Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 480 8000 SELFOSSI Ford Explorer árg. 1991, ek. 188 þús. 3 dyra, sjálfsk. Verð 490 þús. Toyota Rav 4 árg. 2000, ek. 51 þús. leður, topplúga o.fl. 5 dyra, sjálfsk. Verð 2.350 þús. Subaru Legacy GL 2000 árg. 1996, ek. 125 þús. 5 dyra, 5 gíra. Verð 990 þús. Toyota Landcruiser 100 Tdi árg. 1999, ek. 26 þús. Leður, tems, topplúga o.fl. Toppeintak. Sjálfsk. Verð 4.950 þús. S EGLAGERÐIN Ægir er einn stærsti aðilinn í sölu á tjaldvögnum og fellihýs- um hér á landi. Kosturinn við tjaldvagnana er ekki síst sá að þá er hægt að draga á nánast hvaða bíl sem er og menn því frjálsari að fara víðar um. Stærri gerðir fellihýsa verður hins vegar að draga á aflmeiri bílum því þau bjóða upp á mun meiri búnað og þægindi en tjaldvagnarnir. Tjaldvagnarnir Gunnar Jónsson sölustjóri segir að hvað varði tjaldvagnana séu til sölu tvær megingerðir. „Tjaldvagn- ar fyrir stærri fjölskyldur og þá sem þurfa mikið pláss í kringum sig eru yfirleitt með áföstu fortjaldi. Fortjaldið tjaldast þá með í einum rykk og síðan er það hælað niður allan hringinn. Þeir sem ekki gera jafn miklar kröfur um pláss og vilja vera fljótir að tjalda velja aðra gerð sem opnast með einu handtaki og er tilbúinn. Þetta eru þær tvær gerðir sem eru á markaðnum,“ seg- ir Gunnar. Tjaldvagninn án fortjaldsins heit- ir Holy Camp Ægir og er sér- framleiddur í Portúgal fyrir ís- lenskar aðstæður. Hann kostar 526.000 krónur. „Þetta eru vinsælir vagnar vegna þess að þeir eru heppilegir til hálendisferða. Þeir eru léttir og tiltölulega háir. Allir okkar vagnar eru á 13 tommu dekkjum. Við látum styrkja undir- vagninn og loka skelinni þannig að óhætt er að fara yfir ár og spræn- ur.“ Sá stærri með fortjaldinu heitir Trigano og er framleiddur í Frakk- landi. Það sem fylgir honum er for- tjaldið, borð, bekkir, dýnur og gardínur. Það sem flestir kaupa aukalega í þennan vagn er hitunar- tæki og gaseldavél. Flestir fá sér að auki klappstóla og klappborð til að hafa í fortjaldinu. Þokkalega vel bú- inn Trigano kostar því nálægt 600.000 krónum. Fellihýsin Mun meiri þægindi og búnaður er í fellihýsunum. Fellihýsin frá Seglagerðinni Ægi er hægt að draga á eftir sér um alla helstu fjallvegi, eins og Sprengisand og Kjöl, því búið er að hækka þau dá- lítið upp og þau eru á stórum og belgmiklum 13 tommu dekkjum. Margir setja ekki fyrir sig verð- muninn á þeim og tjaldvögnum vegna þess að allur búnaður fylgir fellihýsunum sem þarf að kaupa aukalega í tjaldvagnana. Verðmun- ur á tjaldvagni með öllu og ódýr- asta fellihýsi er u.þ.b. 250.000 krón- ur. Það sem fylgir fellihýsi á grunnverði er t.d. stólar, borð, hit- ari, eldavél, rennandi vatn, gaskút- ur o.s.frv. Seglagerðin Ægir er með umboð fyrir Palomino sem eru framleidd í Michigan í Bandaríkj- unum. Þau koma í fimm stærðum en söluhæsta gerðin er sú minnsta sem heitir Palomino Colt og kostar 879.000 krónur. Þetta er níu feta vagn og ekki það þungur að það þurfi bremsubúnað á hann. Hægt er að draga hann á flestum gerðum fólksbíla með 1,6 lítra vélum eða stærri. Hann er með svefnplássi fyrir sex. Tjaldvagnar, fellihýsi og pallhýsi Morgunblaðið/Sverrir Gunnar Jónsson, sölustjóri hjá Segla- gerðinni Ægi. Morgunblaðið/Sverrir Tjaldvagnarnir frá Seglagerðinni Ægi kosta frá 526.000 kr. Stærri gerð tjaldvagnsins heitir Trig- ano og er með fortjaldi.  SEGLAGERÐIN Ægir rekur þjónustuverkstæði sem sinnir viðhaldi og eftirliti á tjaldvögnum og fellihýsum. Einkum er það reglubundið viðhald sem þarna um ræðir, t.d. gasleiðslur, legur og hjólabúnað og húsið er und- irbúið fyrir notkun að sumri. Einnig er rekin öflug viðgerð- arþjónusta hjá Seglagerðinni Ægi ef tjón verða á vögnum. Verkstæðið sinnir viðgerðum og viðhaldi á öllum gerðum vagna. Þar er einnig hægt að láta gera við hitara eða skipta um hitara og annað í líkum dúr. Viðgerðar- og viðhaldsþjónusta á vögnum AUKINN áhugi virðist vera á hús- bílum hér á landi og nokkur fyr- irtæki hafa hafið innflutning á slíkum bílum. Seglagerðin Ægir hefur hafið innflutning á bílum frá TEC sem breytir Ford, Fiat og Mercedes-Benz. Hægt er að fá þessa bíla með mismunandi vél- um og búnaði. Húsbílunum fylgir allur venjulegur búnaður eins og salerni og baðaðstaða, eldavél, hitari og svo framvegis. Aukinn áhugi á húsbílum ÞAÐ er ekki langt síðan Íslendingar fóru að stunda ferðamennsku með fellihýsum. Hér á árum áður þekkt- ust þessi fyrirbæri vart hér á landi en þó þekktist það að menn ferð- uðust með tjaldvagna og með stór hjólhýsi í eftirdragi. Fyrstu tjald- vagnarnir eru reyndar fluttir inn til landsins árið 1967. Upp úr 1990 hefst svo sala á fellihýsum hér á landi en notkun þeirra hafði tíðkast um langt skeið í Bandaríkjunum. Fellihýsin ná síðan fótfestu og vin- sældum á árunum 1995-1996. Síðan hefur sala á fellihýsum aukist með hverju árinu. Sagt er að það sé svipað skref að fara úr tjaldi í tjaldvagn og úr tjald- vagni í fellihýsi. Tjaldvagn er í raun rúm með tjaldi yfir en fellihýsin bjóða upp á flest þau þægindi sem hægt er að hugsa sér og eru raun- verulega sumarhús á hjólum. Í felli- hýsum er hægt að hafa rennandi vatn, hitara, eldunaraðstöðu, skápa og ísskápa, þykkar rúmdýnur, geymslupláss og setuaðstöðu. Í minnstu fellihýsunum er svefnað- staða fyrir sex manns og allt upp í tíu manns í stærri gerðum fellihýsa. Nánast öll fellihýsi sem seld eru hér á landi eru framleidd í Banda- ríkjunum. Þetta skýrist ekki síst af því að Evrópubúar nota mun meira hjólhýsi eins og Íslendingar. Hjól- hýsi henta ekki jafn vel hér á landi bæði vegna vegakerfisins og veð- uraðstæðna. Þau taka á sig mikinn vind og eru erfið í akstri. Banda- ríkjamenn framleiða margar gerðir húsa sem hægt er að fella niður og pakka saman sem henta aðstæðum hérlendis. Allir tjaldvagnar á markaði hér- lendis eru hins vegar framleiddir í Evrópu. Síðastliðin tvö ár hafa selst á milli 450-500 tjaldvagnar og felli- hýsi á ári. Ekki eru seld nema 10-20 hjólhýsi á ári. Nokkuð er selt af pallhýsum sem öll eru framleidd í Bandaríkjunum. Pallhýsin eru sett ofan á pall pallbíla og eru með fótum svo hægt er að aka bílnum undan þeim. Ekki eru nema nálægt 15 húsbílar fluttir inn á ári og flestir koma þeir frá Bandaríkjunum. Þó er áhugi á húsbílum að aukast mikið. 450—500 tjaldvagnar og fellihýsi seld á ári Ferðamennska með fellihýsi og tjaldvagna er stunduð í meiri mæli hérlendis en í Evrópu þar sem hjólhýsi eru vinsælli. Einnig sækja húsbílarnir á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.