Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 66
ÍÞRÓTTIR 66 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEK - Golfmót Eldri kylfingar Laugardaginn 3. maí verður LEK golfmót á Hólmsvelli í Leiru. Mótið er jafnframt viðmiðunarmót til landsliðs karla 55 ára og eldri. Keppt í flokkum karla 55 ára og eldri, 50-54 ára og 70 ára og eldri og konur 50 ára og eldri. Skráning í síma 421 4100 og á netinu. ÚRSLIT Finnland - Ísland 3:0 Pohjola-leikvangurinn í Vantaa, vináttu- landsleikur, miðvikudagur 30. apríl 2003. Aðstæður: Milt veður og átta stiga hiti, sól þegar á leikinn leið. Völlurinn ekki fullgró- inn en sæmilega góður. Mörk Finnlands: Jari Litmanen 55., víta- spyrna, Mikael Forssell 57., Jonatan Jo- hansson 79. Gul spjöld: Jóhannes Karl Guðjónsson 54. – brot, Eiður Smári Guðjohnsen 55. – fyrir að handleika knöttinn í eigin vítateig. Dómari: Peter Fröjdfeldt frá Svíþjóð, ágætur. Aðstoðardómarar: Ingemar Larsson og Henrik Andren, einnig frá Svíþjóð. Áhorfendur: 4.005. Skot að marki: 16 (11) - 8 (3). Hornspyrnur: 6 - 1. Rangstaða: 3 - 4. Finnland (4-5-1) : Jussi Jääskeläinen (Pet- er Enckelman 46.) - Ville Nylund, Toni Kui- vasto, Sami Hyypiä (Jussi Nuorela 63.) , Janne Saarinen (Markus Heikkinen 46.), - Mika Nurmela, Simo Valakari, Jari Litma- nen (Jonatan Johansson 68.), Jari Ilola (Peter Kopteff 56.) , Joonas Kolkka (Paulus Roiha 72.), Mikael Forssell (Rami Hak- anpää 84.). Ísland (4-3-1-2): Árni Gautur Arason - Gylfi Einarsson, Lárus Orri Sigurðsson (Ívar Ingimarsson 46.), Hermann Hreiðarsson Indriði Sigurðsson - Jóhannes Karl Guð- jónsson, Arnar Grétarsson (Brynjar Björn Gunnarsson 56.) , Arnar Þór Viðarsson - Rúnar Kristinsson - Eiður Smári Guðjohn- sen, Arnar Gunnlaugsson (Veigar Páll Gunnarsson 72.). Vináttulandsleikir Svíþjóð - Krótatía .....................................1:2 Zlatan Ibrahimovic 33. - Ivica Olic 6., Boris Zivkovic 58. - 15.109. Uzbekistan - Hvíta-Rússland ..................1:2 Akopyants 50. - Milevsky 51., Kovba 55. - 4.000. Búlgaría - Albanía ................................... 2:0 Dimitar Berbatov 3., 35. - 10.000. Litháen - Rúmenía................................... 1:0 Florin Bratu 63. - 4.000. Slóvakía - Grikkland ................................2:2 Szilard Nemeth 14., 84. - Tsartas 13., Chou- tos 76. - 2.800. Liechtenstein - Sádí-Arabía ....................1:0 Burgmeier 22. - 1.200. Danmörk - Úkraína..................................1:0 Thomas Gravesen 34. - 14.599. Tékkland - Tyrkland................................4:0 Tomas Rosicky 2., Jan Koller 20., Vladimir Smicer 27., Milan Baros 38. - 14.156. Ungverjaland - Lúxemborg ....................5:1 Zoltan Gera 18., Szabics 51., 90., Krisztian Lisztes 61., 68., - Jeff Strasser 26. - 3.000. Belgía - Pólland ........................................3:1 Wesley Sonck 28., Thomas Buffel 56., Tom Soetaers 86. - Jacek Krzynowek 82. Írland - Noregur .......................................1:0 Damien Duff 17. - 32.643. Holland - Portúgal....................................1:1 P. Kluivert 27., - Sabrosa Simao 78. -27.200. Þýskaland - Serbía/Svartfjallaland .......1:0 Sebastian Kehl 60. - 25.000. Frakkland - Egyptaland ..........................5:0 Thierry Henry 25., 34., Robert Pires 45., Djibrill Cisse 63., Olivier Kapo 77. - 54.154. Sviss - Ítalía ...............................................1:2 Alexander Frei 6., - Legrottaglie 11., Crist- iano Zanetti 76. - 30.000. Skotland - Austurríki...............................0:2 Kirchler 28., Haas 34. - 12.189. Spánn - Ekvador .......................................4:0 Francisco de Pedro 15., Fernando Morien- tes 20., 22., 63.- 39.900. Líbýa - Argentína .....................................1:3 Taib 69. - Javier Saviola 23., Riquelme 70., Pablo Cesar Aimar 89. - 70.000. Túnis - Senegal .........................................1:0 Braham 45. Suður-Afríka - Jamaíka...........................0:0 18.000. Marokkó - Fílabeinsströndin ..................0:1 Kalou (vítaspyrna) 83. Evrópukeppni landsliða 1. RIÐILL: Malta - Slóvenía ........................................1:3 Simeunovic (sjálfsmark) 90. - Zlatko Zaho- vic 15., Ermin Siljak 37., 57. - 2.500. Ísrael - Kýpur............................................2:0 Walid Badir 88., Holtsman 90. - 300. Staðan: Frakkland 5 5 0 0 19:2 15 Slóvenía 4 3 0 1 10:7 9 Ísrael 4 2 1 1 6:3 9 Kýpur 5 1 1 3 5:9 4 Malta 6 0 0 6 2:20 0 4. RIÐILL: Lettland - San Marínó ..............................3:0 Andrejs Prohorenkovs 21., Imants Bleidel- is 48., Imants Bleidelis 74. - 7.500. Staðan: Lettland 4 3 1 0 5:0 10 Pólland 4 2 1 1 7:1 7 Svíþjóð 3 1 2 0 3:2 5 Ungverjaland 4 1 2 1 5:3 5 San Marínó 5 0 0 5 0:14 0 8. RIÐILL: Andorra - Eistland................................... 0:2 Indrek Zelinski 28., 75. Staðan: Búlgaría 4 3 1 0 6:1 10 Króatía 4 2 1 1 6:2 7 Belgía 4 2 0 2 2:6 6 Eistland 4 1 2 1 2:1 5 Andorra 4 0 0 4 1:7 0 10. RIÐILL: Georgía - Rússland .................................. 1:0 Malkhaz Asatiana 11. - 11.500. Staðan: Sviss 4 2 2 0 7:3 8 Rússland 4 2 0 2 9:7 6 Albanía 4 1 2 1 5:6 5 Írland 4 1 1 2 5:7 4 Georgía 4 1 1 2 3:6 4 England 1. deild: Watford - Reading ....................................0:3 HANDKNATTLEIKUR TuS N-Lübbecke - Flensburg..............27:31 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslitakeppnin, 8-liða úrslit: Austurdeild: Indiana – Boston ...................................93:88  Eftir framlengdan leik.  Boston er yfir 3:2. New Jersey – Milwaukee .....................89:82  New Jersey er yfir 3:2. Vesturdeild: San Antonio – Phoenix..........................94:82  San Antonio er yfir 3:2. Minnesota – LA Lakers......................90:120  LA Lakers er yfir 3:2. HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna, Essodeild, þriðji leikur í úrslitum: Vestmannaeyjar: ÍBV – Haukar..........19.15  Staðan er 2:0 fyrir ÍBV, sem verður Ís- landsmeistari með sigri. KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla, 8-liða úrslit: Akranesvöllur: ÍA – ÍBV ...........................19 Egilshöll: Þróttur R. – KR ........................19 Grindavík: Grindavík – Fram....................18 Iðavellir: Keflavík – Fylkir........................18 BLAK Öldungamót BLÍ hefst í Neskaupstað í dag og stendur fram til laugardags. 80 lið eru skráð til keppni og verður leikið á þremur völlum i Neskaupstað og á einum velli í íþróttahúsinu á Eskifirði. Í DAG HM í badminton frestað HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í badminton er í uppnámi vegna bráðalungnabólgu- faraldursins, HABL, sem herjar aðallega í Asíu. Flestir af keppendum eru frá Asíu og hafa skipuleggj- endur mótsins, sem fram fer í Birmingham ákveðið að fresta mótinu. Rúmlega 350 keppendur voru skráðir til leiks frá 48 löndum. Mót- ið mun fara fram á sama stað innan árs en ekki hef- ur verið tekin endaleg ákvörðun. GÚSTAF Adolf Björnsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Hauka í handknattleik, var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið eftir að leik liðsins gegn ÍBV í úrslitum Íslandsmóts kvenna lauk á þriðjudagskvöld. Gústaf hafði áður feng- ið rautt spjald á leiktíðinni og er því með 10 refsistig og samkvæmt reglum fær hann þriggja leikja bann. Gústaf verður því ekki á varamannabekk Haukaliðs- ins er liðin mætast í þriðja sinn í Vestmannaeyjum í kvöld en með sigri getur ÍBV tryggt sér Íslandsmeist- aratitilinn. Og heldur ekki ef þarf að leika tvo leiki til viðbótar um meistaratitlinn. Gústaf fékk síðara rauða spjaldið á þriðjudag eftir að ÍBV hafði lagt Hauka að velli, 27:26, í öðrum úrslita- leik liðanna. Gústaf taldi að sigurmark leiksins hefði ekki verið gilt og mótmælti harðlega við dómara leiks- ins, Guðjón L. Sveinsson og Ólaf Ö. Haraldsson. Gústaf í þriggja leikja leikbann SAMSTARFSHÓPUR stærstu knattspyrnuliða Evrópu, svokallaður G14-hópur, sem í eru 18 félög, hefur sett fram þá kröfu að fá í sinn hlut fimmtung af hagnaði af heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Þýskalandi árið 2006. „Við eigum flesta leikmennina og því er óvið- unandi að okkar mati að til þessa höfum við ekkert fengið af hagnaði heimsmeistaramótanna,“ segir Mich- ael van Paag, varaforseti G14-hópsins, en hann er einn- ig einn forvígismanna Ajax í Hollandi. „Okkur finnst það vera réttlætismál að fá eitthvað af hagnaði heimsmeistaramótanna. Leikmenn okkar koma til baka frá mótunum í mörgum tilfellum þreyttir, meiddir og einbeitingarlitlir. Það kemur síðan niður á árangri liðanna sem þeir vinna hjá,“ segir van Paag ennfremur. Ekki hafa enn fengist viðbrögð frá FIFA, alþjóða- knattspyrnusambandinu, við kröfum G14-hópsins. G14 krefst hluta hagnaðar af HM Mistök markvarðar Serbíu ogSvartfjallalands á 62. mínútu tryggðu Þjóðverjum sigurinn í Bremen. Miðjumaðurinn Sebastian Kehl átti skot að markinu af um 25 metra færi sem markvörður Serba hefði undir öllum kringumstæðum átt að verja en Þjóðverjum til mik- illar gleði skoppaði knötturinn í net- ið og í Rudi Völler landsliðsþjálfari Þjóðverja gat fagnað sigri með læri- sveinum sínum í fyrsta sinn í fjórum leikjum. „Þetta var mjög þýðingarmikill sigur eftir nokkra lélega leiki að undanförnu. Mér fannst lið mitt ná vel saman en það skapaði sér ekki mörg færi,“ sagði Völler sem hrós- aði Frank Rost markverði fyrir frá- bærra frammistöðu en hann tók stöðu Olivers Kahns sem var meidd- ur og sömuleiðis markvörður Þjóð- verja númer tvö, Jens Lehmann. Fleiri sterka leikmenn vantaði í lið Þjóðverja eins og Michael Ballack og Oliver Neuville en Þjóðverjar eiga í höggi við Skota í undankeppni EM í Glasgow þann 7. júní. Varnarmistök hjá Skotum Aðeins 12.189 áhorfendur mættu á Hampden Park í Glasgow til að fylgjast með leik Skota og Austur- ríkismanna og hafa aðeins fjórum sinnum mætt færri áhorfendur á þennan fræga völl. Ekki riðu Skotar feitum hesti því Austurríkismenn fóru með sigur af hólmi, 2:0. Mörkin tvö komu með sex mínútna millibili um miðjan fyrri hálfleik, bæði eftir mistök í skosku vörninni. Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota, gerði fimm breytingar á liði sínu í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki. Skot- ar náðu ekki að rétta sinn hlut og var Vogts mjög vonsvikinn enda stillti hann upp leikreyndu liði með leikinn við landa sína í huga. „Ég varð fyrir miklum vonbrigð- um með frammistöðu míns liðs og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Leikur okkar var þá fyrir neðan allar hellur og ekki í alþjóðlegum klassa. Seinni hálfleikur var skárri en það er alveg ljóst að við eigum mikið verk fyrir höndum,“ sagði Vogts. Litháar töpuðu í Kaunas Litháar, sem Íslendingar sækja heim þann 11. júní í sumar, töpuðu fyrir Rúmenum í Kaunas, 1:0. Mark- ið skoraði framherjinn Florin Bratu skömmu fyrir leikhlé með skoti af stuttu færi. Rúmenar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en í þeim síð- ari gerðust heimamenn ágengari en náðu ekki að finna göt á sterkri vörn Rúmena. Skotar lágu á Hampden MÓTHERJUM Íslendinga í undankeppni EM gekk ekki sem skyldi í vináttuleikjum sínum í gær frekar en Íslendingum. Þjóðverjar mörðu sigur á móti Serbíu og Svartfjallalandi, 1:0, en Litháar og Skotar urðu að láta í minni pokann á heimavelli fyrir andstæðingum sínum. TEITUR Þórðarson þjálfari norska liðsins Lyn hefur beðið Jonny Hans- sen leikmann liðsins um að hugsa sig tvisvar um áður en hann tjáir sig við fjölmiðla um innra starf félagsins. Hanssen sagði á dögunum að Teit- ur og eigandi liðsins, Atle Bryne- stad, hafi ekki styrkt liðið á réttum stöðum þegar þeir keyptu leikmenn til liðsins í vetur og haust. Þar átti Hanssen að liðið hefði frekar þurft á framherja að halda þegar vængmaðurinn Jan Derek Sörensen var keyptur frá Dortmund í Þýskalandi en Sörensen var áður leikmaður Rosenborg en hann hóf ferilinn hjá Lyn. Teitur telur reyndar að ummæli Hanssen hafi verið tekin úr sam- hengi í viðtali við hann í Verdens Gang. „Hann er leikmaður liðsins og á ekki að tjá sig um slík mál við fjöl- miðla. Ég mun ekki banna neinum að tala við fjölmiðla um okkar gengi en menn verða að nota skynsemina þegar þeir tala á opinberum vett- fangi,“ segir Teitur. Norskir fjölmiðlar beina kastljósi sínu að Lyn þessa dagana þar sem gengi liðsins hefur verið slakt í upp- hafi deildarkeppninnar í Noregi, þar sem Lyn er með eitt stig að lokn- um þremur umferðum. Á sl. keppn- istímabili kom liðið mjög á óvart í upphafi tímabilsins og var með 11 stiga forskot á Rosenborg um mitt keppnistímabil. Rosenborg náði hinsvegar að vinna þann mun upp á lokakafla mótsins og fagnaði sigri ellefta árið í röð. Leikmaður Lyn gagnrýnir Teit  MARCEL Desailly, fyrirliði Frakklands, setti landsleikjamet í gær er hann lék sinn 104 landsleik er Frakkland lék gegn Egyptalandi. Hann jafnaði met Didier Deschamps á dögunum.  DESAILLY hafði lítið að gera því Frakkar réðu lögum og lofum og unnu stórsigur, 5:0. Thierry Henry skoraði tvö fyrstu mörkin og félagi hans hjá Arsenal, Robert Pires, bætti við öðru áður en fyrri hálfleik- ur var úti. Djibrill Cisse og Oliver Kapo innsigluðu stórsigur Frakka með tveimur mörkum í síðari hálf- leik.  KRASSIMIR Balakov lék sinn 92. landsleik og þann síðasta fyrir Búlg- ara sem lögðu Albana, 2:0 í Sofiu. Balakov, sem er 37 ára gamall, var hylltur í leikslok en hann hefur verið lykilmaður í liði Búlgaríu undanfarin 14 ár. Balakov lagði upp fyrra mark Búlgara en bæði mörk þeirra skor- aði Dimitar Berbatov, leikmaður Bayer Leverkusen.  FRANSKI framherjinn Pascal Nouma var í gær úrskurðaður í sjö mánaða keppnisbann af knatt- spyrnusambandi Tyrklands. Nouma lék áður með Lens í heimalandi sínu en hefur verið á mála hjá Besiktas í vetur. Hann fagnaði marki sem hann skoraði á óhefðbundinn hátt og þótti brjóta allar siðareglur í því tilviki og þótti forráðamönnum Besiktas nóg um og hafa látið Nouma fara frá fé- laginu.  SÆNSKA landsliðið í knattspyrnu fékk skell á heimavelli í gær er liðið tapaði 2:1 fyrir Króatíu. Ivica Bolic kom gestunum yfir á 6. mínútu en Zlatan Ibrahimovic jafnaði leikinn á 33. mínútu. Svíar léku án Henriks Larssons og Fredriks Ljungbergs. Boris Zivkovic skoraði sigurmark Króatíu í síðari hálfleik.  DANIR hrósuðu sigri á Parken þegar þeir lögðu Úkraínumenn, 1:0. Markið skoraði harðjaxlinn Thomas Gravesen, leikmaður Everton, með skalla eftir hornspyrnu Claus Jen- sens. Úkraínumenn voru óheppnir að jafna ekki undir lok leiksins en skot frá Oleksandr Melashchenko small í stönginni.  PATRICK Kluivert jafnaði markamet Dennis Bergkamps fyrir hollenska landsliðið þegar hann skoraði mark Hollendinga á móti Portúgölum í Eindhoven. Markið, sem var hans 37. fyrir Holland, dugði þó ekki til sigurs því skot Simaos 12 mínútum fyrir leikslok hafði viðkomu í Frank de Boer og þaðan framhjá Edwin van der Saar markverði Hollendinga.  TÉKKAR gerðu út um leikinn við Tyrki í Prag í fyrri hálfleik og áður en hálfleikurinn var allur höfðu þeir Tomas Rosicky, Jan Koller, Vladim- ir Smicer og Milan Baros skorað fyr- ir heimamenn. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.