Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 39
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra ákvað ásamt forsætisráðherra að ríkisstjórnin lýsti stuðningi við innrás í Írak án þess að sam- þykki Öryggisráðs SÞ lægi fyrir. Íslendingar voru því settir á frægan lista „viljugra“ þjóða. Með þessu viðurkenndi ríkisstjórnin þá kenni- setningu Bush-stjórnarinnar að Bandaríkin hefðu sérstakan rétt til að heyja svonefndar fæl- ingarstyrjaldir (e. pre-emptive wars) hvar og hvenær sem þeim sýndist, ef þau sæju til þess ástæðu, svo sem þá að viðkomandi ríki hefði vonda stjórn og/eða hefði komið sér upp gereyð- ingarvopnum. Einn hornsteina í utanríkisstefnu Íslendinga hefur langa hríð verið samstaða með banda- mönnum í Atlantshafsbandalaginu vestan og austan. Í tíð Halldórs hefur verið reynt að treysta það samstarf á nýjum grunni og haldið eftir megni áfram þeirri stefnu sem Jón Baldvin Hannibalsson markaði í ráðuneyti Steingríms Hermannssonar við fall kommúnismans um 1990. Segja má að í íslenskum utanríkismálum hafi tímarnir síðan ekki síst mótast af auknum utanríkispólitískum samskiptum við ESB-ríkin, ekki síst Þjóðverja og Frakka. Með skilyrð- islausum stuðningi við Bush-stjórnina og kenn- insetningar hennar sýnast þau verk unnin fyrir gýg. Henry Kissinger hefur nú fellt sinn dóm um breytta utanríkisstefnu í Washington. Hann seg- ir Bandaríkin réttilega hafa unnið sér samúð heimsbyggðarinnar við hryðjuverkin 11. sept- ember 2001. Sú samstaða hafi strax veikst þegar Bush-stjórnin ákvað að svara fyrst og fremst á hernaðarvísu og lýsti yfir stríði gegn hryðju- verkaöflum. „Hún hvarf hinsvegar með her- stjórnarkenningunni um fælingarstyrjaldir, sem brýtur gegn öllum grundvallarreglum um full- veldi þjóða.“ Kissinger, hinn mikli arkitekt heimsdiplómasíunnar á áttunda áratugnum, er lítt hrifinn af afleiðingum þessarar stefnu: „Ef svo heldur fram trosna enn Atlantshafstengslin, þau sem í hálfa öld hafa verið kjarni bandarískr- ar utanríkisstefnu“ (Spiegel 17/2003, bls. 22). Þegar Henry Kissinger gagnrýnir Bush og hina viljugu liðsmenn hans fyrir að höggva að rótum Nató vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvernig formaður Framsóknarflokksins fór að því að komast í utanríkispólitík hægra megin við Nixonstjórnina sálugu. Halldór til hægri við Kissinger? Eftir Mörð Árnason „Með þessu viðurkenndi ríkisstjórn- in þá kennisetningu Bush-stjórn- arinnar að Bandaríkin hefðu sér- stakan rétt til að heyja svonefndar fælingarstyrjaldir.“ Höfundur er þriðji maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 39 verðum við að breyta í samstilltu átaki. Þannig leggjum við grunn að betri og innihaldsríkari framtíð fyrir okkur öll. Launajafnrétti Barátta gegn fátækt og aukin menntun bætir lífskjör okkar allra og stuðlar að meiri sanngirni og réttlæti í samfélaginu. Það sama á við um jafnrétti kvenna og karla. Á því sviði eru mörg verk óunnin. Launamisrétti kynja ætti að heyra fortíðinni til og er tímaskekkja í upphafi nýrrar aldar. Ég hef í aðdraganda alþingiskoninganna 10. maí nk. sett þessi mál á dagskrá stjórnmála- umræðunnar og heitið því að hljóti ég stuðning til að veita nýrri ríkisstjórn forystu verði jafn- réttismál þar í fyrirrúmi. Ég vil að þau verði á verksviði forsætisráðuneytisins og að á næstu fjórum árum verði unnið að því að minnka kyn- bundinn launamun hjá ríkinu um helming rétt eins og hjá Reykjavíkurborg. Að lokum óska ég öllu launafólki til hamingju með daginn. ð aðrar þjóðir er í hópi hinna þess vegna er ennur hópur fólks u nauðþurftum. “ Höfundur er fyrrverandi borgarstjóri og er í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. þeir muni frekar reyna að festa kerfið enn í sessi og skeyta í engu um sjávarbyggðir lands- ins. Þjóðin vill ekki kvótakerfið Skoðanakannanir hafa sýnt að yfir 80% þjóð- arinnar er á móti núverandi fiskveiðióstjórn sem hvetur til brottkasts og stuðlar að byggða- eyðingu. Þjóðin er algjörlega andvíg kerfinu, þrátt fyrir þungan áróður núverandi rík- isstjórnar og LÍÚ fyrir kerfinu sem hafa kall- að kerfið besta fiskveiðistjórnarkerfi í heimi. Núverandi forsætisráðherra reyndi að söngla þennan söng á opnum stjórnmálafundi á Ísa- firði, að það ætti að viðhalda óbreyttu kerfi, og uppskar í kjölfarið þau viðbrögð hjá flokks- bundnum sjálfstæðismönnum að hann ætti að þegja frekar en að mæra kvótakerfið. Ég hvet landsmenn til þess að kynna sér stefnu frjálslyndra á heimasíðu okkar en slóðin er www.xf.is. Höfundur er líf fræðingur í 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður Vinstri hreyf- ingarinnar – græns framboðs, hefur gagnrýnt kostnað við stofnun sendiráðs Íslands í Japan og borið utanríkisráðherra ýmsum sökum í því sam- bandi. Það er því athyglisvert að rifja upp aðdrag- anda þess að sendiráð var sett á fót í Japan. Árið 1991 lagði Hjörleifur Guttormsson, ásamt fleirum, í fyrsta sinn fram tillögu til þingsályktunar um stofnun sendiráðs í Japan. Sú tillaga var flutt í tvígang árin 1991–1993 og svo aftur 1997 og 1998. Í síðari skiptin voru meðflutningsmenn Hjörleifs al- þingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Kristín Ástgeirsdóttir. Ummræðum á Alþingi sagði Hjör- leifur, sem nú skipar heiðurssæti á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík- urkjördæmi norður, að mörg rök mæltu með opnun sendiráðs í Japan: „Má þar nefna viðskiptatengsl landanna sem eru veruleg og vaxandi og einnig samskipti á menningarsviði þótt um ólíka menning- arheima sé að ræða sem auðgað geta hvor annan með samskiptum eins og þróast hafa nú um mörg ár en þar sem möguleikar eru jafnframt miklir til að treysta og efla þau samskipti.“ Seinna sagði Hjör- leifur: „Ég tel hins vegar að í því tilviki sem hér um ræðir, þ.e. í Japan, þurfum við að koma upp full- veðja sendiráði þó að það óhjákvæmilega kosti tals- vert vegna þess að kostnaður við slíkt er óvenju- mikill, í Tókýó a.m.k., og menn þurfa að gera sér ljóst að talsverður kostnaður fylgir slíkri uppbygg- ingu.“ Á Alþingi í mars árið 2000 var m.a. rætt um efl- ingu utanríkisþjónustunnar. Þar sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, meðal annars: „Ég hef stutt, ég held í öllum tilvikum, þær ákvarðanir sem teknar hafa verið í þessu sambandi, opnun nýrra sendiráða og aukna mönnun Íslend- inga á alþjóðavettvangi, vegna þess að ég er þeirrar skoðunar og ég tel að það sé mjög mikilvægt.“ Steingrímur tók fram að hann styddi stofnun sendi- ráðs í Kanada og að fastanefnd ÖSE yrði jafnframt að sendiráði Íslands í Austurríki. Svo sagði Stein- grímur: „Ég hef líka verið stuðningsmaður þess að við ættum að hafa sendiráð í Japan. Ég verð þó að segja, miðað við fréttir sem ég hef fengið af þeim gífurlega kostnaði sem mun verða því samfara að stofnsetja sendiráðið í Japan, að það hafa leitað á mig efasemdir. Og ég vil leyfa mér að spyrja hæst- virtan utanríkisráðherra: Hafa menn farið yfir það á nýjan leik hvort það sé kannski hyggilegt jafnvel að doka við með það mál, sérstaklega ef ekki verður um gagnkvæmni að ræða, þ.e. ef Japanir opna þá ekki samtímis sendiráð hér?“ Í andsvari við ræðu Steingríms sagði utanrík- isráðherra meðal annars: „Við gerum okkur afar vel grein fyrir því og það hefur alltaf legið fyrir að sendiráð í Japan og rekstur þess er kostnaðarsam- ari en flest sendiráð okkar. Kostnaður getur verið allt að tvöfaldur, eins og háttvirtur þingmaður tók hér fram, en ekki er talið að það sé skynsamlegt að draga það að opna sendiráð þar af þeim sökum. Ég bendi á að Japanar hafa fallist á það og ákveðið að opna sendiráð hér á landi. Þeir hafa þegar opnað upplýsingaskrifstofu og hafa tilkynnt að sendiráð verði opnað 1. janúar nk. og hafa þegar hafið leit að húsnæði í því skyni. Við ætlum okkur að opna sendi- ráð í Japan nokkuð síðar eða seinni hluta vetrar eða á vormánuðum næsta ár. Almennt er talið að húsnæðiskostnaður í Japan sé nú í lágmarki en sé líklegt að hann fari hækkandi á nýjan leik. Ef við kaupum þar húsnæði þá eru vextir afar lágir þannig að að því leytinu til er hagstætt að opna sendiráð núna.“ Í andsvari sagði Steingrímur: „ Ég vil þá fyrir mitt leyti úr því að svo er að Japanar hafa ákveðið að opna hér sendiráð og strax frá og með 1. janúar nk. fagna ég því og geri ekki athugasemdir við að áform okkar um að opna sendiráð í Japan gangi áfram úr því að svo er. Verði það svo að kostnaður verði þó ekki nema tvöfaldur, þó nokkuð sé, þá verður víst að hafa það.“ Það liggur því fyrir að fulltrúar Vinstri grænna voru í fararbroddi hvatamanna að stofnun sendi- ráðs Íslands í Japan og lögðu líka áherslu á að þar yrði opnað fullbúið sendiráð. Þeir vissu einnig um kostnaðinn við opnunina og voru sammála því mati að lágt fasteignaverð í Tókýó gerði húsnæð- iskaup ákjósanlegri kost en leigu. Það er því ekki stórmannlegt af Ögmundi Jónassyni að brigsla nú utanríkisráðherra um flottræfilshátt, þegar hann hefur framfylgt þeirri stefnu sem Vinstri grænir lögðu höfuðáherslu á. Ögmundur og sendiráð í Japan Eftir Magnús Stefánsson „Það er því ekki stórmannlegt af Ög- mundi Jónassyni að brigsla nú utanrík- isráðherra um flottræfilshátt, þegar hann hefur framfylgt þeirri stefnu sem Vinstri grænir lögðu höfuðáherslu á.“ Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. arnar í dögum. Nú eru þær mældar í klukku- stundum. Þetta fyrirkomulag er manneskjulegra og betra fyrir þá sem þessar veiðar stunda. Hópi sjómanna var síðan gef- nn kostur á að stunda útgerð sína innan þessa fyrirkomulags. Það var þetta kerfi sem þeir samfylking- armenn vildu afnema og setja inn á uppboðs- markaðinn. Sem betur fer var því afstýrt. En rauninni var ekki að undra þótt þeir sam- fylkingarmenn vilji dagakerfið (klukkustunda- kerfið) feigt. Þeir hafa nefnilega kveðið upp úr um það að „niðurstaða þingflokks Samfylk- ngarinnar sé sú að hið pólitíska verkefni nú sé að leysa eignarhaldsdeiluna (um fisk- veiðistjórnun, innsk. mitt EKG) á grundvelli aflamarkskerfisins“ – Þeir vilja sem sagt ekki sjá neitt daga- eða klukkustundakerfi við fisk- veiðar. Þeir vildu útrýma því. dagakerfið s hátt að Samfylkingin lagði ggjafarþingi, þar sem í fyrstu kriftir, fyrningu, á veiðidögunum átum. Þeir vilja með öðrum orð- rétt eins og tonnin og kílóin.“ Höfundur er alþingismaður. JAFNRÉTTISMÁL hafa verið ofarlega á baugi hjá núverandi ríkisstjórn, jafnréttisáætlun hefur verið sett og henni fylgt eftir á öllum sviðum stjórnsýslunnar. Á mínum vettvangi má nefna að konur hafa verið skipaðar í lykilstöður, svo sem sýslumenn, héraðs- og hæstaréttardómarar og forstöðumenn stofnana. Auk þess hefur verið lögð áhersla á fjölgun kvenna í lögreglunni. Brýnt er að halda áfram á sömu braut. Fæðingarorlof vinnur gegn launamun Ýmsar rannsóknir benda til þess að muninn á launum karla og kvenna megi að hluta skýra með kynferði þeirra. Slík staða er auðvitað óþolandi. Ástæðan liggur auðvitað í gömlum hugmyndum um kynhlutverk sem eru sem betur fer á hröðu undanhaldi. Ný fæðingarorlofslög munu án efa flýta verulega þeirri þróun. Lögin stuðla að því að feður axli til jafns við mæður ábyrgð á uppeldi barna sinna og þær hafi því ekki síðra svigrúm til þess að sinna störfum sínum. Þó að lögin séu nú komin að fullu til framkvæmda eru þessi áhrif ekki komin að fullu fram en þau munu án efa vinna gegn kynbundnum launamun á næstu misserum. Það er athyglivert að sjá hvernig Samfylkingin hagar málflutningi sínum um þessar mundir. ,,Vinna þær kauplaust í sex ár?“ er spurt í auglýs- ingu þar sem birtist mynd af þremur ungum stúlkum og í annarri auglýsingu er konum lofað 300 þúsund krónum í aukin laun á ári og vísað til þess að það dugi fyrir sumarfríi fjölskyldunnar. Hið athyglisverðasta er þó að þessum miklu yf- irlýsingum Samfylkingarinnar fylgja engin ný svör um hvernig bæta eigi stöðu kvenna, engar tillögur sem ekki hafa sést áður eða eru þegar í framkvæmd. Samfylkingin lofar að jafna á einu kjörtímabili hlutfall kynjanna í stjórnunarstöðum hjá ríkinu. Ágætt markmið, en verður það gert á svo skömmum tíma án þess að setja karlmenn skipulega til hliðar eða fjölga opinberum stöðum stórlega? Fróðlegt væri að sjá útfærslu Samfylk- ingarinnar á þessum loforðum. Staðreyndin er sú að ágæt samstaða hefur ríkt meðal stjórnmála- manna um markmiðin í jafnréttismálum og því er ábyrgðarhlutur að tefla fram slíkum yfirlýs- ingum og loforðum. Umræðan um þennan mik- ilvæga málaflokk mun ekki njóta góðs af því. Aukin þátttaka í atvinnusköpun Mikilvægt er að þáttur kvenna í atvinnusköpun haldi áfram að aukast. Ljóst er að eftir því sem fleiri konur ná árangri í atvinnurekstri og verða sýnilegri í stjórnunarstöðum verður það öðrum konum hvatning. Árangur verkefna sem kostuð eru af atvinnulífinu, eins og t.d. Auður í krafti kvenna, er einstaklega ánægjulegur og sýnir að fjöldi kvenna hefur fullan hug á að finna kröftum sínum viðnám í áhættusömum og krefjandi at- vinnurekstri. Tölur sýna að konur eiga um 18% af íslenskum fyrirtækjum. Þetta hlutfall bendir til þess að margar hugmyndir um atvinnurekstur séu vannýttar. Þessi staðreynd hefur því tak- markandi áhrif á hagvöxt og atvinnusköpun á Ís- landi. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að þessi hlutföll séu höfð í huga við ákvarðanatöku og stefnumótun um stöðu frumkvöðla og nýsköp- un og þannig unnið að því að efla þátt kvenna í at- vinnurekstri. Þó að við höfum verið að stefna í rétta átt er vissulega verk að vinna á sviði jafnréttismála og við sjálfstæðismenn munum áfram leggja áherslu á þennan mikilvæga málaflokk. Sem betur fer ríkir samstaða og eindrægni meðal stjórnmála- manna úr öllum flokkum um markmiðin í jafn- réttismálunum. Það er brýnt að svo verði áfram, þannig náum við árangri í þágu samfélagsins alls. Samstaða um jafnréttismál Eftir Sólveigu Pétursdóttur „Þó að við höfum verið að stefna í rétta átt er vissulega verk að vinna á sviði jafnréttismála og við sjálfstæð- ismenn munum áfram leggja áherslu á þennan mikilvæga málaflokk.“ Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.