Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 45
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 45 Helgi Ólafsson Ríkharður Sveinsson Auk Hrannars gaf Sigurbjörn J. Björnsson ekki kost á sér til endur- kjörs. Varastjórn SÍ skipa: 1. Þorfinnur Björnsson 2. Páll Sigurðsson 3. Ingvar Þór Jóhannesson 4. Daði Örn Jónsson (nýr) Ýmsar breytingar á lögum og skáklögum SÍ voru samþykktar á fundinum. Þannig var samþykkt að fella niður árgjöld félaga til SÍ og að fulltrúafjöldi á aðalfundi ráðist af fjölda liða á Íslandsmóti skákfélaga, auk þess sem hverju félagi er tryggður einn fulltrúi þar fyrir utan. Einnig var samþykkt að lið sem keppa á Íslandsmóti skákfélaga megi ekki vera skipuð fleiri erlend- um skákmönnum en Íslendingum. Í fyrstu deild þýðir þetta t.d. að í hverri viðureign er liði heimilt að hafa allt að fjóra erlenda skákmenn en átta manns eru í hverju liði. Hellir lagði SA í vináttukeppni Taflfélagið Hellir lagði Skákfélag Akureyrar að velli í vináttukeppni félaganna sem fram fór sl. sunnudag í Reykjavík. Hellir hlaut 75 vinninga gegn 53 vinningum gestanna, en tefld var hraðskák. Sigurbjörn J. Björnsson fékk flesta vinninga heimamanna eða þrettán vinninga í sextán skákum, en Arnar Þorsteins- son stóð sig best gestanna og fékk tíu ELSA María Þorfinnsdóttir varð Íslandsmeistari stúlkna í eldri ald- ursflokki, 12–16 ára, á Íslandsmóti stúlkna sem fram fór í húsakynnum Skáksambands Íslands sl. sunnudag. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir varð Íslandsmeistari yngri stúlkna, ellefu ára og yngri. Samtals tóku tólf stúlkur þátt í mótinu og tefldu þær allar við allar í einum og sama flokki. Báðar þessar stúlkur eru vel að sigr- inum komnar og eru í hópi okkar efnilegustu skákkvenna. Elsa María vann allar skákir sínar, ellefu að tölu, en hún keppti í flokki stúlkna 12–16 ára. Í öðru sæti þar varð Margrét Jóna Gestsdóttir með átta vinninga og í þriðja sæti Halla Tinna Arnardóttir frá Höfn í Horna- firði með fimm vinninga. Í yngri flokknum sigraði Hallgerð- ur Helga Þorsteinsdóttir með tíu vinninga, en í 2.–3. sæti urðu Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir og Júlía Rós Hafþórsdóttir báðar með átta vinninga. Þær tefldu bráðabana um önnur verðlaun og sigraði þá Jó- hanna Björg. Í mótslok afhenti ný- kjörinn forseti Skáksambands Ís- lands, Stefán Baldursson, stúlkunum verðlaun og var það fyrsta embætt- isverk hans. Á aðalfundi Skáksam- bandsins gerði hann m.a. eflingu kvennaskákar að umtalsefni. Stefán Baldursson kjörinn forseti Skáksambandsins Stefán Baldursson var kjörinn for- seti Skáksambands Íslands á aðal- fundi þess, sem haldinn var sl. laug- ardag. Fráfarandi forseti, Hrannar B. Arnarsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýja stjórn SÍ skipa: Stefán Baldursson, forseti (nýr) Bragi Kristjánsson Guðfríður L. Grétarsd. (var í vara- stjórn) Haraldur Baldursson Haraldur Blöndal vinninga af sextán. Á næsta ári stendur til að Hellis- menn endurgjaldi heimsóknina og sæki Akureyringa heim. Karpov-skákmótið: Óbreytt á toppnum Sjö umferðum er nú lokið á fjórða Karpov-skákmótinu í Poikovsky í Rússlandi. Staðan er þessi: 1.–3. Peter Svidler (2.713), Alex- ander Onischuk (2.647), Joel Lautier (2.666) 4½ v. 4.–5. Vadim Zvjaginsev (2.664), Giovanni Vescovi (2.615) 4 v. 6.–7. Viktor Bologan (2.663), Serg- ei Rublevsky (2.670) 3½ v. 8. Yannick Pelletier (2.623) 3 v. 9. Smbat Lputian (2.638) 2½ v. 10. Andrei Obodchuk (2.417) 1 v. B-lið Heiðrúnar sigraði í klúbbakeppninni B-lið Heiðrúnar sigraði óvænt í hinni árlegu Klúbbakeppni Hellis og TR sem fram fór sl. föstudagskvöld. Sigursveitina skipuðu bræðurnir Bragi og Björn Þorfinnssynir, Davíð Kjartansson og Ingvar Þór Jóhann- esson. A-lið Heiðrúnar varð að gera sér annað sætið að góðu. Klúbburinn Samtök sérlundaðra sigraði í keppni klúbba með lægri meðalstig en 1.800. Elsa María og Hallgerður Helga Íslandsmeistarar stúlkna Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks.is Aftari röð frá vinstri: Margrét Jóna Gestsdóttir, Halla Tinna Arnardóttir og Elsa María Þorfinnsdóttir, verðlaunahafar í eldri flokki. Fremri röð: Júlía Rós Hafþórsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, verðlaunahafar í yngri flokki. SKÁK Skáksamband Íslands ÍSLANDSMÓT STÚLKNA 26. apríl 2003ÞAÐ er ekki nóg að ilmur jólaepl- anna hafi horfið við úðun og eitur- bras, sem mengaði gróður, og síðan kafnað í eimyrju og grútarbræðslu auðhringa, sem spilla andrúmslofti, nú hefir svokölluð mannúðarstefna, sem heitir víst húmanismi í máli langskólagenginna, sungið sitt síð- asta með herför vestrænna víga- sveita um vöggustofur heimsmenn- ingar milli fljótanna í Mesópótamíu. Sáuð þið skriðdrekasveitir Bush Bandaríkjaforseta og Rumsfelds ráðherra sem ruddu sér braut á sjón- varpsskjám og skeyttu hvorki um skömm né heiður er þær brunuðu á útskornar og skreyttar hurðir for- setahallarinnar? Íslendingar, þjóðin sem ekki vildi segja Þjóðverjum stríð á hendur þótt þeir hefðu sökkt fjölda skipa á sigl- ingu og skotið sjómenn og búið þeim vota gröf, voru nú komnir í flokk vígaþjóða, óðfúsir og ærir undir kjör- orði Skugga-Sveins: „Drepum, drep- um.“ Manni varð hugsað til eftirlíkingar Valþjófsstaðarhurðarinnar sem prýðir Arnarhvol. Svona var sagt í sögubókum okkar að Atli Húnakon- ungur hefði hegðað sér í styrjöldum sem hann háði. Blómin fölnuðu á einni hélunótt og gras greri ekki í sporum hersveitanna. Íslensk stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin að greiða kostnað sem leið- ir af herförinni. Hugsun mín er ég settist við ritvél- ina var annars ætluð öðrum farar- tækjum en skriðdrekum. Við öldruð hjón, kona mín og ég, njótum vinsam- legrar þjónustu heimahjúkrunar. Til okkar koma konur sem stunda að- hlynningu aldraðra og ellimóðra. Matthías Jochumsson nefndi „líknar- hendur“ í fögru ljóði sínu er hann lýsti störfum stallsystra þeirra. Dav- íð Stefánsson lofaði störf „konunnar, sem kyndir ofninn minn“. Konur þær sem hér um ræðir eru fulltrúar nýrr- ar aldar. Þær fara um borgarlandið á fótaferðartíma að morgni dags og síðan er líður að háttatíma á kvöldin og liðsinna þeim sem ellin mæðir með ýmsum hætti. Svo sem geta má nærri þurfa þær bifreiðar til þess að sinna ætlunarverki sínu. Nú skilst mér að upp sé komin deila um kostn- að sem af ferðum þeirra leiði. Stjórn- völd ætli að ná fram sparnaði með því að kreppa að kjörum kvennanna og neita þeim um kostnað er þær hafa fengið greiddan hingað til. Þetta ger- ist á sama tíma sem gerðir eru starfs- lokasamningar við hvern forstjórann af öðrum og þeim greiddar stjarn- fræðilegar upphæðir án þess að depl- að sé auga. Allt er þetta gert með það í huga að hér sé við konur að fást en ekki karlaveldi. Nýverið las ég einkar athyglis- verða frásögn Jónínu Michaelsdóttur blaðamanns, viðtal hennar við Sigríði Guðmundsdóttur sem vann í bók- haldsdeild Eimskipafélags Íslands um áratuga skeið. Í frásögn Jónínu, sem er rituð af skilningi og alúð, kemur fram að Sig- ríður og nokkrar starfssystur hennar fengu gullmerki Eimskipafélagsins fyrir langt og heillaríkt starf í þágu félagsins. Það kemur fram í viðtals- þætti Jónínu og Sigríðar að gleði kvennanna, sem voru heiðraðar með þessum hætti, varð þeim jafnframt hryggðarefni og hugleiðing um mis- rétti. Þær höfðu af því spurnir að stjórn félagsins og forystumenn efndu til veislu í nafni Eimskipa- félagsins. Byðu þangað stjórnar- mönnum og starfsmönnum þeim, sem sæmdir hefðu verið gullmerki, það er að segja karlmönnunum. Kon- urnar voru settar hjá. Það var gengið fram hjá þeim án nokkurrar skýring- ar. Þær voru ekki virtar viðlits. Óttar Möller, sem var forstjóri Eimskipafélagsins þegar þetta gerð- ist, mun hafa skynjað af næmleik sín- um að ekki var allt með felldu. Þóttist verða þess var af viðmóti kvennanna. Spurði um orsakir tómlætis er gætti í viðmóti. Er hann varð þess vísari hver orsökin var kvað hann sér ekki hafa komið til hugar að konurnar sem heiðraðar voru hefðu nokkurn áhuga á því að sitja svona samkvæmi. Mun þegar við fyrsta tækifæri hafa reynt að bæta úr mistökum. Nú spyr margur skjólstæðingur hinnar vösku sveitar heimahjúkrun- ar hvort ekki megi vænta þess að stjórnvöld gangi þegar til móts við konur þær sem rétta fram líknar- hendur sínar og milda harðneskjuleg tök Elli kerlingar á lúinni sveit gaml- ingja, sem tifa á óstyrkum fótum og verjast körinni í lengstu lög. Greiðið þeim bifreiðakostnað sem þeim ber. Þær ættu svo að nota það fé sem launauppbót en kaupa sér reiðhjól og auka sér þrek og þótt með þeim ferðamáta. PÉTUR PÉTURSSON, þulur. Skriðdrekar í Bagdad – bifreiðar í Reykjavík Frá Pétri Péturssyni NÝVERIÐ var í fréttunum sú ákvörðun borgaryfirvalda í Reykja- vík að loka nokkrum af gæsluvöllum sínum. Kom fram að áfram yrði starfræktur einn völlur í hverju hverfi. Þetta eru hrein ósannindi. Gæsluvöllurinn við Grandaskóla hefur um skeið verið eini starfandi gæsluvöllurinn í Vesturbænum. Starfskonur þar voru kallaðar á fund fljótlega eftir þessa ákvörðun yfir- valda og þeim tjáð að vellinum yrði lokað 15. ágúst næstkomandi. Frá og með þeim degi verður því enginn gæsluvöllur í Vesturbænum! Næsti völlur er austast við Njálsgötuna, uppi við Snorrabraut. Sá völlur þjón- ar engan veginn Vesturbænum og er að auki illa staðsettur með tilliti til þeirra sem koma þangað akandi, mikil umferð og lítið um stæði. Síðasti gæsluvöllurinn í Vestur- bænum hefur verið vel nýttur í vetur af dagmæðrum, heimavinnandi for- eldrum og af foreldrum leikskóla- barna á starfsdögum. Á sumrin er hann auðvitað enn betur nýttur, veð- ur betra og leikskólar lokaðir. Starfskonurnar eru mestu öndveg- iskonur og aðbúnaður allur til fyr- irmyndar. Meðan borgaryfirvöld lofa í fjöl- miðlum að hvert hverfi haldi einum gæsluvelli, viljum við Vesturbæingar að sjálfsögðu að hið sama gildi fyrir okkur. Ég skora á borgaryfirvöld að loka ekki Sigguróló! SIGRÍÐUR ÁSTA ÁRNADÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 65, Reykjavík. Enginn gæsluvöllur í Vesturbæ Frá Sigríði Ástu Árnadóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.