Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 8
8 C MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar MMC Pajero 3000 GLS, f.skr.d. 26.02. 1999, ek. 70 þús. km, 5 dyra, sjálfskiptur. Verð 2.500.000 AUSTFAR á Seyðisfirði er aðalumboðsaðili Norrænu hér á landi. Að sögn Ólafar Guðfinnsdóttur, deildarstjóra hjá ferðaskrifstofunni Terra Nova – Sól, sem annast bókanir og sölu ferða með Norrænu auk Austfars, hefur verið stöð- ug aukning í flutningum Norrænu undanfarin ár. „Nýja Norræna fær áberandi góð viðbrögð, enda er þetta mjög huggulegt skip,“ sagði Ólöf. „Þetta sumar lofar mjög góðu og móttökur hafa verið mjög ánægjulegar hér heima. Mér sýnist við vera að bóka meira núna en und- anfarin ár.“ Ólöf segir að nú sé svo komið að t.d. tveggja manna klefar séu að seljast upp í nokkrum ferðum í sumar. Hún ráðleggur því þeim sem huga á ferð með Norrænu að tryggja sér far sem fyrst. Ólöf var beðin að gefa upplýsingar um verð á nokkrum dæmigerðum ferðapökkum og reiknuðu þau Jóhann Jóns- son hjá Austfari út verð á nokkrum ferðapökkum sem fylgja hér með. Ólöf tók sérstaklega fram að um væri að ræða hagstæðasta verð sem gilti væri bókað og staðfest fyrir 15. maí. Eftir það hækkar verðið. Þá vildi Ólöf taka fram að Norræna væri með samning við Húsbílafélagið um sérstök kjör fyrir félagsmenn þess. En hvað er vinsæl- asta ferðasamsetningin? „Það er algengast að fólk fari til Danmerkur og komi heim frá Noregi þá er þriggja tíma stopp í Þórshöfn í hvorri leið og klukkutíma stopp í Leirvík á Hjaltlandi á heimleiðinni,“ sagði Ólöf. „Ef fólk fer til og frá Bergen þá er þriggja daga stopp í Færeyjum á útleið, á meðan skipið fer til Danmerkur. En ef fólk fer til Danmerkur og kemur einnig þaðan heim þá er tveggja daga stopp í Færeyjum á meðan skipið fer til Noregs.“ Ólöf segir að þótt vinsælast sé að fara til Norður- landanna sé einnig þó nokkuð um að fólk fari með bíl til Færeyja og verji sumarleyfinu þar. Það er einnig nokkuð um að fólk fari til Hjaltlands og síðan þaðan með ferjum til Skotlands. „Skandinavía og Danmörk eru vinsælust, enda eiga Ís- lendingar þar mikið af ættingjum og vinum. Eins fara margir lengra suður á bóginn. Við verðum mikið vör við að fólk aki til Spánar og dvelji þar á tjaldstæðum.“ Aðspurð sagði Ólöf að þau hjá Terra Nova – Sól væru ekki með miklar upplýsingar um tjaldstæði fyrir þá sem ferðast og gista á eigin vegum. „Húsbílafélagið og FÍB eru bæði með mjög góðar upplýsingar fyrir sína félagsmenn um svona ferðalög. Eins sýnist mér fólk vera duglegt að fara á Netið og sækja sér upplýsingar. Þetta er mikið sama fólkið sem fer ár eftir ár og er orðið vel kunnugt og vant þessum ferðamáta. Þeir sem eru að fara í fyrsta sinn leita upplýsinga hjá vinum og kunningjum og þeim sem reyndari eru. Fólk er orðið svo vel búið í dag til ferðalaga, það á góða bíla og góða tjaldvagna eða fellihýsi, svo þetta er hentugur ferðamáti, ekki síst fyrir stórar fjölskyldur.“ Norðurlöndin vinsælasti áfangastaðurinn Nýja ferjan Norræna hefur vakið athygli margra á þeim möguleika að fara utan með eigin bíl og jafnvel gistiaðstöðu á borð við tjaldvagn, fellihýsi eða húsbíl. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Nýja Norræna er 165 metra löng og ber 1.500 farþega. $,   ,   $,   ,   $,   ,   C   = -    *    =- B    :    :    :    $ -    #D -     #D -      ,* & %  5   ( D    2  7 :  77  7: @  $ E   F      =     ,( G   D ;* ! ;* ! ;* ! 0* ++ :    7    ( D    ( D    ( D    H 7  7 7  7  $,   ,   ;* ! ;* ! C   B    :    0* ++ 7    $ -    #D -      ,* & %  5   ( D    ( D    2  I:   5  I  $ E   $-,        ,( G   D TENGLAR ........................................................................ www.terranova.is Húsbílaleigur erlendis: www.fylkir.is Tjaldstæði í ýmsum löndum: www.ecamping.com Noregur: www.camping.no Svíþjóð: www.camping.se Danmörk: www.camping.dk Nokkur netföng fyrir ferðir erlendisskiptingu og verður sá búnaður í boði frá og með miðju sumri. FSI- vélin er ný kynslóð véla frá Volkswagen með beinni strokk- innsprautun sem er bæði aflmeiri og eyðir minna en hefðbundnar gerðir bensínvéla. Fimm eða sjö sæta Yfirbygging, innanrými, hjólabún- aður og margir hlutar drifrásar- innar eru ný hönnun. Touran verður fáanlegur bæði fimm og sjö sæta. Meðal þeirra atriða sem vekja mesta athygli í bílnum er fjölhæf nýting innanrýmis og mikið pláss sem er til staðar. Þar er að finna 39 mismunandi hillur, vasa og geymsluhólf. Touran uppfyllir óskir allra um fjölhæfa flutningsgetu, jafnt í vinnu sem og í frítíma. Touran er með nýrri gerð hjóla- búnaðar; með McPherson gorma- fjöðrun að framan og nýrri fjögurra liða fjöðrun að aftan. Mikið lagt upp úr öryggisatriðum bílsins Yfirbygging Touran er soðin sam- an með leysisuðu og er því stíf. Með öryggisloftpúðum að framan og til hliðar, ásamt virkum öryggis- höfuðpúðum á báðum framsætum, veitir Touran farþegum umfangs- mikla öryggisvernd. Þriggja festa öryggisbelti eru staðalbúnaður við öll sjö sætin. Diskahemlar á öllum hjólum, (með kældum diskum að framan), ásamt ESP með hemla- hjálp og ABS-læsivörn hemla eru staðalbúnaður. Touran fáanlegur fimm sæta og einnig sjö sæta Touran er búinn sjö sætum en hægt er að panta bílinn í fimm sæta útgáfu. Sætin tvö í þriðju sætaröðinni er hægt að fella niður í gólfið þegar þau eru ekki í notkun. Hægt er að haga farmrýminu eftir því hve mörg sæti eru í notkun: Í fimm sæta uppröðun er pláss fyrir 695 lítra af farangri, en þessi tala hækkar í 1.989 lítra þegar aft- ursætin eru tekin í burtu. Heildar- burðargetan er meira en 660 kg. Grunnverð Volkswagen Touran er 2.250.000 krónur. VOLKSWAGEN Touran bætist í maí í hóp nýrra bifreiða frá Volkswagen. Touran er hlaðinn öryggis- og þæg- indabúnaði, þar á meðal sex örygg- isloftpúðum, virkum öryggishöf- uðpúðum á framsætum, ESP stöðugleikabúnaði, hemlahjálp og útvarpi með geislaspilara. Touran kemur á markað hér á landi með nýrri FSI vél og sex gíra gírkassa. FSI vélina er einnig hægt að fá með nýrri sex þrepa sjálf- Touran verður fáanlegur fimm eða sjö sæta. Grunnverð Volkswagen Touran er 2.250.000 krónur. VW Touran í sölu í maí Fjölbreytileg sæta- skipan eins og í öll- um sönnum fjöl- notabílum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.