekki flóknar í framkvæmd. Þeir sem kynna þessar aðgerðir sem einfalda og varanlega lausn á misrétti kynjanna, í atvinnulífinu, stjórn- málum eða á vinnumarkaði, hljóta því að tala gegn betri vitund, ef ekki af þekkingarskorti. Varanlegur árangur mikilvægastur Nýju fæðingarorlofslögin fela í sér sjálfstæð réttindi fyrir móður, föður og barn. Orlofsramminn er mun sveigjanlegri en áður, þannig að for- eldrarnir geta sveigt hann til að eigin þörfum, án þess að líða verulegan tekjumissi. Mikilvægast er þó að lög- in eru hvetjandi í þeim skilningi að um aukin réttindi er að ræða sem fólki er í sjálfsvald sett að nýta. Og þar sem umrædd réttindi eru veru- lega eftirsóknarverð fyrir alla aðila er afar líklegt að löggjöfin muni hafa víðtæk samfélagsleg áhrif, sér í lagi á vinnumarkaði. Það mun ekki gerast í krafti þess að ný lög hafa verið sett, heldur vegna þess að löggjöfin felur í sér innbyggðan hvata, sem breyta mun því viðhorfi að aðeins karlar geti verið fyrirvinnur og aðeins konur annast um börn og heimili svo vel sé. Handstýrt rétt- læti eða varan- legur árangur? Eftir Helgu Guðrúnu Jónasdóttur Höfundur er formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. „ÉG ER félagshyggjumaður eins og hann afi minn,“ segir í dægur- lagatexta. Samfylkingin er hins vegar burðarás félagshyggju á nýrri öld, en ekki Framsóknarflokkurinn eins og var á tíð afa míns. Kristinn H. Gunnarsson hefur séð ástæðu til að minna á að „félagshyggja“ hafi a.m.k. söguleg tengsl við Framsóknarflokkinn. Þar er hann einn á báti í áherslum sínum. Leyfir sér jafnvel að efast um að for- sætisráðherra hafi umboð til að úthluta auknum afla- heimildum rétt fyrir kosningar. Þetta krefst mikils hug- rekkis, því þeir sem ekki eru í takt við forystu stjórnarflokkana eiga litla von um frama. Í því sam- bandi má benda á að Ólafur Örn Haraldsson kom með nýjan tón í umhverfismálum inn í flokkinn, en var í stjórnarsamstarfinu frekar til hlés og hefur nú hætt þingmennsku. Það hlýtur líka að vera viðvörunarmerki fyrir flokkinn að þjóðarsáttarforinginn, Steingrímur Hermannsson, afþakkaði sæti á B-lista. Þarna virðist ekki vera svigrúm fyrir fjöl- breytileika í skoðunum. Þrjú ný framboð sem sprottið hafa út úr Sjálf- stæðisflokknum og að hluta til úr Framsóknarflokknum bjóða nú fram. Blanda af sjálfumgleði og hroka leiðir til skoðanakúgunar. Einhverjir hljóta að sakna stjórnunarstíls Steingríms Hermannssonar, sem gat viðurkennt mistök og tileinkað sér reynslusögur úr heitu pottunum. Samfylkingin hefur gert Sjálfstæðisflokkinn ábyrgan fyrir vaxandi ranglæti og ójöfnuði í þjóðfélaginu. Framsóknarflokknum hefur verið hlíft. En sjaldan launar kálfur ofeldið. Megininntak kosningabaráttu Framsóknarflokksins hefur falist í öflugum árásum á Samfylkinguna og einstaka frambjóðendur hennar. Samtímis hefur aðdáun Framsókn- arflokksins á Sjálfstæðisflokknum verið mjög áberandi. Eftir mikla lof- ræðu Guðna Ágústssonar á landsfundi um Davíð Oddsson var honum af vinsemd bent á hver væri formaður flokksins. Í sama takti er Hall- dór Ásgrímsson þegar hann lýsir efasemdum um ágæti R-lista- samstarfsins. Að öllu þessu gefnu þurfa kjósendur að átta sig á því, þrátt fyrir tilburði Kristins H. Gunnarssonar, að Framsóknarflokk- urinn er ekki opinn í báða enda fyrir þessar kosningar. Hann hefur ekki aðgreint sig frá Sjálfstæðisflokknum eða gagnrýnt stefnu hans í einu einasta máli. Tilraunir flokksins þ.s. reynt er að kaupa völd og ímynd með „fjölskylduvænum“ auglýsingum eru ekki trúverðugar, ef hann er í verki helsti sundrunaraðili á samvinnu félagshyggjufólks í þessu landi. Landbúnaðarráðherra brást nýverið búmannlega við skoðanakönn- unum. Taldi hann að framsóknarmenn myndu „rata á básinn sinn“, þegar í kjörklefann væri komið. Þeir þurfa væntanlega að þekkja nýja fjósið, þar sem sveitir og samvinnustefna hafa vikið fyrir peninga- hyggju og gagnrýnislausri hollustu við Sjálfstæðisflokkinn. Vegvísar fyrir félagshyggjufólk eru orðnir óljósir, ef ekki afmáðir með öllu. Það er nýtt í komandi kosningum, að kjósendur vilja að atkvæði þeirra sendi skilaboð um næstu ríkisstjórn. Annars vegar er stjórn undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins, þar sem lykilákvarðanir eins og um fisk- veiðistjórn og utanríkismál, eru teknar í lokuðum bakherbergjum. Þar kemur holur hljómur frá landsfundum stjórnarflokkanna, sem láta eins og allar ákvarðanir séu óaðfinnanlegar og formenn fá rússneska kosningu. Hins vegar er stjórnarfar undir forystu Samfylkingar sem mun einkennast af viðleitni og vinnu við að ná víðtækri sátt um mik- ilvægar ákvarðanir, ásamt því að treysta lýðræðislegar leikreglur í sessi. Þar er fjölbreytileiki í reynslu og viðhorfum fólks talinn til styrkleika flokks og samfélags. Að rata á réttan bás Eftir Gunnlaug B. Ólafsson Höfundur vinnur við kennslu og ferðaþjónustu.                                        !"" #  "  Innlausnarverð* Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram hjá Lánasýslu ríkisins, Borgartúni 21, 2. hæð, hjá Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og bönkum og sparisjóðum um land allt. Innlausnarverð er höfuðstóll og verðbætur.* Reykjavík, 29. apríl 2003 Greiðslumiði nafnverð 10.000 kr. 100.000 kr. 1.000.000 kr. 13.038,50 kr. 130.384,85 kr. 1.303.848,35 kr. Innlausnartímabil 2.5.2003 2.5.2003 2.5.2003 Flokkur 1995 1.fl. B 10 ár – – Jarðhús Ártúnsbrekku / Opið mán. - lau. frá kl. 13 - 18 Íslensk húsgögn eftir Kristin Brynjólfsson M I L E S T O N E www.samfylking.is www.samfylking.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.