Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 47
bjartsýni meðal bæjarbúa um fram- tíðina. En ekki er sopið kálið þótt í aus- una sé komið. Samfylkingarmað- urinn Örlygur Hnefill Jónsson hefur verið óþreytandi að kynna og mæla fyrir tillögu sinni til höfuðs Blöndu- ósingum en þeir eru seinþreyttir til andsvara. Nú er svo komið að hugmyndir Blönduósinga um uppbyggingu þjón- ustu við þjóðveg hafa ekki fengið náð fyrir eyrum öflugra fjárfesta sem telja hættu á að vegurinn verði flutt- ur til innan þess tíma sem hugsanleg fjárfesting ætti að skila sér til baka. Varaþingmaður Samfylkingarinnar getur því óhikað fullyrt að tillaga hans muni ekki skaða aðra fjárfesta en þá á Blönduósi. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra gaf út þá yfirlýsingu á fundi á Blönduósi fyrir nokkrum dögum að hann myndi aldrei standa fyrir því að hringvegurinn yrði færður frá Blönduósi. Nú væri fróðlegt að vita hvar aðrir frambjóðendur standa í þessu máli og þá sérstaklega fram- bjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hver er til dæmis skoðun Jóhanns Ársælssonar, sem er í fyrsta sæti listans, eða Önnu Kristínar Jónsdóttur, sem er í öðru sæti? Það er nauðsynlegt að Sam- fylkingin taki af öll tvímæli í þessu máli. Þeir sem eru hallir undir tillögu samfylkingarmannsins ættu að velta því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að veita milljarð króna í að sneiða framhjá Blönduósi í stað þess að nýta þessa fjármuni í að eyða slysa- gildrum sem eru á hringveginum víða um land. Nefna má einbreiðar brýr, allt of þrönga vegi, skort á vegriðum og vegöxlum og malarveg- ina. Í hverju liggur forgangurinn hjá Samfylkingunni? Höfundur er atvinnuráðgjafi og býr á Blönduósi. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 47 ÞEGAR lög um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 voru sett blés ekki byr- lega víða um land. Ég minnist ferð- ar með þingflokki Framsóknar um norðanverða Vest- firði árið 1989, þá sem blaðamaður. Skip voru bundin við bryggju og út- vegsmenn drógu ráðherra og þingmenn út undir vegg og báðu um liðsinni við á ná meiru lánsfé út úr bönkunum til að kaupa olíu, veiðarfæri og greiða laun. Þannig var ástandið fyrir 14 árum. Menn eru fljótir að gleyma. Lög- in voru sett undir stjórn Fram- sóknar, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Í dag boða arftakar tveggja þessara flokka afturhvarf til sósíalískra vinnubragða við stjórn fiskveiða. VG vill á tuttugu árum taka veiðiheimildirnar af þeim sem nýta þær í dag. Þriðjung á að bjóða upp á landsvísu – það er fyrirsjáanlegt að sterkustu útgerð- irnar kaupa þann þriðjung. Þriðj- ungi á að úthluta á héraðavísu – þetta er hinn eini sanni gjafakvóti og fylgir ekki sögunni hvort stjórn- málamenn á sveitarstjórnarstigi eða þingmenn eigi að úthluta hon- um. Síðasta þriðjunginn á að bjóða þeim til leigu sem verið er að fyrna veiðiheimildirnar af. Á sanngjörnu verði. Samfylkingin kallar núver- andi fiskveiðistjórnkerfi mesta ranglæti nútímans. Markaðskerfið sem Jón Sigurðsson og Jón Baldvin áttu þátt í að móta og hrinda í framkvæmd. Samfylkingin vill að kvótinn verði innkallaður í smáum, árlegum áföngum og boðinn til leigu um lengri og skemmri tíma. Þessar breytingar eru boðaðar í nafni réttlætis. En fyrir hverja er þetta réttlæti? Allt frá því að fisk- veiðistjórnunarlögin voru sett fyrir 14 árum hafa allir sem eru inni í þessu kerfi í meginatriðum unnið eftir sömu leikreglum. Yfir 80% þeirra veiðiheimilda sem menn eru að nýta í dag hafa gengið kaupum og sölum. Meginhlutann af veiði- heimildunum hafa núverandi veiði- réttarhafar keypt. Þetta hefur or- sakað tilflutning veiðiheimilda á milli byggðarlaga en fyrst og fremst hefur kvótakerfi með frjálsu framsali veiðiheimilda leitt af sér hagræðingu, sem ekki birtist ein- ungis í sérhæfingu veiða og vinnslu heldur mun nákvæmari rekstr- aráætlunum fyrirtækjanna og fram- virkum sölusamningum sem hafa leitt til betri rekstrarskilyrða. Þetta kerfi hefur skilað gríðarlegum verð- mætum inn í þjóðarbúið og er ein af undirstöðum hagvaxtar í landinu. Stöðugt rekstrarumhverfi í sjáv- arútvegi gerði sjávarútvegsfyr- irtækjunum kleift að sækja áhættu- fjármagn inn í greinina í formi hlutafjár. Lífeyrissjóðirnir, fjárfest- ingasjóðir fjármálafyrirtækja og venjulegt fólk í sparnaðar- hugleiðingum hafa á undanförnum áratug fjárfest fyrir tugi milljarða í sjávarútvegsfyrirtækjum. Einungis vegna þess að sjáv- arútvegsfyrirtækin eru nú að skila hagnaði vilja fjórir af sex stjórn- málaflokkum sem bjóða fram fyrir þessar kosningar, taka af fyrirtækj- unum veiðiheimildir og eyðileggja rekstrarumhverfi sjávarútvegsins. Í nafni réttlætis. En fyrir hverja er þetta réttlæti? Fyrir þá sem að vinna innan greinarinnar og hafa byggt upp sín fyrirtæki? Fyrir þau fyrirtæki sem hafa keypt réttinn til að nota 80% veiðiheimildanna? Fyr- ir þær tugþúsundir Íslendinga sem hafa með beinum eða óbeinum hætti fjárfest í greininni? Fyrir fjölþættan þjónustuiðnað sem hefur sprottið upp í kringum sjávarútveg sem er rekinn með hagnaði? Fyrir landsbyggðina? Tæplega því að flest þessara fyrirtækja eru stað- sett á landsbyggðinni. Eða á að gera þetta í nafni réttlætis fyrir ís- lenska þjóð sem á fiskinn í sjónum? Varla. Íslendingar hafa ekki hags- muni af afturhvarfi til sósíalisma í undirstöðuatvinnugrein lands- manna. Að sjálfsögðu þarf að spyrja gagnrýninna spurninga og leitast við að endurskoða og bæta alla lög- gjöf, þar með talin lög um stjórn fiskveiða. Það er hins vegar ekki sérstök ástæða til þess að taka á eignamyndun í sjávarútvegi eins og andstæðingar núverandi kerfis boða. Ekki frekar en að taka á eignamyndun í öðrum atvinnugrein- um. Það ekkert sem mælir með því að frjálst framsal veiðiheimilda verði afnumið. Ef menn telja nauð- synlegt að hafa útgerð á stöðum þar sem ekki eru til veiðiheimildir á einfaldlega að aðstoða heimamenn til þess að kaupa þær. Réttlætið á fyrst og fremst að vera í því fólgið að allir sitji við sama borð, leikregl- urnar séu skýrar og þær sömu fyrir alla. Í nafni réttlætis Eftir Árna Gunnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri á Sauðárkróki. Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r Sendum grænmetismat í hádeginu til fyrirtækja Sími 552 2028 fyrir hádegi áfram Ísland xd.is Sjálfstæ›isfélögin í Reykjavík eru me› opnar kosningaskrifstofur um allan bæ. Kosningaskrifstofan, Austurstræti - Sími 551 0919 - 1. maí kaffi kl. 14.00-16.00 Kosningaskrifstofan, Hjar›arhaga 47 - Sími 551 1306 - Útigrill og leikir vi› grásleppuskúrana vi› Ægisí›u kl. 15.00-17.00 Kosningaskrifstofan, Miklubraut 68 - Sími 561 1500 - 1. maí kaffi kl. 14.00-16.00 Kosningaskrifstofan, Glæsibæ - Sími 553 1559 - 1. maí kaffi eldri borgara kl. 15.00-17.00 Kosningaskrifstofan, Hraunbæ 102b - Sími 567 4011 - Útigrill og leikir vi› Árbæjarsundlaug kl. 13.00-15.00 - 1. maí kaffi á skrifstofunni kl. 16.00-18.00 Kosningaskrifstofan, Álfabakka 14a - Sími 557 2576 - 1. maí kaffi kl. 14.00-16.00 Kosningaskrifstofan, Hverafold 1-3 - Sími 557 2631 - 1. maí kaffi kl. 15.00-18.00 Kíktu í kaffi og spjall vi› frambjó›endur. Allir velkomnir. Komdu í 1. maí kaffi Gu›laugur fiór fiór›arson Katrín Fjeldsted Helga Gu›mundsdóttir Pétur H. Blöndal Sólveig G. Pétursdóttir Birgir Ármannsson Lára Margrét Ragnarsdóttir Gu›rún Inga Ingólfsdóttirr Vilhjálmur fi. Vilhjálmsson Kolbrún Baldursdóttir Helga Árnadóttir Frambjó›endur Sjálfstæ›isflokksins í Reykjavík Björn Bjarnason Geir H. Haarde Daví› OddssonSigur›ur Kári Kristjánsson Ásta Möller Ingvi Hrafn Óskarsson Soffía Kristín fiór›ardóttir Vernhar› Gu›nason Lilja StefánsdóttirGu›mundur Hallvar›sson Au›ur Björk Gu›mundsdóttir Vilborg Anna Árnadóttir Jóna Lárusdóttir MIKIÐ ÚRVAL HAGSTÆTT VERÐ LOFTPRESSUR TILBOÐ SDAGA R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.