Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 B 7 Á Reykjanesskaganum er stórbrotin náttúra sem á sér enga líka. Þar er fjöldi ólíkra safna, hvalaskoðun, sjóstangveiði, hótel, veitingastaðir, Bláa Lónið, brú milli heimsálfa, mikið fuglalíf og margt fleira. Reykjanesskaginn - ótrúlegur staður í nágrenni borgarinnar Það er styttra en þú heldur suður með sjó K AJAKLEIGAN Sagan í Stykk- ishólmi er ört vaxandi fyr- irtæki sem stofnað var fyr- ir tveimur árum. Þar ræður ríkjum Þorsteinn Sig- urlaugsson sem segir fyrirtækið leggja sig fram við að þjóna öllum og gera alla ánægða. „Stykkishólmur er einhver besti staður sem fyrirfinnst til þess að stunda kajakróður,“ segir hann, „einkum vegna þess hve fjöl- breyttar aðstæður eru hér hvað varð- ar dýralíf, róðrarleiðir og falleg nátt- úrufyrirbrigði – ekki síst sólsetrin að sumarlagi.“ Hvað ertu með marga kajaka? „Ég er að öllu jöfnu með sæti fyrir tólf manns – en útvega fleiri báta þegar stærri hópar koma.“ Er opið hjá ykkur allt árið? „Við erum með opið allt sumarið, frá því um miðjan maí og fram í miðj- an september, en á veturna eftir samkomulagi. Þá þarf að panta með góðum fyrirvara.“ Eru einhver aldurstakmörk? „Nei, ég er með þægilegan vog sem er grunnur og skjólgóður og þar geta foreldrar og börn leikið sér. Ann- ars get ég boðið upp á hvað sem er, allt frá lygnum vog upp í harðar straumrastir. Það er gífurlegt fuglalíf hér í grenndinni og flestar ferðirnar eru samsettar af eyjarúnti. Þá förum við í helli, stoppum í einni eyjunni þar sem við leyfum fólki að hvílast og skoða sig um og við sjáum eiginlega alltaf sel. Þetta er mjög gott svæði og hægt að gera næstum hvað sem er. Flestir þeir sem fara með mér í stystu ferðina – þriggja til fjögurra stunda ferð – eru að fara í fyrsta skipti í kajakróður.“ Eru bara svona stuttar ferðir í boði? „Nei, það er hægt að fara í allt að dagsferðir. Þá er róið, stoppað í einni eyjunni og grillað og róið til baka. Þetta er afslöppuð dagsferð.“ Er ekkert hættulegt að róa út í eyj- arnar? „Nei, nei, ekki eyjarnar sem eru hér næst við bæinn. Það er ekki nema kílómetri út í næstu eyju, sjórinn lygn og straumar litlir. Það er afar sjaldgæft að fólk sé að hvolfa bátunum. Það er innan við eitt prósent sem lendir í því. Þá er bara að smeygja sér úr bátnum og ég kem og sný honum við.“ Hvað með þá sem vilja takast af meira afli á við sjóinn? „Ég leigi líka út kajaka. Þá getur vant fólk leigt hjá mér báta til þess að taka með sér – en ég vil taka það fram að slíkt gerist aðeins ef fólk er mjög vant.“ Kajakar á lygnum vogum Í kajakaróðri má skoða sérkennilegar bergmyndanir og áhugaverða hella. Ungir sem aldnir njóta þess að róa milli Breiðafjarðareyja á kajak. Fjölskrúðugt fuglalíf og marg- breytilegar siglingaleiðir gera kajakaróður í Stykkishólmi að ævintýri, segir Þorsteinn Sig- urlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.