Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 62
DAGBÓK 62 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Altair og Gullholm koma í dag. Baldvin Þorsteinsson og Arn- arfell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Aquamalik og Ocena Tiger koma í dag. Þór fór í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, er lokuð vegna flutninga, hún opnar aftur 6. maí að Fannborg 8, áður hús- næði Bókasafns Kópa- vogs, lesstofa á jarð- hæð. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Skrifstofa s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataút- hlutun og fatamóttaka opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mán- uði kl. 14–17, s. 552 5277. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag verður Söngskemmtun í Víðistaðakirkju kl 17. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Fimmtudag- ur: Brids kl. 13.00. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími. 588 2111. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Handverks- sýningin verður í dag fimmtudaginn 1. maí og föstudaginn 2. maí frá kl. 14–17. Söngv- arinn Þorvaldur Hall- dórsson kemur í heim- sókn kl.15 í dag, 1. maí. Á morgun 2. maí skemmta Hjördís Geirs og Ragnar Páll kl. 14.30 til 15.30. Heitt á könunni og hátíð- armeðlæti. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á morgun 9– 16.30 vinnustofur opn- ar m.a. bókband, frá hádegi, spilasalur op- inn. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Vesturgata 7. Föstu- daginn 2. maí kl. 13.30 verður sungið við flyg- ilinn við undirleik Sig- urbjargar, kl.15 koma frambjóðendur frá Sjálfstæðisflokknum í heimsókn, dansað í kaffitímanum við laga- val Halldóru, góðar kaffiveitingar. Föstu- daginn 2. maí kl.14 opnar Sigurður Þórir Sigurðsson myndlist- armaður málverkasýn- ingu, sýningin verður opin á sama tíma og Þjónustumiðstöðin frá kl. 9–16.30 alla virka daga. Sýningin stendur til föstudagsins 30. maí. Kaffiveitingar frá kl. 14.30–15.45, allir vel- komnir. Félag kennara á eft- irlaunum. Aðalfund- urinn verður í Húna- búð, Skeifunni 11, laugardaginn 3. maí og hefst kl. 13.30. Venju- leg aðalfundarstörf, fé- lagsvist, veislukaffi. Minnt er á mót nor- rænna kennara 12. – 16. júní. Þátttaka til- kynnist stjórninni sem fyrst. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA Síðu- múla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laug- ardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa samtökin. Átröskun / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásartrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyf og Heilsu verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar kr.500. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæj- arskrifstofu Seltjarn- arness hjá Ingibjörgu. Í dag er fimmtudagur 1. maí, 121. dagur ársins 2003, Verka- lýðsdagurinn, Tveggjapostula- messa. Orð dagsins: En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóss- ins, svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð. (Jóh. 3, 21.) Víkverji skrifar... VÍKVERJI varð vitni að því á dög-unum þegar tveimur strákum var kippt út úr bíósal í Smárabíói vegna of ungs aldurs. Heldur fannst Víkverja klaufalega að þessu staðið af hálfu bíósins. Inn í salinn kom stúlka með vasaljós og lýsti framan í strákana meðan hún spurði þá hvort þeir væru í fylgd með fullorðnum og svo framvegis. Síðan bað hún þá að koma með sér og tala við sig. Mynd- in var bönnuð innan 14 ára og strák- arnir líklega um 12 ára. Ætli þeir hafi ekki fengið endurgreitt, þótt það sé ekki aðalatriðið. Kjarni máls- ins er sá að þeir voru niðurlægðir fyrir framan fullt af fólki. Gott er að bíóið skuli reyna að halda of ungum áhorfendum frá ljótum og leið- inlegum myndum eins og í þessu til- viki, en er það ekki við miðasöluna sem á að spyrja um skilríki og þess háttar svo koma megi í veg fyrir svona leiðindauppákomur? Víkverji heldur, án þess að vita það nákvæm- lega, að einhver í salnum hafi klagað strákana og fengið bíólögguna til að hirða þá. Víkverji veltir því fyrir sér hvort fleiri krakkar undir aldri hafi verið á þessari mynd en enginn klag- að þá. Hvar er réttlætið þá í þessu? Annars misstu strákarnir ekki af miklu. Al Pacino lék þarna spilltan leyniþjónustumann í CIA sem reyndi að notfæra sér nýliða í ein- hverju tölvusvindli. En sá ungi sá við honum og Pacino fékk makleg mála- gjöld í sögulok. x x x SVAKALEGUR hraðakstur hefurvakið athygli síðustu daga. Hraðatölurnar eru ótrúlegar, 190 km í Ártúnsbrekku og 180 km við Blönduós. Svo var einn á 166 km hraða á bifhjóli. Allir lentu í lögg- unni, sem betur fer. Lögreglan hefur efalítið afstýrt harmleik í öll þessi skipti með því að stöðva þessa öku- fanta. Óáreittir hefðu þeir getað ekið einhvern niður, á aðra bíla eða sjálfir lent út af með ófyrirséðum afleið- ingum. Það vita það kannski ekki margir, en venjuleg fólksbíladekk eru sjaldnast gefin upp fyrir meira en 90–100 km hraða. Hættan á að dekkin rifni í tætlur er því orðin geigvænleg þegar komið er upp í annan eins hraða og dæmin hér að framan sýna. Svo er það nú líka ótrú- leg glópska að ætla sér að komast upp með 180 km hraða við Blönduós af öllum stöðum. Víkverji hélt að hvert mannsbarn vissi að löggan þar er bókstaflega alltaf að mæla hraða. x x x VÍKVERJI hefur lengi stefnt aðþví að lesa Sturlungu en ekki lagt í þessa miklu sögu. Nýlega las hann Óvinafagnað eftir Einar Kára- son, sem sækir innblástur til Sturl- ungu. Þetta er afbragðsskáldsaga og kveikti brennandi áhuga Víkverja á Sturlungu. Hún er næst á leslist- anum. Fyrst er bara að klára Trölla- kirkju eftir Ólaf Gunnarsson. Hún er líka þrælfín. Reuters Ertu í fylgd með fullorðnum, vinur? LÁRÉTT 1 ræma, 8 hæsti, 9 hvefs- in kona, 10 að, 11 ota fram, 13 að baki, 15 stólpi, 18 ritæfing, 21 greinir, 22 samkoman, 23 sýni, 24 pésar. LÓÐRÉTT 2 unna, 3 hafna, 4 planta, 5 rask, 6 loforð, 7 þráður, 12 tölustafur, 14 útlim, 15 heiður, 16 komi í veg fyrir, 17 flokk, 18 undin, 19 magakeis, 20 slag- brandur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hitta, 4 lunti, 7 eldis, 8 nísku, 9 and, 11 iðin, 13 fann, 14 yddar, 15 fant, 17 Írak, 20 eim, 22 logni, 23 ufsir, 24 klaga, 25 draga. Lóðrétt: 1 hleri, 2 tuddi, 3 assa, 4 lund, 5 naska, 6 Iðunn, 10 næddi, 12 nyt, 13 frí, 15 fölsk, 16 nægja, 18 rista, 19 karpa, 20 eira, 21 mund. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 UM þessar mundir keppast allir stjórnmálaflokkar við að ná hylli kjósenda með alls kyns loforðum um skatta- lækkanir og aðgerðir í vel- ferðarmálum. T.d. vilja allir flokkar sjá hag fjölskyldu og barnafólks bættan verulega með því að afnema tekju- tengingar við barnabætur og þá eiga þeir við öll börn að 16–18 ára aldri. Þetta er hið besta mál. En er þá ekki líka kominn tími til að af- nema allar tekjutengingar öryrkja, elli- og örorkulíf- eyrisþega? Bætur og lífeyr- ir þessa fólks er ekki af þeirri stærðargráðu að hægt sé að framfleyta sér. Og ef þetta fólk ætlar í neyð sinni að ná í smápening með því að vinna hálfan daginn þá skerðast bætur og lífeyr- ir verulega. Þetta kerfi er til háborinnar skammar og til að ná hylli þessara hópa fyr- ir kosningar, ættu stjórn- málaflokkarnir að lofa þeim algjöru afnámi tekjuteng- ingar bóta og lífeyris gagn- vart öllum öðrum launum. Svo eru yfir tuttugu þúsund manns sem teljast vera ein- stæðir og búa einir og þessi stóri hópur fær aldrei tilboð eða loforð frá flokkunum um að það eigi að bæta hag hans. Ég og þetta fólk þurf- um að borga ýmis gjöld, borga skatta og af lánum eins og aðrir þjóðfélags- þegnar. Við njótum engra fjölskyldutilboða af neinu tagi. Alltaf er verið að aug- lýsa alls konar fjölskyldutil- boð sem við förum alltaf á mis við. Það er eins og við séum bara ekki til. En eitt vil ég segja við forystufólk stjórnmálaflokkanna. Ég sé ekki mikla ástæðu til að mæta á kjörstað ef okkur verður ekki lofað svipuðum úrbótum og þið lofið stórum hluta þjóðarinnar. Spurn- ingin er hvaða stjórnmála- flokkur ætlar að taka upp hanskann fyrir einstæða karla og konur. Eitt gott dæmi í lokin. Ef ég ætla í sólarlandaferð í tvær vikur í ágúst þá þarf ég að greiða 153.000 kr., en ef fjórir fara saman þá er verð- ið á mann 70.000 kr. Hvaða réttlæti er í þessu ? Ég sem einstæður faðir gæti hugsað mér úrbætur sem loforð stjórnmálaflokk- anna að ég fengi 83.000 kr. mismun í þessu dæmi og kæmi árlega sem uppbætur fyrir þá karla og konur sem búa ein og sér. Og vegna þess að ég finn alveg sér- staklega til með öryrkjum finnst mér að örorkubætur ættu að vera alveg skatt- frjálsar, alveg eins og hjá vinnandi fólki sem fær húsa- leigubætur og barnabætur skattfrjálsar. Einstæður faðir. Tapað/fundið Hvítur plastpoki tapaðist HVÍTUR plastpoki með saumadóti tapaðist í Smára- lind miðvikudaginn 23. apríl sl. Upplýsingar í síma 554- 2094. Dýrahald Diljá er týnd DILJÁ er rúmlega 10 vikna gömul, brún- og grábrönd- ótt (örlítið hvít) og ögn loðin læða. Hún hljóp út um gluggann heiman frá sér föstudaginn 25. apríl. Diljá á heima á Smiðju- stíg 10b, 101 Rvk. Við sökn- um hennar mjög mikið og Ari litli bróðir hennar er mjög einmanna. Ef einhver hefur séð Diljá eða hefur skotið yfir hana skjólshúsi er sá hinn sami vinsamleg- ast beðinn um að hafa sam- band við Friðrik í 849-7073 eða Gústaf í 661-6387. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Einstæðir einstaklingar Morgunblaðið/Golli     Ásgeir Friðgeirsson,frambjóðandi Sam- fylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi, hefur skrif- að tvær greinar í Morgunblaðið að und- anförnu og fært af mikl- um krafti rök fyrir því að samsteypustjórn núver- andi stjórnarand- stöðuflokka sé mjög ólík- legur kostur að loknum kosningum, jafnvel þótt svo fari að þeir fái meiri- hluta á Alþingi. Grein- arnar hafa verið skrifaðar í tilefni af leiðurum Morg- unblaðsins, þar sem fjallað hefur verið um hversu raunhæfur þessi möguleiki sé. Í grein sinni þriðjudag- inn 22. apríl sagði Ásgeir: „Frá stofnun lýðveldisins heyrir það til undantekn- inga að stjórnarandstaða leysi stjórnarflokka af hólmi. Í yfir 30 ár – í kjöl- far átta kosninga til Al- þingis, hefur aldrei komið til þess. Ávallt í öll þessi ár, ef breytingar hafa orð- ið á ríkisstjórn, hefur fyrrum stjórnarflokkur myndað nýjan meirihluta með einhverjum úr stjórn- arandstöðu.“     ÍMorgunblaðinu í gær erönnur grein eftir Ás- geir, þar sem hann bendir m.a. á að stjórnarand- stöðuflokkarnir þrír eigi fátt sameiginlegt, þar sem „Samfylkingin er orðin breiður jafnaðarmanna- flokkur, Vinstri grænir eru jaðarflokkur og Frjálslyndir eru einsmáls- flokkur tækifærissinna í ætt við Framfaraflokk Mogens Glistrups í Dan- mörku, svo leitað sé dæma frá því snemma á áttunda áratugnum, sem virðist ritstjórum Morg- unblaðsins hugleikinn.“ Ásgeir bendir einnig á „„reynslu“ sem á sér raunverulega stoð í stjórnmálasögu okkar og „óskastjórn“ blaðsins bryti gegn. Þannig er að allt frá stofnun lýðveld- isins hefur ekki verið mynduð meirihlutastjórn hér á landi án þátttöku annaðhvort Sjálfstæð- isflokks eða Framsókn- arflokks.“     Í útvarpsþætti á mánu-dagskvöld svaraði Öss- ur Skarphéðinsson Ás- geiri og öðrum efasemdamönnum innan Samfylkingarinnar, sem eru ekki hrifnir af tilhugs- uninni um stjórn núver- andi stjórnarand- stöðuflokka: „Situr þessi ríkisstjórn eða fellur hún? Og Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið hafa mjög klifað á því að það sé hættulegt að hér komi ríkisstjórn, sem er mynd- uð af stjórnarandstöð- unni. Hvað er hættulegt við það? Er það ekki eðli lýðræðisins ef það gerist í annað skipti á lýðveld- istímanum að ríkisstjórn er beinlínis kosin út úr stjórnarráðinu? Þá hljóta menn auðvitað að velta sterklega fyrir sér þeim möguleika að þeir flokkar sem það hafa gert, þeir komi að því að mynda slíka ríkisstjórn,“ sagði Össur í útvarpinu. STAKSTEINAR Raunveruleiki stjórn- málasögunnar eða eðli lýðræðisins?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.