Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vegna gífurlegs aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert til þess að gera efnið aðgengilegra fyrir lesendur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar Alþingiskosningar Á SÍÐUSTU vikum hefur æ bet- ur komið í ljós hve mikill munur er á áherslum milli landshluta. Það sést best á því um hvað fólk hugsar þegar það gerir upp hug sinn fyrir kosn- ingar. Hér í NV- kjördæmi eru sjáv- arútvegsmálin að sjálfsögðu efst á blaði þótt ekki sé lítið gert úr öðrum málefnum. Landsfundur sjálfstæðismanna, sem haldinn var fyrir rúmum mán- uði, samþykkti m.a. nokkrar merki- legar ályktanir sem eru okkur öllum mjög mikils virði. Sjálfstæðisflokk- urinn hafnar því algerlega að svo- kallað „kvótaþak“ verði hækkað meir en orðið er. Þetta er mjög mik- ilvægt fyrir okkur í þessum minni sjávarbyggðum til þess að kvótinn safnist ekki á æ færri hendur. Einnig var tillaga um línuívilnun samþykkt sem er okkur mjög mik- ilvægt. Einnig var samþykkt að all- ar niðurstöður mælinga og rann- sókna sem fram fara á vegum opinberra aðila verði gerðar að- gengilegar sjálfstæðum rannsókn- araðilum. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar því að kollvarpa núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi en vísar ekki á bug að endurskoða megi ýmsa þætti þess. Það þýðir ekki að stinga höfð- inu ofan í holu og líta aldrei í kring- um sig enda hefur sjávarútvegs- ráðherra nú stofnað nefnd sem hefur það hlutverk að huga sér- staklega að ýmsum þáttum sem snerta líffræðilega fiskveiðistjórn- un. Nefndin mun m.a. fjalla um áhrif veiðarfæra á gæði aflans og áhrif friðunar smáfisks á stofnstærð auk þess að skoða sérstaklega fær- eyska kerfið og þann árangur sem þar hefur náðst. Nýliðun ekki auðveldari í kerfi F-listans Frjálslyndir horfa einmitt mikið til færeyska kerfisins og vilja koll- varpa aflamarkskerfinu og taka upp sóknarstýringu. Þetta telja þeir að hægt sé að gera án þess að valda fyrirtækjum skaða og hafa þá sjálf- sagt hugsað sér að fyrst það gekk í Færeyjum hljóti það að ganga hér. Það sem gleymist að taka með í reikninginn er að á þeim tíma var allt í upplausn í færeysku efnahags- lífi. Fyrirtækin voru á hausnum hvort sem var. Frjálslyndi flokk- urinn passar sig líka á að taka hvergi fram að í Færeyjum, þar sem ekki er hægt að kaupa eða selja kvóta, er hins vegar verið að kaupa og selja daga. F-listinn segir einnig að í sínu kerfi verði nýliðun svo auð- veld. Þetta er þó því miður tálsýn ein. Í fyrsta lagi verður ekki enda- laust mörgum bátum hleypt inn í kerfið og því koma bátar til með að verða gríðarlega dýrir og í öðru lagi verða menn á endanum að kaupa sér daga og ekki verða þeir heldur gefins. Sjá má dæmi um verð á dög- um í sóknardagakerfi smábáta í dag. Í Morgunblaðinu 20. apríl talar Guðjón Arnar Kristjánsson, formað- ur frjálslyndra, um að það verði að fara yfir í sóknarstýrt kerfi en talar reyndar ekki um að hægt verði að kaupa sér veiðidaga fyrr en ein- hvern tíma eftir dúk og disk. Á öðr- um stað segir hann að kerfið eigi að auðvelda nýliðun í greininni. Það sem þarna gleymist að útskýra er hvernig svo megi vera ef ekki á að vera hægt að kaupa sig inn í grein- ina. Einnig segir Guðjón í sama við- tali að sóknarstýrða kerfið komi í veg fyrir brottkast. – Hér er rétt að koma með ábendingu: Áður en kvótakerfið var sett á var sókn- arstýring, sem mönnum féll reyndar þungt og erfitt var að vinna í. Það sem í Morgunblaðsviðtalinu virðist hafa gleymst nánast frá degi til dags er að í Kastljósi 15. apríl sagði Guðjón að í sóknarstýrða kerfinu hefði einnig verið hent miklu af fiski. „Við reddum því“ Fulltrúar Frjálslynda flokksins tala sitt á hvað og segja í einu við- talinu að síðar meir verði dagarnir framseljanlegir og í öðru viðtali nokkrum dögum seinna að dagarnir komi aldrei til með að vera framselj- anlegir. Þegar þeir voru svo spurðir í þessu seinna viðtali, sem var í sjónvarpi, hvernig þeir ætluðu þá að tryggja nýliðunina svaraði Guðjón A. Kristjánsson: „Við reddum því.“ Á þetta að vera fyndið? Hvernig á maður að geta tekið mark á svona svörum? Það eru hreinlega ekki aðstæður til þess að kollvarpa kerfinu. Þegar um þessi mál er rætt verða menn að átta sig á því hvað er búið að vera að gerast innan fiskveiðistjórn- unarkerfisins síðustu ár. Nálægt 80% kvótans er nú í höndum fyr- irtækja sem fengu hann ekki í neinni úthlutun. Menn hafa verið að kaupa sig inn í kerfið með það fyrir augum að vinna innan þess. Menn hafa jafnvel veðsett húsin sín og all- ar sínar eigur og þær skuldir munu ekki hverfa þótt kvótinn hverfi, hvort sem er með færeyskum leið- um eða fyrningarleiðum. Þeir sem fengu úthlutað því sem Frjálslyndir og Samfylkingin kalla gjarnan „gjafakvóta“ eru flestir löngu búnir að selja sig út úr kerfinu og bíða jafnvel sumir eftir því að þær breyt- ingar verði gerðar sem hleypa þeim aftur inn á þægilegan hátt. Það er auðvelt að næla í atkvæði út á óánægju en gætum okkar á af- leiðingum atkvæða okkar. Fjöregg þjóðarinnar á það ekki skilið að vera haft í flimtingum og notað sem vopn í höndum frama- gjarnra pólitíkusa sem sjá þar auð- velda leið til að skapa múgæsingu til að skjóta sér inn á þing. Sýnum ábyrgð. Höfum fjöreggið ekki í flimtingum Eftir Örvar Marteinsson Höfundur er smábátasjómaður í Snæfellsbæ. HVAÐ er málaefnaleg umræða og hvað ekki? Því er haldið fram að það sé ekki málefnalegt að tala um hvernig æðstu embættismenn valdsins beita því mikla tæki, á hinn bóginn virðist vera mjög málefnalegt hverjir mynda stjórn eftir kosningar. Snýst það ekki um það hverjir fara með völdin? Hvers vegna er það þá málefnalegt en ekki hvernig farið er með þau völd, sem allir eru að sækjast eftir? Þegar ég velti þessu fyrir mér þá kemst ég helst að þeirri niðurstöðu að verið sé að reyna að koma því inn hjá þjóðinni að sumir séu réttbornari til valda en aðrir. Þeir hinir sömu hafa líka mjög ákveðnar skoðanir á því hverjir eigi að eiga fyrirtækin í landinu og hverjir ekki, hverjir megi hafa skoð- anir og hverjir ekki. Mér hefur t.d. um langt árabil fundist svífa yfir vötnum að ekkert sé athugavert við að embættismenn sem eru í Sjálfstæðisflokknum flíki skoðunum sínum, embættismenn í öðrum flokkum eigi hins vegar að halda „persónulegum“ skoðunum sínum fyrir sig (nú seg- ir Guðjón Arnar að þetta teygi sig einnig inn í einkageirann). Þannig virðist það vera að ef þú tilheyrir „stóra“ flokknum þá eru stjórnmálaskoðanir virtar sem þau lýðréttindi sem þær eru, ef þú aðhyllist hins vegar stefnu annars stjórnmálaflokks þá er þetta skoðanabrölt þitt orðið persónulegt og ekki rétt að flíka því á almannafæri. Alveg magnað hvað öllu er alltaf snúið upp í það að vera „persónulegt“. Ágætur og mikilsvirtur maður sagði við mig um daginn að ef skoð- anakannanir reyndust réttar þá gæti svo farið að mynduð yrði stjórn þriggja flokka sem enga reynslu hefðu af stjórnarsetu (eða hefðu ekki verið í stjórn í mörg ár), ég man ekki nákvæmlega hvernig hann orðaði það, svona eins og eftir að viðreisnarstjórnin féll. Hvernig sem það var nú orðað voru skilaboðin þessi: það er landinu, þjóðinni, sem sagt okkur öllum (og væntanlega fiskimiðunum) hættulegt að breyta til vegna þess að þeir sem taka við eru „óvanir“. Til hvers erum við þá að hafa kosningar? Ef það er þjóðinni og fiskimiðunum heppilegast að hafa alltaf hina sömu við völd, eig- um við þá eitthvað að vera að vesenast með kosningar, lýðræði, málfrelsi og annað af því taginu? Er það ekki skrítið að þegar mætustu menn fara að verja málstað sinn í þeirri stöðu sem upp er komin þá ráðast þeir í raun að hornsteininum, frelsinu. Manni dettur í hug að þeir vilji bara frelsi fyrir sig en ekki aðra. Einhver sagði einhvern tímann að hann væri á móti frelsi sem skaðar, sem skaðar hvern, spyr ég, hann eða mig? Er þessi umræða mál- efnaleg? Auðvitað er það málefnalegt hvort lýðræðið er einhvers virði. Sumir mundu líka segja að það sé málefnalegt að benda á það að „óvant“ fólk geti komst til valda. Þeir hinir sömu eru hins vegar staðfastir í því að þegar sagt er að „vanir menn“ séu orðnir of heimavanir þá eru það per- sónulegar árásir. Forystumaður stjórnmálaflokks telur upp helstu stefnumál flokksins og segir að í stjórnarmyndunarviðræðum muni hennar flokkur leggja áherslu á þau málefni, þ.e. ráðast gegn fátækt í landinu, uppfylla ákvæði stjórn- arskrárinnar um að þjóðin öll eigi fiskinn í sjónum, gera landið að einu kjör- dæmi og eitthvað fleira held ég að hún hafi nefnt. Forystumaður annars stjórnmálaflokks, Sjálfstæðisflokksins, segir þetta vera afarkosti. Slíkt orðalag ræðst væntanlega af því að hann telur enga fátækt í landinu („sýnið mér þessa fátæklinga,“ sagði einn frambjóðandi flokks hans), hann er ánægður með að brot fólksins í landinu verði moldríkt af því að kaupa og selja kvótann og telur kjördæmaskipanina eins og hún er alveg prýðilega og finnst þá trúlega tóm endaleysa að allt fólk í landinu hafi jafnan kosn- ingarétt. Að láta sér detta í hug að breyta einhverju af þessu eru afarkostir, hvorki meira né minna. Það flotta við lýðræðið er að enginn einn á meira tilkall til valda en ann- ar. Í löndunum í kringum okkur hafa orðið stórfelldar breytingar í kosn- ingum. Í Bandaríkjunum má sami forseti ekki sitja lengur en í átta ár. Það er öllum hollt að breyta til og dusta út rykið við og við. Það er óhollt að hug- arfar stjórnmálamanna sé það að þeir hugsi „með hryllingi“ til þess að ein- hver komi í þeirra stað. Atkvæðið er dýrmætt, þess vegna skiptir máli að hver og einn hugsi sig vel um áður en hann notar það. Málefnaleg umræða? Eftir Valgerði Bjarnadóttur Höfundur er viðskiptafræðingur. Í UMRÆÐUNNI um skattamál fyrir þessar kosningar vill gleymast að ríkisvaldið hefur í auknum mæli tekið upp skatt- heimtu í formi þjón- ustugjalda. Þar ber hæst það sem kalla mætti því ógeðfellda nafni „sjúklinga- skattur“. Almannatrygg- ingakerfið var byrjað að byggja upp á Íslandi á fjórða áratug síðustu ald- ar eftir áralanga baráttu launafólks. Baráttan um að tryggja heilbrigð- isþjónustu óháð efnahag hafði borið árangur. Öflugt heilbrigðiskerfi fyr- ir alla óháð efnahag er kjarninn í öflugu velferðarkerfi og í raun mælikvarði á í hve manneskjulegu þjóðfélagi við búum. Allir stjórn- málaflokkar hafa stutt þetta sjón- armið. Ég vil nefna Sjálfstæð- isflokkinn sérstaklega því oft vill gleymast að hann hefur átt stóran þátt í að byggja upp það velferð- arkerfi sem við búum við í dag. Skattur á sjúklinga settur á Í Viðeyjarstjórninni 1991–1995 var byrjað á innheimtu þjónustu- gjalda á sjúkrahúsum þ.e. lagður á skattur á þá sem leituðu sér lækn- inga. Ákvörðun um sjúklingaskatt var tekin vegna slæmrar stöðu rík- issjóðs og mikils vanda í fjár- mögnun heilbrigðiskerfisins. Efna- hagslíf Íslendinga var þá í öldudal. Þrátt fyrir þetta var þetta óafsak- anleg ákvörðun af heilbrigð- isráðherra Alþýðuflokksins enda var flokknum refsað í næstu kosn- ingum. Það er því fróðlegt að heyra hvort stefna Samfylkingarinnar er sú sama í þessu máli, en eins og menn vita gekk Alþýðuflokkurinn inn í þann flokk. 50% hækkun umfram neysluvísitölu Eins og með aðra skatta hafa þeir tilhneigingu til að hækka og svo er um þennan skatt. Hlutur sjúklinga af heildarkostnaði hefur stór- hækkað á undanförnum árum. Í ný- legri Morgunblaðsgrein Ástu Möll- er, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, kom fram að kostnaður almennings vegna heilbrigðisþjónustu hefði hækkað um 50% umfram neyslu- vísitölu á árunum 1999 til 2001 og lyfjakostnaður hefur hækkað 30% umfram neysluvísitölu. Þegar rætt er um aukinn kaupmátt má ekki gleymast að flest útgjöld heimilanna hafa hækkað meira en kaupmátt- urinn og það eru þessi útgjöld sem eru að sliga heimili þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Dæmi um sjúklingaskatta En vita menn hve hár sjúklinga- skattur er í dag? Tökum raunhæf dæmi: Einstæð móðir með þrjú börn leitar sér lækninga á sjúkra- húsi og fer í margvíslegar rann- sóknir og viðtöl. Hún er ekki lögð inn á sjúkrahús. Hún þarf að greiða kr. 35.000. Ellilífeyrisþegi sem hef- ur aðeins grunnlífeyri til að lifa af þarf að fara í aðgerð hjá sérfræð- ingi. Hún þarf að greiða kr. 20.000 fyrir aðgerðina. Ungur maður greinist með krabbamein. Hann fer í viðtöl, rannsóknir o.fl. Fyrsta mán- uðinn hefur hann greitt um kr. 50.000 í „skatt“ til ríkisins. Svona mætti lengi telja. Í þessu sambandi er rétt að nefna afsláttarkortin sem sjúklingar fá þegar greiddar hafa verið 18.000 kr. Eftir það greiðir sjúklingur 1⁄3 kostnaðar. Eftir sem áður þarf sjúklingur að greiða um 6.000 kr. fyrir röntgenmyndatöku í stað 18.000. Vilja flokkarnir afnema skatt af sjúkum? Í þessum kosningum finnst mér ekki skipta meginmáli hvort stjórn- málamenn ætla að lækka skatta um 3 eða 4%. Ég undrast hins vegar hina ærandi þögn stjórnmálamanna um heilbrigðismálin fyrir þessar kosningar, eins og Árni Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Heilsu- stofnunar NLFÍ, lýsti svo ágætlega í grein í Mbl. 26. apríl sl. Það sem mér finnst skipta höfuðmáli er að fá svör frá stjórnmálaflokkunum um hvort þeir ætli að halda áfram að taka skatt af sjúklingum eða afnema þessa þjóðarskömm. Þetta er ein- föld spurning um siðferði og kristi- legt hugarfar. Ódýrasta svarið fékk ég frá Siv Friðleifsdóttur umhverf- isráðherra í útvarpsþætti um dag- inn um að sjúkir ættu að leita til heilsugæslunnar því þar hefði komugjald lækkað um 100 krónur. Veit ekki ráðherra að þar starfa ein- ugis heimilislæknar sem forskoða sjúklinga og senda þá síðan áfram til sérfræðinga eða á sjúkrahús ef eitthvað alvarlegt er að? Þá tekur við gjaldtaka sbr. hér að ofan. Og ekki byrja á rullunni um að heil- brigðiskerfið sé dýrt. Það eru ekki gild svör þegar til eru fjármunir til að byggja jarðgöng fyrir nokkra milljarða, glæsihallir eru byggðar fyrir sendiráð og Alþingi og millj- arðar fara í ferðalög embættis- og stjórnmálamanna til útlanda. Þjóðarsátt um heilbrigðiskerfi fyrir alla Við kjósendur „ráðum“ ykkur stjórnmálamennina til að reka þjóð- félagið á fjögurra ára fresti. Skatt- tekjur ríkisins hafa aldrei verið meiri. Það er ykkar að finna lausnir. Það er verðugt verkefni að leysa vanda heilbrigðiskerfisins og á að vera efst á verkefnalista næstu rík- isstjórnar. Tillögur ASÍ eru gott innlegg í þessa umræðu. Ég fullyrði að það er þjóðarsátt um rekstur á öflugu heilbrigðiskerfi sem tryggir aðgang allra óháð efnahag. Ég skora á alla stjórnmálaflokka að gefa yfirlýsingu um að afnema skatt af sjúkum. Slíkur skattur er þjóð- arskömm í velferðarþjóðfélagi. Að taka gjald af sjúkum er þjóðarskömm Eftir Jón Baldur Lorange Höfundur er kerfisfræðingur. VARAÞINGMAÐUR Samfylk- ingarinnar vill færa hringveginn frá Blönduósi svo stytta megi leiðina milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Eru frambjóðendur Sam- fylkingarinnar í Norðvesturkjör- dæmi sammála? Skyldi þessi tillaga fjölga atkvæðum þeirra á Blönduósi eða annars staðar í sýslunni? Þéttbýlisstaðir á Norður- landi vestra hafa lagt fram tillögur um eflingu og endurbætur á vega- kerfinu sem verða án efa til þess að styrkja byggðakjarna á Akureyri og þar með byggð á vestanverðu norð- urlandi. Tillögurnar eru gjörólíkar hug- myndum Örlygs Hnefils Jónssonar, varaþingmanns Samfylkingarinnar í Norðurlandskjördæmi eystra, sem vill styrkja sitt svæði með því að veikja önnur. Fyrir Blönduós er hringvegurinn auðlind. Fjölmörg þéttbýli, bæir og sveitarfélög byggja afkomu sína að meira eða minna leyti á þjónustu við ferðamenn. Nefna má Akureyri, byggðirnar við Mývatn, Egilsstaði, Kirkjubæjarklaustur, Vík í Mýrdal, Hellu, Hvolsvöll, Selfoss og Borgarnes. Auðveldlega má hugsa sér fjöl- margar breytingar á hringveginum og slíta hann frá mörgum ef ekki öll- um ofantöldum stöðum. Taka af „óþarfa“ króka og skækla, gera bein- an og breiðan veg til Reykjavíkur enda ríkir það undarlega viðhorf að tilveran hafi upphaf sitt og endi í höf- uðborginni. Ég tel það skynsamlegri byggða- stefnu að byggja upp sterkt vega- kerfi og gera byggðakjarnana í fjórð- ungunum sem sjálfstæðasta. Þannig má efla atvinnulíf, styrkja menntun og auðvelda félagslíf. Um leið aukast möguleikar á sameiningu sveitarfé- laga í stórar, rekstrarhæfar einingar. Fyrir nokkru lauk Blönduósbær við stefnumörkun í atvinnumálum og í kjölfar þess hefur ríkt nokkur Vill Samfylkingin veikja Blönduós? Eftir Sigurð Sigurðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.