Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 67
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 67 EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, bar í gær til baka þá fullyrðingu Sams Allardyce, knattspyrnustjóra Bolt- on, að hann hefði samið við KSÍ um að Guðni Bergsson færi ekki í landsleikinn í Finnlandi. Þetta sagði hann í viðtali á heimasíðu Bolton, sem birt var víða í fjöl- miðlum á mánudag og þriðjudag. „Við samþykktum aldrei neitt í þessa átt, fyrir okkar leyti höfn- uðum við þeirri ósk Allardyce að Guðni fengi frí. Þetta er alrangt hjá Allardyce,“ sagði Eggert við Morg- unblaðið í í gær, en hann sagði einnig að framvegis verða ekki leiknir vináttulandsleikir í lok apr- íl, en dagurinn í gær var einn af þeim alþjóðlegu leikdögum sem settir höfðu verið upp fyrir landslið fyrir slíka leiki. „Það hefur verið ákveðið af FIFA að breyta þessu, samkvæmt feng- inni reynslu. Tímabilinu er víðast að ljúka og eins og dæmin sanna er mikil togstreita á milli félagslið- anna og knattspyrnusambandanna um hvort leikmenn eigi að fá frí í þessa leiki. Í staðinn verður bætt við alþjóðlegum leikdegi fyrir vin- áttuleiki í september,“ sagði Egg- ert, sem er stjórnarmaður Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA.  JUSSI Jääskaläinen, markvörður Finna og félagi Guðna Bergssonar hjá Bolton, stóð í finnska markinu í fyrri hálfleik og þurfti aldrei að verja skot. Hann greip reyndar mjög vel inn í eftir 7 mínútna leik, Eiður Smári Guðjohnsen fékk þá langa sendingu inn fyrir vörnina en Jääskaläinen brást snöggt við, hljóp út fyrir vítateig og náði að skalla boltann frá.  PETER Enckelman, markvörður Aston Villa, lék síðari hálfleikinn og varði tvö máttlaus skot, frá Arnari Gunnlaugssyni og Jóhannesi Karli Guðjónssyni.  JARI Litmanen komst aðeins í eitt marktækifæri í leiknum en þó hann gæti sig lítið hreyft, í strangri gæslu Arnars Þórs Viðarssonar, átti hann margar skemmtilegar sendingar á félaga sína þegar hann dró sig aftar á völlinn. Litmanen lék sinn 82. landsleik og skoraði sitt 22. mark.  MIKAEL Forssell, sem er aðeins 21 árs, skoraði sitt 8. mark fyrir finnska landsliðið, í 22 leikjum. Jon- athan Johansson, félagi Hermanns Hreiðarssonar hjá Charlton, skor- aði sitt 10. mark í 49 leikjum.  ANTTI Muurinen, þjálfari Finna, notaði alla sjö varamenn sína í gær og tók bæði Litmanen og Sami Hyypiä af velli þegar staðan var orðin 2:0.  ATLI Eðvaldsson notaði hinsveg- ar aðeins þrjá af sex varamönnum sínum en þeir Marel Baldvinsson, Ólafur Stígsson og Birkir Kristins- son komu ekkert við sögu í leiknum.  ÍVAR Ingimarsson lék síðari hálf- leikinn í stað Lárusar Orra Sigurðs- sonar og lék sinn 8. landsleik í röð. Hann hefur nú leikið lengst sam- fleytt með íslenska landsliðinu. Í hinum sjö leikjunum var hann ávallt í byrjunarliðinu. FÓLKMATTHÍAS Matthíasson hef-ur hætt þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar. Enn er óvíst hver tekur við starfi hans. Matthías tók við Stjörnuliðinu í fyrra- sumar af Siggeiri Magnússyni. „Ég er að flytja til Englands starfs míns vegna og get því miður ekki haldið áfram að þjálfa Stjörnuliðið,“ sagði Matthías í gær. Undir stjórn Matthíasar hafnaði Stjarnan í 3. sæti í deildinni og tapaði fyrir Haukum í tveimur leikj- um í undanúrslitum um Ís- landsmeistaratitilinn. Eftir að hafa unnið tvo fyrstu leik-ina við Hauka er staða bikar- meistara ÍBV nokkuð vænleg. Þeir þurfa að vinna einn leik til viðbótar til þess að endurheimta Íslandsmeistaratitil- inn sem þeir sáu á bak fyrir tveimur árum, eftir glæst- an sigur vorið 2000. Íslandsmeistar- ar tveggja síðustu ára, Haukar, eru á hinn bóginn komnir með bakið upp að hinum margumtalaða vegg og verða að vinna í Eyjum í dag til þess að eiga möguleika á að halda titlin- um. Tapi Hafnarfjarðarliðið sér það á bak Íslandsbikarnum til Eyja. Haukar lentu í svipaðri stöðu fyrir ári þegar liðið tapaði tveimur fyrstu leikjunum í úrslitarimmunni við Stjörnuna. Þá tókst Haukum, undir stjórn Gústafs Adolfs Björnssonar, að snúa taflinu við og vinna þrjá síð- ustu leikina. Nú er það sama uppi á teningnum. „Ég hef fulla trú á því að Haukar geti unnið næsta leik og tryggt sér þannig fleiri leiki í rimmunni, en hvort þeim tekst að vinna þrjá leiki í röð eins og í fyrra það er svo annað mál og í raun mjög erfitt,“ segir Matthías. „Þegar komið er fram í þriðja leik í keppni sem þessari þar sem leikið er með fárra daga milli- bili, fer svo margt að segja til sín, til dæmis hvernig ástand leikmanna er og hversu stórir leikmannahópar lið- anna eru. Hver staðan er í þeim efn- um get ég ekkert sagt um þar sem ég stend fyrir utan þessi tvö lið,“ segir Matthías sem telur að margir leik- manna Hauka séu orðnir það reynslumiklir að þeir láti vonbrigði leiksins á þriðjudagskvöldið ekki slá sig út af laginu, en þá töpuðu Haukar með einu marki þar sem ÍBV skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndubrot- um leiksins. „Leikmenn Hauka þekkja allt í þessu. Þær koma tvíefldar til leiks eftir vonbrigðin. Í fyrra töpuðu þær öðrum leiknum í úrslitunum við Stjörnuna á marki sem Ragnheiður Stephensen skoraði beint úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn. Það létu leikmenn Hauka ekki á sig fá heldur komu af enn meiri krafti í næsta leik á eftir og unnu. Það er því engin ástæða til að ætla annað en þær geti endurtekið leikinn nú, þótt það sé vissulega erf- itt að leika í Vestmannaeyjum. En völlurinn og mörkin eru þar jafnstór og annars staðar, boltinn eins og jafnmargir leikmenn á vellinum. Ef einbeitingin er í lagi, á það engu máli að skipta þegar inn á völlinn er kom- ið hvar leikið er,“ segir Matthías sem viðurkennir að Hauka-liðsinsbíði af- ar erfitt verkefni. „Að fara til Eyja og vinna með tvo tapleiki á bakinu er afar erfitt verkefni. En það er mikið hungur eftir sigri í Haukaliðinu og því eru allir vegir færir að mínu mati,“ segir Matthías. „Ég afskrifa ekki Hauka-liðið en þess bíður vissulega afar erfitt verk- efni sem spennandi verður að sjá hvort því tekst að leysa,“ segir Matthías Matthíasson, fráfarandi þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar. Allardyce segir ekki satt og rétt frá Matthías hættur með Stjörnuna Morgunblaðið/Árni Sæberg Gústaf Björnsson, þjálfari Hauka, réttir upp tvo fingur og telur að Eyjastúlkur hafi ekki getað skorað sigurmarkið úr aukakasti á aðeins tveimur sek. Ólafur Haraldsson dómari bendir Gústafi á að það hafi verið hægt. Hinn dómarinn, Guðjón L. Sveinsson, fylgist með. Í sjónvarpsútsendingu frá leiknum mátti heyra lokaflautið þegar knötturinn var kominn í markið hjá Haukum. Matthías Matthíasson spáir í stöðuna hjá ÍBV og Haukum Erfitt að vinna tvo leiki í Eyjum „HAUKA-LIÐIÐ er sterkt og því eru svo sem allir vegir færir en það er ekki auðvelt fyrir það að fara til Eyja og vinna í tvígang eins og það þarf til þess að verja titilinn eins og nú er komið,“ segir Matth- ías Matthíasson, fráfarandi þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, að- spurður hvort Haukar geti endurtekið leikinn frá því í fyrra og unnið þrjá síðustu leikina gegn ÍBV í keppninni um Íslandsmeistaratitil kvenna og þannig varið titilinn sem liðið vann í fyrra. ÍBV hefur unn- ið tvo fyrstu leiki liðanna í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn og getur með sigri í kvöld í Eyjum tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn í sögu félagsins. Eftir Ívar Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.