Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 63 DAGBÓK 50 ÁRA afmæli eiga hjónin Daníel Pétursson 3. maí ogOddgerður Oddgeirsdóttir 27. apríl. Þau taka á móti gestum í Hásölum, sal Þjóðkirkjunnar við Strandgötu í Hafnarfirði, laugardaginn 3. maí kl. 19 til 22. 1. d4 d5 2. c4 Rc6 3. cxd5 Dxd5 4. e3 e5 5. Rc3 Bb4 6. Bd2 Bxc3 7. bxc3 Rf6 8. c4 Dd6 9. d5 Rb8 10. Bd3 Ra6 11. e4 Rc5 12. De2 c6 13. h3 b5 14. Rf3 Rxd3+ 15. Dxd3 bxc4 16. Dxc4 cxd5 17. exd5 Rxd5 18. O-O O-O 19. Hfd1 Be6 20. Dh4 f6 21. Dg3 Da6 22. Rh2 Hac8 23. Rf1 Kh8 24. Kh2 Hfd8 25. Re3 Rf4 26. Rg4 Da4 27. Dh4 Rg6 28. Dh5 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Deizisau í Þýskalandi. Jan Gustafsson (2566) hafði hvítt gegn Uwe Gebhardt (2129). 28...Hxd2! og hvítur gafst upp enda verður hann manni undir eftir 29. Hxd2 Df4+. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert raunsæ manneskja og hefur áhuga á veröldinni og sögunni. Fólk sýnir þér virð- ingu. Þú ert alltaf hrein- skilin(n). Leggðu hart að þér á þessu ári og þú munt upp- skera á því næsta. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nú er kjörinn tími til að huga að eignum. Spurningin er: átt þú þær eða eiga þær þig? Naut (20. apríl - 20. maí)  Nú er kjörið að huga að því hvernig þú getur bætt þín nánustu sambönd. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú skalt ákveða að gefa þér tíu mínútur á degi hverjum til að ígrunda líf þitt. Þú ert svo önnum kafin(n) og talar sí- fellt um fortíðina eða skipu- leggur framtíðina en hvað með núið? Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ertu ánægð(ur) með vina- sambönd þín? Vinir þínir skipta þig miklu máli því þeir hafa áhrif á hvernig þú velur og hvaða ákvarðanir þú tek- ur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hvernig getur þú bætt sam- band þitt við foreldra og fólk í áhrifastöðum? Ekki reyna að sanna eitthvað. Ræktaðu fremur með þér hæfileikann til að fá þínu framgengt fyrir tilstilli annarra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Viðurkenndu að þú þarft að víkka út sjóndeildarhringinn. Þú skalt ákveða að læra eitt- hvað nýtt. Það getur verið hvað sem er – en kannaðu heiminn með því að sanka að því nýjum upplýsingum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að gera það upp við þig hversu langt ábyrgð þín nær á öðru fólki. Þú þarft að vita hvar þú stendur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft að læra ýmislegt um sjálfa(n) þig með því að skoða nánustu sambönd þín. Líttu á nána vini og maka sem spegil á hegðun þína. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ígrundaðu á hvern hátt þú getur komið meiru í verk. Þú skalt skipuleggja þig betur svo þú eigir meiri tíma fyrir sjálfa(n) þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að lyfta þér upp ann- að slagið. Hvað finnst þér skemmtilegt að gera? Láttu það eftir þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú er kjörið að ígrunda á hvern máta þú getur bætt tengslin við fjölskylduna. Láttu hlutina ganga smurt heima fyrir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að hafa samband við fólk sem þú hefur ekki séð lengi. Það skiptir miklu máli að vera í sambandi við fólk sem hefur þekkt mann lengi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. AÐ SIGRA HEIMINN Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið: (Og allt með glöðu geði er gjarna sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið. Steinn Steinarr LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Hall-dór J. Guðfinnsson frá Odda í Borgarfirði (eystra) verður áttræður 4. maí nk. Í tilefni af þessum tímamótum bjóða börn hans í kaffi á heimili dóttur hans, Hvoli í Garði, laugardaginn 3. maí kl. 15. ÍSLANDSMÓTIÐ í tví- menningi hefst í dag og stendur fram á sunnudags- kvöld. Fyrst er tveggja daga undankeppni, en síðan spila 40 pör til úrslita um helgina. Bæði undankepppnin og úr- slitin fara fram í húnæði Bridssambaands Íslands við Síðumúla 37. Árum saman hafa þeir frændur og nafnar, Helgi Jónsson og Helgi Sigurðs- son, verið í fremstu röð tví- menningsspilara á Íslandi. Þeir urðu nýlega tvímenn- ingsmeistarar Bridsfélags Reykjavíkur og verða að sjálfsögðu meðal keppenda á Íslandsmótinu. Lítum á spil með þeim frá aðaltví- menningi BR: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 3 ♥ Á987 ♦ KG1082 ♣ÁK7 Vestur Austur ♠ 1065 ♠ ÁKD72 ♥ KD543 ♥ 10 ♦ D3 ♦ 9764 ♣954 ♣D108 Suður ♠ G984 ♥ G62 ♦ Á5 ♣G632 Helgarnir voru í AV og spiluðu vörn gegn þremur laufum suðurs eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður – – 1 spaði Pass 2 spaðar Dobl Pass 3 lauf Pass Pass Pass Þetta var nokkuð algeng- ur samningur og vannst víða. En suður átti enga möguleika gegn vörn Helg- anna. Jónsson kom út með spaðafimmu, þriðja hæsta. Í ljósi þess að hann hafði stutt spaðann lofaði útspilið minnst tíunni, því hann hefði komið út með „topp af engu“ frá þremur hundum. Sig- urðsson í austur ákvað að spila upp á að veikja tromp sagnhafa. Hann tók fyrsta slaginn með spaðaás og spil- aði tvistinum um hæl! Suður lét skiljanlega níuna heima og trompaði tíu vesturs smátt í borði. Eftir þessa byrjun er erfitt fyrir sagnhafa að sækja trompið og nýta tígulinn. Hann mis- las líka tígulstöðuna og gaf á drottninguna og fór á end- anum tvo niður. Á sumum borðum tók austur fyrsta slaginn á spaðadrottningu og spilaði aftur háspaða. Þá er sagnhafi í mun betri að- stöðu til vinna úr spilinu, því bæði veit hann hvernig spa- ðaháspilin liggja (og þá er auðveldara að finna tígul- drottninguna) og auk þess fær spaðagosinn mikið vægi. Sagnhafi gæti til dæmis hent tígli úr borði í annan spaðaslaginn og hald- ið þannig góðu valdi á spilinu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson MEÐ MORGUNKAFFINU … svo tók ég með nokkur púsluspil, ef okkur fer að leiðast. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt, sendiráðum og mörgum ræðismönnum erlendis. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, alla daga frá kl. 10-22. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs- ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík – Símar 515 1735 og 515 1736 Bréfasími 515 1739 – Farsími 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.950 Flug og skattar. Verð kr. 49.950 Flug, gisting í 6 nætur, skattar. Pyramida, 4 stjörnu hótel. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til þessar fegurstu borgar Evrópu, sem skartar nú sínu fegursta. Nú er kominn yfir 20 stiga hiti og besti tíminn til að upplifa hið einstaka mannlíf sem hún hefur að bjóða og sögufræga staði og byggingar. Beint leiguflug og þú nýtur þjónstu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu 23 sætin - Upplifðu vorið í Prag Munið Mastercard ferðaávísunina Prag 23. maí - 6 nætur frá kr. 29.950 CRANIO-NÁM Kynningarnámskeið laugardaginn 10. maí Síðumúla 35, verð 9.000 kr. Kennslubók fylgir Grunnstig 31. maí-5. júní Kennsla og námsefni á íslensku. Uppl./skrán. Gunnar s. 564 1803 - 699 8064 C.C.S.T: College of Cranio-Sacral Therapy - www.cranio.cc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.