Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ F ERÐASÝNINGIN Ferðatorg verður opnuð í Vetrargarði Smáralindar í dag og stend- ur til 4. maí. Ferðatorgið var haldið í fyrsta sinn á síðast- liðnu ári en þar gefst fólki kostur á að kynna sér alla þá fjölbreyttu ferða- möguleika og afþreyingu sem í boði eru á Íslandi. Ferðatorgið er eins konar mark- aðstorg innlendra ferðamála en það eru Ferðamálasamtök Íslands og Ferðamálaráð Íslands sem standa að sýningunni – en innan Ferðamála- samtaka Íslands eru átta landshluta- samtök sem öll taka þátt í sýning- unni og verður sérstök áhersla lögð á að kynna hvað er að gerast í hverj- um landshluta. Pétur Rafnsson er formaður Ferða- málasamtaka Íslands, auk þess að vera formaður Ferðamálaráðs höfuð- borgarsvæðisins, kjörinn af þeim fulltrúum sem sæti eiga í landssam- tökunum, en Ferðamálasamtökum Íslands er ætlað að vera sameigin- legur vettvangur þeirra allra, auk þess að vera tengiliður við Ferða- málaráð, sjö manna ráð þar sem Ferðamálasamtök Íslands eiga einn fulltrúa og er Pétur fulltrúi þeirra. Ferðamálaráð er næsti hlekkur í skipuriti fyrir neðan ráðherra. Þegar Pétur er spurður hver sé helsti starfsvettvangur Ferðamála- samtaka Íslands segir hann eitt af verkefnum samtakanna undanfarin ár hafa verið uppbygging Ferðatorgs- ins. „Við byrjuðum árið 2002 og menn voru það ánægðir með niður- stöðuna að það var ákveðið að halda áfram og gera þetta að árlegum við- burði.“ Um hvað snýst Ferðatorgið? „Á Ferðatorgi erum við að kynna ferðaþjónustu á landinu fyrir Íslend- ingum sjálfum. Það liggur í hlutarins eðli að halda slíkt á höfuðborgar- svæðinu vegna þess að hér er fjöld- inn og við viljum hvetja höfuðborgar- búa til að ferðast um landið. Um leið viljum við auðvitað hvetja fólk úti á landi til þess að heimsækja höfuð- borgarsvæðið, því hér er ferðaþjón- usta mjög þróuð og ótal margt hægt að sjá og gera. Ég er þeirrar skoðunar að þetta styðji hvort annað; ferðaþjónusta í þéttbýli styðji ferðaþjónustu í dreif- býli. Þeir sem koma til Reykjavíkur eru að njóta þess sem þeir hafa ekki á landsbyggðinni og öfugt.“ Er erfitt að fá Íslendinga til þess að ferðast innanlands? „Íslendingar ferðast mikið um landið en mér finnst þeir ekki vera mikið í fríi hér á landi. Menn eru að fara í heimsóknir til ættingja eða vina þegar þeir fara út á land en ekk- ert endilega í því skyni að njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða – og gera sér oft ekki grein fyrir hvað í boði er. Það er kannski þess vegna sem kom í ljós í nýlegri könnun að Ís- lendingar fara helst í sund og á söfn þegar þeir fara út á land. Þeir kaupa sér til dæmis ekki ferð á vélsleða á jökul eða fljótasiglingu. Við þurfum að læra að njóta landsins. Eitt viðkvæðið er að hér sé allt svo dýrt, til dæmis gisting og matur. Ég verð að viðurkenna að mér finnst sumarhús félagasamtaka og verka- lýðshreyfinga skekkja myndina dálít- ið. Ég myndi vilja sjá þessi hús í einkaeign og að verkalýðshreyfingin hjálpaði sínu fólki til að borga frekar niður aðra gistingu, eins og V.R. hef- ur verið að benda á. Þá fengi fólk til dæmis fimm þúsund krónur á ári sem það getur notað í aðra gistingu og þyrfti ekkert endilega að vera í til- teknum bústað þetta þriðja til fjórða hvert ár sem það fær úthlutun. Þá ræður fólk hvert það fer og getur ferðast vítt og breitt um landið í stað þess að vera alltaf á sömu þúfunni. Við þurfum að gefa okkur meiri tíma þegar við ferðumst innanlands – og nýta okkur upplýsingamið- stöðvar þær sem eru í landshlut- unum. Í könnun sem við létum gera kom í ljós að aðeins fjórtán prósent þeirra Íslendinga sem ferðast um landið nýta sér upplýsingamið- stöðvar – en þar eru faglegar og mjög nákvæmar upplýsingar um hvað hægt er að gera í hverjum lands- hluta. Starfsmenn upplýsingamið- stöðvanna eru svo vel upplýstir að þeir geta útfært fyrir hvern og einn hvernig skemmtilegast sé að verja tímanum og njóta lands og náttúru.“ Nefndu eitthvað sem hægt er að gera hér. „Ég get nefnt raftsiglingar, söfn, fjallaferðir, hestatúra, sjóstanga- veiði, gönguferðir, silungsveiði, klettaklifur, torfæruferðir, kajak- siglingar, fjörutölt, hvalaskoðunar- ferðir, hjólreiðaferðir, fjallahjólaferð- ir, hálendisferðir, jöklaferðir, fjalla- skokk, eyjaferðir, bryggjudorg, hella- skoðun, fuglaskoðun, kræklinga- tínslu og köfun. Hér á landi er ótrúleg flóra af af- þreyingu og maður verður stundum undrandi hvað menn eru áræðnir við að hefja rekstur í ferðaþjónustu. Það virðast vera frumkvöðlar um allt land sem þekkja sitt svæði nógu vel til þess að þetta sé gerlegt. Það er ástæðan fyrir því að við höldum Ferðatorgið í Smáralind. Þar verða allir landshlutar með kynningu á því sem er að gerast í héruðum landsins og heimamenn verða í hverjum bás til þess að gefa upplýsingar um gist- ingu og afþreyingu á hverjum stað.“ Eigið þið von á því að margir heim- sæki Ferðatorgið? „Já, ég held að Íslendingar hafi raunverulegan áhuga á að ferðast um landið. Það sést kannski best á því að í fyrra komu tuttugu þúsund gestir á sýninguna.“ Við þurfum að læra að njóta landsins Morgunblaðið/Jim Smart Pétur Rafnsson segir Íslendinga ferðast mikið um landið. Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, segir Íslendinga eiga völ á ótrúlegri flóru afþreyingar alls staðar á landinu. SALTFISKSETUR Íslands var opnað 6.september í fyrra og er í Grindavík, viðHafnargötu 12A. Þar gefur að líta sýn- ingu um sögu verkunar og dreifingar á salt- fiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn- um tíðina í sérhönnuðum fimm hundruð fermetra sýningarsal og er setrið opið alla daga frá klukkan 11.00 til 18.00. Sýningin er vel skipulögð og fallega sett upp með ótal gripum frá öllum stigum salt- fiskverkunar, allt frá hnífum upp í báta, skýr- ingartextar gefa ágæta sýn yfir það tímabil sem þjóðin þreifst vegna saltfisksins og vinnsluferlið er sýnt frá því fiskurinn kom úr sjónum og þar til hann var kominn til Mið- jarðarhafsins. Auk þess gefst gestum kostur á að skoða eldri og yngri heimildir um saltfiskiðnaðinn á myndböndum. Sem dæmi um það hversu íslenska þjóðin reiddi sig mikið á sjóinn, var fiskur í skjaldar- merki Íslands öldum saman. Í sálmabók Guðbrands biskups Þorlákssonar, sem prentuð var á Hólum 1589, er mynd af flött- um þorski með stöfunum Insignia Islandiae. Fiskmerkið kemur víðar fyrir, til dæmis á mynt og landakortum. Í lok 16. aldar var svo kveðið á um að inn- sigli Íslands skyldi vera óflattur, hausaður þorskur með kórónu yfir en ártalinu 1593 til hliðar og í boga umhverfis letrað Sigillum In- sulae Islandiae (innsigli eyjarinnar Íslands). Þetta var tilkynnt á Alþingi og aldrei breytt, svo telja má það eina löglega skjaldarmerki Íslands til 1904 þegar fálkamerki heima- stjórnarinnar tók við. Fyrir þá sem leggja leið sína í Bláa lónið er ekki úr vegi að koma við á Saltfisksetrinu og skoða skemmtilega sýningu, auk þess sem safnverðir veita greiðlega upplýsingar um aðra áhugaverða staði í nágrenni Grindavík- ur – en á síðustu misserum hafa fundist þar bæði áður óþekktir hellar og fornar húsarúst- ir. Morgunblaðið/Súsanna Svavarsdóttir Verkfærum og munum sem tengjast sögu saltfiskverkunar er haganlega fyrir komið í setrinu. Morgunblaðið/Súsanna Svavarsdóttir Í Saltfisksetrinu er lögð áhersla á að sýna vinnsluaðferðir og verkun. Lífið er saltfiskur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.