Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 58
FRÉTTIR 58 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Páll J. Árdal orti vísuna Rangt var farið með nafn höfund- ar vísunnar um þegnskylduvinnu, sem birt var í Viðhorfi í gær. Páll Jónsson, sem einnig kallaði sig Pál J. Árdal, orti vísuna árið 1903 og birtist hún í Ljóðmælum hans árið 1905. Vísan er svohljóðandi: Ó, hve margur yrði sæll og elska myndi landið heitt mætti hann vera í mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt. LEIÐRÉTT ÁHUGAHÓPUR um verndun Þjórs- árvera hefur sent forustu Fram- sóknarflokksins bréf þar sem þess er farið á leit að formaður Framsókn- arflokksins hlutist til um að úrskurð- ur Jóns Kristjánssonar, setts um- hverfisráðherra, um Norðlinga- ölduveitu, eins og hann var kynntur, verði virtur. Í bréfinu segir að úrskurður Jóns Kristjánssonar, eins og hann var kynntur, hafi virst það vel ígrund- aður að sátt gæti tekist um hann, þrátt fyrir mismunandi áherslur deiluaðila. Veigamesti þátturinn í því að úrskurðinum var svo vel tekið var svokölluð aurskolunarútfærsla, og að lónið er nánast í árfarveginum, og gangi sáralítið upp á grynningar og gróið land. Lögð hafi verið til grund- vallar tillaga VST, sem miðast við lónhæð í 566 metrum yfir sjávarmáli. Nú beri hins vegar svo við að Landsvirkjun vinni að stíflu í allt að 568,5 metra hæð yfir sjávarmáli. Vís- að er í bréfinu til fundar sem haldinn var í Reykjavík í síðustu viku fyrir tilhlutan náttúruverndarsamtaka en þar lýstu fulltrúar allra stjórnmála- flokkanna, sem setu eiga á Alþingi, yfir þeim skilningi á úrskurðinum að þar sé gengið út frá 566 metra hæð yfir sjávarmáli og engu öðru. Samtökin ítreka að ef sú sátt sem virtist ætla að verða um úrskurð um- hverfisráðherra eigi að halda verði orð að standa. „Verði lónhæðin ekki sú sem gengið var út frá þegar úr- skurðurinn var kynntur, 566 metrar yfir sjávarmáli, er verið að blekkja almenning og engin sátt um hann með augljósum ófriði og afleitri nið- urstöðu fyrir land og fólk,“ segir í bréfinu. Vilja að úrskurður verði virtur SKIPTAR skoðanir hafa verið um Morgunvaktina, þátt sem hóf göngu sína á samtengdum rásum 1 og 2 hjá Ríkisútvarpinu 3. mars síðastliðinn. Þátturinn, sem er klukkustundar- langur, rammast inn af fréttayfir- litum en inn á milli eru dægurmálin rædd. Dyggir hlustendur morgun- þáttar rásar 1 á RÚV hafa margir hverjir lýst óánægju sinni með þátt- inn í lesendabréfum Morgunblaðs- ins. „Fyrstu niðurstöður úr könnun- um um útvarpshlustun á samteng- ingu rásanna lofar mjög góðu,“ sagði Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri. „Þátturinn hefur mælst mjög vel fyrir hjá fólki sem hefur áhuga á að fylgjast með enda hefur talsvert verið um að fjalla þessar vikurnar og verður áfram. Ég býst alveg við því að það séu öll efni til þess að gera þetta að mjög kröftugum frétta- og dægurmálaþætti,“ sagði Markús. Markús sagðist þó einnig hafa orðið var við kvartanir vegna þátt- arins. „Það er nú bara hlutur sem við áttum von á. Við bjuggumst til dæmis fyrirfram við kvörtunum þegar við færðum fréttatímann fram. Reynslan hefur svo leitt í ljós að þetta var hárrétt ákvörðun. Það er alltaf svo að þegar um er að ræða veigamiklar breytingar, þar sem við tengjum saman dagskrá á tveimur rásum, þá eru ekki allir sáttir. Síðan er auðvitað spurning um þessa stærri hagsmuni okkar og hvernig við stöndum í samkeppninni við aðra miðla og með það fyrir augum að koma á framfæri öflugri fréttaum- fjöllun á þessum hlustunartíma sem hefur verið mjög vaxandi á allra síð- ustu árum. Fólk er farið að einbeita sér meira að útvarpshlustun en áður var og við erum að færa þessa dag- skrá okkar framar á morguninn.“ Markús sagði fólk vera komið fyrr á fætur og tilbúið til þess að fylgjast með fréttunum. Ekki væri á stefnu- skránni að breyta þættinum, né heldur að hætta samtengingunni. Hafa hug á að halda Morgunvaktinni áfram ÁRSÞING Þjóðræknisfélag Íslend- inga í Vesturheimi, INL, fer fram í Edmonton í Kanada 1. til 4. maí og er útlit fyrir að þetta verði eitt fjöl- mennasta þingið til þessa, en það er nú haldið í 84. sinn. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra verður aðalræðumaður þingsins, en á meðal ræðumanna verða Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada, Korn- elíus Sigmundsson, aðalræðismað- ur í Winnipeg, og Hjálmar Árnason alþingismaður. Í fjölbreyttri dag- skrá skemmta meðal annars Halla’s Travels eða Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafnsson og Egill Ólafs- son. Íslendingafélagið Norðurljós sér um skipulagninguna og segir Wal- ter Sopher, forystumaður í félaginu og 2. varaforseti INL, að gert sé ráð fyrir um 225 gestum á þingið og um 350 manns í heiðurskvöldverðinn á laugardagskvöld. Í fyrra fór þingið fram í Bandaríkjunum í fyrsta sinn, í Minneapolis, og sóttu það um 350 manns. Morgunblaðið/Steinþór Fulltrúar félagsins Esju í Árborg í Kanada á þjóðræknisþinginu í Minnea- polis. F.v. David Gislason, Svava Sæmundsson og Elva Sæmundsson. Mikil þátttaka í þjóð- ræknisþingi í Edmonton Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 33.240kr. Topptilbo› til Alicante Frábært vikutilbo› ogbíll í plús 21. maí 46.340kr.. Mallorca 22. maí Innifalið: Flug í F flokki og bíll í A flokki í Plús í 1 viku og allir flugvallarskattar. Miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 ferðast saman 36.630 kr. 36.440kr. 21. maí Innifalið: Flug í F flokki og bíll í A flokki í 2 vikur, en þú greiðir bara fyrir 1 viku og allir flugvallarskattar. Miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 ferðast saman 43.030 kr. Innifalið: Flug, gisting á Pil Lari Playa í 1 viku, ferðir til og frá flugvelli erlendis, flugvallarskattar og bíll í A flokki í 3 daga. Miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 ferðast saman 49.830 kr Anna› frábært vikutilbo› 29.950kr. Benidorm 22. maí Innifalið: Flug, gisting í íbúð í 1 viku, ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. Miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 ferðast saman 39.990 kr á mann á mann á mann á mann OPIÐ HÚS UM HELGINA Djúpmannabúð í Mjóafirði Sighvatur Lárusson Sími 864 4615 sighvatur@remax.is Heimilisfang: Djúpmannabúð Mjóafirði við Ísafjarðardjúp. Stærð eignar: 172 fm Brunabótamat: 18,0 millj. Byggingarár: 1974-1988 Áhvílandi: 0 millj. Verð: 9,8 millj. Veitingaskáli og sumarhús ásamt öllum tækjum til rekstrar. Skáli 100,2 fm, salerni og eldhús, milli- bygging 26,9 fm. Starfsmannahús 46,4 fm, flytjanlegt. Þessi eign hentar vel fjölskyldu eða fyrir veiðihópa, vinahópa, félagasamtök. Einstök náttúrufegurð gefur staðn- um mikla möguleika. Eigendur verða á staðnum um helgina. Viggó Jörgensson lögg. fasteignamiðlari FASTEIGNASALAN BÚI ÁFANGASKÝRSLA um gervi- hnattasendingar RÚV var kynnt á útvarpsráðsfundi á þriðjudag en sér- stakur starfshópur hefur verið sett- ur á laggirnar til að fara yfir mögu- leika á því að RÚV efli dreifikerfi sitt með stafrænum útsendingum um gervitungl í framtíðinni. „Við leggj- um höfuðáherslu á að með gervi- hnattasendingum yrði mótttaka um borð í far- og fiskiskipum á helstu miðum og siglingarleiðum möguleg. Einnig myndu móttökuskilyrði á landi batna og þeim stöðum fækka til muna þar sem sjónvarp sést illa eða ekki. Síðast en ekki síst gætu Íslend- ingar á Norðurlöndum og víðast hvar í Evrópu séð útsendingar sjón- varpsins,“ segir Markús. Að sögn Markúsar er erfitt að segja til um hvenær slíkar útsendingar gætu komist á, tæknilegar forsendur séu fyrir hendi en þetta velti fyrst og fremst á fjármögnun. „Vonandi verður innan tíðar hægt að móta ákveðna stefnu um hvernig verður staðið að þessum málum, hvort við förum í alvöru og þá tiltölulega hratt inn á þessa braut. Það tengist meðal annars áætlunum um að hefja staf- rænar sjónvarpsútsendingar hér á landi en sérstök nefnd á vegum sam- gönguráðuneytisins hefur verið að vinna að áætlunum á því sviði. Það er mjög brýnt að fjalla um hugsanlegar gervihnattaútsendingar jafnframt því, það er að segja að stafrænar út- sendingar færu þá í gegnum gervi- hnött en ekki einvörðungu um ljós- leiðara og jarðnet,“ segir Markús. Útsendingar RÚV í gegnum gervihnött í framtíðinni INGA Sigurðssyni bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar hefur verið falið að ganga frá bréfi til efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra þar sem óskað verður eftir því að lög- reglan kanni málefni Þróunarfélags Vestmannaeyja en tillaga þess efnis var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. Andrés Sigmundsson, forseti bæjarstjórnar, segir að það sé stefna meirihlutans í bæjar- stjórn að þróunarfélagið verði lagt niður í fyllingu tímans. „Það er ekk- ert annað í stöðunni. Því miður hef- ur markmiðið með stofnun félagsins ekki náðst. Þetta er búið að vera ein sorgarsaga seinni árin. Rekst- urinn hefur gengið mjög illa, fjár- festingar hafa ekki skilað sér og þetta hefur verið bænum óskaplega dýrt,“ segir Andrés. Hann segir að finna verði atvinnuuppbyggingu í Vestmannaeyjum annan farveg. „ Við munum snúa okkur að því að byggja upp í samvinnu við aðila sem hafa komið að atvinnuupp- byggingu hér og við munum óska eftir að fleiri aðilar komi að slíkri uppbyggingu. Það verður að koma miklu meira líf og meiri kraftur í atvinnulífið hér í Vestmannaeyjum. Annars munum við tapa héðan fólki endalaust,“ segir Andrés. Sem kunnugt er hefur félagsmálaráðu- neytið gert alvarlegar athugasa- emdir við ýmis atriði sem varða rekstur þróunarfélagsins og óskað eftir því að bæjarstjórn Vest- mannaeyja grípi til aðgerða til þess að koma lagi á reksturinn. Lögreglan kanni málefni Þróunarfélagsins HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra hefur ákveðið að setja á laggirnar sérstaka vinnunefnd til að fara yfir það hvort rétt sé að sameina yfirstjórnir Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Sjávarút- vegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóð- anna, en þessir skólar eru starfræktir hér á landi. „Vegna þeirra breytinga sem hafa orðið í lagaumhverfi hér á landi, ekki síst á orkusviðinu, hefur verið rætt um að sameina betur þess- ar stofnanir,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Markmiðið með sameiningu yrði jafnframt að styrkja þessa skóla enn frekar. Halldór segir að nefndinni verði ætlað að hafa náið samráð við Há- skóla SÞ. „Þeir [forsvarsmenn Há- skóla SÞ] leggja mjög mikla áherslu á áframhaldandi starf okkar Íslend- inga á þessum tveimur sviðum en vilja jafnframt athuga í samstarfi við okkur hvort rétt sé að bæta við einu sviði til viðbótar sem yrði helgað gróðureyðingu og landgræðslu.“ Halldór segir að í hópnum verði eingöngu þeir sem komið hafi að þessum málum á undanförnum árum, „en það er verkefni nýrrar ríkis- stjórnar og nýs ráðherra að taka end- anlega ákvörðun um það“. Háskóli Sameinuðu þjóðanna Jarðhita- og sjávarútvegs- svið sameinuð? EYFIRÐINGAR fögnuðu sumri á Melgerðismelum í blíðskaparveðri en þar stóð Hestamannafélagið Funi fyrir samkomu í félagsheimili sínu, Funaborg. Listamennirnir Óttar Björnsson og Svanberg Þórðarson voru með sýningu á verkum sínum og Vélaver á Ak- ureyri sýndi nýjustu gerðir af bú- vélum. Margt var um manninn á svæð- inu og létt yfir fólki eftir einstak- lega mildan vetur og blítt vor. Sumarfagnaður á Melgerðismelum ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.