Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur og fer í dag. Mánafoss kemur í dag. Libra fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss fer frá Straumsvík til Reykja- víkur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur: Skrifstofa s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14– 17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 10.30 Búnaðarbankinn, kl. 13–16.30 bridge/ vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. kl. 13.30 bankaþjónsuta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Hand- verkssýning opnuð í dag kl. 14. Sveinn Óli við píanóið, fjölda- söngur með söngdís- unum. Hátíðakaffi og meðlæti. Sölubás Ólaf- ar opin. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðnum, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.30, 10.15 og 11.10 leikfimi kl. 9.30 bútasaumur kl. 13 tálgað í tré og lesið í skóginn. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréút- skurður kl 9: myndlist kl 10–16, línudans kl 11, glerlist kl. 13, pílu- kast kl. 13.30, kóræf- ing kl 16.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Línudans fellur nið- ur.S. 588 2111. Félag eldri borgara, Suðurnesjum Selið, Vallarbraut 4, Njarð- vík. Í dag 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, félags- starf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá hádegi spilasalur opinn, 13.30 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.30 boccia og glerlist, kl. 13 glerlist og félagsvist, kl. 16 hringdansar, kl. 17. bobb. Kl. 15.15 söngur Guðrún Lilja leikur undir á gítar. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinnustofan op- in. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, búta- saumur, útskurður, kl. 11 banki, kl. 13 bridge. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 14 dans, kl. 15 frjáls dans, kl. 15 teiknun og málun. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10–11 samverustund, kl. 13–13.30 banki, kl. 14 félagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25–10.30 sund, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15–14.30 versl- unarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjall- að, kl. 13–16 tréskurð- ur. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13–16 föndur, kl. 13.30 bókband, kl. 12.30 verslunarferð. Barðstrendingafélagið félagsvist í kvöld kl. 20.30 í Konnakoti, Hverfisgötu 105. Allir velkomnir. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. Bókmenntaklúbbur Hana-nú. Fundur í kvöld kl. 20 á Bóka- safni Kópavogs. Und- irbúningur undir ferðalagið til Hvera- gerðis, Stokkseyrar og Eyrarbakka 28. maí. Kvenfélagið Hrönn. Bingó verður fimmtu- daginn 1. maí kl. 20 að Borgartúni 22, 3. hæð. Kvenadeild Barð- strendingafélagsins, sumarfagnaður fyrir Barðstrendinga 65 ára og eldri verður haldinn í Breiðfirð- ingabúð Faxafeni 14 fimmtudaginn 1. maí kl. 14. Í dag er miðvikudagur 30. apríl, 120. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En Jesús hrópaði: „Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig.“ (Jóh. 12, 44.)     Tómas Hafliðason skrif-ar pistil í Deigluna um áherzlu Samfylking- arinnar um að rétta hlut kvenna í stjórnunar- stöðum hjá ríkinu.     Undanfarið hefur méroft orðið hugsað til myndarinnar „Tootsie“, en Dustin Hoffman leikur í henni leikara sem geng- ur erfiðlega að fá vinnu sem karlleikari og á sama tíma er skortur á kven- leikurum. Grípur hann því til þess ráðs að dulbúa sig sem konu og viti menn – hlutverkin streyma inn,“ skrifar Tómas. „Ástæðan fyrir því að mér hefur dottið þessi kvikmynd í hug er stefn- an um að það eigi að auka hlut kvenna í stjórn- unarstörfum hjá hinu op- inbera, er þar að jafnaði bent á breytingar í borg- inni.     Ef grípa á til skjótra að-gerða til þess að jafna hlut kvenna og karla get ég séð að það séu þrjár aðferðir. Reka úr starfi eitthvað af þeim körlum nú stjórna, fjölga stjórn- endum eða ráða bara konur í þau störf sem losna. Augljóst er að stjórnendur verða ekki reknir í stórum stíl og hvorki er hægt né æski- legt að fjölga stjórn- endum mjög mikið, þann- ig að líklegasta leiðin er að ráða bara konur í þær stöður sem losna. Nú stefni ég á útskrift næsta vor og atvinnuleit í framhaldi. Ég hef reynt að standa mig þokkalega í námi til að eiga mögu- leika á góðu starfi að því loknu. Hins vegar virðast nú vera blikur á lofti, því ef Samfylkingin kemst til valda virðist árangur í skóla eða menntun ekki skipta neinu máli heldur einungis kynferði. Stúlk- ur fá að vita að þær njóti þess vafasama heiðurs að verða stjórnendur í skjóli kynferðis en ekki hæfi- leika.“     Tómas heldur áfram:„Spurningin er hvort ég eigi að gjalda fyrir það að í fortíðinni voru ráðnir fleiri karlar í stjórn- unarstöður hjá ríkinu en konur? Ætlar Samfylk- ingin að stuðla að því ójafnrétti að koma í veg fyrir að ungir karlmenn verði ráðnir til þess að rétta hlut kvenna? Annar áhugaverður vinkill á þessu máli er að ef bara verða ráðnar kon- ur í þau störf sem losna mun myndast kynslóð kvenstjórnenda hjá hinu opinbera, líkt og nú er kynslóð karla. Megum við eiga von á slíkum aðgerð- um aftur síðar þegar kominn verður tími til að rétta hlut karla í stjórn- endastöðum? Upphaflega átti jafn- réttisbaráttan að snúast um að kynferði skipti ekki máli en nú virðist það vera í lagi að kyn- ferði sé látið ráða ferð- inni. Til að bæta upp fyrir syndir feðraveldisins á nú að ráða konur, bara af því þær eru konur.“ STAKSTEINAR „Tootsie“ í atvinnuleit Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur verið að skoðaunglingatískuna undanfarið og farið búð úr búð og er alveg orðlaus yfir því sem hann sá. Hann er í um- gengni við krakka sem eru að slíta barnsskónum og sum þessi börn vilja ekki lengur ganga í ásjálegustu fötum nema nafn vissra framleið- anda komi fram á áberandi stað. Krakkar óttast sumir hverjir einelti ef þeir ganga ekki í buxum sem kosta jafnvel 15.000 krónur á meðan hægt er að fá svipaðar buxur frá öðru merki á 5.000 krónur. Sömu sögu er að segja af skótauinu. Það verða að vera merkjaskór og þeir kosta oft á bilinu 12.000–15.000 krónur. Álíka skór, eða að minnsta kosti sýnist Víkverja þeir vera ósköp áþekkir í útliti, er auðveldlega hægt að fá á um 4.000 krónur. Vík- verji er að velta því fyrir sér hvers vegna foreldrar láti þessi kaup eftir börnunum? Þetta eru 12–14 ára krakkar sem enn eru að vaxa og verða búin að slíta þessum fötum áð- ur en sumarið er á enda. Hann veltir líka fyrir sér hvernig þeir foreldrar fara að sem eiga ekki úttroðna pen- ingabuddu til að standa undir þess- um kostnaði. Ef taka ætti mark á óskum barnanna sem vilja helst ganga svona til fara kostar það ekki undir fimmtíu þúsund krónum að galla barnið fyrir sumarið og kaupa á það buxur, peysu, jakka og skó. Stundi sama barnið íþróttir og geri svipaðar kröfur til útlitsins á þeim vettvangi má auðveldlega bæta við upphæðina nokkrum tugum þús- unda. STÓRFJÖLSKYLDA Víkverjafór um síðustu helgi á Hótel Loftleiðir og borðaði þar dögurð eða „brunch“ að hætti Bandaríkja- manna. Víkverja hefur dreymt um það svo árum skiptir að einhverjir framtakssamir veitingahúsaeigend- ur byðu upp á slíkt hlaðborð á sunnudögum. Á landinu var staddur kokkur frá Bandaríkjunum sem leiddi íslenska kokka í allan sann- leika um fyrirbærið og með aðstoð bandaríska sendiráðsins og nokk- urra íslenskra fyrirtækja var boðið upp á þennan mat fyrir almenning í lok heimsóknar hans. Og viðbrögðin voru stórkostleg. Allt reyndist upppantað daginn áður og fjöldi fólks sem kom án þess að hafa pantað fyrirfram, meðan Vík- verji og hans fjölskylda stöldruðu við, þurfti frá að hverfa. Maturinn var hins vegar alveg eins og hann á að vera á svona stundum, hrærð egg, bökur, ávextir, grænmeti, álegg, brauð, beikon, sætindi og tilheyrandi. Nú krossar Víkverji bara fingur og vonar að við- tökurnar hvetji veitingahúsaeigend- ur til dáða og þeir hafi verðið hóf- legt. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Jeff Baird matreiddi m.a. dögurð fyrir Víkverja á Hótel Loftleiðum. LÁRÉTT 1 hæfa, 4 ólund, 7 fóðrunar, 8 nirfilshátt, 9 forskeyti, 11 eljusöm, 13 hafði upp á, 14 skerpir, 15 þorpara, 17 land, 20 gufu, 22 ládeyðu, 23 þakskegg, 24 ákæra, 25 toga. LÓÐRÉTT 1 lok, 3 naut, 3 kvenfugl, 4 geð, 5 fundvísa, 6 gyðja, 10 blés kalt, 12 gagn, 13 leyfi, 15 óhrein- skilin, 16 duga, 18 skera, 19 rífast, 20 hlífa, 21 hönd. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 eldstæðið, 8 arður, 9 della, 10 sói, 11 gorta, 13 rengi, 15 hnaus, 18 hirða, 21 tól, 22 rýrna, 23 álfum, 24 skaprauna. Lóðrétt: 2 löður, 3 súrsa, 4 ældir, 5 iglan, 6 haug, 7 dali, 12 tíu, 14 efi, 15 héri, 16 afrek, 17 staup, 18 hláka, 19 rif- an, 20 aumt. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Í VELVAKANDA 28. apríl sl. segir Valur Bjarnason þetta: „Ég kaus Sjálfstæð- isflokkinn þegar Davíð Oddsson bauð sig fyrst fram til Alþingis af því að ég trúði því að hann væri réttlátur og trúr maður, en það eru mistök sem ég verð að lifa með!“ Ég hef sömu sögu að segja! Sem starfsmaður skóla hef ég 102.355 kr. á mánuði fyrir skatta og önn- ur gjöld fyrir fjörutíu stunda vinnuviku. Ég hef átt möguleika á aukavinnu undanfarin ár, átta mánuði á ári hverju, á því hef ég lif- að. Maður stendur nú á sex- tugu og eygir einu vonina um að réttlætið í t.d. sjáv- arútvegsmálum nái fram að ganga ef Frjálslyndi flokk- urinn fær verulegan stuðn- ing í næstu kosningum og verði ráðandi afl í næstu rík- isstjórn undir forsæti Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladótt- ur. Nýtt afl snertir mig líka mikið og óska ég því vel- farnaðar. Svo að lokum, rík- isstjórn auðvaldsins þarf að fá lausn frá störfum 10. maí nk. Vestarr Lúðvíksson. Tapað/fundið GAS-gallajakki tekinn í misgripum GAS-gallajakki í medium- stærð var tekinn í misgrip- um á veitingastaðnum 22 aðfaranótt sunnudagsins 27. apríl sl. Finnandi er vinsam- legast beðinn að koma með hann á Grundarstíg 5 eða hafa samband í síma 694- 7587. Lyklar töpuðust BÍLLYKILL og húslykill töpuðust á lóð Landspítal- ans sunnudaginn 27. apríl sl. Á lyklakippunni hangir mús. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 587-2158 eða 699-5165. Karlmannsúr í óskilum KARLMANNSÚR fannst á Laugavegi 26. apríl sl. Upp- lýsingar í síma 551-3602. Peningar í óskilum PENINGAR fundust á Ing- ólfstorgi 26. apríl sl. Upplýs- ingar í síma 551-3602. Doppa er týnd HÚN er fimm mánaða læða, hvít með dökkum flekkjum í framan og á baki, voða sæt. Hún er alltaf að stinga af. Einn daginn kom hún ólar- laus heim en slapp út aftur á föstudaginn, þannig að hún er ómerkt. Doppa býr í Fagrabergi 52 í Hafnarfirði og hefur verið að þvælast í næstu götum í Setberginu. Ef þið sjáið hana, viljið þið láta okkur vita því hennar er sárt saknað. Síminn er 565-3666 eða 695-3669. Guðbjörg. Dýrahald Kannast einhver við kisu? ÞESSI fallega læða kom inn á heimili okkar og settist að fyrir u.þ.b. þremur og hálf- um mánuði. Hún var ómerkt en hafði greinilega farið í einhvers konar að- gerð því hún var með rakað svæði á milli herðablaðanna. Í dag hefur hún eignast fjóra kettlinga sem vantar góð heimili eftir einn og hálfan mánuð. Ef einhver kannast við þessa kisu (Snjóhvít) vinsamlegast haf- ið samband í síma 588-9792 á kvöldin. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Lausn frá störfum 10. maí Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.