Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTAVERK Írakans Zerak Mera í miðborg Kirkuk í norðanverðu landinu. Áður var á stallinum stytta af Saddam Hussein en Mera hefur búið til þessa fígúru úr her- mannaklossum sem her einræð- isherrans skildi eftir sig í borg- inni. Reuters Ný stytta Kirkuk MOHAMMAD Said al-Sahhaf, fyrr- verandi ráðherra upplýsingamála í Írak, hefur verið boðið starf hjá arabískri sjónvarpsstöð og fregnir herma að banda- rískir hermenn í Bagdad hafi neit- að að taka hann til fanga þegar hann hafi boðist til að gefa sig fram. Kjarnyrt um- mæli Sahhafs vöktu heims- athygli í stríðinu og blaðamanna- fundir hans þóttu æ furðulegri eft- ir því sem leið á átökin. Hann neitaði því til að mynda á síðasta fundinum að innrásarliðið væri komið til Bagdad þótt sjá mætti bandarískan skriðdreka rétt fyrir utan fundarstaðinn. Arabíska dagblaðið Asharq Al- Awsat, sem gefið er út í London, hafði í fyrradag eftir kúrdískum heimildarmanni að Sahhaf dveldi hjá frænku sinni í Bagdad og vildi að herliðið tæki hann til fanga og „verndaði hann“. Hermennirnir hefðu hins vegar hafnað því þar sem hann væri ekki á lista yfir þá Íraka sem Bandaríkjamenn leggja mesta áherslu á að handsama. Blaðið hafði þetta eftir Adel Murda, einum forystumanna Föð- urlandsfylkingar Kúrdistans (PUK). Blaðið hafði ennfremur eft- ir Kúrdanum að bandarískir her- menn færu reglulega í eftirlits- ferðir í grennd við dvalarstað Sahhafs í Bagdad. Nokkrir ætt- ingja hans hefðu skýrt hermönn- unum frá því að hann vildi gefa sig fram en þeir hefðu hafnað því. „Samningaviðræðum um að hann verði tekinn til fanga er haldið áfram,“ sagði Murda. Portúgalska dagblaðið Diario de Noticias greindi frá því á fimmtu- daginn var að fjölskylda, sem seg- ist hafa skotið skjólshúsi yfir Sahhaf, hafi leitað til tveggja portúgalskra blaðamanna og beðið þá að aðstoða hana við að komast í samband við yfirmenn herliðsins. Ef Sahhaf er á lífi virðist hann ekki þurfa að hafa áhyggjur af langvarandi atvinnuleysi því að honum hefur verið boðið starf fréttaskýranda hjá arabísku sjón- varpsstöðinni Al-Arabiya í Samein- uðu arabísku furstadæmunum. „Við sjáum ekkert því til fyr- irstöðu að Sahhaf gangi til liðs við okkur,“ sagði sjónvarpsstjóri Al- Arabiya, Ali Al-Hedeithy. „Í fyrsta lagi er Sahhaf ekki á listanum yfir þá 55 Íraka sem Bandaríkjamenn vilja handsama og hann er heims- frægur. Okkur væri ánægja að því að fá hann til liðs við okkur.“ Sahhaf er ekki aðeins vinsæll í arabalöndum, jafnvel George W. Bush Bandaríkjaforseti við- urkenndi að hann hefði gert hlé á fundum í Hvíta húsinu til að missa ekki af fundum Sahhafs. „Hann var stórkostlegur,“ sagði Bush í viðtali við NBC-sjónvarpið. Sahhaf boðið starf fréttaskýr- anda í sjónvarpi Innrásarliðið sagt neita að handtaka fyrrv. upplýsingamálaráðherra Íraks Dubai, Kaíró. AFP. Mohammad Said al-Sahhaf STJÓRN Bandaríkjanna hefur gagn- rýnt harðlega þá niðurstöðu Efna- hags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna að Kúba haldi sæti sínu í Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna. „Þetta er eins og að fela [mafíufor- ingjanum] Al Capone umsjón með ör- yggismálum banka,“ sagði Ari Fleisc- her, talsmaður Bandaríkjaforseta. „Kúba verðskuldar ekki sæti í mann- réttindanefndinni. Kúba verðskuldar að sæta rannsókn nefndarinnar.“ Í mannréttindanefndinni eiga sæti 53 ríki, sem valin eru af Efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) til þriggja ára í senn. Sichan Siv, sendiherra Bandaríkj- anna, gekk af fundi ráðsins í fyrradag til að mótmæla endurkjöri Kúbu og skírskotaði m.a. til þess að 78 stjórn- arandstæðingar, þeirra á meðal bókaverðir og blaðamenn, voru ný- lega dæmdir í sex til 28 ára fangelsi fyrir andóf gegn stjórnvöldum á Kúbu. Þarlend yfirvöld hafa einnig verið gagnrýnd fyrir að dæma þrjá menn til dauða fyrir að ræna ferju og reyna að sigla henni til Bandaríkj- anna. Valin án atkvæðagreiðslu Líbýumenn gegna formennsku í mannréttindanefndinni og á meðal annarra landa sem eiga sæti í henni eru Súdan, Zimbabve, Sádi-Arabía og Lýðveldið Kongó, en öll þessi ríki hafa verið gagnrýnd fyrir mannrétt- indabrot. Er þetta einkum rakið til þess að hver heimshluti, til að mynda Rómanska Ameríka og Austur-Evr- ópa, á ákveðinn fjölda sæta í nefnd- inni og nokkrir heimshlutanna til- nefna jafnmörg ríki og þeir eiga rétt á. Atkvæði eru ekki greidd um til- nefningarnar nema þær séu fleiri en sætin sem eru í boði og Bandaríkin misstu sæti sitt í nefndinni í slíkri at- kvæðagreiðslu fyrir tveimur árum en endurheimtu það ári síðar. Rómanska Ameríka á sex sæti í mannréttindanefndinni og tilnefndi Kúbu, Kosta Ríka, Dóminíska lýð- veldið, Gvatemala, Hondúras og Perú. Rússland, sem hefur verið gagnrýnt fyrir mannréttindabrot í Tétsníu, hélt einnig sæti sínu í nefnd- inni án atkvæðagreiðslu. Mannréttindahreyfingar gagn- rýndu Rómönsku Ameríku og Aust- ur-Evrópu fyrir að tilnefna ekki fleiri ríki og tryggja þannig Kúbu og Rúss- landi sæti í nefndinni án atkvæða- greiðslu. Joanna Weschler, fulltrúi Human Rights Watch hjá Sameinuðu þjóð- unum, sagði að ríki, sem sökuð eru mannréttindabrot, notuðu oft sæti sín í nefndinni til að hindra rannsókn- ir á brotunum. „Þetta fer síversn- andi,“ sagði Weschler. „Aðildarríkin ættu að staðfesta og virða mannrétt- indasáttmálana og eiga samstarf við eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna, þannig að rannsóknir nefndarinnar þurfi ekki að beinast að þeim.“ Ríki valin í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna Mótmæla end- urkjöri Kúbu Sameinuðu þjóðunum. AFP, Los Angeles Times. ARABÍSKT dagblað í London birti í gær bréf, sem undirrit- að var „Saddam Hussein“, en í því eru Írakar hvattir til að rísa upp gegn bandarískum hermönnum í landinu. Abdul Bari Atwan, ritstjóri Al-Quds Al-Arabi, sagði, að bréfið væri dagsett 28. apríl en þá varð Saddam 66 ára. Sagði hann, að bréfið hefði borist blaðinu á faxi og hefðu menn, nánir Saddam, stað- fest, að um hans rithönd væri að ræða. Í bréfinu segir, að sigur bandamanna hafi aðeins „ver- ið gerlegur vegna svika“ og Írakar hvattir til að setja nið- ur deilur sín í milli og „rísa upp gegn hernáminu. Eina takmarkið er að reka burt hernámsliðið, hina huglausu morðingja. Nágrannaríkin eru andvíg ykkur en guð er með ykkur. Við munum sigra, end- urheimta það, sem stolið hef- ur verið, og byggja upp það Írak, sem þeir vilja búta í sundur“. Al-Quds Al-Arabi birti í fyrradag bréf frá áður óþekktum samtökum, sem kalla sig „Írösku andspyrnu- og frelsishreyfinguna“, en í því sagði, að Saddam væri enn á lífi og myndi birta lands- mönnum sínum yfirlýsingu innan þriggja daga. Bréf frá Saddam Hussein? Hvetur Íraka til and- spyrnu London. AFP. GERT er ráð fyrir því í friðaráætl- uninni sem nefnd er Vegvísir og lögð var fram í gær að Palestínumenn stofni algerlega sjálfstætt ríki árið 2005. Að áætluninni, sem er í þrem liðum stendur „kvartettinn“ þ.e. Bandaríkin, Evrópusambandið, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar en George W. Bush Bandaríkjaforseti boðaði hana þegar í júní í fyrra. For- sætisráðherrum Ísraela og Palestínu- manna var fengið eintak af áætluninni í gær en drög að henni hafa verið til umfjöllunar í nokkra mánuði. En deiluaðilar hafa hins vegar ekki ennþá samþykkt áætlunina formlega, eink- um hafa Ísraelar gert athugasemdir við sum atriði hennar. Í inngangi Vegvísisins segir m.a. að aðeins verði hægt að leysa deilur þjóðanna tveggja og tryggja að þær geti lifað í friði í tveim ríkjum ef bund- inn verði endi á ofbeldi og hryðjuverk.  Fyrsti áfanginn stendur frá því að deiluaðilar samþykkja áætlunina og fram í maí 2003. Hann kveður á um að Palestínumenn hætti umsvifalaust öllum árásum á Ísraela, stjórnirnar tvær taki upp samstarf í öryggismál- um og Palestínumenn geri miklar umbætur á stjórnsýslu sinni. Ísraelar geri það sem þeir geti til að búa Pal- estínumönnum eðlilegar aðstæður. Einnig stöðvi Ísraelar allar frekari framkvæmdir í landtökubyggðum gyðinga á hernumdum svæðum og leggi niður byggð sem reist hafi verið síðan í mars 2001. Þeir munu einnig draga her sinn frá svæðum sem þeir hafa hernumið síðan 28. september árið 2000. Öryggissveitir Palestínu- manna taka við öryggisgæslu á svæð- um sem herinn yfirgefur. Leiðtogar beggja þjóða lýsa því yf- ir með ótvíræðum orðum að þeir vilji friðsamlega sambúð í tveim ríkjum og lýsa yfir tafarlausu vopnahléi og banni við öllum ofbeldisaðgerðum. Þetta merkir að Palestínumenn við- urkenna tilverurétt Ísraels án nokk- urra skilyrða. Fulltrúar kvartettsins byrja að leggja drög að eftirliti með því að samkomulagið sé haldið. Varð- andi eftirlit með öryggismálum munu Bandaríkjamenn, Egyptar og Jórd- anar gegna lykilhlutverki. Arabaríkin stöðva opinberan fjár- stuðning og aðra hjálp, einnig frá fé- lagasamtökum, við hópa sem styðja eða taka þátt í ofbeldisaðgerðum og hryðjuverkum.  Annar áfangi á að standa frá júní fram í desember 2003. Athyglinni verður beint að þeim kosti að stofna eftir kosningar bráðabirgðaríki Pal- estínumanna með landamærum sem ekki verða endanleg en skilyrðið er að liðsmenn kvartettsins álíti að forsend- ur fyrir því séu í lagi. Kvartettinn efnir til alþjóðlegrar ráðstefnu strax og lokið er kosningum í Palestínu til að stuðla að efnahags- legri og pólitískri endurreisn á svæð- um Palestínumanna. Ýtt verður úr vör ferli sem á að leiða til stofnunar sjálfstæðs ríkis þeirra.  Síðasti áfanginn hefst í ársbyrj- un 2004 og stendur fram á árið 2005. Þá verður haldið áfram að treysta undirstöður Palestínuríkis, öryggis- stofnanir efldar og hafnar viðræður milli Palestínumanna og Ísraela um endanlegt samkomulag árið 2005. Önnur alþjóðaráðstefna mun verða haldin í ársbyrjun 2004 og þar verður stefnt að því að finna heildarlausn ár- ið 2005 á deilum um landamæri, yf- irráð Jerúsalem, réttindi flóttamanna og landtökubyggðir gyðinga á svæð- um Palestínumanna. Einnig verður þar reynt að finna leið til heildarsam- komulags um frið í Miðausturlöndum eins fljótt og unnt er. Friðaráætlun kynnt Með Vegvísi stórveldanna er stefnt að friði milli Ísraela og grannþjóðanna Reuters Mahmud Abbas (lengst t.v.) og Yasser Arafat með fulltrúa Evrópusam- bandsins, Miguel Angel Moratinos, á milli sín í borginni Ramallah í gær. Jerúsalem. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.