Morgunblaðið - 01.05.2003, Side 1

Morgunblaðið - 01.05.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 116. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Fleiri til Hróarskeldu Sigur Rós og Ske verða á hátíðinni ásamt Björk og Gus Gus Fólk 72 Lýst eftir leiðtoga Atli segir eftir tap gegn Finnum að leiðtoga vanti Íþróttir 64–65 Listahátíð árlega Stefnt að Listahátíð í Reykjavík á hverju ári hér eftir Menning 32 FULLTRÚAR Banda- ríkjastjórnar, Rússa, Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna afhentu í gær ísr- aelskum og palestínsk- um yfirvöldum svo- nefndan Vegvísi að friði í Mið-Austurlöndum en í honum er leiðin mörk- uð að stofnun sjálfstæðs palestínsks ríkis árið 2005 og varanlegum friði í heimshlutanum. Fyrr um daginn hafði Mahmud Abbas, sem einnig gengur undir nafninu Abu Mazen, svarið embættiseið sem for- sætisráðherra í nýrri stjórn Palestínumanna. Sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar, William Burns, mun heimsækja Mið-Austurlönd í næstu viku til að ræða við deilendur um hvernig framfylgja eigi efnis- atriðum Vegvísisins en ekki ríkir einhugur um það í hvaða röð hlutirnir eiga að gerast. Þannig vilja Ísraelar að Palestínumenn ráði fyrst niðurlögum hryðjuverkahópa áður en þeir taki til við að draga herlið sitt frá hernumdu svæðunum og hætta uppbyggingu byggða á svæðum Palestínu- manna. „Ísrael verður að taka fyrsta skrefið og draga herlið sitt frá borgum okkar eins og Vegvís- irinn kveður á um,“ sagði hins vegar Nabil Abu Rud- eina, ráðgjafi Yassers Arafats, forseta palestínsku heimastjórnarinnar. Bush heitir deilendum aðstoð George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti Ísraela og Palestínumenn til að grípa þetta tækifæri til að snúa af vegi ofbeldis og hét Bush því að Bandaríkin myndu leggja sitt af mörkum til að það markmið mætti nást. Það væri þó undir deilendunum einum komið hversu vel tækist til. „Það sem helst stóð í veginum [fyrir því að Veg- vísirinn væri lagður fram] var sú staðreynd að Yass- er Arafat var [þar til í gær] enn forystumaður pal- estínsku heimastjórnarinnar,“ sagði Ari Fleischer, talsmaður Bush. Bandaríkjamenn hafa, sem kunn- ugt er, viljað ýta Arafat til hliðar. Palestínsku öfgasamtökin Hamas höfnuðu efni Vegvísisins með öllu. „Þessi áætlun miðar að því að þurrka málstað Palestínumanna út,“ sagði Sheikh Ahmed Yassin, leiðtogi samtakanna. Deilendur fá Vegvísi afhentan Terje Larsen, erindreki SÞ, afhendir Mahmud Abbas (t.h.) Vegvísinn. Jerúsalem, Ramallah, Washington. AP, AFP.  Friðaráætlun/14  Tilræðinu/16 ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN í Pakistan hefur handtekið sex menn sem taldir eru hafa tengsl við al-Qaeda- hryðjuverkasamtökin. Sagði Saleh Faisal Hayyat, innanríkisráðherra Pakistans, í gær að með hand- töku mannanna í Karachi í fyrradag hefði verið kom- ið í veg fyrir „stóra hryðjuverkaárás“. Fimm mannanna, sem handteknir voru, eru Pak- istanar. Sá sjötti er hins vegar jemenskur ríkisborg- ari, Waleed Mohammed Bin Attash, sem einnig gengur undir nafninu Khallid al-Attash, en hann er sagður tengjast tveimur mannanna sem flugu flug- vél á Pentagon-bygginguna 11. september 2001. Þá er hann sagður hafa komið að skipulagningu árásar á bandaríska herskipið USS Cole í Jemen í október 2000 en 17 hermenn biðu bana í árásinni. Handtóku 6 liðs- menn al-Qaeda Karachi. AP. FLOTTROLL eru flókin smíð en kaðlafarg- anið vefst ekki fyrir kunnáttumönnum, eins og þessum starfsmanni Hampiðjunnar. Veiðarfæri frá Hampiðjunni eru seld um all- an heim og koma þar margir að störfum, hérlendis og erlendis. Um þessar mundir er mikið að gera við gerð flottrolla, viðhald þeirra og þjónustu, enda stendur karfa- vertíð á Reykjaneshrygg sem hæst og kol- munnaveiði í flottroll hefur mjög glæðst. Morgunblaðið/Golli 1. maí – baráttudagur verkalýðsins Flókin smíð SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 34,7% atkvæða ef kosið yrði nú og 22 þing- menn kjörna en Samfylkingin fengi 32% atkvæða og 21 mann, miðað við þá er tóku afstöðu í skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgun- blaðið á fylgi stjórnmálaflokkanna sem lauk í gær. Frá síðustu könnun í aprílbyrjun hefur Framsóknarflokkurinn bætt mestu fylgi við sig, eða rúmum fjórum prósentustigum, og fengi 14,4% atkvæða ef kosið yrði nú og níu þingmenn kjörna. Vinstri hreyfingin – grænt framboð (VG) fengi 9,8% fylgi og sex menn, líkt og flokkurinn hefur nú, en Frjálslyndi flokkurinn fengi 8% og fimm menn á Alþingi, þremur fleiri en í dag. T- listi framboðs Kristjáns Pálssonar og óháðra í Suðurkjördæmi fengi 0,6% at- kvæða og Nýtt afl 0,5%. Félagsvísinda- stofnun bendir á að skiptingu þingsæta samkvæmt könnuninni beri að taka með miklum fyrirvara þar sem skekkjumörk eru nokkur, en samkvæmt þessum tölum fengju stjórnarflokkarnir 31 þingmann af 63. Frá síðustu könnun hafa Sjálfstæðis- flokkurinn og Samfylkingin haft sæta- skipti. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tæpum tveimur prósentustigum á meðan fylgi Samfylkingar hefur dalað um ríflega fimm prósentustig. Sem fyrr segir bæta framsóknarmenn við sig fjórum prósentu- stigum, VG eykur fylgið um rúmt pró- sentustig en frjálslyndir tapa tæpu pró- sentustigi. Allir með mann í Reykjavík Félagsvísindastofnun segir alla flokkana á Alþingi hafa nægt fylgi til að fá kjör- dæmakjörinn þingmann í Reykjavík og að Nýju afli og T-lista undanskildum öðlist allir flokkar rétt á jöfnunarsætum. Fylgi Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur minnkað um rúm tíu prósentustig frá síð- ustu könnun, er nú 31,6%, en Sjálfstæð- isflokkurinn hefur 38,5% fylgi í Reykjavík. Það var 34,6% í síðustu könnun. VG er með 10% fylgi í Reykjavík, Framsóknarflokk- urinn 9,6%, Frjálslyndi flokkurinn 9,1% og Nýtt afl 1,2%. Í Suðvesturkjördæmi eru Sjálfstæðis- flokkur og Samfylking með svipað fylgi, rúm 36% hvor flokkur, Framsókn er með 13,6%, VG 8,3% og frjálslyndir 5,2%. Nýtt afl kemst þar ekki á blað. Könnunin var gerð dagana 27. til 30. apríl sl. Stuðst var við 1.200 manna slembi- úrtak úr þjóðskrá sem náði til allra lands- manna á aldrinum 18 til 80 ára. Nettósvör- un var 68,5%, 19,6 neituðu að svara og ekki náðist í nærri 12% úrtaksins. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið Sjálfstæðisflokkur 34,7% – Samfylkingin með 32%                         Framsóknarflokkur hefur bætt mestu fylgi við sig frá síðustu könnun  Samfylkingin/4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.