Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Jim Smart Bíllinn er voldugur með varadekkin á brettunum. Eigandinn, Þröstur Harðarson, matsveinn í Háteigsskóla, við eðalvagninn sem hann keypti á Netinu og flutti hingað. É G HEF lengi verið áhuga- maður um gamla bíla, þá sérstaklega bandaríska eð- alvagna af því þeir hafa verið sýnilegastir eins og í bíómyndum og blöðum,“ segir Þröst- ur Harðarson sem flutti bílinn inn. „Ég keypti minn fyrsta fornbíl 1989, það var Buick, árgerð 1932, en því miðurskemmdist hann í flutningi hingað til lands. Fljótlega þurfti ég að selja hann vegna þess að einka- hagir mínir breyttust. Síðan þá hef ég ekki losnað við bakteríuna.“ Það kemur fram í máli Þrastar að eftir að hann fór að nota Netið hafi hann fylgjast náið með bíla- og upp- boðssíðunum á vefnum eins og ebay motors.com þar sem hann kom auga á Lincolninn fyrir þremur árum. Hann segist þó ekki hafa viljað kaupa bílinn strax vegna þess hve miklar sveiflur voru þá á gengi doll- arans. Í vetur lét hann vaða eins og hann orðar það, því dollaraverðið var hagstætt. Þröstur segist hafa verið búinn að leita nokkuð lengi að bíl eins og þessum, en hann er sjö sæta, þ.e. með tveim aukasætum aftur í bílnum. „Það er mín sérviska að vilja hafa bílinn voldugan með sjö sætum og með varadekkin í brettunum, en ég var búinn að leita töluvert að slík- um bíl.“ Dýr glæsibíll Lincoln 1930 Model L 7 pass-Sed- an er glæsikerra síns tíma, svartur að lit með rauðu plussi að innan. Hann er upprunalegur og engu hef- ur verið breytt í honum. Þröstur seg- ir að hann hafi verið með þeim dýrari þegar hann kom á markað. „Þá kost- aði hann 4.700 dollara en dýrasti Buick, 2.055 dollara og Ford A módel 495 dollara.“ Þröstur segir að það þurfi að gera töluvert við bílinn áður en hann fer á götuna. „Það þarf að sprauta hann að utan og laga áklæðið að innan en hann er vel gangfær. Bíllinn er ekki ekinn nema 32 þús- und mílur. Ég ætla að láta gera hann upp strax og vonast til að hann verði kominn á götuna í sumar.“ Aðspurður segir Þröstur að bíllinn hafi kostað hingað kominn í kringum eina milljón. „Ég býst við að þurfa að kosta öðru eins í viðgerðir og end- urbætur.“ Hann sparaði sér þó 300 þúsund krónur því meðan bíllinn var á leiðinni hingað til lands lækkuðu aðflutningsgjöld á fornbílum úr 45% í 13%. Fékk góða dóma „Verðið á óuppgerðum bílum frá þessum tíma er reyndar ekki mjög hátt núna í Bandaríkjunum. Skýr- ingin er meðal annars sú að þeir sem þekktu þessa bíla og hafa á þeim dá- læti eru orðnir aldraðir eða látnir. Þeir sem áttu þennan bíl síðustu tólf árin voru áttræðir bræður. Svo virð- ist líka sem bílar frá þessu tímabili séu heldur ekki í tísku í Bandaríkj- unum. Tískubylgjur eru á þessu sviði sem öðru. Verra efnahagsástand í Bandaríkjunum og stríðið við Írak hefur líka gert það að verkum að fólk hefur minna á milli handanna til að eyða í áhugamál sín.“ Þröstur segir að eftir 1930 hafi framleiðslu á þessum bílum verið hætt en þá hafi þessi gerð bíla verið orðin átta til tíu ára gömul. Þótti hönnunin orðin þunglamaleg og vél- arstærðin var enn V 8. Helstu keppi- nautarnir, Cadillac og Packard, voru orðnir sportlegri og komnir með V 12 vél og V 16 vél. „Árið 1931 varð al- gjör hönnunarbreyting, þá hætti Lincoln að heita L-Model og þeir settu á markað K-Módel. Þessi 1930 árgerð af Lincoln fékk mjög góða dóma í bílablöðum í Bandaríkjunum á sínum tíma en Ford verksmiðjurn- ar framleiddu Lincoln. Sagt er að Henry Ford hafi staðið nokkuð á sama um þessa fínu umsögn sem bíll- inn fékk í blöðum en hafi lagt meira upp úr því að mafíuforingjar eins og Dillinger gáfu Lincolninum hæstu einkunn.“ Sjö sæta og vara- dekkin í brettunum Afturlugtirnar eru skrautlegar. Skyggni yfir framrúðu en eins og sjá má er hægt að opna allan fram- gluggann. Flautulúðurinn setur svip á framhluta Lincolnsins. Dæmigerður gluggi á bílum frá þessu tímabili. Ef grannt er skoðað má sjá festingar fyrir kistu sem voru gjarnan á þessum árgerðum og setja mikinn svip á bílana. Nýlega var fluttur til landsins Lincoln árgerð 1930 sem er mikil glæsikerra. Bíllinn er ekki enn kominn á götuna en áður en það gerist verður hann gerður upp bæði að utan og innan og á þá vafalaust eft- ir að gleðja margan fornbíla- áhugamanninn. 14 C MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar MIKIL aukning hefur orðið í sölu á húsbílum, að sögn Þrúðmars Karls- sonar, verslunarstjóra Netsölunnar á Garðatorgi, en verslunin sérhæfir sig í vörum sem tengjast ferðalögum landsmanna. „Salan hefur gengið glimrandi vel í húsbílunum, fyrsta pöntunin er upp- seld og salan er að detta í gang í felli- hýsunum,“ segir hann. Verðið á húsbílum nær frá um fjór- um milljónum og upp í rúmar 8 millj- ónir. Verslunin er með tvær tegundir af húsbílum, Knaus og McLouis, og hún mun einnig bjóða upp á notaða húsbíla með haustinu. Hún selur einnig hjólhýsi, fellihýsi og tjald- vagna, ásamt öðrum vörum fyrir ferðalögin, s.s. kajaka. Þá selur Net- salan nýjar og notaðar bifreiðar frá Kanada og breytta sendibíla frá Reimo í Þýskalandi. Þrúðmar segist halda að hjólhýsin muni taka við af stóru fellihýsunum hér á landi vegna bættra vega, bif- reiða og aðstæðna. „Það er komið svo mikið af malbiki, undirvagninn er orðinn sterkari og fjöðrunarkerfið betra í hjólhýsunum. Landið hentar því hjólhýsunum betur en fyrir 20 ár- um þegar hjólhýsi voru flutt í tölu- verðu magni til landsins, en þau eru mörg hver á Laugarvatni í dag.“ Í næsta mánuði opnar Netsalan nýja 600 fm stórverslun í Knarrar- vogi 4. „Þar verðum við með allt til útivistar, frá tjaldhæl og upp í hús- bíl,“ segir Þrúðmar. „Við verðum einnig með pöntunarþjónustu fyrir vörur sem ekki verða til á lager.“ Netsalan opnar einnig nýtt þjón- ustu- og viðgerðaverkstæði í næsta mánuði. „Það verður í 170 fm hús- næði í Skútuvogi 1 og þar þjónustum við allt frá tjaldvögnum upp í húsbíla, ásamt varahlutasölu og pöntunar- þjónustu.“ En hver er eiginlega munurinn á öllum þessum vögnum? „Hann snýst fyrst og fremst um þægindamun á ferðalögum,“ segir Þrúðmar. „Þetta er bara eins og þró- unarkeðjan. Sá sem byrjar í tjaldi fer í meiri þægindi, sem er tjaldvagn og úr tjaldvagni í fellihýsi og þaðan ann- aðhvort í húsbíl eða hjólhýsi. Sumir sleppa einhverju þarna á milli og taka stærra skref.“ En hvað með að ferðast með tjald upp á gamla móðinn? „Gamla góða tjaldið er alltaf sígilt, það verður alltaf til og hverfur ef- laust aldrei enda er stór hópur sem vill ekkert annað,“ segir Þrúðmar. „Það byrja flestallir í tjöldum, kom- ast þannig í snertingu við náttúruna og vilja síðan gera sér auðveldara að komast þangað sem oftast sem gerir að verkum að næsta skref er tjald- vagn eða fellihýsi. Fellihýsi eru að yf- irtaka tjaldvagnana að stórum hluta út af þægindum. Fólk vill meiri þæg- indi í útilegum. Í fellihýsum er mið- stöð, vatn, fínt svefnrými og hægt er að standa uppréttur.“ Þrúðmar nefnir sem dæmi um framþróunina sem hafi orðið að flest minni fellihýsi á landinu hafi hingað til verið bremsulaus. Það þýði að þeg- ar bíllinn hemli geti þau ýtt honum á undan sér og skapað stórhættu, enda megi þau ekki fara yfir 750 kíló án bremsubúnaðar. „Ef þú snöggheml- ar á fólksbíl með svona mikla þyngd í eftirdragi, þá eykst hemlunarvega- lengdin gríðarlega. Við byrjuðum á því í fyrrasumar að setja bremsur í okkar fellihýsi til að bregðast við þessum vanda og seljum ekki felli- hýsi án bremsubúnaðar,“ segir hann. Sjálfur segist Þrúðmar eiga felli- hýsi af gerðinni Viking. „Ég hef not- að það gríðarlega mikið síðan 1999. Ég er búinn að fara hringinn nokkr- um sinnum og út um allt land nema á Vestfirðina. Minn uppáhaldsstaður er Ásbyrgi.“ Stóraukin sala á húsbílum Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg Verð á húsbílum nær frá 4 milljónum upp í 8 milljónir kr. Netsalan er eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða nýja húsbíla og með haustinu einnig notaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.