Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 61
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 61 SKÍRDAGUR rann upp bjartur og fagur, yndislegur útivistardagur og leið mín lá sem oftar í Laugardalinn. Eftir rölt og rólegheit ákvað ég að skoða Húsdýragarðinn og það sem hann hefur uppá að bjóða. Löng bið- röð var við innganginn og þar sem ég er haldin miklum bakverk, ef ég stend einhverja stund kyrr, gekk ég fram fyrir röðina og bað mann sem þar stóð að spyrja afgreiðsludömuna hvort ég mætti ganga inn, ég hefði gleymt skírteininu heima. Við um- leitan minni var þvert nei. Ég fór því aftast í röðina og beið. Þegar að mér kom spurði ég stúlk- una aftur og fékk afdráttarlaust nei. „Þú ferð ekki inn nema borga eða sýna skírteini,“ sagði stúlkan. Þennan dag hafði ég ekki tekið með mér nein skilríki, en var með peninga í vasanum. Ég var ekki al- veg sátt við þessa afgreiðslu og spurði dömuna hvort hún sæi ekki að ég væri nú nokkuð komin til ára minna og gengi þar að auki við tvær hækjur? Væri sem sagt fötluð gömul kona. Og enn kom nei. Hún mætti enga undaþágu gera. Ég sá mitt eina úrræði að borga kr. 450 ef ég vildi sjá kálfana og kiðlingana. Með aðgöngumiðann í vasanum rölti ég inn í garðinn. Margar hugs- anir þutu í gegnum huga minn. Hvað var unaðslegt að fara í Laugarnar. Ég hef ekki heyrt minnst á það t.d. þegar þáverandi borgarstjóri Davíð Oddsson létti af öllum greiðslum fyrir okkur eldri borgara og öryrkja. Fyrir það verður aldrei nógsam- lega þakkað. SVAVA KRISTJÁNSDÓTTIR, kt. 190622-3399. Slök þjónusta! Frá Svövu Kristjánsdóttur: Í 4. TBL. 10. árg. Breiðholtsblaðs- ins sem dreift er í öll hús í Breið- holtinu er fjallað um gæsluleikvöll- inn við Arnarbakka. Fyrirsögn þeirrar greinar er: „Endanleg lokun liggur ekki fyrir.“ Þetta er haft eftir Margréti Vally Jóhannsdóttur hjá Leikskólum Reykjavíkur. Einnig er haft eftir Margréti að í umræðunni væri það að Breiðholtsskóli þurfi að nýta þessa aðstöðu við Arnarbakka vegna þess hve illa hann er staddur varðandi húsnæði. Þarna fer Mar- gét ekki með rétt mál því ákveðið hefur verið að loka gæsluleikvell- inum við Arnarbakka hinn 15. ágúst 2003. Af hverju eru Leikskólar Reykja- víkur að taka þátt í að leysa hús- næðisvanda Breiðholtsskóla á kostnað yngstu barnanna. Er ekki hlutverk Leikskóla Reykjavíkur að bera hag þessara barna fyrir brjósti? Gæsluleikvöllurinn við Arn- arbakka hefur verið einn fjölmenn- asti gæsluvöllurinn í borginni í gegnum árin og er það enn. Því eiga yngstu börnin í Breið- holtinu að gjalda fyrir það, að ekki er nógu vel búið að grunnskólunum í hverfinu? Starfsmenn gæsluleik- valla hafa ítrekað óskað eftir því að fá einhverja vitnesku um það hver væri framtíð gæsluleikvalla. Starfs- menn gæsluleikvalla eru eingöngu konur. Margar þeirra hafa starfað á gæsluleikvöllum um 30 ár eða leng- ur og hafa verið mjög uggandi um starf sitt undanfarið. Það var ekki fyrr en 26. mars 2003 þegar ákveðið hafði verið að loka gæsluleikvöllunum við Ljós- heima og Fannarfold og nýbúið var að segja upp sex starfsmönnum þessara gæsluleikvalla, að allt starfsfólk á gæsluleikvöllum borg- arinnar var boðað til fundar að ósk Bjarkar Vilhelmsdóttur, varafor- mannas leikskólaráðs. Á fundinum voru einnig Margrét V. Jóhanns- dóttir og Anna Hermannsdóttir frá Leikskólum Reykjavíkur. Á fundin- um sagði Björk frá því að öllu starfsfólki á gæsluleikvöllum borg- arinnar yrði sagt upp störfum frá 1. júní 2003, en einhverjar fengju sennilega endurráðningu og myndi starfsaldur ráða þar einhverju. Ennfremur sagði hún að allri starf- semi gæsluleikvalla myndi verða hætt í núverandi mynd árið 2005. Það voru ekki upplitsdjarfar konur sem gengu út af þessum fundi. Margar spurningar vöknuðu og er ekki ólíklegt að einhverjar þeirra hefðu þurft á áfallahjálp að halda. Nákvæmlega viku síðar eða 5. mars var allt starfsfólk boðað til fundar af Björk Vilhelmsdóttur. Voru þær einnig á fundinum Mar- grét Vallý og Anna Hermannsdótt- ir. Tjáði Björk okkur að ekki kæmi til uppsagnar 1. júní eins og áform- að hafði verið. Ástæðuna kvað hún vera að það hefði ekki mælst vel fyrir. Á þessum fundi kynnti Björk hvernig standa ætti að lokun gæslu- leikvalla, en það ætti að gerast á áföngum fram á haust 2005. Loka ætti Arnarbakka, Frosta- skjóli og Hlaðhömrum 15. ágúst 2003, Brekkuhúsum, Fífuseli, Fróð- engi og Safamýri 1. september 2004, Malarási, Njálsgötu, Hamravík, Rauðalæk og Vesturbergi 2005. Sem sagt árið 2005 verður búið að loka öllum vernduðum útivistar- svæðum yngstu borgaranna; á þess- um tíma þegar virkilega þarf að hvetja börn til hreyfingar og úti- veru. GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, LÁRA HARALDSDÓTTIR, KARÓLÍNA SNORRADÓTTIR, á gæsluleikvellinum Malarási. Það á að leggja „róló“ niður! Frá starfsfólki á gæsluleikvellinum Malarási: Heyra gæsluvellirnir bráðum sögunni til? KYNNING á morgun, föstudag kl. 12–17. SPENNANDI NÝJUNGAR Fagleg ráðgjöf og fallegur kaupauki Vertu velkomin! Andlitsmeðferðir Lúxus í húðsnyrtingu Einstök áhrif Tafarlaus árangur Listhúsinu Laugardal, sími 588 5022. S N Y R T I S T O F A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.