Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 53 Hryðjuverkamaðurinn minn Meðal hinna erlendu er fjöldi nýrra og nýlegra verðlaunamynda en opnunarmynd hátíðarinnar er ísraelska heimildarmyndin Hryðju- verkamaðurinn minn (My Terror- ist) eftir Yulie Gerstel Cohen, sem hefur vakið mikla athygli fyrir persónulega og óvenjulega umfjöll- un um ástandið í Ísrael. Ennfremur hafa Evrópusamtök kvikmyndahátíða sett saman tíu mynda dagskrá, sem sýnd verður á hátíðinni undir yfirskriftinni Evr- ópa í styttingi (Europe in Shorts). Markmið dagskrárinnar er að gefa sýnishorn af verkum ungra kvik- myndagerðarmanna sem starfa vítt og breitt um Evrópu. Allen, Biggie og Tupac Vert er að minnast á myndina Allens saknað (Missing Allen) eftir Þjóðverjann Christian Bauer. Myndin fjallar um kvikmyndatöku- manninn Allen Ross, sem gerði sjö myndir með leikstjóranum en skömmu eftir að tökum á síðustu mynd þeirra lauk hvarf Allen. Leit Bauers að vini sínum leiðir bæði óþægilegan og óhugnanlegan sannleik í ljós. Á dagskrá hátíðarinnar er ennfremur myndin Biggie & Tupac, eftir hinn þekkta heimildarmynda- höfund Nick Broomfield. Hér rannsakar hann óupp- lýst morð tveggja rappara að nafni Tupac Shakur og Biggie Smalls (Notorious B.I.G.) sem höfðu verið nánir vinir en urðu fjandmenn og voru myrtir með sex mánaða millibili 1996 og 1997. Margir hafa talið að fjand- skapur þeirra og samkeppni hafi orðið til þess að þeir voru myrtir, en rannsókn Broomfields leiðir ým- islegt nýtt í ljós. Indverskar sirkusstúlkur Einnig má minnast á norsku verðlaunamyndina Allt um föður minn (Alt om min far) heimild- armynd um Esben Esther Pirelli Benestad, virtan lækni í smábæn- um Grimstad í Noregi. Esben Esther er tveggja barna faðir og klæðskiptingur en höfundur mynd- arinnar, Even Benestad, er sonur hans. Myndin Indversku sirkusstúlk- urnar (Starkiss) segir sögu þriggja stúlkna í hinum fræga Great Rayman-sirkusi á Indlandi. Þær búa einangraðar frá öðrum í sirk- usnum og fá enga að hitta nema þjálfarana sem þær æfa hjá á hverjum degi. Eitt erfiðasta atrið- ið, sem þær gera er að hanga á tönnunum í kaðli og snúast hring eftir hring. Ógerningur er að greina ítarlega hér frá öllum myndunum, sem eru á hátíðinni, en áhugasamir eru hvattir til að kynna sér dagskrána nánar. ingarun@mbl.is Allt um föður minn fjallar um klæð- skipting og tveggja barna föður. ÍÓFEIGSFIRÐI á Ströndumhafa menn lifað af gæðum landsins kynslóð fram af kynslóð, stundað landbúnað, fiskveiðar og fuglatekju og nýtt rekavið til húsagerðar. Hlunnindin voru öld- um saman forsenda þess að unnt væri að draga fram lífið í landinu. Hér hefur sama gamla brýnið ver- ið notað til að hvetja hnífana í fimm ættliði. Enn eru til menn eins og Pétur Guðmundsson, hlunnindabóndi í Ófeigsfirði, sem halda út, nýta hlunnindin á sama hátt og forfeður þeirra hafa gert öldum saman. Afraksturinn er notaður án þess að gengið sé á höfuðstólinn. Hverfandi hluti í þjóðfélaginu Þetta er umfjöllunarefni Hjálm- týs Heiðdals í heimildarmyndinni Gamla brýnið. „Þetta er mynd um mann, sem er að vinna það sama og forfeður hans hafa gert um langan tíma. Þetta er svona hverf- andi hluti í þjóðfélaginu, á svæði, sem mikið af fólki hefur flutt frá,“ segir leikstjórinn. „Það er ennþá til fólk, sem vill lifa við þessar aðstæður og sér kosti við það að vinna við „frum- stæð“ vinnubrögð,“ segir hann. „Ég hef sýnt aðeins úr mynd- inni í útlöndum og mönnum finnst rekaviðurinn mjög sérstakur. Það er eins og hann þekkist ekki ann- ars staðar,“ segir Hjálmtýr og tekur til við að útskýra að ekki öll hlunnindin hafi lagst vel í fólk. „Selveiðar gera það erfiðara að koma þessari mynd til útlanda. Hann er að veiða sel, þó í litlum mæli, 30–40 seli á ári. Pétur veiðir sel og er að flá sel í myndinni. Þegar ég hef sýnt það úti hafa menn snúið svolítið upp á sig,“ segir hann. Pétur býr til verðmæta vöru úr rekaviðnum og nýtir hann vel, að sögn Hjálmtýs. „Hann sagar hann niður í borð og býr til parket og hvaðeina. Hann nýtir þessi gömlu hlunnindi á nútímalegri hátt en gert hefur verið.“ Í myndinni koma ennfremur fram ýmsar lífsskoðanir hlunn- indabóndans. „Hann er með skoð- anir á ýmsum hlutum í nútíman- um eins og umhverfismálum og náttúruvernd,“ nefnir leikstjór- inn, sem dæmi um það er rætt er í myndinni. Hlunnindabóndinn Pétur er þó ekki á Ströndum yfir háveturinn heldur er búsettur í Kópavogi. „Það er of erfitt að vera þarna á veturna. Menn nýta þetta eins lengi yfir árið og þeir geta.“ Á sumrin er hann hins vegar á Ströndum með sonum sínum. „Hann er með syni sína með sér og mamma hans er þarna ennþá. Hún man tímana tvenna og segir aðeins frá því.“ Pétur Guðmundsson, hlunnindabóndi í Ófeigsfirði á Ströndum, nýtir hlunnindin á sama hátt og forfeður hans hafa gert öldum saman. G am la b rý ni ð e ft ir H já lm tý H e ið da l Rekaviður og selveiðar Sýnd laugardaginn 3. maí kl. 18 og sunnudaginn 4. maí kl. 16. Hjálmtýr Heiðdal HVERS konar myndir munustandast tímans tönn? Hvað skyldi mönnum þykja gaman að sjá eftir tíu ár, hundr- að ár, þúsund ár? Spurningar af þessu tagi leituðu á huga Þor- steins Jónssonar leikstjóra um aldamótin 2000. „Á söfnum er auðvelt að finna efni um framkvæmdir og merk- isdaga frá liðnum tíma. Erfiðara er að sjá hvernig fólkið lifði og vann. Í framhaldi af slíkum hug- leiðingum varð hugmyndin til – að festa á band vinnustað af grófari gerðinni, byggingarstað. Litast um og hlusta, sleppa öll- um tilbúnum forskriftum, upplifa vinnustaðinn gegnum mynda- tökuvélina. Sjá hvað mennirnir voru að gera og hvað þeir voru að tala um. Láta hópinn búa myndina til,“ segir í tilkynningu. Útkoman er heimildarmyndin Við byggjum hús, sem tekin er árið 2000 við byggingu Borgar- túns 21, þar sem Ríkissátta- semjari og fleiri eru nú til húsa. „Hugmyndin var að forvitnast og sjá hvernig svona vinnustaður lítur út. Mér datt í hug að ráða mig í vinnu á svona byggingar- stað og reyna að mynda hann innan frá. Ég var þarna eins og verkamaður með hamarinn í annarri og myndavélina í hinni. Ég samdi við verktakann Eykt um að fá að nota hluta af vinnutímanum til að taka upp,“ útskýrir Þorsteinn, sem áður hefur leik- stýrt myndum á borð við Atóm- stöðina, Skýjahöllina og Bónda. Þorsteinn segir að þetta hafi verið stór vinnustaður en hann hafi þrátt fyrir það náð að kynn- ast nokkrum samstarfsmönnum betur. „Ég kynntist ákveðnum kjarna og reyndi að búa til ein- hvers konar „míní-portrett“ af nokkrum mönnum úr hópnum,“ segir hann og útskýrir að þetta sé innsýn í þeirra líf eins og það birtist á staðnum. Hvar eru verkamennirnir? „Einu sinni var alltaf verið að tala um verkamenn en hvar eru þessir verkamenn í dag? Það kemur í ljós að þeir eru ekkert færri en áður en þeir líta bara ekki á sig sem verkamenn,“ út- skýrir leikstjórinn og segir starfsliðið hafa komið úr ýmsum áttum „Þarna var mjög fjöl- breytileg flóra.“ „Starf verkamannanna er að hreinsa undan iðnaðarmönn- unum afganga og umbúðir. Kaupið er lágt, en ótakmörkuð vinna. Í iðnaðarmannahópnum er fastur kjarni. Þeir og nem- arnir eru þrepi ofar í virðing- arstiganum. Og þeir komast í uppmælingu sem allt snýst um. Málin eru skeggrædd í kaffitím- um og hlutirnir nefndir sínum réttu nöfnum. Aldrei heyrast nefnd stéttarfélög, verkföll eða barátta fyrir hærri launum. Launamálin virðast tabú,“ segir ennfremur í tilkynningunni um myndina. Ekkert jafnast á við að búa eitthvað til sem stendur eftir þegar allt erfiðið er gleymt, segir Þorsteinn. „Ramminn í myndinni er fólkið sem byggir þetta hús, hvað það er gaman að búa til einhvern hlut. Allir þeir sem koma að húsinu eiga hlut í því.“ V ið b yg gj u m h ú s e ft ir Þ o rs te in J ó ns so n Með hamarinn í annarri og myndavél í hinni Þ or st ei nn J ón ss on le ik st jó ri s ló st í hó p m eð ve rk am ön nu m v ið b yg gi ng u B or ga rt ún s 21 o g ge rð i h ei m ild ar m yn d um lí fi ð á st að nu m . Þorsteinn Jónsson Sýnd fimmtudaginn 1. maí kl. 18, föstudaginn 2. maí kl. 20 og sunnu- daginn 4. maí kl. 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.