Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 12
12 C MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Þ EIR sem hafa átt 8 eða 9 feta fellihýsi skipta gjarn- an yfir í stærri fellihýsi, 10 eða 12 feta. Þessi þróun leiðir auðvitað til líflegs markaðar með notuð fellihýsi og ger- ir ungu fólki kleift að eignast slíka gripi á lægra verði en þeir kosta nýir. Fyrir nokkrum árum nutu tjaldvagn- ar og fellihýsi ekki eins almennrar hylli og nú. Hingað koma allir nema ráðherrar. Og það er bara af því að þeir gefa sér ekki tíma í frí,“ segir Sveinbjörn Árnason, annar eigenda Evró ehf. Evró ehf. var stofnað árið 1991 af þeim frændum Sveinbirni og Magn- úsi Yngvasyni. Fyrirtækið flytur inn Easy Camp tjaldvagna, Rockwood fellihýsi, Coleman fellihýsi og A-liner fellibústaði. „Tjaldvagnarnir voru allsráðandi í fyrstu, eða fram til 1995,“ segir Sveinbjörn. „Þeir eru enn mjög vinsælir, en fellihýsin hafa sótt æ meira inn á markaðinn. Cole- man fellihýsunum hefur verið tekið afar vel af Íslendingum og þau endast vel. Mér er t.d. kunnugt um 26 ára gamalt Coleman fellihýsi, sem var flutt notað til landsins og er enn í góðu lagi.“ Sveinbjörn segir að fellihýsi hafi náð mikilli útbreiðslu í Bandaríkjun- um og Íslendingar séu áreiðanlega sú Evrópuþjóð sem hafi verið fyrst til að tileinka sér þau. „Fellihýsin eru núna fyrst að byrja að hasla sér völl á meg- inlandi Evrópu. Við þurfum að breyta þessum amerísku fellihýsum töluvert þegar þau koma til landsins, til að þau falli að evrópskum stöðlum, til dæmis þarf að breyta ljósabúnaði og setja nýja miðstöð og eldavél. Þá þarf einn- ig að skipta um króka á þeim.“ Með fellihýsi á fjöll Sveinbjörn segir að þótt fellihýsin séu bandarísk henti þau vel fyrir ís- lenskar aðstæður. „Dúkarnir í felli- hýsunum okkar anda til dæmis, sem hentar vel þegar kalt er í veðri. Ef þeir önduðu ekki myndi raki þéttast inni í fellihýsunum.“ Evró ehf. býður upp á 8, 9, 10 og 12 feta fellihýsi. „Minni fellihýsin henta vel aftan í fólksbíla. Fólk sem hefur reynslu af slíkum fellihýsum, og hef- ur vanist að aka með þau um landið, vill gjarnan stækka við sig síðar. Lík- lega eru mest seldu fellihýsin hjá okkur 10 feta Coleman hús og mest seldi tjaldvagninn er 4-6 manna Easy Camp Montana.“ Aðspurður segir hann ekkert vandamál að aka um Ísland með felli- hýsi í eftirdragi, jafnvel þótt það sé 12 feta. „Þjóðvegur 1 er ágætis braut fyrir bíla með fellihýsi. Reyndar fara margir með fellihýsi utan alfaraleið- ar. Við höfum hækkað fellihýsi, sett í þau loftpúðafjöðrun og ýmsan annan búnað, sem gerir að verkum að hægt er að draga þau á eftir jeppum á fjöll. Svo fara heilu hóparnir á hverju ári með Norrænu til meginlands Evrópu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af gistingu þegar fellihýsið er með í för.“ Sveinbjörn segir að þótt auðvelt sé að ferðast með fellihýsi furði hann sig á því hve fáir kaupi stóra víddar- spegla á bíla sína, sem séu nauðsyn- legir þegar ekki sjáist aftur úr bílnum og raunar lagaskylda að nota þá við slíkar aðstæður. „Við leggjum mikla áherslu á að fólk kaupi slíka spegla, en það gengur ótrúlega illa að venja fólk á þetta öryggisatriði. Mér finnst skjóta skökku við þegar fólk leggur mikla fjármuni í fellihýsi, en veigrar sér við að greiða sex þúsund krónur fyrir víddarspegla. Þeir eru miklu mikilvægari en rétta grillið eða sal- ernið.“ Tjaldvagnar kosta á bilinu 300-600 þúsund krónur. Minnstu tjaldvagn- arnir eru 2ja manna, en þeir stærstu rúma vel 6 manns og jafnvel fleiri. Fellihýsi kosta 850-1700 þúsund krónur, þau minnstu eru 4ra manna en þau stærstu eru á við heila sum- arbústaði með svefnpláss fyrir 10 manns. Evró selur ýmsan aukabúnað með fellihýsunum. Flestir kaupa fortjald, margir vilja ísskápa og ferðasalerni og svo eru þeir sem vilja heitt og kalt vatn og koma sér upp útisturtu við fellihýsið. Aukabúnaðinum eru nán- ast engin takmörk sett. Ekkert er því til fyrirstöðu að setja hljómflutnings- tæki í fellihýsið, sjónvarp og DVD- tæki. Hægt er að tengja fellihýsi við raf- magn á tjaldstæðum, þar sem boðið er upp á slíkt. „Slík þjónusta er því miður vandfundin hér á landi. Ég er viss um að þau tjaldstæði, sem byðu upp á góða þjónustu við eigendur fellihýsa, myndu njóta þess í mjög aukinni aðsókn.“ 35—40% markaðshlutdeild Um 5.500 hjólhýsi, tjaldvagnar, fellihýsi og fallhýsi eru skráð hér á landi. Sveinbjörn segir að salan hafi dregist nokkuð saman á síðasta ári, en nú hafi hún tekið verulegan fjör- kipp. Hann segir að eðlileg sala tjald- vagna og fellihýsa sé um 400-500 stykki á ári og Evró ehf. sé með 35- 40% markaðshlutdeild. Auk tjaldvagna og fellihýsa selur Evró svokallaða A-liner fellibústaði, eins og áður er nefnt. Þeim er kannski best lýst sem litlum hjólhýs- um. Þegar komið er á áfangastað með A-liner í eftirdragi þarf ekki annað en að lyfta þakinu, sem myndar þá eina burst, eða A. „Þessir bústaðir eru mjög auðveldir í notkun. Kaupend- urnir eru gjarnan hjón, sem eru ein eftir í kotinu og vilja halda áfram að ferðast, en með sem allra minnstu umstangi. Með því að bjóða upp á þessa bústaði náum við að sinna öll- um viðskiptavinum okkar, allt frá unga fólkinu, sem leitar eftir notuð- um tjaldvögnum, upp í fjölskyldufólk sem kaupir stærri tjaldvagna og felli- hýsi og loks eldri hjón sem kaupa sér A-liner.“ Ber út Moggann á tjaldstæðum Þjónusta Evró ehf. er ekki bundin við húsnæði fyrirtækisins að Grens- ásvegi 3 í Reykjavík. Sem dæmi má nefna, að Evró er með þjónustusamn- ing við bifreiðaverkstæði á Akureyri og Höfn á Hornafirði. Fyrirtækið heldur úti heimasíðu, www.evro.is, þar sem hægt er að finna upplýsingar um allar vörur þess. Þar er einnig að finna upplýsingar um ferðaklúbb eig- enda fellihýsa, Coleman-klúbbinn. Klúbburinn skipuleggur nokkrar ferðir á ári og þá tryggir Evró að allir vakni upp með Moggann á hurðar- húninum. „Eftir að við byrjuðum á þessari þjónustu kemur ekki annað til greina en að halda henni áfram. Allir vilja fá Moggann sinn á morgnana,“ segir Sveinbjörn Árnason. Evró ehf. selur tjaldvagna og fellihýsi „Hingað koma allir nema ráðherrar“ Sveinbjörn Árnason lætur fara vel um sig í fellihýsi frá Evró. Morgunblaðið/Jim Smart Tólf feta Coleman-fellihýsi frá Evró. Minni fellihýsin njóta mikilla vinsælda, ekki síður en þau stærri. Sjónvarpsskjár í 12 feta Coleman- fellihýsi, sem er búið DVD-tæki, auk hljómtækja með átta hátölurum. V IÐURNEFNI Bjarna tengd- ist því að hann rak fyr- irtæki á Akureyri sem þjónaði húsbílaeigendum. Sjálfur hefur hann mikla reynslu af ferðalögum á húsbílum, jafnt innanlands sem utan. Bjarni segir að sér finnist það heldur vera að aukast að Íslendingar komi til meginlands Evrópu á húsbílum eða með gistinguna í eftirdragi. „Mér finnst það sérstaklega eiga við um fellihýsin og húsbílana, sem hefur fjölgað mikið á Íslandi. Ég þekki mikið af húsbílafólki og veit hvenær það er á ferðinni, margir koma líka við hjá okkur,“ sagði Bjarni. En hvað vill hann ráðleggja fólki sem ætlar að fara í fyrsta sinn í ferðalag með húsbíl, tjald- vagn eða fellihýsi til útlanda? „Fólk ætlar oft að fara allt of víða. Ég þekki þetta af eigin raun, því í fyrstu ferðunum okkar brenndum við okkur á þessu. Við fórum níu sinnum í ferðalög á bíl frá Íslandi og ætluðum að sjá allan heiminn í fyrstu ferðunum. Maður fór land úr landi en sá ósköp lítið nema vegina. Reynsla mín er sú að þegar fólk er búið að fara nokkrum sinnum þá fer það að taka fyrir minni svæði, eitt land eða tvö og skoða þau betur. Maður fær miklu meira út úr því.“ Bjarni segir að ef til vill tengist þetta því að búa á eyju, þegar fólk komist úr landi vilji það fara sem víðast. Flestir komist þó yfir þetta stig. Hann mælir með því að fólk finni sér gott tjaldstæði og dvelji þar tvær til þrjár nætur, fari svo í stuttar skoðunarferðir um ná- grennið áður en farið er á næsta tjaldstæði. „Ég mæli með því að fólk fari á upplýsingaskrifstofur fyrir ferða- menn á hverjum stað. Þar getur það viðað að sér bæklingum og kynnst því hvað er í boði. Ef maður getur eitthvað bjargað sér í málinu þá býr starfsfólkið yfir ótrúlega miklum upplýsingum. Við vorum farin að gera þetta á okkar ferða- lögum og fundum allt mögulegt, bara við að spyrjast fyrir. Fólk sem er að fara í fyrsta sinn, t.d. til Dan- merkur, hefur bara heyrt um Lego- land og Tívolí, en hér er svo miklu meira að finna.“ Bjarni og Bryndís fóru í fyrstu bílferðina til útlanda árið 1978. Þá voru þau á fólksbíl með fimm manna Tjaldborgartjald og „tjöld- uðu fyrir lífstíð“ eins og Bjarni seg- ir. „Þetta þótti mikið ævintýri og ég held að konan hafi ekkert reikn- að með að koma heim aftur. En þetta tókst allt,“ segir Bjarni og hlær. Eftir þessa fyrstu ferð fóru þau hinar á húsbíl. „Maður hélt að það væri alltaf gott veður í útlönd- um en maður getur lent hér í rign- ingum og kulda, þótt það sé mitt sumar. Maður verður að vera við öllu búinn. Ef fólk er með húsbíl, fellihýsi eða tjaldvagn hefur það meiri möguleika á því.“ Bjarni segir mikilvægt að gista á skráðum tjaldstæðum og þau sé víða að finna. Það geti verið í lagi, ef margir bílar ferðast saman, að nátta á bílastæði, en hann mælir ekki með því. „Það er gæsla á öll- um tjaldstæðum og þangað kemur enginn óviðkomandi eftir lokun á kvöldin. Það borgar sig að vera ekki of seint á ferð til að fá stæði. Í júlí þýðir yfirleitt ekkert að leita að tjaldstæði eftir kl. 17 á daginn, þá er orðið fullt alstaðar. Sniðugast er að tryggja sér gistingu fyrr á dag- inn og svo getur maður farið eitt- hvað í skoðunarferð.“ Bjarni vill einnig hvetja fólk til að reiða sig ekki of mikið á greiðslu- kortin í venjulegum verslunum. Það séu ekki nærri allar verslanir sem taki kort. Flest tjaldstæði taka kort, en þó ekki öll. Hann mælir með því að fólk læri lykilnúmerin sín (pin-númer) og taki síðan út reiðufé í hraðbönkum, eftir hend- inni. Eins vill hann hvetja bíleig- endur til að fara til tryggingafélags bílsins og fá þar „græna kortið“, sem er alþjóðlegt trygginga- skírteini, og hafa það með. En hvað skyldu Bjarni og Bryn- dís hafa lagt marga kílómetra að baki í ferðalögunum? „Við vorum að keyra þetta 3–4 þúsund kílómetra í 4–6 vikna löngum ferðum. Eftir því sem við fórum oftar því minna ókum við. Eftir níundu ferðina fórum við ekk- ert heim aftur…“ Á húsbíl um Evrópu Ekki skoða allan heiminn í einni ferð Morgunblaðið/Guðni Bjarni og Bryndís reka bændagistingu nálægt Billund. Þau eru með dýr sem svala sér á kóki í sumarhitanum. Bjarni Jónsson, sem nú rekur bændagistingu í nágrenni Billund á Jótlandi ásamt konu sinni Bryndísi Gunnars- dóttur, var áður fyrr þekktur sem „Húsbíla-Bjarni“. Bjarni Jónsson og Bryndís Gunn- arsdóttir fóru níu sinnum í bílferðalag um Evrópu, uns þau ílentust í Dan- mörku. TENGLAR .............................................. http://www.come.to/billund Sími: +45 75885718 og +45 20335718, fax : +45 75885719, tölvupóstur: bjonsson@privat.dk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.