Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁFRAM FYLGISSVEIFLUR Sjálfstæðisflokkurinn fær 34,7% atkvæða og 22 þingmenn kjörna í al- þingiskosningunum, sem fara fram 10. maí nk., ef marka má skoð- anakönnun sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið. Samfylkingin fengi 32% atkvæða og 21 þingmann kjörinn. Framsóknarflokkurinn fengi 14,4% atkvæða og níu þing- menn, Vinstri hreyfingin – grænt framboð 9,8% og sex þingmenn og Frjálslyndi flokkurinn 8% og fimm þingmenn kjörna. Samkvæmt þessu myndu Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur tapa stjórnarmeiri- hluta sínum, hefðu 31 þingmann af 63 á Alþingi. Vegvísir gerður opinber Leiðtogar Ísraels og heima- stjórnar Palestínumanna fengu í gær í hendurnar Vegvísi „kvart- ettsins“ svokallaða – Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Rússlands og Sameinuðu þjóðanna – að friði í Mið- Austurlöndum. Er vonast til að veg- vísirinn geti orðið til þess að bund- inn verði endi á hörð átök í heims- hlutanum sem staðið hafa undanfarin tæp þrjú ár. Fulltrúar kvartettsins birtu vegvísinn í kjölfar þess að Mahmud Abbas sór embætt- iseið sem forsætisráðherra nýrrar stjórnar Palestínumanna. Bréf frá Saddam Hussein? Arabískt dagblað í London birti í gær bréf sem undirritað var „Sadd- am Hussein“ en í því eru Írakar hvattir til að rísa upp gegn banda- rískum hermönnum í landinu. Don- ald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti borgirnar Basra og Bagdad í gær og hét hann því þá að Bandaríkjaher yrði ekki lengur í Írak en þörf krefði. Impregilo fékk háa greiðslu Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo fékk fyrirframgreiðslu vegna framkvæmda við stíflu og að- rennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar sem nemur 16% af samningsupp- hæð, en að meðtöldum virðisauka- skatti var samningurinn við fyr- irtækið upp á rúma 47 milljarða króna. Samkvæmt því hefur fyrir- framgreiðslan numið um 7,5 millj- örðum króna. Ísland tapaði Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 0-3 fyrir Finnum í vin- áttulandsleik sem fram fór í bænum Vantaa í Finnlandi. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F KJARAMÁL HUGVERK ÚTVEGURINN Launakjör stjórnenda og fjölmiðlaumfjöllun rædd á morgunfundi Verslunarráðs Íslands. Afritun og fölsun hug- verka og listaverka hef- ur löngum verið mikið vandamál. Vöxturinn í tuttugu ára útgerðarsögu Samherja hefur verið með ólíkindum. VANTAR/4 VEÐUR UPPI/6 REKSTURINN/9 Í MARSMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 16,7 milljarða króna og inn fyrir 17,3 milljarða króna fob. Vöruskiptin í mars voru því óhagstæð um 600 milljónir króna en í mars í fyrra voru þau óhagstæð um 2,4 milljarða á sama gengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Fyrstu þrjá mánuði ársins 2003 voru fluttar út vörur fyrir 49,4 milljarða króna en inn fyrir 42,8 milljarða króna fob. Af- gangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 6,6 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 4,8 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuð- urinn varð því 1,8 milljörðum betri á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Verðmæti útflutnings eykst Verðmæti vöruútflutnings fyrstu þrjá mán- uði ársins var 1,5 milljörðum, eða 3% meira á föstu gengi, en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 60% alls útflutnings og var verðmæti þeirra nær hið sama og á sama tíma árið áður. Verðmæti útfluttra iðnaðarvara var 8% meira en á sama tíma árið áður. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu þrjá mánuði ársins var nær hið sama á föstu gengi og á sama tíma árið áður. Aukning varð í innflutningi á neysluvörum, fólksbíl- um og eldsneyti en á móti kemur mun minni flugvélainnflutningur. V I Ð S K I P T I Vöruskiptin óhagstæð í marsmánuði Á fyrstu þremur mánuðum árs- ins var afgangur á vöruskiptum við útlönd um 6,6 milljarðar Fiskimjöli skipað út frá Grindavík. Sjávarafurðir vega jafnan þungt í vöruútflutningi landsmanna. UNDIRBÚNINGSVINNA vegna fyrirhugaðs samruna Bún- aðarbanka Íslands hf. og Kaup- þings banka hf. hefur gengið hraðar en ráð var fyrir gert og hefur verið ákveðið að flýta fyrsta starfsdegi sameinaðs banka til 27. maí nk. Í fréttatilkynningu segir að boðað verði til hluthafafunda beggja aðila hinn 26. maí þar sem stefnt sé að formlegri samþykkt sameiningarinnar og kjöri í stjórn hins nýja félags. Nýtt skipurit bankans hefur þegar verið kynnt fyrir starfs- fólki. Gert er ráð fyrir að starf- andi stjórnarformaður Kaup- þings Búnaðarbanka verði Sigurður Einarsson, en varafor- maður í níu manna bankaráði verði Hjörleifur Jakobsson. For- stjórar bankans verða tveir, Hreiðar Már Sigurðsson og Sól- on R. Sigurðsson. Meginsvið bankans verða ellefu talsins und- ir stjórn jafnmargra fram- kvæmdastjóra. Stoðsvið eru sex og stýra þeim jafnmargir for- stöðumenn. Flýtt eins og kostur er Sólon Sigurðsson, annar tilvon- andi forstjóra sameinaðs banka, segir í samtali við Morgunblaðið að reynt hafi verið að flýta fyrsta starfsdeginum eins og kostur hafi verið. Náðst hafi að flýta honum um þrjá daga frá upphaf- legri áætlun. „Við vonumst til að allt verði til reiðu fyrir þann tíma og fyrir liggi samþykkt Fjármálaeftirlits og Samkeppnisstofnunar, sem og samþykki hluthafafundar,“ sagði Sólon. Aðspurður sagði hann að merkingum á útibúum verði ekki breytt fyrir þennan tíma, þau verði áfram merkt Búnaðarbank- anum. Hann segir að fyrir þenn- an tíma verði starfsmenn búnir að flytja sig í nýjar höfuðstöðvar sameinaðs banka í Austurstræti 5. Starfsemi verði þó áfram í Ár- múla þar sem Kaupþing er með sínar höfuðstöðvar í dag, enda ekki pláss fyrir allt starfsliðið í Austurstrætinu. „Í náinni fram- tíð munum við síðan skoða það að finna okkur húsnæði undir höf- uðstöðvarnar eða hreinlega byggja nýtt hús.“ Spurður um vægi bank- anna tveggja í hinu nýja skipuriti sam- einaðs banka segir Sólon að ekki væri hægt að hafa það jafnara. Þar séu 20 kassar, í 10 þeirra séu nöfn Búnaðarbankafólks og í 10 nöfn Kaupþings fólks. „Þessir kassar vega svo misþungt, en þetta jafnar sig allt út.“ Eins og kunnugt er hefur mik- ill fjöldi starfsfólks flutt sig yfir til Landsbankans undanfarið. Sólon segir aðspurður hæpið að fleiri eigi eftir að fylgja í kjölfarið og því treysti þeir sér til að birta skipuritið nú eins og það muni líta út hjá sameinuðum banka. „Þetta er afburðasveit manna. Það er fullt til af góðum mönnum í báðum bönkum. Þeir sem hurfu á braut voru flestir af verðbréfa- sviði og það svið er mjög vel dekkað af mönnum frá Kaup- þingi.“ Tvær konur eru í skipuritinu. Sólon segir það mjög jákvætt. „Þær hefðu gjarnan mátt vera fleiri, en þær eru þó tvær.“ Sameiningu flýtt Höfuðstöðvarnar verða í Austurstræti 5. Kassarnir 20 og vega misþungt.         !   "#$ % &      '(  )!*# # !"#   $%   + #   &%    ) $ "!&'! !!"  & $  !" , -.  & ( " ")*    /   & 0 +# , * #  12  3!   & *, ""$ "!%  4 ) 5.  $ %  -. /   6# & 01  "!!" 700#) -!  & +#"2 "   8  6  & 1  & * #" "#   /   & 3   !!" /& # 3" /% * !   4 6 ) # "#     !  %  45 "#   !  % * " /%  "#   "#  3"  !  ,                     Sólon R. Sigurðsson, tilvonandi forstjóri Kaupþings Bún- aðarbanka.  Miðopna: Veður uppi í menntakerfinu Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 42 Erlent 14/18 Umræðan 42/52 Höfuðborgin 20 Minningar 54/56 Akureyri 22 Bréf 60/61 Suðurnes 24 Dagbók 50/51 Landið 26 Íþróttir 64/67 Neytendur 28/29 Fólk 68/73 Listir 31/35 Bíó 70/73 Menntun 36/37 Ljósvakamiðlar 74 Forystugrein 38 Veður 75 * * * NÚ STENDUR yfir sáning á maís á nokkrum stöðum á landinu. Ma- ís hefur aðallega verið ræktaður sunnarlega í Evrópu en ræktun hans hefur smám saman færst norðar með tímanum. Það er fyr- irtækið Vélar og þjónusta sem stendur fyrir þessari tilraun og hefur í þessu skyni flutt inn sán- ingarvél sem leggur plast um leið og sáð er. Að sögn Sverris Geirmunds- sonar hjá Vélum og þjónustu reyndi Rannsóknarstofnun land- búnaðarins, RALA, fyrir nokkrum árum að sá fyrir maís en þær til- raunir tókust ekki vel. Nú sé hins vegar komin ný tækni sem vert sé að athuga hvort dugi hér á landi. „Korninu er sáð undir plast og jurtin vex síðan í gegnum plastið og því hitar plastið jarðveginn á vaxtartímanum. Plastið sem er umhverfisvænt og er alveg ný tegund af plasti eyðist síðan í jarðveginum. Það verður spenn- andi að sjá hvort þessar tilraunir takast því ef svo fer verður hér um gríðarlega kjarabót fyrir bændur að ræða. Við höfum feng- ið um 20 bændur til samstarfs við okkur á Suður-, Vestur- og Norð- urlandi. Það verður sáð í u.þ.b. einn hektara hjá hverjum þeirra.“ Maísinn er hugsaður sem græn- fóður fyrir mjólkurkýr og er hér um mjög orkuríkt fóður að ræða. Afbrigðið sem hér er prófað er ræktað í Skotlandi og á Írlandi. Þegar blaðamaður Morgun- blaðsins átti leið um Rangárþing eystra í gærdag voru sáningar- mennirnir frá Vélum og þjónustu staddir við bæinn Hallgeirsey í Austur-Landeyjum. Ástrali nokk- ur, Gavin Cowell, er nú staddur hér á landi og kennir hann sán- ingarmönnum réttu handtökin við sáninguna. Hann sagðist vera að koma frá Danmörku þar sem hann hjálpaði bændum við sán- ingu og héðan fer hann síðan til Írlands. Gavin sagðist þess full- viss að þetta myndi lukkast hér á landi, eina sem menn væru hræddir við væri rokið en maís er mjög sterk planta ef hún kemst á annað borð á legg. Gavin var spurður að því hvað hann héldi að maísplönturnar yrðu háar og sagði hann að þær yrðu um tveggja metra háar. Nú verður fróðlegt að fylgjast með maísakr- inum í Hallgeirsey, en hann er al- veg niðri við sjávarströndina og víst er að þar blæs stundum hressilega. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Sáningarvélin á akrinum. Plastið er lagt um leið og sáð er. Tilraunir með maísræktun hefjast Mikil kjarabót fyrir bændur ef vel tekst til Rangárþing eystra. Morgunblaðið. OPNAÐUR hefur verið sér- stakur golfvefur á Fréttavef Morgunblaðsins. Þar verður að finna fréttir af innlendum og erlendum golfmótum og ýmsan fróðleik sem tengist golfíþrótt- inni. Sérstök áhersla verður lögð á Toyota-mótaröðina, bandarísku PGA-mótaröðina og Evrópsku mótaröðina. Birt- ir verða listar yfir stöðu kylf- inga á heimslistanum, PGA- listanum og Evrópulistanum. Þá er hægt að sjá fréttir af því nýjasta í útbúnaði kylfingsins, upplýsingar um golfkennara og einnig verður regluleg golf- kennsla. Á golfvefnum verða spurn- ingar tengdar golfinu þar sem lesendur geta spreytt sig. Slóðina á golfvef mbl.is má nálgast á íþróttavef undir flokknum efni í vinstri dálki. Þá má einnig slá inn slóðina: http:// www.mbl.is/sport/golf. Nýr golf- vefur á mbl.is SAMÞYKKT var í borgarstjórn í gær að vísa ársreikningi Reykjavíkur- borgar fyrir árið 2002 til síðari um- ræðu ásamt endurskoðunarskýrslu. Í ársreikningnum kemur fram að rekstrarniðurstaða borgarsjóðs er neikvæð um einn milljarð króna sem skýrist m.a. af breytingum á lífeyr- isskuldbindingum sem reyndust 2,3 milljörðum hærri en áætlun gerði ráð fyrir, að því er fram kom í máli Þór- ólfs Árnasonar borgarstjóra. Borgarfulltrúar D-lista sögðu eink- um þrennt einkenna ársreikninginn, mikinn taprekstur, hærri skuldir og frávik frá áætlunum. Rekstrartap 4 milljarðar króna Björn Bjarnason, oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn, sagði einkum þrennt einkenna ársreikninginn, mik- inn taprekstur, hærri skuldir og frá- vik frá áætlunum. Sagði Björn að þegar borgarstjóri hefði kynnt árs- reikninginn á blaðamannafundi í fyrradag hefði hann lagt áherslu á að rekstrarafkoma A- og B-hluta hefði verið jákvæð um 2,5 milljarða. Skilj- anlegt væri að þessi leið væri valin til að bregða sem bestu ljósi á niður- stöðu rekstursins á síðasta ári. Benti Björn á að rekstrartap A-hluta fyrir fjármagnsliði hefði verið um 4 millj- arðar á síðasta ári og rekstrartap A- og B-hluta 3,3 milljarðar kr. Áætlanir hafi hins vegar gert ráð fyrir 900 m.kr. rekstrarafgangi af A-hluta borgarsjóðs fyrir fjármagnsliði. Þá hefði rekstrarniðurstaða A-hluta borgarsjóðs verið neikvæð um 1 millj- arð en áætlun var um u.þ.b. 1,6 millj- arða afgang. Þórólfur sagði það rangt að hann hefði forðast umfjöllun um A-hlutann. Það væri „beinlínis margtuggið“ í rekstrarreikningi að rekstrarniður- staða borgarsjóðs væri neikvæð um einn milljarð. Rekstrarútkoma 99,9% af fjárheimildum Rekstrartekjur A-hluta borgar- sjóðs námu 32.251 m.kr og rekstrar- gjöld að frádregnum reiknuðum stærðum vegna afskrifta og áfallinna lífeyrisskuldbindinga 30.766 m.kr. Heildareignir A-hlutans námu í árs- lok 80.459,7 m.kr. Þórólfur benti á að í nýju reikn- ingsskilunum væru lóðir í eigu borg- arsjóðs ekki lengur færðar til eignar í efnahagsreikningi, en þær voru áður færðar á fasteignamati. Heildarskuldir A-hluta borgar- sjóðs án lífeyrisskuldbindinga voru 18.464 m.kr. Með lífeyrisskuldbind- ingum námu heildarskuldir og skuld- bindingar 38.466 m. kr. Eigið fé var 41.993 m.kr. og eiginfjárhlutfall í árs- lok var 52,2%. Heildareignir borgarsjóðs og fyr- irtækja borgarinnar, A og B-hluta, námu í árslok 168.402 m.kr. en heild- arskuldir 81.797 m.kr., þar af námu lífeyrisskuldbindingar 21.481 m.kr. Heildarskuldir B-hlutans án lífeyr- isskuldbindinga námu 46.224 m.kr., þar af voru langtímaskuldir í erlendri mynt 21.802 m.kr. Fyrirfram inn- heimtar tekjur námu 194,4 m.kr. Þórólfur Árnason benti á að rekstr- arútkoma málaflokka væri 99,9% af fjárheimildum. „Öllu nær verður ekki komist. Hitt er svo að niðurstaðan er nokkuð misjöfn eftir því hvaða mála- flokkur á í hlut, í raun skiptir mestu að útgjaldafrekasti málaflokkurinn, fræðslumál, skilar 3,8% afgangi eða 339 m.kr.,“ sagði borgarstjóri. Hand- bært fé frá rekstri borgarsjóðs nam 3.191 m.kr. og frá rekstri A- og B- hluta nam þessi fjárhæð 6.231 m.kr. Samþykkt að vísa ársreikningi Reykjavíkurborgar 2002 til síðari umræðu Rekstrarniðurstaða borgar- sjóðs neikvæð um 1 milljarð Taprekstur og frávik einkenna reikninginn segja sjálfstæðismenn HÁTT í 1.000 manns mættu í KA- heimilið á Akureyri í gær þegar Samherji hf. bauð til fagnaðar í til- efni 20 ára afmælis og Útflutnings- verðlauna forseta Íslands sem veitt voru fyrirtækinu hinn 22. apríl síð- astliðinn. Gestum var boðið upp á mat og drykk og voru margskonar fiskréttir reiddir fram, hver öðrum girnilegri. Þá hafði verið komið upp sögusýningu, þar sem sjá mátti ýmsa muni frá þeim 20 árum sem liðin eru síðan Samherji var stofnaður. Ræð- ur voru fáar; Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri fyrirtækisins, ávarpaði gesti, auk þess Halldór Blöndal forseti Alþingis – en aðeins þeir tveir voru á mælendaskrá Krist- jáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra og veislustjóra, en Einar Benedikts- son, forstjóri OLÍS, hlaut einnig náð fyrir augum veislustjórans og fékk að ávarpa gesti en Olíuverzlun Ís- lands hefur þjónustað Samherja frá upphafi. Fjölmenni fagnaði með Samherja Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri. Morgunblaðið.  Reksturinn/B5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.