Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 33
HVAÐA kröfur á að gera til myndlistar í dag? Það er nú varla hægt að svara því á einn veg. Í sumum tilfellum er um að ræða myndlist sem fjallar jafnt um sam- félagið, stöðu listamannsins innan þess, stöðu myndlistarinnar í ljósi sögunnar, myndlist sem er gagn- rýnin, vitsmunaleg en höfðar jafn- framt til hjartans og hins sam- mannlega. Slíkar kröfur uppfylla fáir listamenn og þó eru þetta markmið fjölda myndlistarmanna og annarra listamanna. En í öðrum tilfellum sjáum við fallegan hlut sem lifir með okkur, hann skiptir kannski engum sköpum fyrir þróun samtímalistar í landinu og uppfyllir ekki ofarnefndar kröfur. En ekki er gildi hans minna fyrir það. Það hlýtur því að skipta sköpum fyrir alla myndlist að hún sé skoðuð eins og það sem hún er, en ekki sam- kvæmt fyrirfram ákveðnum kröfum áhorfandans um það hvaða kröfur hún eigi að uppfylla. Í draumheimi Sigurður Þórir er gamalreyndur málari og hefur fengist við sitt fag í tæpa þrjá áratugi. List hans hefur breyst og þróast í áranna rás, á átt- unda áratug vakti hann athygli fyr- ir vinstrisinnaða samfélagsádeilu og málverk í raunsæisstíl, hann málaði verkamenn. Á níunda áratugnum venti hann sínu kvæði í kross og sagðist vilja berjast gegn ljótleik- anum með fegurðinni, hann fór úr raunsæi í draumkenndari og róm- antískari verk. Nú sýnir hann tæp fjörutíu málverk í Húsi málaranna, allflest unnin á síðastliðnum tveim- ur árum. Sigurður er litaglaður og notar gjarnan skæra og fallega liti, hann er hér á mörkum tveggja heima eins og segir í titli sýningar, mannslíkaminn birtist meðal ein- faldra forma, hnatta, ferninga, keilna. Sumar myndirnar minna á leiksvið líkt og myndir súrrealistans de Chirico og kemur það líka fram í titli myndanna. Sigurður vísar nokkuð til annarra listamanna í verkum sínum, þar bregður fyrir andlitum og líkömum sem minna á málverk Helga Þorgils, andrúm verkanna kallar einnig fram fleiri málara eins og til dæmis Chagall. Sigurði liggur mikið á hjarta og í verkum hans má sjá þörf fyrir að skilgreina eða átta sig á stöðu mannsins í heiminum í dag sem og vangaveltur um forna menningu. Mér virðist Sigurður vera frásagn- armálari og takast best upp þegar hægt er að lesa einhvers konar sögu úr myndum hans, helst á sem einfaldastan hátt. Staðsetning mannsparta í þessum heimi forma getur vakið spurningar en þegar öllu er á botninn hvolft er maðurinn einnig byggður upp af þessum ein- földu formum, eggform, sívalningar og ferningar byggja upp líkama okkar. Margslungnir þræðir Þorbjörg Þórðardóttir sýnir nú veflistaverk í Hallgrímskirkju og er ekki öfundsverð af því að reyna að koma listaverkum fyrir þar í hálf- myrkri og á dökkum veggjum. Verk hennar úr ull, hör, sísal og hross- hári standa sig þó vel í rýminu, sér í lagi heitir og skærir litir. Í þessu samhengi er auðvelt að ljá verk- unum trúarlegt og upphafið inntak sem þau hefðu tæpast annars stað- ar, hér verður appelsínuguli liturinn að trúarhita á meðan annars staðar myndi hann kalla fram aðrar til- finningar, ást eða eld í iðrum jarð- ar. Verk Þorbjargar eru einföld og ákveðin í formum og það gefur þeim aukið líf að gefa þeim þrívídd. Saman mynda þau sterka heild. Þau beinlínis hrópa á betri birtu og staðsetningu, en ná þó fyllilega að standa fyrir sínu við þessa aðstæð- ur. Lágstemmd hrynjandi Lágstemmd hrynjandi einkennir listvefnað Auðar Vésteinsdóttur sem einnig er með heilsteypta sýn- ingu, í Sverrissal í Hafnarborg. Verk hennar eru einföld og falleg, sama þemað er síendurtekið en með mismunandi blæbrigðum, hún vinnur nú með ull, hör og hrosshár. Auður vísar til náttúrunnar í verk- um sínum, gefur þeim nöfn lækja á Vestfjörðum og tileinkar þau föður sínum, Vésteini Bjarnasyni. Síend- urtekinn rytmi vefjarins og verk- anna í salnum rímar vel við hvert einstakt verk, hrynjandin innan hvers þeirra er endurtekin á sýn- ingunni í heild. Hér er ekkert stór- fljót á ferð, engin iðuföll og boða- köst heldur lágvær kliður lækjarins, Auður heldur sig innan fastskorðaðs ramma á þessari sýn- ingu og nær þannig fram áferð- arfallegri og heilsteyptri mynd. Konur í Sturlungu eru upp- spretta nafngifta Sigríðar Ágústs- dóttur sem sýnir í Apóteki, inn af sýningu Auðar. Einnig hún vinnur með einföld form síendurtekin, leir- ker í ýmsum stærðum og gerðum. Sigríður kemur þeim vel fyrir í salnum og nafngiftin gefur þeim aukna vídd, úr formi þeirra les áhorfandinn hugsanlegt fas viðkom- andi konu. Leirker Sigríðar eru ekki rennd heldur handmótuð, hert í ofni og síðan brennd í svokallaðri reykbrennslu. Hún gefur þeim lit með málmoxíðum en reykbrennslan bætir síðan við. Hluti sýningarinnar eru lítil form, einskonar belgir, lif- andi og lífrænir. Það er erfitt að halda höndunum frá verkum Sigríð- ar, svo falleg og heillandi eru þau. Konan sem kom inn á eftir mér byrjaði líka á því að ganga rakleiðis að næsta keri og strjúka það. Sýningar þeirra Auðar og Sigríð- ar fara einkar vel saman og hér gildir einmitt það sem fjallað var um í upphafi, list sem ekki hefur öll þessi háleitu markmið lifir góðu lífi þrátt fyrir allt, lifir í minninu og auðgar heiminn. Óljóst markmið Björg Þorsteinsdóttir sýnir nú akrýlmálverk og vatnslitamyndir á efri hæð í Hafnarborg. Björg er reynd listakona og hefur unnið að list sinni í þrjá áratugi. Hún sýnir hér þrjár seríur verka, annars veg- ar „Stofna“, myndir byggðar á trjá- stofnum, myndir „Úr austrinu“, sem mér sýnist helst byggðar á táknum sem minna á kalligrafíu, og „Hnúta“. Ég er ekki viss um hvert Björg vill fara með verkum sínum, sumar myndirnar úr austri minna mig á verk meðlima Kobra-hópsins, leit að frumstæðum táknum. Út- koman er hins vegar skreytikennd og býr ekki yfir þeim krafti sem gjarnan einkenndi verk hópsins. Hið sama má segja um trjástofna- myndirnar, markmið listakonunnar er ekki ljóst, hún sækir til náttúr- unnar en náttúran hverfur þó svo gjörsamlega úr myndunum að eftir standa í flestum tilfellum aðeins dauflegir skuggar. Á sýningunni er einnig um tugur vatnslitamynda og þar nær listakonan sér einna best á strik, ljósir litir og flæðandi henta myndunum vel og þar nær hún virkilega að gæða myndirnar eigin lífi. Flæðandi ákveðni í verkum Þorbjargar Þórðardóttur í Hallgrímskirkju. Lágstemmd hrynjandi í listvefnaði Auðar Vésteinsdóttur í Hafnarborg. Morgunblaðið/Jim Smart Lífræn og lifandi form Sigríðar Ágústsdóttur í Hafnarborg. Um kröfur og markmið MYNDLIST Hús málaranna Sýningu lokið. TVEGGJA HEIMA SÝN, MÁLVERK, SIGURÐUR ÞÓRIR Hallgrímskirkja Til 26. maí. SAMRUNI, LISTVEFNAÐUR, ÞORBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR Hafnarborg Til 5. maí. Sýningar í Hafnarborg eru opn- ar frá kl. 11–17 alla daga nema þriðju- daga. SVERRISSALUR, FARVEGIR, LISTVEFN- AÐUR, AUÐUR VÉSTEINSDÓTTIR APÓTEK, LEIRLIST, SIGRÍÐUR ÁGÚSTS- DÓTTIR MÁLVERK, BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR Ragna Sigurðardóttir Björg Þorsteinsdóttir í Hafnarborg, Stofnar XXI. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 33 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is GSM aukahlutir VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Allt fyrir GSM símann þinn færðu hjá okkur Handfrjáls búnaður, frontar & rafhlöður w w w .d es ig n. is © 20 03 Síðustu sætin til Rimini þann 20. maí í eina eða tvær vikur. Sumarið er komið og yndislegt veður á þessum vinsælasta áfangastað á Ítalíu. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu 18 sætin Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.963 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, flug, gisting, skattar. Verð kr. 39.950 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, flug, gisting, skattar. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 2.800. Stökktu til Rimini 20. maí frá kr. 29.963
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.