Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAG kvikmyndagerðar-manna, FK, efnir til heim-ildar- og stuttmyndahátíðar í Háskólabíói, Reykjavik Shorts & Docs Film Festival, dagana 30. apr- íl til 4. maí. Að sögn skipuleggjenda er til- gangur hátíðarinnar að gefa at- vinnumönnum og áhugamönnum um kvikmyndagerð tækifæri til að að kynna sér það besta sem gert er í stutt- og heimildarmyndum er- lendis, ásamt því að vera vettvangur fyrir íslenska stutt- og heimildarmyndahöfunda að koma verkum sínum á framfæri. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin undir þessu nafni en stefnt er að því að hún verði árviss viðburður og fái aðgang að Evrópusamtökum kvik- myndahátíða. Þá fimm daga sem hátíðin stendur verða sýndar 43 myndir frá 14 löndum auk Íslands, 27 stuttmyndir og 16 heimildarmyndir. Fjórar íslenskar heimild- armyndir eru á dagskrá hátíð- arinnar, Fyrsta ferðin – Saga landafundanna eftir Kára G. Schram, Gamla brýnið eftir Hjálmtý Heiðdal, Við byggjum hús eftir Þorstein Jónsson og Ég er arabi, 52 mínútna heimild- armynd um andstöðu Íslendinga gegn stríðinu í Írak eftir Sigurð Guðmundsson og Ara Alexander Ergis Magnússon. Einnig verða þrjár íslenskar stuttmyndir á hátíð- inni, Glæpasaga eftir Örn Marinó Arnarson og Þor- kel Sigurð Harðarson og dansstuttmyndirnar Burst eftir Reyni Lyngdal og While the Cat’s Away eftir Unni Ösp Stefánsdóttur. Glæpasaga, sem er sex mín- útna löng, verður sýnd ásamt fimm öðrum stutt- myndum undir heitinu Sjö stuttmyndir. Á sama hátt eru dansstuttmyndirnar hluti af stærri dagskrá og eru sýndar ásamt átta öðrum myndum af sama toga undir heitinu Moving North. Heimildar- og stuttmyndahátíð í Reykjavík 30. apríl – 4. maí Líf í gegnum linsuna Heimildar- og stuttmyndahátíð verður haldin í Háskólabíói næstu daga. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við þrjá íslenska leikstjóra um nýjar heimildarmyndir þeirra og kynnti sér dagskrá hátíðarinnar.                                    ! "  #$   %&' KÁRA G. Schram varðhugsað til íslenskra víkinga á þúsund ára afmæli landafundanna árið 2000. Hann hafði hug á að segja sögu landnemanna á hvíta tjaldinu. Verkefnið fékk hljómgrunn og Kári fór af stað með það í samvinnu við hinn þekkta sjónvarpsmann Magnús Magnússon. Þeir sömdu handritið í samein- ingu en sagan er byggð á tveimur Íslendingasögum, Grænlendingasögu og Eiríks sögu rauða. Útkoman er leikna heimildarmyndin Fyrsta ferðin – Saga landa- fundanna í leikstjórn Kára. „Íslenskir víkingar voru fyrstu Evrópumennirnir sem fundu og námu síðar land í Norður-Ameríku und- ir forystu Leifs heppna, Þorfinns karlsefnis og Guð- ríðar Þorbjarnardóttur um 500 árum á undan Kólumb- usi og lögðu þar með merk- an hornstein að nýrri heims- mynd,“ segir í tilkynningu. „Þetta er mynd, sem við erum að hugsa um til dreifingar er- lendis, til að koma fólki í Evrópu og Ameríku í skilning um hvernig þetta atvikaðist allt,“ segir leik- stjórinn og ítrekar að þessi 50 mín- útna mynd eigi eftir að auka skiln- ing áhorfandans á Íslendinga- sögunum og heimi íslenskra víkinga á 10. öld. „Ég vildi gera myndina lifandi, skemmtilega og spennandi,“ segir Kári og segir það ástæðu þess að myndin sé að mestu leyti leikin, en einnig er að finna í myndinni stutt viðtöl við fræði- menn, sem greina frá því nýjasta í rannsóknum. Myndin byggist þó ekki í raun á leiknum sam- tölum Eiríks rauða (Arnar Jónsson), Leifs heppna (Bárður Smárason), Guð- ríðar Þorbjarnardóttur (Sigrún Sól Ólafsdóttir) og annarra helstu per- sóna heldur handritinu, sem Magn- ús les. „Umhverfishljóðin heyrast og samtöl í bakgrunni en Magnús leið- ir okkur áfram í sögunni,“ segir Kári og heldur áfram: „Markmiðið hjá mér frá upphafi var að þetta ætti að vera sjónrænt mjög falleg mynd og mjög lifandi þannig að jafnt ungir sem aldnir hefðu gaman af henni.“ Siglingar og bardagar Myndin greinir frá afrekum vík- inga, sem landkönnuða og siglinga- fræðinga auk þess sem hún sýnir stöðu þeirra, sem afburða sæfara og hetja hafsins, er með ferðum sínum víkkuðu sjóndeildarhring samtímans. „Áhorfendur fá að fylgjast með hversdagslegum störfum íslenskra víkinga auk siglinga og bardaga. Við erum á stanslausri hreyfingu í myndinni. Við erum á Íslandi, á Grænlandi, á siglingum á leið til Ameríku og mikið um borð í Vík- ingaskipinu,“ útskýrir Kári og segir ánægjulegt að hafa unnið með Magnúsi við myndina. „Það var mjög gott að vinna með Magnúsi. Hann þekkir þessar sögur vel og hefur þýtt þær og skrifað um þessi efni. Samstarf okkar var mjög skemmtilegt í alla staði.“ Fy rs ta f e rð in – S ag a la nd af u nd an na e ft ir K ár a G . S ch ra m Fyrsta ferðin greinir frá afrekum víkinga sem landkönnuða og afburða sæfara. Skyggnst er inn í heim íslenskra víkinga á 10. öld. Sýnd föstudaginn 2. maí kl. 18 og sunnudaginn 4. maí kl. 20. Lifandi fortíð Kári G. Schram mbl.isFRÉTTIR Laugard. 3. maí kl. 14 Örfá sæti Sunnud. 4. maí kl. 14 Forsala á miðum fer fram í versluninni Park ráðhústorginu mið 30/4 Sellófon 1. árs Örfá sæti Í tilefni afmælis Sellófon er miðaverð kr. 1600 30/4. föst 2/5. örfá sæti lau 3/5 SJALLINN AKUREYRI SUN 4/5 SJALLINN AKUREYRI föst 9/5 laus sæti Stóra svið Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 3/5 kl 20, Su 11/5 kl 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 2/5 kl 11 - UPPSELT, Mi 7/5 kl 20 - UPPSELT Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 3/5 kl14, Lau 10/5 kl. 14 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Lau 3/5 kl 20, Fi 8/5 kl 20, Fi 15/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Su 11/5 kl 20, Su 18/5 kl 20 Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana SJÖ BRÆÐUR e. Aleksis Kivi Gestaleiksýning Theater Mars frá Finnlandi Mi 7/5 kl 20 - AÐEINS EIN SÝNING SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Fö 2/5 kl 20, Su 4/5 kl 20, Lau 10/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fi 1/5 kl 20, Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20 ATH: Fáar sýningar eftir GESTALEIKSÝNINGIN 7 BRÆÐUR kemur hingað með styrk frá Teater og dans i Norden. ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Í kvöld kl 20 - UPPSELT Fi 1/5 kl 20 - 1. maí tilboð kr. 1.800 Fö 2/5 kl 20, Lau 10/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Su 4/5 kl 20, Su 11/5 kl 20, Fi 22/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í maí SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Lau 3/5 kl 20, Fö 9/5 kl 20 Fö 16/5 kl 20,Fö 23/5 kl 20 Fö 30/5 kl 20, Lau 31/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR "DANS FYRIR ÞIG" 30 ára afmælissýning Íslenska dansflokksins Frosti - Svanavatnið eftir Láru Stefánsdóttur Brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verkum Íslenska dansflokksins Frumsýning fi 8/5 kl 20, 2.sýn fi 15/5 kl 20, 3.sýn su 18/5 kl 20 ATH. AÐEINS ÞRJÁR SÝNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.