Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 26
LANDIÐ 26 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR fjölmenna hátíðarguðsþjón- ustu á páskadag í Odda á Rang- árvöllum gengu kirkjugestir út fyrir þar sem séra Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Odda, helgaði stein sem ætlaður er til minningar um þá sem hvíla annars staðar en í Odda- kirkjugarði. Fyrir u.þ.b. fimm árum kom það fyrst til tals í sóknarnefnd Odda- kirkju að setja upp minnisvarðann en ákveðið að láta það bíða þess að gerðar yrðu endurbætur í kirkju- garðinum sem síðan var ráðist í í fyrrasumar. Steinninn er blágrýti og vegur um 3,5 tonn en hann er tekinn upp úr nýju vegarstæði þjóðvegar 1 sem verið er að vinna í vegna nýrrar Þjórsárbrúar. Á steininum er áletr- unin „Ljós er þar yfir sem látinn hvílir“ en hún er fengin úr erfiljóði eftir séra Matthías Jochumsson um Guðjón Jónsson (d. 1913). Um áletr- unina sá Steinsmiðja S. Helgasonar í Kópavogi. Gamall en heillegur legsteinn fannst Miklar endurbætur hafa verið gerðar í kirkjugarðinum, m.a. lögð ný, upphituð stétt að safnaðarheim- ilinu og kirkjunni auk þess sem lagð- ur var gangstígur að prestbústaðn- um sem stendur skammt frá. Nýtt sáluhlið smíðaði Hans G. Magnússon í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð og var grunnur kirkjunnar lagfærður. Við þessar framkvæmdir kom upp gamall steinn með lambsmynd og tveim ritningargreinum en ekkert mannsnafn sést. Ekki er komið í ljós síðan hvenær steinninn er en séra Sigurður, prestur í Odda, hefur rýnt í hið forna letur og hefur tekist að lesa aðra ritningargreinina sem stafrétt er skrifuð svona: „Þesser haba Iferunned firer Lambsins blod Ap XII“. Séra Sigurður segir að í Biblíuþýðingunni sem gefin var út 1981 sé textinn á þessa leið: „Og þeir hafa sigrað hann fyrir blóð lambs- ins …“ Endurbætur í kirkjugarðinum í Odda á Rangárvöllum Minnisvarði helgaður á páskadag Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Við helgun minnisvarðans í Oddakirkjugarði sungu séra Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Odda, og Gísli Stefánsson söngvari sálminn Jurtagarður er Herrans hér úr 2. Passíusálmi séra Hallgríms Péturssonar. Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Legsteinninn sem fannst við fram- kvæmdirnar í kirkjugarðinum í Odda á Rangárvöllum. Hella UNDIRBÚNINGUR að stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga stendur nú yfir, en 6. febrúar sl. var undirritað samkomulag milli sveitarfélaga á norðanverðu Snæ- fellsnesi og menntamálaráðuneyt- isins um að hefja formlegan und- irbúning að stofnun skólans. Menntamálaráðherra réð Hrönn Pétursdóttur rekstrarhagfræðing til að stýra uppbyggingu skólans. Hún segir marga hafa ráðlagt sér að horfa til Framhaldsskóla Aust- ur-Skaftafellssýslu því þar væri verið að gera góða hluti, eins og hún orðaði það. „FAS hefur fengið verulegt hrós víða um land og framhaldsskólar á Austurlandi eru í fararbroddi í nýjungum,“ segir Hrönn, en hún fundaði með stjórn- endum Framhaldsskóla Austur- Skaftafellssýslu í síðustu viku. Hún segir líka athyglisvert að skoða Nýheima og hvernig skóla- starfið blandast annarri starfsemi hússins. Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður unnið eftir nýjum leiðum og upplýsingatæknin notuð til hins ýtrasta. Hrönn segir að á Snæfells- nesi gefist tækifæri til að byggja upp alveg nýtt módel af framhalds- skóla sem þjóna eigi dreifðum byggðum með nýjum leiðum. Áhersla verður lögð á námið frem- ur en kennsluna og námið verður einstaklingsmiðað. Skólinn á að vera leiðandi í notkun upplýsinga- tækni og hluti námsefnisins verður kenndur í fjarkennslu annars stað- ar frá á landinu. Skólinn verður í Grundarfirði en hugsanlega verða vinnustöðvar í Stykkishólmi og Ólafsvík „Það verða engir langir gangar og hefðbundnar skólastofur, ann- ars verður húsnæðið lagað eftir starfseminni, þetta á eftir að koma í ljós,“ segir Hrönn Pétursdóttir. Undirbúningur að stofnun fjölbrautaskóla á Snæfellsnesi Snæfellingar leita fyrir- mynda á Hornafirði Hornafjörður Morgunblaðið/Sigurður Mar Hrönn Pétursdóttir ásamt Eyjólfi Guðmundssyni, skólameistara Fram- haldsskóla Austur-Skaftafellssýslu í Nýheimum á Höfn. Hrönn stýrir und- irbúningi að stofnun framhaldsskóla á Snæfellsnesi. Í TILEFNI af áttatíu ára afmæli Haraldar Hermannssonar á Sauðár- króki bauð Skákfélag Sauðárkróks til veglegs afmælismóts sem haldið var nýlega á veitingastaðnum Ólafs- húsi. Haraldur, sem hefur um árabil verið ein af styrkustu stoðum Skák- félagsins og unnið ómetanlegt starf í þágu þessarar íþróttar, varð áttræð- ur 22. apríl sl. Mættir voru til leiks 22 keppend- ur, þar á meðal bæði stórmeistarar og alþjóðlegir meistarar og var tefld atskák eftir Monrad kerfi, alls sjö umferðir. Leikar fóru á þann veg að sigur- vegari varð Helgi Ólafsson með 6,5 vinninga en í öðru sæti varð Helgi Áss Grétarsson með 6 vinninga og í þriðja sæti Guðmundur Gíslason sem hlaut 5 vinninga. Við mótslok afhentu þeir Unnar Ingvarsson formaður Skákfélagsins og Haraldur Hermannson verð- launagripi og peningaverðlaun, en Helgi Ólafsson ávarpaði afmælis- barnið og rifjaði upp gömul kynni af Haraldi og ánægjulegar skákferðir á Krókinn á árum áður. Stjórn Skákfélagsins stefnir að því að gera Haraldarmótið að árlegum viðburði í ljósi þess hve vel tókst til, en styrktaraðilar mótsins voru að þessu sinni Kaupfélag Skagfirðinga, Steinullarverksmiðjan, Fiskiðjan Skagfirðingur og Ólafshús. Morgunblaðið/Björn Björnsson Frá verðlaunaafhendingunni. F.v. Helgi Ólafsson, Guðmundur Gíslason, af- mælisbarnið Haraldur Hermannsson og Helgi Áss Grétarsson. Stórmeistarar tefla Sauðárkrókur Afmælismót Haraldar Hermannssonar áfram Ísland Daví› Oddsson Til fundar vi› flig Höfn í Hornafir›i Fimmtudagur 1. maí N‡heimar kl. 17.00 Geir H. Haarde Vestmannaeyjar Fimmtudagur 1. maí Höllin kl. 17.00 Daví› Oddsson, forsætisrá›herra og forma›ur Sjálfstæ›isflokksins, og Geir H. Haarde, fjármálará›herra og varaforma›ur Sjálfstæ›isflokksins, halda fundi um land allt og heimsækja vinnusta›i ásamt ö›rum flingmönnum og frambjó›endum Sjálfstæ›isflokksins. Vi› hlökkum til a› fá tækifæri til a› kynnast sjónarmi›um flínum, ræ›a vi› flig um flann mikla árangur sem vi› Íslendingar höfum í sameiningu ná› og hvernig vi› getum best tryggt a› Ísland ver›i áfram í fremstu rö›. xd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.