Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 24
SUÐURNES 24 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT innritunarkerfi hefur verið tekið í notkun í flugstöðinni á Kefla- víkurflugvelli. Mun það auðvelda innritun og í mörgum tilvikum flýta henni. Þá skapast möguleikar til að taka upp sjálfsafsgreiðslu, rafræna farseðla og farseðlalausa innritun. Icelandair, dótturfyrirtæki Flug- leiða, keypti aðgang að Palco-innrit- unarkerfinu sem þróað hefur verið af dótturfélagi SAS-flugfélagsins og er notað af því og fjölda annarra flug- félaga um allan heim. Kerfið var tek- ið í notkun í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkurflugvelli um helgina um leið og nýr tölvubúnaður í innritunarborðunum sem flugstöð- in á og rekur. Hrafn Þorgeirsson, forstöðumaður stöðvarrekstrar hjá Icelandair ehf., segir að í lok maí muni kerfið verða tekið í notkun við innritun í Boston og Baltimore í Bandaríkjunum og næsta haust á fleiri viðkomustöðum félagsins. Aðgangur að fleiri borðum Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli (IGS), sem einnig er dótturfélag Flugleiða, annast alla þjónustu fyrir Icelandair á Keflavíkurflugvelli og einnig innritun fyrir Icelandexpress og fleiri félög. Gunnar Olsen, fram- kvæmdastjóri IGS, segir að Astral innritunarkerfið sem Flugleiðir hafi notað undanfarin 10–11 ár hafi geng- ið ágætlega en svaraði ekki lengur kröfum tímans. Eftir skoðun á nokkrum slíkum kerfum hafi Palco kerfið frá SAS orðið fyrir valinu. „Það er líklega besta innritunarkerf- ið sem völ er á í heiminum í dag, það er mikið þróað og notendavænt,“ segir Gunnar. Kerfið er með tæknilausn sem gerir tölvubúnaðinum kleift að lesa sjálfvirkt af segulrönd farseðla við innritun en Gunnar segir að mikill meirihluti farseðlanna sé þannig útbúinn. Allar upplýsingarnar koma upp á skjá hjá starfsmanninum. Far- þeginn fær farseðilinn til baka og hann er þar með orðinn að brottfar- arspjaldi. Seðlinum er aftur rennt í gegn um kortalesara þegar gengið er út í flugvélina og upplýsingar um fjölda farþega og farangur safnast upp með sama hætti þar. Kjartan Már Kjartansson, starfsmanna- og markaðsstjóri IGS, segir að þetta spari mikinn innslátt og auki öryggi í afgreiðslu farþega. Nýtt tölvukerfi fyrir innritunar- borðin gerir það að verkum að IGS hefur nú aðgang að öllum 25 borð- unum í innritunarsalnum á álagstím- um, en hefur aðeins haft aðgang að 19 fram til þessa. Gunnar og Kjartan Már segja að farþegar verði lítið varir við þessa breytingu. Innritun eigi að taka styttri tíma á hverju borði auk þess sem hægt sé að afgreiða farþega á fleiri borðum. Á móti komi að færi- böndin fyrir töskurnar anni ekki svo hraðri afgreiðslu á mestu annatím- um svo ekki sé hægt að fullyrða að biðraðirnar styttist á morgnana. Gunnar bætir því við að aðstaðan í innritunarsalnum sé óviðunandi og hann þoli alls ekki það álag sem sé á vissum tímum dagsins. Nauðsynlegt sé að stækka salinn og jafnvel skipta um færibandabúnað. Farmiðalaus innritun Hrafn Þorgeirsson segir að nýja innritunarkerfið skapi margvíslega möguleika á frekari tæknivæðingu í framtíðinni. Þannig segir hann fyr- irhugað að koma upp sjálfsaf- greiðslustöðvum til innritunar á nokkrum stöðum í Reykjavík og í flugstöðinni. Býst hann við að þær verði settar upp í haust. Farþegarnir munu þá renna farseðlum sínum í gegnum vélina og fá til baka sem brottfararspjald, auk töskumiða. Töskunum þarf viðkomandi síðan að skila á ákveðinn stað í flugstöðinni. Síðar geta skapast möguleikar á að bjóða farþegum að innrita sig á Netinu og jafnvel í gegn um GSM- síma. Hrafn segir að í framtíðinni verði unnt að bjóða upp á farmiða- lausa innritun og rafræna farseðla. Auðveldar og flýtir innritun farþega Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kristín Bauer afgreiðir farþega með nýja innritunarkerfinu í flugstöðinni. Keflavíkurflugvöllur STARFSMENN Héðins hf. eru að setja saman stálbitana í hús mót- töku-, flokkunar- og sorpbrennslustöðvarinnar Kölku í Helguvík. Húsið verður reist á steypta grunninum sem sést í baksýn. Byggingin er um 1.700 fermetra stálgrindarhús á iðnaðarsvæðinu við Helguvík. Í öðrum enda hússins verður komið fyrir sorp- brennsluofninum. Framkvæmdum miðar samkvæmt áætlun en áætlað er að nýja stöð- in, sem leysir af hólmi gömlu sorpbrennslustöðina við Hafnveg, verði tekin í notkun fyrir lok ársins. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bitar úr stáli skrúfaðir saman Helguvík MIKIÐ var um dýrðir hjá körfu- knattleiksfólki í Grindavík síðasta vetrardag. Uppskeruhátíð hjá körfuknattleiksdeildinni var haldin í Festi með pomp og prakt. Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir, Páll Axel Vilbergsson og Helgi Jónas Guð- finnsson voru kjörin bestu leik- menn tímabilsins. Grindvíkingar voru nokkuð sátt- ir eftir veturinn enda árangurinn góður en ljóst var á máli þjálfara meistaraflokkanna að markið verð- ur sett hærra á næsta ári og það þýðir einfaldlega að fjöldinn allur af bikurum verður í húsi á næsta ári. Bæjarstjórinn í Grindavík af- henti deildinni viðurkenningu fyrir deildarmeistaratitilinn hjá körl- unum, ávísun að upphæð 300.000 kr. Besti leikmaður hjá konunum var kjörin Sólveig Helga Gunnlaugs- dóttir. Mestu framfarir þótti Erna Rún Magnúsdóttir sýna og draum- ur þjálfarans var titill sem Söndru Dögg Guðlaugsdóttur og Sigríði Önnu Ólafsdóttur hlotnuðust. Hjá körlunum var það Ármann Vil- bergsson sem var verðlaunaður fyrir mestu framfarir. Guðmundur Bragason var kjörinn besti leik- maður úrslitakeppninnar. Ekki tókst að gera upp á milli þeirra Páls Axels Vilbergssonar og Helga Jón- asar Guðfinnssonar í kjörinu um besta leikmanninn og því deildu þeir nafnbótinni. Sólveig, Páll Axel og Helgi Jónas valin best Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Þau fengu helstu viðurkenningar á lokahófi körfuknattleiksmanna í Grindavík og voru ánægð með árangurinn. Grindavík Fjölmenni á uppskeruhátíð hjá körfuboltafólki í Ungmennafélagi Grindavíkur EKKI tókst að gera upp á milli keppenda í trúbadorakeppni sem fram fór á írska skemmtistaðnum Paddýs í Keflavík í tengslum við Frí- stundahelgi Reykjanesbæjar. Skiptu keppendurnir því verðlaununum á milli sín. Þrír voru skráðir þegar keppni hófst, Hlynur sterki, Rúnar, Siggi og Halli Valli. Fleiri bættust í hópinn þegar leið á kvöldið. Aðsókn var góð. Dómnefnd átti erfitt með að skera úr um sigurvegara þar sem hver þátttakandi var talinn sterkur á sínu sviði og var það samhljóða niður- staða með samþyki þátttakenda að þeir myndu skipta með sér verðlaun- um. Sigurlaunin voru fjórir stúdíó- tímar í hljóðveri Geimsteins. Hyggj- ast þeir hljóðrita saman, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Skiptu með sér verðlaununum Reykjanesbær „ÞAÐ er eins og maður sé að stíga út úr moldarkofanum og inn í framtíðina,“ segir Kristín Bauer, afgreiðslustjóri hjá IGS í Flugstöðinni á Keflavík- urflugvelli. Hún segir að afar vel hafi gengið að innleiða nýja kerfið. Starfsfólkið hafi verið með hnút í maganum á laugardags- morgun en allt hafi gengið mjög vel enda hafi verið búið að þjálfa starfsfólkið vel. Hún segir að starfsfólkið sé mun fljótara að vinna í nýja kerfinu en því gamla. Stund- um gangi þetta svo vel að fólk- ið fái á tilfinninguna að það hafi gleymt einhverju atriði í afgreiðslunni, en það sýni að- eins að kerfið virki eins og til er ætlast. Eins og eitthvað hafi gleymst Flugþjónustan IGS hefur tekið í notkun nýtt afgreiðslukerfi Félagar í Ættfræðifélaginu hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar mánu- dagskvöldið 5. maí n.k. kl. 20. Þetta verður síðasti fundur vetrarins. Allt áhugafólk um ættfræði er velkomið, segir í fréttatilkynningu frá Bóka- safninu. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.