Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í DAG, 1. maí, er ástæða til að færa launafólki og samtökum þeirra þakkir fyrir ötult starf og mikla ávinninga á liðinni öld. Barátta launafólks fyrir bættum lífskjörum almennings hefur öðru fremur skapað íslenska velferðarsamfélagið eins og við þekkjum það. Því reikar hugurinn til allra þeirra kvenna og karla sem hafa mótað og byggt upp íslenskt samfélag. En 1. maí göngu okkar er fráleitt lokið. Nýjar rannsóknir, sem m.a. hafa verið gerðar af Stefáni Ólafssyni prófessor og Hörpu Njáls, sýna okkur að fátækt er enn vandamál á Íslandi. Í þessum vönduðu rann- sóknum kemur fram að stéttamunur hefur vaxið og hópur fólks er að festast í einhvers konar fá- tæktargildru þar sem engin úrræði virðast til- tæk. Allur samanburður við aðrar þjóðir sýnir að íslensk þjóð er í hópi hinna auðugustu og einmitt þess vegna er það ólíðandi að fjölmennur hópur fólks eigi ekki fyrir brýnustu nauðþurftum. Fá- tækt er ekki einkamál þeirra sem þurfa að búa við hana. Hún kemur niður á almennum lífs- gæðum í samfélaginu og þess vegna á það að vera sameiginlegt viðfangsefni okkar allra að breyta þessu. Samfylkingin vill leggja sitt af mörkum og það er grunnstef í öllum okkar til- lögum að búa fólki þær aðstæður að það geti lif- að mannsæmandi lífi og fátækt hindri engan frá fullri þátttöku í samfélaginu með reisn og virð- ingu. Samfylkingin kynnti í gær metnaðarfullar til- lögur í menntamálum. Það gerum við vegna þess að við erum sannfærð um að aukin menntun ein- staklinganna og hærra menntunarstig þjóð- arinnar bæti launa- og lífskjör í landinu. Kjara- barátta miðar líka að þessu tvennu. Þess vegna er baráttan fyrir því að allir öðlist hlutdeild í menntun í raun kjarabarátta nútímans. Í menntasókn Samfylkingarinnar er lögð höf- uðáhersla á að fjölga brautskráðum úr fram- haldsskólum og háskólum um 25% í hverjum ár- gangi. Til að ná þessu fram ætlum við að auka fjárframlög til framhaldsskóla um 5 milljarða og þar af verða framlög til verknáms sérstaklega aukin um 1 milljarð. Við ætlum að auka framlög til háskóla um 4 milljarða, lækka útskriftaraldur í framhaldsskólum um eitt ár og stuðla að því að í byggðakjörnum á landsbyggðinni verði hægt að stunda a.m.k. eins til tveggja ára framhalds- nám. Það segir sína sögu um stöðu menntamála á Íslandi að þegar kemur að opinberum fram- lögum erum við einungis í 14. sæti af 28 á lista OECD. Aðeins 61% fólks á aldrinum 25–34 ára hefur lokið framhaldsskóla en á hinum Norð- urlöndunum er þetta hlutfall 86–93%. Þessu v l f l o j v f a 1 u t r v f b e ö Til hamingju launafólk! Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur „Allur samanburður við sýnir að íslensk þjóð e auðugustu og einmitt það ólíðandi að fjölme eigi ekki fyrir brýnustu VIÐ í Frjálslynda flokknum erum stolt af sjáv- arútvegsstefnu okkar. Við höfum mótað stefn- una í samráði við sjómenn, útgerðarmenn, fiskifræðinga, fiskverkendur, lögfræðinga, við- skiptafræðinga og fleiri ábyrga aðila sem vilja sjávarútveginum og byggðum landsins vel. Stefna frjálslyndra hefur fimm markmið að leiðarljósi, þau eru: 1. Vernda fiskistofna. 2. Koma í veg fyrir brottkast og auka verð- mæti sjávarafurða. 3. Tryggja byggð í landinu. 4. Opna sjávarútveginn fyrir nýliðum. 5. Kollvarpa ekki starfandi útgerðum. Við í Frjálslynda flokknum höfum djúpa sannfæringu um að stefna okkar verði þjóðinni til heilla. Á undanförnum mánuðum höfum við kynnt stefnu okkar í sjávarbyggðum landsins og rætt við þá sem starfa í sjávarútvegi. Í sannleika sagt hefur ekki ríkt eintóm logn- molla á þessum fundum heldur hefur verið tek- ist á með rökum um stefnuna. Hún er alls ekki hafin yfir alla gagnrýni frekar en önnur mann- anna verk, en samt sem áður hefur yfirgnæf- andi meirihluti fundarmanna fallist á að stefna Frjálslynda flokksins sé til mikilla bóta fyrir þjóðina. Hræðsla kvótaflokkanna Kynning á stefnunni hefur skilað okkur sí- auknu fylgi í sjávarbyggðum landsins og nú er svo komið að kvótaflokkarnir Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur eru orðnir hræddir við uppgang Frjálslynda flokksins og reyna með ýmsum hætti að slá ryki í augu kjósenda með furðulegum hræðsluáróðri. Það eru fleiri orðnir hræddir við uppgang frjáls- lyndra í skoðanakönnunum. Einn frambjóðandi Samfylkingarinnar og yfirlýstur andstæðingur kvótakerfisins varði lunganum af tíma sínum í sjónvarpsumræðum í að gagnrýna góða stefnu okkar frjálslyndra. Væri ekki nær fyrir stjórn- arandstöðuna að einblína á það verkefni að fella núverandi ríkisstjórn í stað þess að vera að verja púðri í innbyrðis deilur. Staðreyndin er sú að ef núverandi ríkisstjórn heldur velli mun núverandi fiskveiðióstjórn halda áfram og kvótaflokkarnir halda áfram að herða snöruna um hálsinn á sjávarbyggðunum. Halldór og Davíð hafa einfaldlega lýst þessu yfir nú í að- draganda kosninganna að þeir ætli að halda áfram óbreyttu kerfi sóunar og byggðaeyð- ingar. Að vísu segja þeir í hinu orðinu að það eigi að sníða einhverja galla af kerfinu og koma á móts við einhverja en allt það tal er með óljósum hætti og reynsla sl. átta ára að þ s i a s e þ i a N þ f u b þ s e Við erum stolt Eftir Sigurjón Þórðarson „Við í Frjálslynda flokknum höfum djúpa sannfæringu um að stefna okkar verði þjóðinni til heilla.“ ÞAÐ hefur ekki farið framhjá neinum að Samfylkingin vill afskrifa veiðirétt manna. Jafnt stórra sem smárra útgerða. Þannig eiga útgerðir minni báta með litlar aflaheimildir að keppa við hinar stóru á uppboðsmarkaði með veiðiheimildir og kallast það réttlæti, að sögn talsmanna fyrningar- og afskriftarleiðar. Hitt hefur ekki farið eins hátt að Samfylk- ingin lagði fram frumvarp, á 125. löggjaf- arþingi, þar sem í fyrstu grein er kveðið á um afskriftir, fyrningu, á veiðidögunum hjá svo- kölluðum dagabátum. Þeir vilja með öðrum orðum afskrifa dagana líka rétt eins og tonnin og kílóin. Allt er þetta nákvæmlega sett niður. Í fyrstu var ætlunin að skerða dagana um 20 prósent, næsta ár um 25 prósent, þá um 33 prósent og loks um 50 prósent. Að því búnu áttu þessir bátar að fá aflahlutdeild eða kvóta. Flýtiafskriftaleiðin Nánar er gerð grein fyrir þessum útfærðu tillögum í athugasemdakafla frumvarpsins. Þar er sagt orðrétt: „Þessi flokkur báta er of smár og með of lítinn hluta aflaheimildanna til að skynsamlegt sé að hafa um hann sér- reglur. Veiðiréttur hvers báts í þessum flokki er afar takmarkaður og augljóst virðist að þeir verði betur settir í því almenna kerfi sem taka á við“. Þetta er mikilvægt að menn hafi nú í huga. Og það sem meira er. Samkvæmt hugmyndum Samfylkingarinnar eiga afskriftir aflaheimildanna hjá skipum með kvóta að taka 10 ár. Í frumvarpi þeirra á Alþingi var hins vegar ráð fyrir því gert að þessi aðlögun tæki bara 5 ár. Menn ættu vera komnir inn í dýrðina dagalausir en með heimild til að bjóða í aflaheimildir í kapp við aðrar útgerðir innan 5 ára. Þvílík rausn! Með öðrum orðum. Útgerðir með aflakvóta eiga að búa við fyrningu, eða afskriftir. Daga- bátarnir eiga að fá yfir sig flýtiafskriftir svo sem skemmstan tíma taki að útrýma klukku- stunda- og dagafyrirkomulagi við fiskveiðar. Við höfum styrkt dagakerfið – þeir vilja ekki sjá það Við höfum hins vegar á þessu kjörtímabili verið að styrkja forsendur þessa kerfis. Horf- ið hefur verið frá því að mæla sóknareining- a s m v i þ a m í f k ú i s v a s v Samfylkingin vildi afnema Eftir Einar K. Guðfinnsson „Hitt hefur ekki farið ein fram frumvarp, á 125. lö grein er kveðið á um afsk hjá svokölluðum dagabá um afskrifa dagana líka HÆTTUR OG TÆKIFÆRI Í sögu íslensks efnahagslífs hafaskipst á skin og skúrir. Íslendingarhafa gengið í gegnum öflug hagvaxt- arskeið en jafnframt upplifað djúpar lægðir og óðaverðbólgu. Tímabilið frá miðjum síðasta áratug hefur hins vegar einkennst af einstökum uppgangi, einhverju lengsta hagvaxtar- skeiði Íslandssögunnar og kaupmáttar- aukningu níu ár í röð, að sögn Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Margt bendi jafnframt til að annað og enn öfl- ugra hagvaxtarskeið sé í uppsiglingu. Það er önnur framtíðarsýn en blasir við flest- um nágrannaríkjum okkar. Jafnvel í Þýskalandi, sem löngum hefur verið öfl- ugasta hagkerfi Evrópu, ríkir stöðnun og fátt bendir til að á því verði breyting á næstu árum. Í ræðu sinni á aðalfundi Samtaka at- vinnulífsins spáði Davíð Oddsson því að hagvaxtarskeið næstu ára yrði eitt hið mesta á síðustu áratugum. Þar með væri hins vegar ekki sagt að hægt væri að slaka á klónni við stjórn efnahagsmála. Þvert á móti yrði að gæta stefnufestu og öryggis, jafnt hjá ríkisvaldinu sem hjá forráðamönnum atvinnulífs og launþega- samtaka. „Ef vel tekst til munum við sjá áður óþekktar kjarabætur ganga til fólksins í landinu og trausta afkomu fyrirtækja. Ef illa verður úr spilað getur þróunin orðið önnur og lakari ... Ef illa verður á málum haldið verður þjóðin öll í varnarbaráttu á skeiði sem átti að færa henni mesta efna- hagsávinning í áratugi,“ sagði forsætis- ráðherra meðal annars í ræðu sinni. Það er full ástæða til að taka undir þessi orð. Hagur þjóða ræðst að verulegu leyti af ytri aðstæðum. Hver er hins vegar sinnar gæfu smiður í þessum efnum sem öðrum. Ef hagvaxtarspárnar eiga að ganga eftir og skila sér í kaupmáttar- aukningu einstaklinga og bættri afkomu fyrirtækja verður stöðugleiki og festa að einkenna stjórn efnahagsmála. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að svo verði. SIGURGANGA SAMHERJA Fyrir tuttugu árum tóku þrír ungirmenn, bræðurnir Þorsteinn Vil- helmsson og Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, frændi þeirra, sig til og keyptu útgerðarfyrir- tæki, sem þá stóð höllum fæti. Fyrirtækið hét Samherji og hafði verið stofnað í apríl 1972 í Grindavík. Í upphafi níunda ára- tugarins lá hins vegar ísfisktogari þess, Guðsteinn, við bryggju í Hafnarfirði og var að grotna niður. Eins og segir í viðtali Hjartar Gíslasonar við Þorstein Vil- helmsson í bókinni Aflakóngar og at- hafnamenn vildi þá enginn kaupa skipið, en Þorsteinn Már ók nær daglega fram hjá því þar sem það lá í höfninni í Hafn- arfirði og sú hugmynd kviknaði að þeir keyptu það þrír. Þorsteinn Vilhelmsson hafði reyndar áður gert tilraun til að ger- ast útgerðarmaður ásamt nokkrum fé- lögum sínum, en þá var honum neitað um lán til að kaupa trillu á Akureyri, enda innan við fermingu. Lánið fyrir fjárfest- ingunni í Samherja var hins vegar veitt og 28. apríl 1983 var gengið frá kaupun- um. Fjórum dögum síðar, 1. maí, sigldu frændurnir skipinu inn í Akureyrarhöfn og hlaut það nafnið Akureyrin EA. Skipið var bæði ryðgað og skítugt og svartsýnis- raddir heyrðust. Skipið fór beint í slipp og fyrstu túrarnir gengu svo brösuglega að Þorsteinn Vilhelmsson lýsir því svo að þeir hafi verið með skottið á milli fótanna, en síðan fór allt að ganga í haginn og í lok sumars gátu þeir staðið við allar skuld- bindingar. Uppgangur fyrirtækisins hefur æ síð- an verið með undraverðum hætti. Það tók forustu í sjófrystingu og er í fararbroddi í útgerð. Nú rekur það 11 skip, vinnslu í landi á fjórum stöðum á Norður-, Austur- og Suðurlandi. 2002 voru rekstrartekjur fyrirtækisins rúmir 13 milljarðar króna og rekstrarhagnaður 1,9 milljarðar. Starfsmenn Samherja og dótturfyrir- tækja eru 800. Reksturinn nær allt frá laxeldi í Mjóafirði til útgerðar í Cuxhaven í Þýskalandi. Á þriðjudag hlaut Samherji útflutningsverðlaun forseta Íslands. Það er við hæfi að Samherji hljóti þessa við- urkenningu þegar 20 ár eru liðin frá því að þrír stórhuga menn eygðu möguleika þar sem enginn annar sá glætu og gerðu úr eitt öflugasta fyrirtæki landsins. SAMEIGINLEG ÁBYRGÐ Ingimundur Sigurpálsson, nýkjörinnformaður Samtaka atvinnulífsins, hvatti í ræðu sinni á aðalfundi SA í fyrra- dag til þess að forysta SA og verkalýðs- hreyfingarinnar hæfu sem fyrst viðræður um næsta samningstímabil. „Æskilegt er að verkalýðshreyfingin og Samtök at- vinnulífsins nái sameiginlegri sýn á stöðu efnahagsmála og breytingar á launa- kostnaði næstu misseri. Í því skyni þarf forysta verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins að ræða fyrr en seinna þær meginlínur, sem koma til með að móta kjarasamninga á næsta samn- ingstímabili, þar með talin samningstíma og kostnaðarbreytingar. Það verður að vera forgangsverkefni forystumanna að- ila vinnumarkaðarins að afstýra því, að fyrirsjáanleg þensla vegna mikilla fram- kvæmda á næstu árum verði til þess að valda ólgu á vinnumarkaði og vinnudeil- um,“ sagði Ingimundur í ræðu sinni. Í Morgunblaðinu í gær tók Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, undir að æskilegt væri að viðræður hæfust sem fyrst. Á aðalfundi SA benti Davíð Oddsson forsætisráðherra á það, hversu mikið hefði breytzt í samskiptum og vinnu- brögðum aðila vinnumarkaðarins á und- anförnum árum. Þar réði úrslitum meiri þekking, upplýsingaöflun og skipulagn- ing aðila vinnumarkaðarins. Af þessum sökum hefði tekizt að gera kjarasamn- inga, sem hefðu tryggt aukinn kaupmátt launa í landinu níu ár í röð, sem væri ein- stakt, ekki aðeins hér á landi heldur víð- ast hvar. Það er umhugsunarefni, ekki sízt í dag á degi kjarabaráttu, hverju þessi vinnu- brögð aðila vinnumarkaðarins hafa skil- að. Auðvitað hafa þau reynzt miklu far- sælli fyrir báða aðila en átök og ófriður á vinnumarkaðnum. Kjarabaráttan er í æ minni mæli barátta andstæðra fylkinga vinnuveitenda og launþega; hún er miklu fremur samvinnuverkefni, sem tryggir hag bæði fyrirtækja og starfsmanna þeirra. Aðilar vinnumarkaðarins bera ekki síður en stjórnvöld ábyrgð á því að varðveita stöðugleikann í efnahagsmál- um, sem hefur reynzt bezta tryggingin fyrir raunverulegum kjarabótum. Það er ábyrgð sem vinnuveitendur og verkalýðs- hreyfing bera í sameiningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.