Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 76
AD-VÍTAMÍNDROPAR fyrir ungbörn sem seldir eru í lyfjaverslunum hér- lendis innihalda jarðhnetuolíu, en ekki er greint frá henni í innihaldslýsingu á umbúðum. Þar segir einungis að drop- arnir innihaldi A- og D-vítamín. Prótein í hnetum og hnetuafurðum er þekktur ofnæmisvaldur, að sögn lækna, og getur leynst í olíu sem notuð er í slíkri fram- leiðslu. Ari Axelsson, sérfræðingur í barna- lækningum og ofnæmissjúkdómum barna, segir „ótækt“ að merkingu um- búða sé svo ábótavant. „Einnig er það óæskilegt að jarðhnetuolía skuli notuð í þessa vöru, þar sem ekki er mælt með því sums staðar að börn fái hnetur eða hnetuafurðir yfirleitt undir þriggja ára aldri,“ segir hann. Ingibjörg Halldórsdóttir, matvæla- og líffræðingur hjá Lyfjastofnun, segir að umrædd vara hafi komið til umfjöllunar hjá Lyfjaeftirliti ríkisins árið 1997. „Í þessu tilviki virðist umfjöllunin ein- göngu hafa beinst að virkum innihalds- efnum sem tilgreind voru á umbúðum og varan flokkuð í samræmi við það, þar sem jarðhnetuolían var ekki nefnd sem innihaldsefni,“ segir Ingibjörg. Aðspurð hvort Lyfjastofnun eigi ekki að sjá til þess að merkingar á vöru sem stofnunin samþykkir séu réttar, segir Ingibjörg að „verklagsreglur varðandi umbúðamerkingar á almennum vörum sem stofnunin fær til umfjöllunar séu til endurskoðunar“. „Haft hefur verið samband við inn- flytjanda dropanna og mælst til þess að varan verði innkölluð og merkingu breytt,“ segir Ingibjörg ennfremur. Ofnæmis- valdur í ungbarna- vítamíni  Merkingum ábótavant/28 ♦ ♦ ♦ SKURÐ- og svæfingarhjúkrunarfræð- ingar á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut lýsa í ályktun furðu sinni á því að ekki eigi að nýta krafta og þekkingu Auðar Guðjónsdóttur, hjúkr- unarfræðings og móður mænuskaddaðr- ar stúlku, í undirbúningsstarfi við al- þjóðlegan gagnabanka fyrir mænuskaddaða. „Eins og alþjóð veit hefur Auður unn- ið af miklum eldmóð við að afla hug- myndum sínum fylgis varðandi stofnun gagnabanka um meðferð og lækningu mænuskaða. Við samstarfsmenn Auðar höfum fylgst með baráttu hennar sl. 10 ár þar sem hver hennar stund og ómældar fjárhæðir hafa farið í að afla málinu stuðnings. Auður hefur náð til margra víðsvegar um veröldina og þekk- ir persónulega ýmsa brautryðjendur á sviðinu og hefur verið boðið að flytja fyrirlestra um baráttu sína úti um heim á þingum þeirra,“ segir m.a. í ályktun skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðing- anna á Landspítala háskólasjúkrahúsi, sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Nýta á krafta og þekkingu Auðar Guð- jónsdóttur Skurð- og svæfingar- hjúkrunarfræðingar  Telur/13 MEÐALHITI nýliðins vetrar á sjö mánaða tímabili hefur ekki mælst hærri í Stykkishólmi frá því mælingar hófust fyrir 180 árum, skv. upplýsingum Páls Bergþórssonar, veðurfræð- ings og fyrrverandi veðurstofustjóra. Páll hefur lengi fengist við að spá um gróð- urfar sumarsins og segir að finna megi best samræmi ef spáin er byggð á meðalhitatölum á tímabilinu frá október til apríl. Hefur Páll stuðst við meðalhitatölur vetrarins í Stykk- ishólmi. „Það kemur í ljós núna að meðalhiti þessara sjö mánaða er 3,3 stig yfir frostmarki. Hann hefur aldrei, að því er mér virðist, verið jafn- hár síðan mælingar hófust eða í 180 ár,“ segir Páll. Næsthæsti meðalhiti sem mælst hefur á þessu tímabili var veturinn 1929 en þá var meðalhitinn 3 gráður. „Það hefur sýnt sig að þetta er í góðu sam- ræmi við gróðurinn og heyfenginn. Horfurnar eru því afskaplega góðar núna og menn ættu að geta farið sparlega með áburð að þessu sinni,“ segir Páll. „Ég man aldrei eftir svona mikilli laufgun trjánna í lok apríl eins og nú,“ segir hann ennfremur. Athuganir hans á meðalhita í mánuðunum mars og apríl leiða í ljós að þessir tveir síðustu mánuðir voru jafnhlýir og mánuðirnir apríl og maí voru að jafnaði á hlýskeiðinu frá 1930 til 1960, sem var mesta hlýindaskeið sem verið hefur á Íslandi frá því mælingar hófust. Páll segir þessar lofthitatölur í vetur í góðu samræmi við að sjávarhiti er hár, sérstaklega í hafinu norður undan landinu. Segir Páll sjáv- arhitann benda til þess að hlýindi haldi áfram. Morgunblaðið/Árni Torfason Snjókoma var í borginni í gær en samkvæmt spá Páls Bergþórssonar er gróðursumar í vændum. Meðalhiti vetrarins sá hæsti í 180 ár Páll Bergþórsson spáir sérstaklega góðu gróðurfari og heyfeng í sumar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Snjór á bláum blómum. Í gær snjóaði með köflum um allt Austurland. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ÍTALSKA verktakafyrirtækið Impregilo fékk fyrirframgreiðslu vegna framkvæmda við stíflu og aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkj- unar sem nemur 16% af samnings- upphæð, að því er fram kemur á vefsíðu Impregilo, en að meðtöld- um virðisaukaskatti var samning- urinn við fyrirtækið upp á rúma 47 milljarða króna. Samkvæmt því hefur fyrirframgreiðslan numið um 7,5 milljörðum króna. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, stað- festi í samtali við Morgunblaðið að hlutfall fyrirframgreiðslunnar af samningsupphæð hefði verið um 16% en sagðist að öðru leyti ekki geta upplýst um einstakar fjár- hæðir í viðskiptum við önnur fyr- irtæki. Aðspurður sagði Þorsteinn að algengt hlutfall fyrirfram- greiðslna væri 10-12% í samning- um Landsvirkjunar við verktaka almennt. Þorsteinn sagði að það hefði strax komið fram í útboðsgögnum hversu há fyrirframgreiðslan yrði. Ósk hefði komið fram frá öðrum bjóðanda um að sökum eðlis verksins yrði greiðslan að vera þetta mikil. Landsvirkjun hefði einnig metið það hagstæðara í þessu tilviki að hafa fyrirfram- greiðsluna hærri en vant væri, m.a. vegna betra lánshæfismats Landsvirkjunar en Impregilo og að mikill kostnaður félli á verk- taka í upphafi framkvæmda við Kárahnjúka. Er þar einkum vísað til fjárfestinga í þremur nýjum og stórtækum borvélum sem fluttar verða til landsins næsta vetur. Losuðu um aðrar eignir Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að Impregilo samdi við Lýsingu um fjármögnun á bor- tækjunum fyrir um 2,3 milljarða króna. Þá samdi fyrirtækið nýlega við Landsbankann um verkloka- ábyrgð, ábyrgð vegna fyrirfram- greiðslu og almenn bankaviðskipti vegna framkvæmda við Kára- hnjúkavirkjun, í samvinnu við inn- lendar fjármálastofnanir og ítalska banka. Á vefsíðu Impregilo, þar sem greint er frá Kárahnjúkaverkefn- inu, kemur fram að vegna fjöl- margra verkefna hafi fyrirtækið ákveðið að losa um aðrar eignir og selja hlutabréf í dótturfélögum, alls fyrir 92 milljónir evra, eða fyr- ir um 7,6 milljarða króna miðað við núverandi gengi. Um er að ræða 49% hlut í fyrirtækinu Fisia, sem starfar einkum á sviði um- hverfistækni, og hluta af 45% eign í félaginu er rekur flugvöllinn í Róm og nefnist Aeroporti di Roma S.p.A. Impregilo fékk 7,5 millj- arða greidda fyrirfram Upphæðin samsvarar 16% af samningi fyrirtækisins við Landsvirkjun BSRB vinnur að útfærslu tillagna um breytingar á skattkerfinu og hefur bandalagið kynnt hugmyndir sínar um þær. Þar er m.a. lagt til að persónuafsláttur verði afkomu- tengdur og skattprósentan lækkuð. „Almenn hækkun skattleysis- marka kostar ríkissjóð 800 milljónir króna á ári fyrir hverjar eitt þúsund krónur. Kjarabótin af eitt þúsund króna hækkun skattleysismarkanna er 385 krónur sem ekki getur talist mikið fyrir tekjulágt fólk. BSRB tel- ur hins vegar að með því að afkomu- tengja skattleysismörkin sé grund- völlur til að færa almenna skattprósentu verulega niður. Af- komutenging persónuafsláttar taki mið af tekjum en að öðru leyti taki afkomutengingin í skatta- og milli- færslukerfinu einnig mið af eignum í ríkara mæli en nú er gert og verði þá miðað við fasteignamat eigna. BSRB telur sig hafa fundið raun- hæfar leiðir til að auka ráðstöfunar- tekjur láglauna- og millitekjufólks,“ segir í greinargerð samtakanna, sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segir einnig að staðgreiðslu- kerfið hafi bæði kosti og galla en BSRB lýsir sig sammála upphafleg- um hugmyndum að baki kerfinu. „Úttekt samtakanna á skattkerfinu hefur leitt til þess að BSRB telur að ganga eigi enn lengra en nú er gert og ná að fullu fram þeim ótvíræðu kostum sem kerfið býður upp á með því að færa inn í mánaðarlega stað- greiðslu þá tekju- og aðstöðujöfnun sem í kerfinu felst.“ BSRB kynnir hugmyndir um breytingar í skattamálum Lægri skattprósentu og af- komutengja persónuafslátt  Réttlátt/12 BENSÍNORKAN ehf. lækk- aði verð á bensíni og dísilolíu í gær um 3 krónur og síðan ol- íufélögin, Essó og Olís og Skeljungur, á miðnætti. Lítr- inn af 95 oktana bensíni hjá Bensínorkunni kostar nú 91 kr. í almennri sölu og dísilolía 41,50 kr. Olíufélögin lækkuðu bens- ínlítrann í 92,30 kr. í sjálfsaf- greiðslu. Essó lækkaði lítra- verð á dísilolíu um 1,50 kr. og flotaolíu um 1 kr. Olís lækkaði dísilolíu, skipagas- og gasolíu um 3 kr. og Skeljungur dísil- og skipagasolíu um 3 kr. Bensín lækkaði um 3 krónur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.