Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 52
SKOÐUN 52 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÉG skrifaði um daginn gagnrýni á umfjöllun Morgunblaðsins um stríðið í Írak og birtist hún í blaðinu 16. apríl. sl. Daginn eftir er fjallað um gagnrýni mína í leiðara blaðsins auk þess sem Davíð Logi Sigurðs- son blaðamaður svarar með hálfsíðugrein. Ég virði það að blaðið skuli birta gagnrýni mína, en í viðbrögðunum við henni finnst mér gæta misskiln- ings. Málið er það umfangsmikið að ég bregst aðeins við nokkrum atrið- um. Frá sjónarhól gagnrýnins les- anda er sú fullyrðing fráleit að sjón- armið og skoðanir Morgunblaðsins á stríðinu í Írak hafi eingöngu kom- ið fram í forystugreinum blaðsins. Svo þvertek ég fyrir að hafa haldið því fram að fréttum og leiðaraskrif- um sé blandað saman í Morgun- blaðinu. Þar með er ekki sagt að fréttirnar séu hlutlausar. Eru allar fréttir hlutlausar? Í greiningu sem ég gerði á Íraks- efni blaðsins (rúmlega 100 titlum) 13.–22. mars sl. flokkaði ég efnið í þrjá flokka: Efni frá ritstjórn, frétt- ir og aðsent efni. Þetta kemur fram í stóru excel-fylgiskjali sem ég sendi ritstjórninni til glöggvunar, en var ekki ætlað til birtingar. Þar er hver frétt og hver grein flokkuð, mæld og metin. Í lokin eru reiknuð meðaltöl og efnið dregið saman og þar leyfði ég mér að slá flokkunum þremur saman. Hér á eftir meðhöndla ég hvern efnisflokk fyrir sig, en nið- urstaðan breytist lítið við það. Hún er eftir sem áður sú að í fleiri og stærri fréttum og greinum kemur fram stuðningur við stríðsaðgerðir. Af ritstjórnargreinum eru að mínu mati fjórar í jafnvægi, sex meðmæltar stríðinu og í einni er lagst gegn því. Í aðsendum greinum um Íraks- málið, sem eru fimm þessa daga, er þessu öfugt farið. Í fjórum þeirra er lagst gegn stríðinu en í einni eru sjónarmið nokkurn veginn í jafn- vægi. Langmest af Íraksefni þessa daga er fréttir. Ég flokkaði þær og mat eins og sést í töflunni. Stærð þeirra er ekki metin í dálksenti- metrum heldur breidd hverrar fréttar og greinar í dálkum talið, því ég tel það gefa betri mynd af vægi greinarinnar. Fréttir Fjöldi frétta Meðalbreidd: dálkafjöldi Hlutlausar: 12 2,5 Í jafnvægi: 27 2,5 Með stríði 31 3,7 Móti stríði 18 2,8 Samtals 88 Skilgreiningar: Með stríði: Metið er val á við- fangsefni og viðmælendum og það sem sagt er, hvort vinsamleg af- staða eða hvatning til stríðs sé þar í fyrirrúmi. Móti stríði byggist á hliðstæðum forsendum nema þar er afstaða gegn stríði í fyrirrúmi. Fréttir teljast hér hlutlausar ef lítið fer fyrir afstöðu til stríðsins, hvort það sé af hinu góða eður ei. Fréttir teljast vera í jafnvægi ef skoðanir með og á móti stríði eru nokkurn veginn jafnfyrirferðar- miklar í fréttinni. Sá sem vill gagnrýna þetta mat mitt verður að líta á excel-töfluna stóru, en þar sést hvernig ég hef metið hverja einstaka frétt og hverja grein. Ritstjórn Mbl. fær þau gögn öðru sinni með grein þessari og aðrir sem vilja sjá þau geta haft samband við undirritaðan í vald- ur@gi.is. Ég fagna því ef fleiri rýna í þessi gögn, því matið er huglægt og sökum skorts á tíma og sérþekk- ingu eru þar eflaust ýmsir gallar. Í leiðaranum er upplýst að það sé ekki sama fólkið sem skrifar fréttir og leiðara í blaðið. En það breytir ekki því að í báðum þessum efnis- flokkum: leiðurum og fréttum, koma fram skoðanir sem eru mis- hliðhollar stríðsrekstrinum í Írak. Þó er ljóst að í leiðurum koma þess- ar skoðanir fram með beinum hætti, en óbeint í fréttum. Fréttir og skoðanir Ritstjóri segir: „Hverjum einasta blaðamanni, sem hafið hefur störf á ritstjórn Morgunblaðsins í marga undanfarna áratugi, hefur verið kennt það grundvallaratriði á fyrsta degi, að í fréttum blaðsins megi ekki vera skoðanir, hvorki blaðamanns- ins né blaðsins sjálfs.“ Ritstjórinn skýrir þetta nánar: „Fréttir eru frá- sagnir af atburðum eða ummælum manna um tiltekna atburði. Birtist frétt á forsíðu um mikla sókn Bandaríkjahers inn í Írak jafngildir sú frétt ekki því að Morgunblaðið sé að lýsa stuðningi við þá hernaðar- aðgerð.“ Það er ögn flóknara mál að greina þá afstöðu sem fréttirnar miðla. Af- staðan ræðst einkum af því hvað tal- ið er fréttnæmara en annað og hvaða stöðu fréttin fær í blaðinu (forsíðu- eða innsíðufrétt, eindálkur eða breiðsíða o.s.frv.). Auðvitað skiptir meginmáli hvaða fréttir rata yfirhöfuð á síður blaðsins og í hve miklum mæli. Því tel ég þá skoðun mína ekki fráleita að á forsíðu Morgunblaðsins hafi ýmist verið að finna stuðning eða andmæli við stríðið í Írak. Stuðningurinn eða andmælin koma ekki fram í orðum blaðamanna Morgunblaðsins heldur í orðum og myndum þeirra heimild- armanna sem blaðamennirnir gefa orðið á síðum blaðsins. Hljóta ekki allir blaðamenn að gera sér grein fyrir þessum vanda? Ólík umfjöllun fjölmiðla um Íraksmálið er mikið til umræðu víða um lönd. Spyrja má hvað ráði því að Stöð 2 og RÚV birta oft sömu fréttamyndirnar þaðan. Er úr svo litlu að velja eða hvað? Fróðlegt væri að sjá á prenti þau viðmið sem fréttamenn Morgunblaðsins höfðu er þeir völdu fréttaefnið í blaðið og skipuðu því á síður. Þar mættu m.a. koma fram rök fyrir því að nota fréttir frá AP og AFP í svo ríkum mæli. Er það vegna þæginda eða eru þær taldar hafa svo margt til síns ágætis umfram aðrar heimild- ir? Er t.d. óhugsandi að afstaða rit- stjóra Morgunblaðsins, Sjálfstæðis- flokksins og íslensku ríkisstjórnarinnar hafi haft áhrif á hvaða fréttir urðu fyrir valinu? Í Morgunblaðinu 25.4. sl. er at- hyglisverð grein eftir Þorbjörn Broddason, fræðimann á sviði fjöl- miðlunar, þar sem hann leggur orð í þennan belg. Hann segir m.a.: „Fréttnæmi atburða er háð mati þeirra sem velja fréttirnar. Frétta- stjórar og fréttamenn hafna fjölda frétta fyrir hverja eina sem þeir birta.“ Þorbjörn segir einnig: „Þeg- ar litið er yfir löng tímabil hlýtur fréttamat og fréttameðhöndlun að endurspegla stefnu og hugsjónir blaðs í víðum skilningi – annað næði í raun engri átt. Og þessi niðurstaða getur samrýmst því prýðilega að hver einstök frétt sé sönn og vel unnin.“ Fréttamat Morgunblaðsins Fréttir eru ekki hafnar yfir gagn- rýni og starfsfólk Morgunblaðsins ekki heldur. Ég er alls ekki „að halda því fram að í stað þess að skrifa fréttir sé það að skrifa áróður fyrir ákveðin sjónarmið“. Þegar ég gagnrýni fréttaflutninginn er ég einfaldlega að gagnrýna fréttamat blaðsins. Taki það til sín þeir sem eiga, en ég er ekki að gera lítið úr neinum. Látum svo tímann leiða það í ljós hvort hafi verið merkari frétt: Gangur árásanna á Bagdad eða mótmæli milljóna manna gegn þeim. Mér finnst athyglisvert við um- ræddan leiðara að þar er engin til- raun gerð til að hrekja tilgátu mína um að Morgunblaðið sé kosninga- málgagn Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir, þrátt fyrir að vera að vissu marki opið fyrir greinum frá fylgismönnum annarra flokka. Sú tilgáta hlýtur að standa þar til hún hefur verið hrakin. Ég vona að Morgunblaðið jafni sig sem fyrst eftir kosningar, að stefna þess verði óháðari stærsta stjórnmálaflokki landsins og fréttir þess birti okkur fjölskrúðugar myndir af heiminum öllum – að þar verði horft til allra átta. Þá mun ég aftur gerast áskrifandi. ATHUGASEMDIR VIÐ LEIÐARA OG GREIN Í MBL. 17. APRÍL SL. Eftir Þorvald Örn Árnason „Þegar ég gagnrýni fréttaflutn- inginn er ég einfaldlega að gagnrýna fréttamat blaðsins. Taki það til sín þeir sem eiga, en ég er ekki að gera lítið úr neinum.“ Höfundur er framhaldsskólakennari. FYRIR tæpum tveimur árum eða 2. júní 2001 skrifaði ég grein í Mbl. undir fyrirsögninni „Kvóta- uppgjörið“. Eins og nafnið bendir til var ég eftir meira en 15 ára andóf gegn fisk- veiðistjórn- unarkerfinu að gera upp við það og lýsa skoðunum mínum á því og af- leiðingum þess. Ég reiknaði með að það yrði lokaorð mitt í þessu stærsta máli lýðveldistímans og jafnvel í sögu þjóðarinnar. En um- ræðan að undanförnu, einkum sá linnulausi hræðsluáróður og grímulausa sérhagsmunagæsla sem komið hefur í ljós á síðustu vikum, hefur opnað „kvótakvik- una“ hjá mér aftur. Loksins, loksins Nú er svo komið að fjórir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til Alþingis í vor og 80% þjóð- arinnar telja nauðsynlegt að vinda ofan af fiskveiðistjórnunarkerfinu. Augu flestra manna fyrir óréttlæt- inu, fjármagnstilfærslunum og ár- angursleysi kerfisins í „uppbygg- ingu“ fiskistofnanna hafa opnast. Réttlætiskennd meirihluta þjóð- arinnar er svo freklega misboðið, að stórir hópar fyrrverandi stuðn- ingsmanna stjórnarflokkanna hafa stigið þau erfiðu skref að lýsa yfir stríði gegn fyrri samherjum sínum vegna varðstöðu þeirra við þetta kerfi. Það er því ekki nema von að ég fagni og segi: loksins, loksins! Ógnin mikla Nú reka kvótatrúarmennirnir og sérhagsmunaöflin mikinn hræðsluáróður um, að allt fari á hliðina í samfélaginu og hörmung- artími renni upp fyrir byggðir landsins ef ákveðið verði að skila þjóðinni í áföngum lögboðinni sameign hennar sem gengið hefur kaupum, sölum og einkaveðsetn- ingu á síðustu árum. Uppbygging fiskistofnanna muni frestast eða misfarast með öllu, öll hagræð- ingin fara út í veður og vind, at- vinnuleysi og eymd muni falla yfir flest sjávarpláss landsins og fleira hræðilegt muni gerast ef farin verði svokölluð fyrningarleið á næstu 5–10 árum. Í þessu sam- bandi er rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum. Í fyrsta lagi eru sem betur fer starfandi mörg svo öflug útgerðarfyrirtæki á landinu, að árleg 10% innköllun á aflaheim- ildum, sem síðar yrðu sett á mark- að, sem þessi sömu fyrirtæki gætu leigt sér á jafnræðisgrundvelli við önnur fyrirtæki, myndi áreið- anlega ekki setja þau á hausinn. Fyrirtæki eins og Samherji, ÚA, Síldarvinnslan, Hraðfrystihús Eskifjarðar og mörg önnur smærri fyrirtæki munu að sjálf- sögðu laga sig að þessum breyt- ingum alveg eins og þau hafa lag- að sig að leikreglum þess kerfis sem við búum við. Í öðru lagi sýn- ir sagan að fyrirtæki koma og fara í útgerð eins og í öllum atvinnu- greinum án þess að til verði ein- hver moldríkur og allsráðandi erfðaaðall eins og núverandi kerfi býður upp á. Kveldúlfur og Sam- bandið dóu drottni sínum og þjóð- félagið lifði það af hörmung- arlaust. Í þriðja lagi er svo rétt að vekja athygli á að minni en enginn árangur hefur orðið í 20 ár við uppbyggingu fiskistofna (hver sem ástæðan er) og hagræðingin síðan 1990 hefur m.a. skilað sér í því að skuldir sjávarútvegsins hafa margfaldast og nema nú um 200 milljörðum, auk þess sem flestar fasteignir og önnur mannvirki í sjávarbyggðum landsins eru meira og minna verðlaus. Réttlæti og samfélagsgerð Annars snýst baráttan um fisk- veiðistjórnarkerfið ekki nema að hluta um tilvist einstakra byggð- arlaga og fyrirtækja eða um upp- byggingu fiskistofna og rekstr- arhagræðingu. Hún snýst í mínum huga fyrst og fremst orðið um réttlæti og samfélagsgerð. Þetta kerfi særir réttlætiskennd flestra sem um það hugsa og á meðan við búum í lýðræðissamfélagi hlýtur það aðeins að vera spurning um tíma hvenær slíkt fyrirkomulag hrynur. Annars fer kannski að styttast í, að við getum reiknað með frelsi og lýðræði undir þessu kerfi. Fyrir nokkrum vikum hitti ég þingmannsefni í einu lands- byggðarkjördæmanna, sem ég spurði hvort nú ætti ekki að halda uppi öflugum málflutningi gegn fiskveiðistjórninni. Hann hallaði sér upp að mér og sagði nánast í hálfum hljóðum: „Við frambjóð- endur verðum að fara varlega í þetta mál í byggðarlögum þar sem eitt fyrirtæki á nánast allar veiði- heimildir staðarins. Þar vill fólkið ekki hætta vinnu sinni eða stöðu með því að lýsa opinberlega yfir andstöðu við kerfið, jafnvel þorir það ekki kjósa þá sem eru á móti. Það óttast, að einn góðan veð- urdag taki sægreifinn allt sitt haf- urtask og flytji í „jákvæðara um- hverfi“ verði gagnrýnin of hávær.“ Því spyr ég þig lesandi góður. Er það svona samfélag sem við viljum festa í sessi? Er þetta þjóðfélags- gerðin sem eitt elsta lýðræðissam- félag í heimi ætlar að búa við á 21. öldinni? Samfélagsgerð, sem vissulega er þegar er orðið til í smáum stíl þar sem sveitarstjórn og almenningur tiplar á tánum og hvíslar til að styggja ekki fuglinn sem liggur á fjöreggi staðarins. Kannski skipta sveitarstjórn- arkosningar í slíku umhverfi nú þegar ekki svo ýkja miklu máli. Og þegar kvótinn verður orðinn eign 5–10 fyrirtækja á landinu, verður kannski í reynd óþarfi að kjósa Alþingi og ríkisstjórn. Ég kaus ekki í Alþingiskosn- ingum fyrir átta árum, þar sem enginn þáverandi stjórnmálaflokka hafði stefnu gegn kvótakerfinu. Ég kaus heldur ekki fyrir fjórum árum, þótt einn flokkur væri þá beinlínis í framboði gegn kerfinu. En nú ætla ég að kjósa. Ég get verið hægri maður, miðjumaður eða vinstri maður; ég á alla kosti á að kjósa með réttlætinu, frelsinu og lýðræðinu og gegn misréttinu, helsinu og lénsveldinu. Og fyrir mér eru önnur mál hér á landi smámál í samanburði við þetta lang-langstærsta þjóðfélagsmál samtímans. Hræðsluáróður og kvótatrú Eftir Magnús Jónsson Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um fiskveiðar og þjóðfélagsmál. Í KASTLJÓSINU þann 13. apr- íl síðast liðinn sagðir þú: „Hérna er aftur og aftur farið með fullyrðingar – og því miður verð ég að segja og ég er alveg undrandi á því að menn skuli gera þetta – farið aftur og aftur með hrein ósannindi, af- skaplega óþægilegt í umræðunni. Það er bara fullyrt að fátækt sé að aukast, engar tölur benda til þess. Það er fátækt, og við við- urkennum það öll í öllum heim- inum, minnst fátækt hér í öllum löndum og fátækt hefur farið minnkandi, hitt er fullyrt.“ Í ljósi þessarar fullyrðingar væri afar vel þegið – og kæmi sér afar vel fyrir umræðuna – ef þú birtir þær tölur nú fyrir kosning- arnar sem þú byggir á fullyrðingu þína um að fátækt á Íslandi sé minnst í heiminum og fari minnk- andi. Herra forsætis- ráðherra, áttu tölur um fátækt? Eftir Helga Hjálmarsson Höfundur er verkfræðingur. Alltaf á þriðjudögum UMRÆÐAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.