Morgunblaðið - 01.05.2003, Side 1

Morgunblaðið - 01.05.2003, Side 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F KJARAMÁL HUGVERK ÚTVEGURINN Launakjör stjórnenda og fjölmiðlaumfjöllun rædd á morgunfundi Verslunarráðs Íslands. Afritun og fölsun hug- verka og listaverka hef- ur löngum verið mikið vandamál. Vöxturinn í tuttugu ára útgerðarsögu Samherja hefur verið með ólíkindum. VANTAR/4 VEÐUR UPPI/6 REKSTURINN/9 Í MARSMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 16,7 milljarða króna og inn fyrir 17,3 milljarða króna fob. Vöruskiptin í mars voru því óhagstæð um 600 milljónir króna en í mars í fyrra voru þau óhagstæð um 2,4 milljarða á sama gengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Fyrstu þrjá mánuði ársins 2003 voru fluttar út vörur fyrir 49,4 milljarða króna en inn fyrir 42,8 milljarða króna fob. Af- gangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 6,6 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 4,8 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuð- urinn varð því 1,8 milljörðum betri á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Verðmæti útflutnings eykst Verðmæti vöruútflutnings fyrstu þrjá mán- uði ársins var 1,5 milljörðum, eða 3% meira á föstu gengi, en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 60% alls útflutnings og var verðmæti þeirra nær hið sama og á sama tíma árið áður. Verðmæti útfluttra iðnaðarvara var 8% meira en á sama tíma árið áður. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu þrjá mánuði ársins var nær hið sama á föstu gengi og á sama tíma árið áður. Aukning varð í innflutningi á neysluvörum, fólksbíl- um og eldsneyti en á móti kemur mun minni flugvélainnflutningur. V I Ð S K I P T I Vöruskiptin óhagstæð í marsmánuði Á fyrstu þremur mánuðum árs- ins var afgangur á vöruskiptum við útlönd um 6,6 milljarðar Fiskimjöli skipað út frá Grindavík. Sjávarafurðir vega jafnan þungt í vöruútflutningi landsmanna. UNDIRBÚNINGSVINNA vegna fyrirhugaðs samruna Bún- aðarbanka Íslands hf. og Kaup- þings banka hf. hefur gengið hraðar en ráð var fyrir gert og hefur verið ákveðið að flýta fyrsta starfsdegi sameinaðs banka til 27. maí nk. Í fréttatilkynningu segir að boðað verði til hluthafafunda beggja aðila hinn 26. maí þar sem stefnt sé að formlegri samþykkt sameiningarinnar og kjöri í stjórn hins nýja félags. Nýtt skipurit bankans hefur þegar verið kynnt fyrir starfs- fólki. Gert er ráð fyrir að starf- andi stjórnarformaður Kaup- þings Búnaðarbanka verði Sigurður Einarsson, en varafor- maður í níu manna bankaráði verði Hjörleifur Jakobsson. For- stjórar bankans verða tveir, Hreiðar Már Sigurðsson og Sól- on R. Sigurðsson. Meginsvið bankans verða ellefu talsins und- ir stjórn jafnmargra fram- kvæmdastjóra. Stoðsvið eru sex og stýra þeim jafnmargir for- stöðumenn. Flýtt eins og kostur er Sólon Sigurðsson, annar tilvon- andi forstjóra sameinaðs banka, segir í samtali við Morgunblaðið að reynt hafi verið að flýta fyrsta starfsdeginum eins og kostur hafi verið. Náðst hafi að flýta honum um þrjá daga frá upphaf- legri áætlun. „Við vonumst til að allt verði til reiðu fyrir þann tíma og fyrir liggi samþykkt Fjármálaeftirlits og Samkeppnisstofnunar, sem og samþykki hluthafafundar,“ sagði Sólon. Aðspurður sagði hann að merkingum á útibúum verði ekki breytt fyrir þennan tíma, þau verði áfram merkt Búnaðarbank- anum. Hann segir að fyrir þenn- an tíma verði starfsmenn búnir að flytja sig í nýjar höfuðstöðvar sameinaðs banka í Austurstræti 5. Starfsemi verði þó áfram í Ár- múla þar sem Kaupþing er með sínar höfuðstöðvar í dag, enda ekki pláss fyrir allt starfsliðið í Austurstrætinu. „Í náinni fram- tíð munum við síðan skoða það að finna okkur húsnæði undir höf- uðstöðvarnar eða hreinlega byggja nýtt hús.“ Spurður um vægi bank- anna tveggja í hinu nýja skipuriti sam- einaðs banka segir Sólon að ekki væri hægt að hafa það jafnara. Þar séu 20 kassar, í 10 þeirra séu nöfn Búnaðarbankafólks og í 10 nöfn Kaupþings fólks. „Þessir kassar vega svo misþungt, en þetta jafnar sig allt út.“ Eins og kunnugt er hefur mik- ill fjöldi starfsfólks flutt sig yfir til Landsbankans undanfarið. Sólon segir aðspurður hæpið að fleiri eigi eftir að fylgja í kjölfarið og því treysti þeir sér til að birta skipuritið nú eins og það muni líta út hjá sameinuðum banka. „Þetta er afburðasveit manna. Það er fullt til af góðum mönnum í báðum bönkum. Þeir sem hurfu á braut voru flestir af verðbréfa- sviði og það svið er mjög vel dekkað af mönnum frá Kaup- þingi.“ Tvær konur eru í skipuritinu. Sólon segir það mjög jákvætt. „Þær hefðu gjarnan mátt vera fleiri, en þær eru þó tvær.“ Sameiningu flýtt Höfuðstöðvarnar verða í Austurstræti 5. Kassarnir 20 og vega misþungt.                                            ! "#      $    ! "  &' (     "   )   *#    #$%  +   &'   ,%%"   !(  - +   &    $   )     $  )%  )  +     *+   % )   "                    Sólon R. Sigurðsson, tilvonandi forstjóri Kaupþings Bún- aðarbanka.  Miðopna: Veður uppi í menntakerfinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.