Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Davíð móðurbróðir minn var þriðja barn foreldra sinna. Þegar hann fæddist, í Hlíð í Hrunamannahreppi, voru fyrir bræðurnir Sigurjón, fimm ára, og Jón, tveggja. Ári á eftir Davíð fæddist Guðberg- ur, þá Jóhanna rúmu ári þar á eftir og síðast komu tvíburarnir Guð- mundur og Guðrún þegar Davíð var nýorðinn átta ára. Systkinin eru því sjö, fædd á árunum 1917–1931, og er Davíð sá fyrsti þessa hrausta og vel gerða systkinahóps sem kveður þennan heim. Samheldni, virðing og væntumþykja hafa alla tíð einkennt samskipti systkinanna og það var sá bæjarbragur sem ég ólst upp við á heimili afa og ömmu á Jaðri í Hrunamannahreppi en þangað höfðu þau flust vorið 1926. Davíð og Bergur voru sérstaklega samrýndir og mér er sagt að þegar þeir voru krakkar hafi þeir yfirleitt leiðst hönd í hönd. Þegar ég man fyrst eftir mér, seint á fimmta áratugnum, höfðu Davíð og Bergur báðir lokið bú- fræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri og ráku þeir búið á Jaðri í félagi við afa, sem þá var á sex- tugsaldri. Á starfsævi minni hef ég varla kynnst jafnhnökralausu sam- starfi eins og þessara feðga né eins góðu skipulagi verka og fram- kvæmda. Allir hlutir áttu sinn stað og allar framkvæmdir áttu sinn tíma. Fyrirhyggja réð ferð og aldrei stóð á framkvæmdum vegna skorts á undirbúningi. Lambamerkin voru smíðuð síðla vetrar svo ekki stæði á DAVÍÐ BRYNJÓLFUR GUÐNASON ✝ Davíð Brynjólf-ur Guðnason fæddist í Hlíð í Hrunamannahreppi hinn 14. desember 1922. Hann lést í Reykjavík hinn 30. mars síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey. þeim í annríki sauð- burðar. Heyvinnuvélar voru hýstar á haustin og yfirfarnar og gerð- ar klárar fyrir slátt. Veilur í girðingum ollu ekki vanda. Bókhaldið var fært þegar færi gafst. Haldnar voru nákvæmar skýrslur um fóður og afurðir mjólkurkúnna svo og um afurðir af hverri kind. Á hverju ári barst búinu viðurkenn- ing frá Mjólkurbúi Flóamanna fyrir að hafa undantekningarlaust framleitt mjólk í hæsta gæðaflokki. Þrátt fyrir góðan árangur og gott vald á rekstri búsins tel ég að Davíð hafi í raun haft meiri áhuga á ýmsu öðru en landbúnaði. Hann hélt heimili með foreldrum sínum en þegar þau gerðust ellimóð og brugðu búi ákvað Davíð einnig að hætta búskapnum um miðjan sjö- unda áratuginn. Hann gerðist starfsmaður vatnamælingardeildar Raforkumálaskrifstofu (síðar Orku- stofnunar) og gegndi því starfi til eftirlaunaaldurs. Starfið og fé- lagsskapurinn við Sigurjón Rist, Eberg Ellefsen og aðra starfsfélaga í vatnamælingunum og á Orkustofn- un átti vel við Davíð og greinilegt að hann naut sín vel á þeim vettvangi. Kímni og hófstilltur frásagnarstíll einkenndi umfjöllun hans af slark- sömum og oft hættulegum vetrar- ferðum sem framan af voru farnar á frumstæðum farartækjum og af æv- intýrum þeirra félaga á ferðunum um landið. Sögurnar hans Davíðs úr daglega lífinu voru fyndnar og af- skaplega skemmtilegar á að hlýða. Davíð var meðal þeirra móður- systkina minna sem lögðu virka hönd á plóg við uppeldi mitt. Hann reyndi að innræta mér hófsamt líf- erni og skefjar í samskiptum og orðavali. Með hógværð og fullkom- inni yfirvegun sýndi hann mér að frekja og yfirgangur væri mér sjálfri til vansa og hann gerði sér einnig far um að gleðja mig ef eitt- hvað bjátaði á. Með honum varð uppþvotturinn að námskeiði í sýkla- vörnum og hann gerði mér ljóst hver væri hinn raunverulegi til- gangur með hreinsun mjaltavél- anna. Eins og aðrir á heimilinu fylgdist hann með heimanámi mínu og gerði það áhugavert. Eftir því sem árin líða lærðist mér betur að meta það veganesti sem hann smurði í mal minn fyrir lífsgönguna. Seinna, þegar Davíð flutti til Reykjavíkur, bjó hann með okkur Gunnari, eiginmanni mínum, í nokk- ur ár eða þar til hann kvæntist eft- irlifandi eiginkonu, Elsu Þorvalds- dóttur. Oft fengum við Gunnar og Björg systir lánaðan bílinn hans Davíðs og eða þá að við fórum í ferðalög með honum. Hann hélt áfram að leiðbeina mér og ég minnist þess að eitt sinn á jólaföstu kom hann heim úr fjalla- ferð þegar ég var að myndast við að baka hveitikökur til jólanna eins og amma hafði gert. Hann leit snöggt á aðfarirnar og sagði: „Þú átt ekki að gera þetta svona.“ Svo snaraðist hann úr yfirhöfninni og sýndi mér réttu handtökin. Það var gott að hafa Davíð í návist sinni og ég þakka þau ár sem hann var með okkur. Ýmsir vekja athygli samferða- manna sinna með framgirni og velj- ast til forystu. Davíð var ekki þeirr- ar gerðar en það situr eftir sem hann hélt á lofti af hógværð. Hann hafði ríka réttlætiskennd og ákveðnar stjórnmálaskoðanir. Hann var einlægur stuðningsmaður fé- lagshyggju og jafnaðar og hafði heilsteypt rök fyrir þeirri lífsskoðun að öllum mönnum bæri virðing og réttlæti. Hann leitaði hins æðsta til- gangs með lífi okkar hér á Jörð og kvaddi í sátt við Guð og menn með fullvissu um framhald. Blessuð sé minning Davíðs Brynjólfs Guðnasonar. Lilja. Davíð móðurbróðir minn stóð á áttræðu þegar hann kvaddi þennan heim þann 30. mars síðast liðinn eft- ir að hafa greinst með krabbamein aðeins nokkrum vikum fyrr. Meðal þeirra ættingja minna sem áttu ríkastan þátt í uppeldi mínu og ég minnist frá uppvaxtarárum mín- um á Jaðri er Davíð frændi. Ásamt Bergi, Gunnu frænku og afa og ömmu lagði hann hornsteininn að uppeldi mínu. Þetta góða fólk hljóp undir bagga með mömmu og miðl- aði mér af viskubrunni sínum og gaf mér vegarnesti sem ekki þrýtur. Það er margs að minnast þegar ég læt hugann reika yfir æskuárin á Jaðri og þátt Davíðs í lífi mínu þar. Upp í hugann kemur mynd þar sem ég sat á heystabba í hlöðunni og Davíð var að gefa kúnum. Milli þess sem hann bar föngin fram í fjós hlýddi hann mér yfir margföld- unartöfluna og hætti ekki fyrr en ég var búin að ná henni nokkurn veg- inn. Síðar, þegar ég var komin í barnaskólann, þótti mér víst margt áhugaverðara en skólabækurnar. Davíð var óþreytandi að kenna mér og hlýða mér yfir heimanámið. Fyr- ir prófin sat hann yfir mér og sá til þess að ég kynni það sem til var ætlast. Þegar ég hafði aldur til að sækja sveitaböllin keyrði hann mig um flestar helgar og hann gerði yfir höfuð flest það sem ég bað hann um. Davíð studdi mig oft fjárhagslega. Meðal annars man ég að hann, ásamt Gunnu frænku, styrkti mömmu til að kaupa reiðhjól handa okkur systrunum. Eftir að ég veiktist heimsótti hann mig reglulega og gladdi mig með spjalli og góðum fyrirbænum. Hann var einnig duglegur að heim- sækja mömmu á hjúkrunarheimilið og fyrir það erum við systurnar þakklátar. Það eru mikil forréttindi að hafa alist upp með manni eins og Davíð og kynnst lífsskoðunum hans og hinni sterku siðferðiskennd og sam- viskusemi sem einkenndi hann. Guð blessi minningu Davíðs. Björg. Elskulegur frændi okkar og vinur, ÞORSTEINN HERMANNSSON rafvirki, lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 15. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Hermannsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR V. SNÆDAL, Brekkuseli 12, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, þriðjudaginn 29. apríl. Björg Sigvarðsdóttir, Smári G. Snædal, Sigþrúður Ingimundardóttir, Ásrún Snædal, Svavar Björnsson, Óttar Snædal, Gígja Svavarsdóttir, Egill Gunnarsson, Harpa Snædal, Tómas Buchholtz, Höskuldur Svavarsson, Gunnlaugur Bjarki Snædal, Þóra Björg Gígjudóttir, Sjöfn Egilsdóttir, Svavar Egilsson. Ástkær eiginmaður minn, ÓLAFUR ÞÓRÐARSON bóndi, Ökrum, andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, mánudaginn 28. apríl . Útför verður auglýst síðar. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Ökrum. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALTÝR JÚLÍUSSON, Hítarneskoti, Kolbeinsstaðahreppi, verður jarðsunginn frá Kolbeinsstaðakirkju laugardaginn 3. maí kl. 13.00. Jarðsett verður í Akrakirkjugarði. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness. Reynir Valtýsson, Berglind J. Gestsdóttir, Bjarni Valur Valtýsson, Margrét G. Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Nancy Morgan, Kenneth Glenn Morgan, Ingi Björgvin, Vala Kolbrún, Gestur Már, Gunnlaugur Ragnar, Andri Valtýr, Signý Rún, Guðbjörg Peggý, Lísa Ann, Kathy Lynn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, KJARTAN FRIÐBJARNARSON kaupsýslumaður frá Siglufirði, lést þriðjudaginn 29. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Alida Olsen Jónsdóttir, Daníel Jón Kjartansson, Alda Kjartansdóttir, Edda Kjartansdóttir, Ómar Kjartansson, Súsanna Kjartansdóttir, Kjartan Kjartansson, Sigríður Kjartansdóttir. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mið- vikudaginn 30. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjörg J. Erlendsdóttir, Kristján T. Sigurðsson, Sigurður Árni Kristjánsson, Kristján Ingi Kristjánsson, Elín Svafa Bjarnadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, PÁLL ÓLAFSSON fyrrverandi verslunarstjóri Jes Zimsen, Álfheimum 44, andaðist á líknardeild Landspítalans Kópavogi miðvikudaginn 30. apríl. Útförin auglýst síðar. Guðrún Ásgerður Jakobsdóttir, Ólafur Pálsson, Sigrún Hálfdánardóttir, Gunnar R. Pálsson, Kristín Jóhannsdóttir og barnabörn. Ástkær sambýliskona mín, ÁGÚSTA GUÐJÓNA GUÐJÓNSDÓTTIR, lést á Salgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg miðvikudaginn 9. apríl. Hún verður jarðsungin frá Neskirkju þriðju- daginn 6. maí kl. 13.30. Kristinn Magnús Magnússon og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.