Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 11 FJÓRIR flokkar, Framsóknarflokk- ur, Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð, Samfylkingin og Frjálslyndi flokkurinn, taka jákvætt í þá málaleit- an BHM, SÍNE og 14 annarra hags- munasamtaka að leitað verði leiða til að létta endurgreiðslubyrði náms- lána, skv. upplýsingum BHM. Samtökin lögðu spurningar fyrir frambjóðendur flokkanna um til hvaða aðgerða eigi að grípa í þessu máli, hvenær og hvernig fram- kvæmdin eigi að vera og er fjallað um svörin í vefriti BHM sem birt var í gær. Skv. svörunum vill Framsókn lækka endurgreiðsluhlutfallið um 1%, úr 4,75% í 3,75% af heildartekjum, einnig fyrir þann hóp sem tekið hefur lán frá lagabreytingunni 1992. Frjáls- lyndir vilja afnema verðtryggingu námslána og Samfylkingin telur væn- legustu leiðina að fjórðungur endur- greiðslu verði frádráttarbær frá skatti í 7 ár eftir að námi lýkur. Fram- bjóðendur VG segjast fylgjandi lækk- un endurgreiðslubyrði og telja koma til greina að endurgreiðslur verði að hluta til frádráttarbærar frá skatti. „Sjálfstæðisflokkurinn býður ekki upp á neinar sértækar aðgerðir fyrir endurgreiðslu námslána,“ segir Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri BHM. Fyrirspurn BHM, SÍNE og hagsmunasamtaka til frambjóðenda Lofa lækkun á endur- greiðslu- byrði ♦ ♦ ♦ SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- málaráðherra og Jón Gunnarsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar skrifuðu í gær undir samning um þátttöku ríkissjóðs í vátryggingarkostnaði björg- unarsveita í höfuðstöðvum Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Samningurinn er gerður í fram- haldi af nýjum lögum um björg- unarsveitir og björgunarsveit- arfólk sem samþykkt voru á nýafstöðnu þingi. Í íslenskum lög- um hefur ekki verið kveðið á um hlutverk, réttindi og skyldur björg- unarsveita og björgunarsveit- armanna en á björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn hefur þó verið minnst í nokkrum lagagrein- um, segir í frétt frá Landsbjörgu. Af þeim sökum hafði réttarstaða þeirra sem vinna við björg- unarstörf verið afar óljós en mark- miðið með lagasetningunni um björgunarsveitir og björg- unarsveitarmenn var að draga úr þeirri óvissu. Sólveig sagði í ávarpi sínu við undirritunina, að sér væri mikill heiður af því að eiga þátt í því að sigla í höfn þessu gamla baráttu- máli samtaka björgunarmanna. Morgunblaðið/Sverrir Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra og Jón Gunnarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ríkið tekur þátt í kostnaði björgunarsveita Játar á sig mansal 34 ÁRA gamall bandarískur ríkis- borgari hefur játað á sig mansal, þ.e. brot á útlendingalögum með því að hafa rekið skipulagða starfsemi til að aðstoða útlendinga við að komast ólöglega hingað til lands. Hann neitar hins vegar að hafa hagnast á brotun- um. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflug- velli sakar hann í ákæru bæði um brot á útlendingalögum og að hafa framið þau í hagnaðarskyni. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær og verður málið tekið fyrir 9. maí. Þar verður ákveðið hvenær aðalmeð- ferð hefst en hún mun eingöngu snú- ast um ágreiningsefnið, sem lýtur að meintum hagnaði. Á grundvelli játn- inga ákærða á öðrum þáttum málsins mun dómari ákveða refsingu. Í ákæruskjali er ákærða gefið að sök að hafa aðstoðað fjóra Kínverja við koma til landsins, en fjórmenning- arnir voru stöðvaðir 25. mars sl. á Keflavíkurflugvelli. Þeirvoru með bandarísk vegabréf, þar af tveir þeirra með fölsuð vegabréf en hinir á vegabréfum annarra einstaklinga. Ferðinni var heitið til Bandaríkjanna. Í öðru lagi er ákærða gefið að sök að hafa aðstoðað tvítugan Kínverja við að komast hingað til lands 14. mars á leið til Bandaríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.