Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 10
10 C MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar FRANSKI smábíllinn Peugeot 206 fór á síðasta ári fram úr Volkswagen Golf sem söluhæsti smábíll Evrópu, eftir áralöng yfirráð Golfsins á mark- aðnum. Sölutölur PSA, framleiðanda Peugeot og Citroën, lofa einnig góðu fyrir þetta árið og segir Business- Week að PSA sé langt kominn með að hirða toppsætið af Volkswagen í sölu fólksbíla og minni vinnubíla. Hvort PSA á eftir að ná toppsætinu er spurning sem sérfræðingar velta fyrir sér þessa dagana og eru margir á því að fyrri hluti þessa árs gefi fyr- irtækinu gott tækifæri til slíks. Tölu- vert er síðan Volkswagen og aðrir keppinautar Peugeot komu með nýj- ar týpur á markað, sem mun að mati sérfræðinga auðvelda PSA ætlunar- verk sitt, en keppinautar fyrirtæk- isins gera ekki ráð fyrir að kynna nýjar gerðir fyrr en seinni hluta þessa árs. Það á þó ekki eftir að reynast PSA auðvelt að halda toppsætinu, þó BusinessWeek bendi á að ekki verði bakkað með þá söluaukningu sem fyrirtækið hefur náð á sl. árum. Í fyrra var PSA þannig með 16% markaðshlutdeild í Evrópu, en mark- aðshlutdeild sína hefur fyrirtækið náð að hækka jafnt og þétt úr 11% árið 1997. Sportlegt útlit eykur vinsældir Árangur PSA er af mörgum eign- aður Jean-Martin Folz, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Folz tók við stjórnartaumunum 1997 og hefur frá byrjun unnið að því að bæta markaðsstöðu PSA með stöðugum straumi nýrra, vel hannaðra bíla. Sportlegt útlit hefur til að mynda stóraukið vinsældir tveggja sölu- hæstu bíla fyrirtækisins, Peugeot 206 og Peugeot 307. Folz hefur líka fullan hug á að halda áfram á sömu braut. „Við ætl- um að fjölga enn hraðar kynningu okkar á nýjum bílum,“ sagði Folz sem hyggst auka framleiðsluna úr 3,3 milljónum bíla upp í 4 milljónir fyrir 2006 og ætlar Folz að kynna 26 nýjar týpur á þeim tíma. Meðal ann- ars Peugeot 407 stallbak og nokkar útgáfur af margnýtanlegum bílum. En um 55% söluaukning hefur orðið hjá fyrirtækinu sl. fjögur ár. Nýjungar og aukin gæði í fram- leiðslu bílanna þykja einnig eiga sinn þátt í því að Peugeot hefur nú náð að brúa hið mikla bil sem áður skildi á milli Peugeot og þýsku keppinaut- anna. „Þegar kemur að spurningunni um gæði franskra og þýskra bíla, þá er munurinn orðinn mjög, mjög lít- ill,“ sagði Neil King, yfirmaður markaðskannananna hjá Global In- sight í London, sem sérhæfir sig í farartækjum. Stefna á Asíu- og Ameríkumarkað Folz hefur þá verið hrósað í há- stert fyrir að ná að byggja upp Peug- eot og Citroën sem tvö aðskilin vöru- merki, þó framleiðsla og rannsóknir fari að mörgu leyti saman og hafi dregið verulega úr kostnaði. Folz kom líka keppinautum sínum í opna skjöldu með Peugeot 206CC blæju- bílnum, sem byggðist að nokkru á Mercedes Benz SLK hönnuninni, en bílinn náði að tvöfalda evrópska markaðinn fyrir blæjubíla á einni nóttu. Öflug markaðsstaða í Evrópu dug- ar Folz þó ekki og rær fyrirtækið nú að því öllum árum að bæta markaðs- stöðu sína í Asíu, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku. Um fjórir fimmtu hlutar söluhagnaðar PSA koma enn sem komið er frá Evrópu, en sá markaður sem virðist vera í hvað ör- ustum vexti er Kína, þar sem Citroën er nú þegar fjórði söluhæsti bíllinn. Áætlanir Folz um nýja verksmiðju í Slóvakíu og samstarf við Toyota bíla- framleiðandann í Tékklandi virðast einnig lofa góðu og haldi framleiðslu- og söluaukning PSA áfram með sama krafti og undanfarið kunna áhyggjur Volkswagen að verða alvarlegri en tapið á evrópsku krúnunni. „HÉR á Íslandi hefur Golf gengið alveg gríðarlega vel í sölu mörg undanfarin ár og á þessu ári erum við að kynna Golf sem er meiri Volkswagen, sem þýðir að hann er með miklum aukabúnaði sem felur í sér ál- felgur, sóllúgu og sportinnréttingu,“ segir Jón Trausti Ólafsson, kynningar- og blaðafulltrúi Heklu, umboðsaðila Golf á Íslandi. „Salan á bílnum hefur gengið mjög vel og ef eitt- hvað er þá höfum við fundið fyrir aukinni eftirspurn undanfarna mánuði.“ 322 Volkswagen Golf-bílar voru seldir í fyrra. „Sé síðan tekið dæmi af tímabilinu janúar–apríl í ár og í fyrra seldum við í 56 bíla árið 2002 á móti 95 bílum á þessu sama tímabili í ár og það er tæplega 70% söluaukning,“ segir Jón Trausti sem telur þetta vita á gott fyrir árið í heild enda aðalsölutíminn eftir. „Golfinn hefur líka gengið vel í endursölu og ég held að það sé hluti af velgengninni. Því fólk veit þeg- ar það kaupir bílinn að þá á það eftir að skila sér vel í endursölu.“ Tæpra 70% söluaukning „MARKAÐSSTAÐA Peugeot í Evrópu er gríðarlega sterk. Peugeot 206 er orðinn söluhæsti smábíllinn þar og 307 fylgir fast á eftir,“ segir Gunnar Gunn- arsson markaðsstjóri Bernhard ehf., umboðsaðila Peugeot á Íslandi, og bætir við að íslenski markaður- inn endurspegli ekki þennan veruleika. En 80 Peug- eot 206 seldust hér á landi í fyrra og 15 til viðbótar það sem af er þessu ári. „Franskir bílar hafa alltaf átt á brattann að sækja hér, vegna japönsku bílanna, en það er að breytast og fólk er farið að átta sig á að þetta eru góðir bílar með miklum búnaði á mjög góðu verði. Peugeot er líka að sækja á hér en hann hefur verið á margan hátt van- metinn á þessum markaði en Golfinn hefur búið að mjög stöðugri markaðssetningu í gegnum árin, þó verðið sé hátt. Spurning er bara hvenær Íslendingar vakna. Því ef við tökum Dani sem dæmi þá sjáum við að Peugeot er langstærstur þar í landi og Danir eru þekktir fyrir að láta ekki selja sér hvað sem er, enda passasamir þegar borin eru saman gæði og verð og þar kemur Peugeot einfaldlega best út.“ Fólk farið að átta sig Peugeot fer fram úr Volkswagen Morgunblaðið/Billi Peugeot 206CC tvöfaldaði markaðinn fyrir blæjubíla í Evrópu á einni nóttu og ætlar að gera enn betur. Morgunblaðið/Kristinn Tæplega 70% söluaukning varð á Volkswagen Golf í ár á tímabilinu janúar–apríl ef miðað er við sama tímabil í fyrra. É G ERbestur – ég er bón- kóngurinn,“ segir Dale Odle, eigandi bílaþrifafyrirtæk- isins Bón King ehf. í Kópa- vogi. Hann gefur þessa yf- irlýsingu yfirlætislaust og meinar hvert orð. Dale fellur ekki verk úr hendi meðan við spjöllum saman. Gefur skítnum engin grið heldur beitir kraftmikilli ryksugu, úðabrúsa, djúp- hreinsitæki, burstum og klútum af krafti á óhreint bílgólf. Þetta er erf- iðisvinna og stæltir vöðvarnir hnyklast við streðið. „Ég elska að þrífa bíla og er góður í því. Ég legg metnað í það sem ég geri og þetta er það sem ég geri best. Amma mín var kirkjurækin kona og sagði: „Sonur sæll, sama hvað þú starfar um ævina, þá skaltu gera það hundrað prósent! Ef þú fylgir þessu heilræði þá getur þér ekki mistekist.“ Mér líður betur ef ég vanda mig. Mér finnst gaman að geta afhent við- skiptavinum tandurhreina og glans- andi bíla. Þegar ég sé ánægjusvipinn á eigendunum verð ég glaður.“ Tengdasonur Íslands Dale er fæddur og uppalinn á Barba- dos, einni af sólskinseyjum Karíba- hafs. Merki fyrirtækis hans er tilbrigði við þjóðfána Barbados, blátt og gult og með þrífork úr fánanum. Hann fór ung- ur að vinna við bíla þegar tóm gafst frá skóla. Lærði bifvélavirkjun og að rétta beyglur og sprauta. „Sá sem ætlar að verða geimfari sökkvir sér í bækurnar, ég eyddi öllum stundum á bílaverkstæðinu,“ segir Dale. „Ég var mættur eftir skóla á föstudögum og vann líka á laugar- dögum.“ Auk þess að laga bíla og þrífa rækt- aði hann salat í bakgarðinum heima hjá sér. „Ég vaknaði klukkan fimm á morgnana, skar upp salat og fór með á markað. Um hádegi átti ég 60 dollara, en bréf af fræi kostaði ekki nema hálf- an dollar. Þetta var góður bísness!“ Dale flutti til Bandaríkjanna, enda með bandarískt vegabréf, og vann þar í 17 ár. Var um tíma við bílaviðgerðir og bílaþrif en fór svo að vinna á Kennedy- flugvelli í New York. Þar var hann m.a. verkstjóri hlaðmanna sem unnu við flugvélar Flugleiða, KLM og fleiri flug- félaga. Á Kennedy-flugvelli kynntist Dale Stellu Guðmundsdóttur og felldu þau hugi saman. „Hún varð ófrísk og vildi fæða barn- ið heima á Íslandi. Þannig kom ég hing- að fyrir fimm árum,“ segir Dale. „Hún vildi ekki snúa aftur til New York svo ég sótti dótið okkar. Við eigum tvær dætur, fimm ára og eins árs. Stella er góð kona og hefur gefið mér dýrmæt- ustu gjafir lífs míns – tvö yndisleg börn. Ég lifi fyrir þau.“ Dale segist kunna vel við sig hér á landi, þótt hér sé dýrt að búa. „Það er fínt að ala upp börn hér. Heilbrigðis- kerfið er líka frábært, hér skiptir engu hvort þú ert ríkur eða fátækur. Það fá allir sömu þjónustu. Því er öðruvísi far- ið í Bandaríkjunum. Yngri dóttir okkar þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í þrjár vik- ur eftir að hún fæddist. Það var tví- sýnt um líf hennar, en nú líður henni vel. Hún fékk mjög góða þjónustu og aðhlynningu og við þurftum ekkert að borga. Það er frábært!“ Frá því Dale fór að heiman hefur hann tvisvar heimsótt Barbados. Hann segist sakna heimalandsins. „Við fórum fyrir tveimur árum að sýna mömmu barnabarnið. Konunni minni þótti fallegt á Barbados, en heitt. Sagði að ef hún flytti þangað þá yrðum við að hafa loftkælingu allan sólar- hringinn! Mig langar að fara aftur til Barbados þegar ég eldist og til að slappa þar af. Það eru margir, til dæm- is Kanadamenn, sem dvelja þar hluta úr árinu.“ Það borgar sig að bóna Veðrið og árstíminn hefur mikil áhrif áhve mikið er að gera á bónstöðinni. Dale segir að veðráttan hér og saltið á götunum krefjist þess að vel sé hugs- að um bílana. „Að mínu mati þarf að bóna bíla hér tvisvar í mánuði yfir veturinn og einu sinni í mánuði yfir sumarið, ef vel á að vera. Því veldur veðráttan, rokið og saltið. Góð umhirða verndar bílinn og hreinn bíll vekur alltaf athygli. Bíll er mikil fjárfesting fyrir flesta. Það er miklu auðveldara að selja vel hirtan bíl og hann helst betur í verði. Flestir hafa einhverja ávana, reykingar eða eitt- hvað annað. Hvers vegna ekki að gera það að ávana að hafa bílinn fínan?“ Dale segist hafa gert tilraunir með hvaða bón duga best og notar sjö mis- munandi bóntegundir eftir því sem hver bíll krefst. Aðallega þó enska bón- ið New Horizon. „Bónið þarf að inni- halda mikið silikon til að gefa góða verndarhúð. Þessi húð er mikilvæg til að verja lakkið fyrir veðrun og áhrifum saltsins.“ Það er ódýrara að láta þrífa bíl og bóna hér en í New York, að sögn Dales. Þó eru bón og hreinsiefni meira en tvö- falt dýrari hér en sambærilegar vörur vestanhafs. Honum finnst bílarnir óhreinni þegar menn koma með þá hér í þrif en í New York. Eins ber meira hér á lakkskemmdum af völdum stein- kasts og skemmdum af völdum salts- ins á götunum. Oft þreyttur eftir daginn Bónstöðin er opin virka daga kl. 9 til 19 og á laugardögum frá 8 til 17. Ef mikið er að gera vinnur Dale fram eftir ákvöldin og jafnvel á nóttunni til að ljúka verkefnunum. Hann segir að reksturinn standi ekki undir manna- haldi. „Ég er oft þreyttur. Afskaplega þreyttur, en maður verður að standa við það sem maður lofar.“ Dale er nú búinn að djúphreinsa og farinn að bóna. Hann strýkur bóninu fram og aftur. „Bílar eru ekki spraut- aðir með hringhreyfingu og það á ekki heldur að bóna þá þannig,“ segir hann. Svo úðar hann sérstöku efni á þétti- lista og plastklædda hluta bílsins. „Það sem er svart á að vera svart, en ekki hvítt af bónleifum.“ Dale segist hafa eignast marga trygga viðskiptavini, jafnt einstaklinga og fyrirtæki. Honum finnst skipta öllu að þeir séu ánægðir og fái fullkomna þjónustu. „Ég segi öllum að skoða bíl- inn og gera úttekt á vinnunni. Ef þeir finni eitthvað athugavert við verkið þá þurfi þeir ekki að borga. Megi bara keyra í burtu! En ég passa mig að gera ekki mistök. Ég hef ekki þurft að end- urgreiða neinum í þau tvö ár sem ég hefi starfað sjálfstætt.“ Bónkóngurinn í Kópavogi Dale Odle í Bón King ehf. leggur metnað sinn í að þrífa bíla og bóna. Guðni Einarsson heimsótti bónkónginn frá Barbados og spjallaði við hann um fagið. Morgunblaðið/Kristinn Dale Odle er bónkóngurinn hjá Bón King ehf. í Kópavogi. gudni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.