Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 4
Spáð og spekúlerað á kosningaskrifstofu Nýs afls. Flokkarnir leggja mikið upp úr listabókstöfum og leiðtogum. Auðvitað er frostpinninn grænn á kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins. Jakobi datt í hug að ræða um greindarvísitölu Dagsritstjóra, sem brást illa við. Fram að þeim kosn- ingum mátti sjá í Íslendingi hvernig greindarvísitala Dagsritstjóra reis og hné, eftir því hvernig lá á Jakobi Ó. Péturssyni. Sumar breytingarnar hafa orðið á flokkunum sjálfum. „Ég þekki vel muninn, því ég var í smærri flokki, segir einn frambjóðenda. „Núna er miklu auðveldara að kalla til fólk og t.d. lítið mál að dreifa bæklingum í stóru upplagi.“ Flestar í alfaraleið Flestar kosningaskrifstofurnar eru í alfaraleið og ríkulega skreyttar með umhverfisauglýsingum. En það gildir þó ekki um kosningaskrifstofu Nýs afls. Eftir að hafa ekið hring um húsið án þess að koma auga á kosningaskrifstofuna hringir blaða- maður og fær þau svör að hún sé á fjórðu hæð. Umhyggjusamur starfs- maður spyr: – Á ég að koma á móti þér? Lítið er um skreytingar, fyrir utan fáeina litla límmiða á hurðinni. En bæklingarnir eru að koma í hús um leið og blaðamann ber að garði. – Svo er það ekki umgjörðin sem skiptir máli, heldur erindið, segir starfsmaðurinn. Mikið rétt. Oft lofar pakkinn undir jólatrénu góðu, en það hefur því að- eins þýðingu að eitthvað fallegt komi upp úr honum. Svo er spurn- ing hvort stjórnmálamenn eigi að vera í hlutverki jólasveina, eins og tilhneiging virðist vera fyrir kosn- ingar. Alla jafna eru þó kosningaskrif- stofurnar viðburðaríkir staðir, t.d. er algengt að finna þar listaverkasýn- ingar og algengt er að listamenn troði upp. Það getur verið notalegt í garðinum á Hressingarskálanum ef vel viðrar. Eins gæti kosningaskrif- stofa Samfylkingarinnar verið stíl- hreint kaffihús. Skúli Magnússon fógeti stendur við hliðina á hoppu- kastala Frjálslynda flokksins og á bakvið hann dansa frjálslyndir línu- dans. Út úr skrifstofu Vinstri grænna gengur stúlka með X-U málað á ennið. Inni hanga pólitísk páskaegg á greinum og krakka- myndir á vegg. Á myndum krakk- anna eru allir litir ríkjandi – ennþá. Skraf og ráðagerðir í Hressingarskálanum þar sem skáldin sátu í gamla daga. Erpur Eyvindarson í módelstellingum fyrir Vinstri græna. 4 B SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.