Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 B 11 OD DI HF J5 05 8 ...vísa þér veginnwww.lmi.is Ómissandi í ferðalagið Ferðakort 1:250 000 Vesturland og Suðurland Annað kortið af þremur í flokki nýrra vandaðra ferðakorta í mælikvarða 1:250 000 er komið út. Mjög handhægt brot sem hentar vel á ferðalögum. Mikil skörun á milli korta. Byggt á nýjum stafrænum gögnum. Kort sem ættu að vera til á hverju heimili Ný ferðakort Ferðakort 1:500 000 Vandað nýtt heildarkort af Íslandi með hæðarskyggingu og þjónustutáknum. Glæsileg og mikið breytt útgáfa af þessu vinsæla korti. Nýjustu upplýsingar um vegi landsins, vegalengdir og veganúmer, auk mikilvægra upplýsingaum ferðaþjónustu, svo sembensínafgreiðslur, gististaði, söfn, sundlaugar, golfvelli og fleira. Kortinu fylgir nafnaskrá með yfir 3000 örnefnum. Skýringar á fjórum tungumálum. • Hæðarskygging og 50 metra hæðarlínubil • Vegir, vegalengdir, veganúmer og bensínafgreiðslur • Gisting, tjaldsvæði, sundlaugar og golfvellir • Söfn, friðlýstar minjar, hringsjár og áningarstaðir • Bæir í byggð, eyðibýli og rústir • Yfir 6000 örnefni • Upplýsingamiðstöðvar, bátsferðir og margt fleira • Skýringar á íslensku, ensku, frönsku og þýsku Útgefið 2002 Væntanlegt 2003 STANGAVEIÐI Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hófst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfs- björgu, unglingar (innan 16 ára ald- urs), og ellilífeyrisþegar úr Reykja- vík og Kópavogi, fengið afhent veiðileyfi án greiðslu. F OSSHÓTEL er hótelkeðja sem í sumar rekur fjórtán hótel víðs vegar á landinu og í Reykjavík, Fosshótel Lind, Höfði og Baron eru í Reykjavík, en Fosshótel Bifröst, Án- ing, Húsavík, Laugar, Hallorms- staður, Valaskjálf, Reyðarfjörður, Vatnajökull, Ingólfur, Hlíð og Nesbú úti á landi. Rekstur Fosshótelanna hófst árið 1996 og var hugmyndin að búa til svokallaða „tourist class“ hótelkeðju, eða hótel í miðlungs- flokki, þar sem áhersla er lögð á vinalegt umhverfi og þjónustu. Susanne E. Götzinger er sölustjóri Fosshótelanna og segir hún þrjú ný hótel hafa bæst við keðjuna á þessu ári. Af þeim fjórtán hótelum sem mynda Fosshótelkeðjuna eru níu rek- in af Fosshótelum, en fimm þeirra eru svokölluð „franchise“ hótel, eða sérleyfishótel sem starfa undir merkjum Fosshótela. „Í þeim til- fellum er annar eigandi að hótel- unum, en þau starfa undir okkar nafni,“ segir Susanne. „Við mark- aðssetjum þau og sjáum um bókanir – en þau verða að uppfylla okkar kröfur, vegna þess að markmiðið er að vera með mörg hótel í Reykjavík og úti á landi sem eru rekin sam- kvæmt sömu grunnhugmynd. Ein grunnhugmynd En þótt hótelin séu rekin samkvæmt sömu grunnhugmynd hafa þau öll sína sérstöðu. Í júní, júlí og ágúst bjóðum við til dæmis upp á þema- morgunverði og þá hefur hvert hótel sitt eigið þema. Þemað er fyrst og fremst til að gleðja augað og gera umhverfið hlýlegra. Á Lind verður þemað Heimur vatnsins, Morgun- verðarfjör á Höfða, Eggjaheimur á Baron, Dýralíf Íslands í Bifröst, Sól- blóm og íslensk flóra á Áningu, Hafið á Húsavík, Íslenskir jólasveinar á Laugum, Skógur á Hallormsstað, Víkingar í Valaskjálf, Listaverk barnanna í Reyðarfirði, James Bond á Vatnajökli, Suðræn stemmning í Ingólfi, Ásatrú í Hlíð og Hverir í Foss- hótelinu Nesbúð. Innihald morgun- verðar verður þó það sama á öllum hótelunum og öll hótelin eru með veitingahús þar sem hægt er að panta af matseðli, auk þess sem öll hótelin munu bjóða upp á rétt dags- ins sem kostar frá kr. 1.090 til 1.390 á hverjum degi. Með því erum við að koma til móts við fjölskyldu- fólk sem annars myndi fara í sjoppu til þess að borða. Fyrir utan rétt dagsins eru öll Fosshótelin með góð- an matseðil og góðan drykkjaseðil.“ Þegar Susanne talar um sömu grunnhugmynd að öllum hótelunum, segist hún þó ekki eiga við að öll her- bergi þurfi að vera eins – þvert á móti; hluti af hugmyndinni sé að bjóða upp á fjölbreytta möguleika. Á sumum hótelunum er hægt að fá svefnpokapláss, eða herbergi án sérbaðherbergis, en á öllum hótel- unum er þó boðið upp á herbergi með baði. Verðið er því mjög breytilegt og auðvitað ódýrara þegar bað fylgir ekki herberginu. „Þjónustan er samt alls staðar eins,“ segir hún, „mark- mið okkar er jú að Fosshótelin séu vinaleg og þar sé gott að vera.“ Til móts við fjölskylduna „Það er reynsla okkar að Íslendingar séu ekkert að leita að lúxus og glæsileika á ferðalögum, heldur notalegu umhverfi á góðu verði og við viljum leggja okkar af mörkum til þess að fá Íslendinga til þess að ferðast um Ísland.“ Er Fosshótel íslensk hótelkeðja? „Já, þetta er alíslensk keðja en við erum hluti af Skanplus-samtök- unum. Skanplus-kortin er hægt að kaupa á öllum Fosshótelunum á eitt þúsund og eitt hundrað krónur. Þau veita allt að 40% afslátt á Fosshót- elunum á Íslandi, geta veitt allt að 50% afslátt á hótelum í Skandinavíu og 6. hver nótt er alltaf frí, auk þess sem gisting fyrir börn undir tólf ára aldri er frí.“ Einhvers staðar heyrði ég að þið sköffuðuð börnum gullfiska til að hafa á herbergjunum. „Já, við gerum það á Fosshóteli Höfða í Reykjavík – sem er sérstakt fjölskylduhótel. Þar fá börnin líka að velja sér þemasængurföt, auk þess sem farið er í leiki í setustofunni. Síðan bjóða Fosshótel Ingólfur, Nes- búð og Húsavík hunda velkomna, sem er mikilvægt vegna þess að margir Íslendingar eiga hunda og vilja taka þá með sér þegar þeir eru að ferðast um landið.“ Fosshótelið á Reyðarfirði. Morgunblaðið/Jim Smart Susanne E. Götzinger. Vinaleg hótelkeðja Susanne E. Götzinger, sölu- stjóri Fosshótelanna, segir Íslendinga ekki leita að lúxus, heldur vingjarnlegu viðmóti og hlýju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.