Morgunblaðið - 03.05.2003, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Í
HUGA margra er kosningabaráttan vafa-
laust flókin og samhengislaus. Erfitt sé að
átta sig á meginstraumum hennar og rökum
andstæðra fylkinga. Þegar stjórnmálamenn
hittist á sjónvarps- eða útvarpsfundum
reyni þeir að skjóta sér undan að svara á skýran og
afdráttarlausan hátt. Helst hafi verið kafað ofan í
tillögur um skattamál, en þegar þær séu ræddar við
talsmenn einstakra flokka eins og Samfylking-
arinnar eða Frjálslynda flokksins fari þeir undan í
flæmingi eða sýni, að þeir skilji hvorki eigin tillögur
né viti, hvaða fjárhagslegar skuldbindingar fylgi
þeim. Þegar menn geti ekki einu sinni skýrt, hvað
þeir sjálfir vilja, hvernig geti þeir þá skýrt, hvað
felst í tillögum annarra?
Frá heimspekilegum sjónarhóli er auðvelt að
greina ógagnrýnan póstmódernisma í tilburðum
Samfylkingarinnar. Hún hefur ekki lagt fram neitt
sjálfstætt stefnumál í kosningabaráttunni. Við blasir
samhengislaus samsuða ólíkra hugmynda, sannleik-
anum er oft sýnd nokkur léttúð og alið á umræðum
með hálfkveðnum vísum. Mælt er með breytingum
bara breytinganna vegna eða jafnvel á þeirri for-
sendu, að í Bandaríkjunum megi sami maður aðeins
vera forseti í átta ár! Hvaða erindi eiga slíkar rök-
semdir hingað, þegar verið er að kjósa þingmenn,
sem semja um stjórn að kosningum loknum? Hvergi
svo vitað sé eru því settar skorður, hve oft þing-
menn geta boðið sig fram – að minnsta kosti ekki í
Bandaríkjunum, þar sem þeir sitja áratugum sam-
an, jafnvel þar til þeir verða 100 ára.
Í skattamálum fór Samfylkingin af stað með um-
ræður um fjölþrepa tekjuskatt en hljóp frá tillögum
um hann, þótt talsmaður hennar segi þær þó enn
einhvers staðar á kreiki. Þegar kemur að umræðum
um, hvernig stjórn eigi að mynda eftir kosningar,
segir Össur Skarphéðinsson eðlilegt, að stjórnar-
andstaðan, Samfylking, vinstri/grænir og frjáls-
lyndir, axli ábyrgðina en Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir fer undan í flæmingi, þótt enginn hafi talað
ákafar um, að Sjálfstæðisflokkurinn megi ekki vera
áfram í ríkisstjórn.
Hér skal stuttlega rætt um fjögur mál, sem borið
hefur hátt við hlið skattamála og kvótans: fátækt,
menntun og jafnrétti.
Í fátæktarumræðum hefur vafist fyrir öllum að
finna sameiginlegan umræðugrundvöll, vegn
að hann er hvergi skilgreindur. Stjórnmálam
geta deilt endalaust um, hver geri mest og b
ir þá, sem minna mega sín, en erfitt er að m
angur, ef sameiginlega mælistiku vantar.
Í stað þess að styðjast við skilgreindan m
kvarða er vísað í sérfræðinga. Mest athygli
beinst að rannsóknum og ritgerð Hörpu Njá
Sjálfur forseti Íslands hefur sagt, að Harpa
að einna merkilegustu félagsfræðiritgerðina
lensku og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kalla
Hörpu „nýju biblíuna“ sína. Þetta mikla ver
þó ekkert um það, hvort fátæku fólki vegni
með því að kjósa þennan eða hinn flokkinn
Fátæktarmál heyra undir sveitarfélög og
Helgi Kristinsson prófessor hefur gefið út b
rannsóknir á viðhorfi fólks til félagsmála í þ
Rannsóknirnar sýna, að óánægja með félags
þjónustu er mest í Reykjavík undir stjórn R
vinstrimanna, sem hafa hækkað skatta en e
lækkað, auk þess að hækka skuldir Reykjav
1100%. Harpa Njáls segir frá því, að ásókn
Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstofnunar k
unnar hafi aukist, eftir að R-listinn þrengdi
lega heimildarbætur, það er skyndiaðstoð og
araðstoð Félagsþjónustu Reykjavíkur, árið
Nú hefur Sigurður Snævarr borgarhagfræ
birt niðurstöður rannsókna sinna, sem sýna
2,6% barna hafi verið undir skilgreindum fá
armörkum árið 2001 en 2,9% árið 1995, og a
eitt land, Svíþjóð, sé með minni fátækt með
Gunnlaugur Jónsson fjármálaráðgjafi hefur
þá ályktun af rannsóknum Sigurðar, að á ár
1995 til 2001 hafi fátækt minnkað um helmi
landi, fjöldi undir fátæktarmörkum hafi ver
íbúa árið 1995 en 2% árið 2001.
x x x
Samfylkingin hefur hamast við að reyna a
því inn, að Íslendingar standi sig illa á sviði
menntamála, með því að nota fjárhagslega m
stiku til að sanna mál sitt. Miðar hún gjarna
síðustu 12 ár til að ná hæfilega löngu tilhlau
ar þetta er metið má til dæmis skoða opinbe
gjöld til menntamála á hvern Íslending á fö
lagi. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands nám
VETTVANGUR
Villuljós um fátækt,
Eftir Björn Bjarnason
SENNILEGA hefur Framsóknarflokk-
urinn fengið bakþanka eftir að hann
kynnti í lok febrúar stefnumótun sína í
efnahagsmálum fyrir komandi kjör-
tímabil. Þá voru opinberaðar tillögur
flokksins sem kæmu til með að veikja
stöðu ríkissjóðs um 15 milljarða króna. Í
kjölfarið kom Sjálfstæðisflokkurinn með
enn meiri tekjurýrnun fyrir ríkissjóð.
Samfylkingin sá að við svo búið mátti
ekki standa og sagði að fyrst stjórn-
arflokkarnir sæju svigrúm til skatta-
lækkana hlyti að vera óhætt að byggja á
því. Nokkrum dögum síðar kom svo
Samfylkingin með tillögur um nið-
urskurð á tekjum ríkissjóðs um 15 millj-
arða. Þetta væri svo sem í góðu lagi ef
þessir flokkar væru ekki jafnframt með
tillögur um að auka útgjöld ríkissjóðs. Á
sama tíma og þeir boða stórfelldan nið-
urskurð á tekjum hins opinbera lofa þeir
gulli og grænum skógum í samfélags-
legum verkefnum. Einhvern tíma hefði
verið sagt að þetta væru eins og álfar út
úr hól.
Taugatitringur
Allt byrjaði þetta á útspili Halldórs
Ásgrímssonar, formanns Framsókn-
arflokksins, á þingi flokksins. Skoð-
anakannannir voru flokknum óhag-
stæðar um þær mundir. Var nú tekið til
við að hanna hagvöxt. Flest var rakið til
fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda á
Austurlandi. Halldór kvaðst reikna með
„að afkastageta þjóðarbúsins verði 4–5
prósentustigum meiri í lok næsta kjör-
tímabils en án þessara aðgerða“. Ein-
vörðungu vegna þessa yrði svigrúm rík-
issjóðs 20–25 milljörðum meira á
kjörtímabilinu en ella hefði orðið og
sveitarfélaganna 5 milljörðum meira.
Formaður Framsóknarflokksins klykkti
síðan út með því að segja að hann teldi
„augljóst að almenningur í landinu ætti
að njóta stærsta hluta þessara auknu
tekna“.
Óskhyggja og
líkindareikningur
Þessar yfirlýsingar formanns Fram-
sóknarflokksins voru ekki mjög vísinda-
legar og byggjast þær á blöndu af ósk-
hyggju og líkindareikningi.
Efnahagssérfræðingar hafa margoft
bent á að stóriðjufjárfestingar rík-
isstjórnarinnar skapa almannasjóðum og
efnahagskerfinu almennt minni tekjur en
aðrir kostir. Framangreindar staðhæf-
ingar Halldórs Ásgrímssonar byggjast
ekki á neinum haldgóðum útreikningum.
Því er t.d. enn ósvarað hvernig sú sam-
setning efnahagslífsins sem Framsókn-
arflokkurinn boðar með stóriðjuáformum
sínum kemur út varðandi tekjustreymi
skatta í ríkissjóð og sveitarsjóði borið
saman við þá samsetningu atvinnulífs
sem byggist á fleiri fyrirtækjum en
smærri. H
málaráðun
meta hvað
setning efn
iðnaður í e
meira í efn
þjóðarbúsk
staklega á
Hve
já
Samkvæ
unar, sem
aráls, hefð
aðeins 0,7%
kvæmt ath
hagfræðing
coa líklega
örðum kró
tekjum ári
árshagnað
góðu árfer
jákvæðu áh
jafnvel nei
framkvæm
Þá er á
kemur til m
rekstri og
ari uppbyg
Flöktandi Frams
óábyrgur Sjálfst
Eftir Ögmund
Jónasson „Vinstrihreyfingin – grænt
málaflokkurinn sem kemur
ábyrgð. Hann er sá flokkur
að lofar ekki upp í ermina e
vegar við fyrirheit sín.“VEGVÍSIR TIL FRIÐAR
Eftir langt þóf hafa Ísraelar og Pal-estínumenn loks fengið afhentansvokallaðan Vegvísi að friði í
Mið-Austurlöndum. Fulltrúar Banda-
ríkjastjórnar, Rússa, Evrópusambands-
ins og Sameinuðu þjóðanna afhentu Veg-
vísinn á miðvikudag, en sama dag sór
Mahmud Abbas embættiseið sem for-
sætisráðherra í nýrri stjórn Palestínu-
manna.
Í stuttu máli er Vegvísirinn í þremur
áföngum. Í þeim fyrsta er gert ráð fyrir
að Ísraelar lýsi yfir staðföstum vilja til
stofnunar sjálfstæðs ríkis Palestínu-
manna, hætti útþenslu landnemabyggða
á herteknu svæðunum, yfirgefi ólöglegar
landnemabyggðir og dragi herlið frá
svæðum, sem hafa verið hernumin eftir
að uppreisn Palestínumanna hófst fyrir
tveimur og hálfu ári. Palestínumenn eiga
að viðurkenna tilvistarrétt Ísraelsríkis,
leysa upp hryðjuverkasamtök, hætta að
hvetja til árása gegn Ísrael og halda
kosningar á sjálfstjórnarsvæðum Palest-
ínumanna.
Í öðrum áfanga er gert ráð fyrir því að
Palestínumenn fái fullveldi og stjórnar-
skrá og haldin verði alþjóðleg ráðstefna
um stofnun bráðabirgðaríkis Palestínu-
manna. Í þeim þriðja er gert ráð fyrir að
haldin verði önnur slík ráðstefna þar sem
gengið verði frá endanlegu samkomulagi
um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu-
manna og samningum um endanleg
landamæri, yfirráð yfir Jerúsalem, stöðu
palestínskra flóttamanna og ísraelskra
landnema. Gengið verði frá friðarsamn-
ingum Ísraela og arabaríkjanna.
Afhendingin markar reyndar ekki
tímamót að því leyti að bæði Ísraelar og
Palestínumenn hafa haft drög að Vegvís-
inum undir höndum síðan í desember.
George Bush Bandaríkjaforseti hefur
hins vegar ítrekað frestað formlegri af-
hendingu og setti að lokum það skilyrði
að ný stjórn Palestínumanna kæmi til
valda.
Án Bandaríkjamanna mun ekkert þok-
ast í samskiptum Ísraela og Palestínu-
manna og vonandi ber það því vitni að
þeir geri sér grein fyrir því, að Colin
Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, hyggst fara til Mið-Austurlanda og
ræða bæði við forustumenn Ísraela og
Palestínumanna.
Ísraelar hafa þegar hafnað ákveðnum
þáttum áætlunarinnar og segjast ekki
munu draga herlið sitt til baka fyrr en
Palestínumenn hafi lagt niður vopn.
Vegvísirinn er ekki nema sjö blaðsíður
og því ljóst að hann getur ekki verið
nema upphaf að samkomulagi. Í honum
er hins vegar kveðið á um þá meginnið-
urstöðu, sem verður að knýja fram eigi
að verða friðvænlegt fyrir botni Miðjarð-
arhafs. Ísraelar hafa jafnt og þétt þrengt
að Palestínumönnum og grafið undan
innviðum þjóðfélags þeirra í árangurs-
lausum tilraunum sínum til að binda enda
á hryðjuverk. Eigi Palestínumenn að
taka mark á Vegvísinum er ekki hægt að
láta undan þeirri kröfu Ísraela að þeir að-
hafist ekkert fyrr en hryðjuverkum Pal-
estínumanna linni. Ísraelar og Palestínu-
menn verða að stíga þessi skref samtímis
og ítrekaði Powell það í gær. Það verður
hins vegar ekki auðvelt fyrir Palestínu-
menn að gæta öryggis því að hernám og
aðgerðir ísraelska hersins hafa veikt
mjög öryggissveitir þeirra.
Hins vegar má ekki láta slík vandamál
standa í vegi fyrir því að hafist verði
handa til að framfylgja tillögunum í Veg-
vísinum af því að hinn kosturinn – að að-
hafast ekkert – mun leiða til áframhald-
andi hryllings og blóðsúthellinga þar sem
öfgar munu bera hófsemi ofurliði bæði í
röðum Ísraela og Palestínumanna.
„ÞÆGILEGUR“ FLOKKUR
Einn af baráttumönnum sósíalista áÍslandi síðustu tæpa hálfa öld, Gísli
Gunnarsson prófessor í sagnfræði, skrif-
ar grein hér í Morgunblaðið í gær, þar
sem hann gagnrýnir svohljóðandi um-
mæli í forystugrein Morgunblaðsins fyr-
ir skömmu en þar sagði m.a.:
„… það blasi við að Alþýðuflokksmenn
hafi orðið undir við sameiningu flokk-
anna á vinstri kantinum í Samfylking-
unni og að þeim stjórnmálaflokki er nú
stjórnað af fólki, sem á rætur í Alþýðu-
bandalaginu.“ Gísli Gunnarsson segir að
þessa afstöðu megi rekja til óskhyggju
manna, „sem úrelt og röng sjónarmið
hafa mótað“.
Nokkru síðar lýsir Gísli Gunnarsson í
grein sinni pólitískri upplifun sinni um
þessar mundir og segir:
„Fyrir mann eins og undirritaðan,
sem verið hefur um áratugi virkur félagi
í Alþýðubandalaginu, er þægilegt að
taka þátt í starfi Samfylkingarinnar. Þar
eru vissulega stundum skiptar skoðanir
en ekki er reynt að magna þær með per-
sónuhnútum heldur ræðir fólk álitamál
til að ná samkomulagi. Ég er ekki frá því
að það bezta í vinnubrögðum Kvennalist-
ans hafi skilað sér til Samfylkingarinn-
ar.“
Í ljósi þess, að flestir helztu forystu-
menn Samfylkingarinnar um þessar
mundir eiga rætur í Alþýðubandalaginu
þarf engum að koma á óvart, að Gísla
Gunnarssyni þyki „þægilegt“ að taka
þátt í starfi Samfylkingarinnar.
Sú spurning hlýtur hins vegar að leita
á Alþýðuflokksmenn, sem gengu til
þessa samstarfs undir merkjum þeirrar
hugsjónar að sameina vinstri menn í ein-
um flokki, hvað valdi því, að flestum for-
ystumönnum Alþýðuflokksins hefur ver-
ið ýtt til hliðar. Þótt sumir þeirra sitji
enn á þingi skipa þeir ekki helztu emb-
ættin í forystusveit Samfylkingarinnar.
Þessi veruleiki veldur því að fyrrver-
andi stuðningsmenn Alþýðuflokksins
eru margir hverjir heimilislausir um
þessar mundir. Ýmislegt bendir til þess
að stuðningur þeirra skýri að einhverju
leyti uppgang Frjálslynda flokksins,
þótt stuðningsmenn hans komi augljós-
lega úr fleiri áttum.
Alþýðuflokkurinn undir forystu Jóns
Baldvins Hannibalssonar hóf umtals-
verða baráttu fyrir aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu en hafði ekki erindi sem
erfiði. Að sumu leyti hefur Halldór Ás-
grímsson, formaður Framsóknarflokks-
ins, tekið þá baráttu upp. Þess vegna er
ekki fráleitt að ætla, í ljósi málefnalegrar
samstöðu um meginmál, að ýmsir stuðn-
ingsmenn Alþýðuflokksins á sínum tíma
gætu hugsanlega gengið til liðs við
Framsóknarflokkinn á forsendum svip-
aðrar afstöðu til ESB.
Það eru þess vegna engin rök fyrir
þeirri staðhæfingu Gísla Gunnarssonar
að þessa athugasemd í forystugrein
Morgunblaðsins megi rekja til „ósk-
hyggju manna, sem úrelt og röng sjón-
armið hafa mótað“.
Það má hins vegar velta því fyrir sér,
hvort gamlir flokksbræður og flokks-
systur Gísla Gunnarssonar úr Alþýðu-
bandalaginu sjái sér nú leik á borði að
komast til valda og áhrifa undir nýju
nafni! Það eru söguleg fordæmi fyrir því
eins og prófessor í sagnfræði veit betur
en flestir aðrir.