Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 B 7 „VIÐ skulum ekkert hafa konurnar með!“ sagði þriggja ára drengur við afa sinn og rétti honum allar fjórar spiladrottningarnar, þar sem þeir sátu og voru að raða spilum, en afinn var að kenna drengnum að þekkja spilin svo hann geti senn hafið spila- feril sinn. Afanum varð svo mikið um að hann rölti með drottningarnar fjórar niður í eld- hús til þess að segja þar fjórum konum frá þessum karlrembulegu um- mælum drengsins. „Ekki hefur þetta verið fyrir honum haft, svo mikið er víst,“ sagði móðir drengsins, sem vafalaust er satt. Þótti öllum þetta hið merkileg- asta tal hjá drengnum og gæti hugs- anlega bent til þess að karlremba væri hreinlega meðfædd en ekki fé- lagsmótun sem margar konur hafa hingað til gengið útfrá sem algildri staðreynd. Þetta atvik minnti mig á góð fyrir- heit mín þegar ég eignaðist syni. Ég ætlaði að ala þá upp eins og dæt- urnar og alls ekki að gefa þeim byssur eða önnur vopn. Fljótlega gaf ég þeim bangsa til þess að þeir yrðu „mjúkir menn“ þegar fram í sækti. Bangsarnir hlutu satt að segja hörmuleg örlög. Dreng- irnir ristu þá á kvið til þess að sjá hvað inni í þeim væri. Byssum komu þeir sér upp með því að raða listilega saman svokölluðum klessukubbum. Helstu vandræðin við þær byssur voru að þeim hætti til að detta í sund- ur þegar hæst hóaði. Þeir áttu svo sem ekki langt að sækja áhuga fyrir vopnaburði. Faðir minn sagði mér oft frá bróður sínum sem var lagnastur manna við að smíða sverð. Ömmu minni var hins vegar mjög illa við sverðin, tók þau gjarnan og braut þau sundur yfir kné sér, tók svo sverðsmiðinn og hélt yfir honum hjartnæma ræðu um Jesú Krist, orð hans og sorglegan dauðdaga. Sverðsmiðurinn gerði meira en vikna, hann var svo tilfinn- inganæmur að hann hágrét undir ræðunni. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að hann færi rakleiðis og smíðaði sér nýtt sverð og skjöld þeg- ar hann var laus úr þvottahúsi móður sinnar og undan umvöndunarræðum hennar. Mér fannst þess vegna mjög at- hyglisvert þegar dóttursonur bróður míns kom til mín í heimsókn fimm ára gamall og ég bauð honum kubba að leika sér að. „Nei – ég vil sverð og skjöld,“ svaraði sá stutti hárri og nokkuð hásri röddu. Ekki veit veit ég hvort karlpening- urinn í minni ætt er blóðþyrstari en almennt gerist, held þó að svo sé ekki. Mig er farið að gruna að karl- remban og árásargirnin sé meðfædd og þótt menn hafi á langri vegferð sumir lært að dylja hana þá búi hún undir niðri svo ekki verði um villst. Ég þóttist sjá þetta vel þegar ég sat fimmtugsafmælisboð um daginn. Til borðs með mér sátu fjórir karlar og ein kona. Sú kona gerði að um- ræðuefni hlutskipti frænda síns, sem að hennar mati var orðið einkar gott. Frændinn var tvífráskilinn en hafði nú verið svo heppinn að giftast austurlenskri konu sem ekki aðeins var heimavinnandi heldur nuddaði hann hvenær sem hann kom heim og æskti slíkrar meðferðar. Konan við borðið kvað frændann óska þess heitast að hin nýfengna austurlenska eiginkona yrði aldrei eins og þær ís- lensku. Ég ýki ekki þegar ég segi að skoltarnir á karlmönnunum beinlínis löfðu og þeir sögðu ekki orð heil- lengi. Mér var smástund tregt tungu að hræra en spurði svo konunna hvort henni fyndist ekki nægilegt vinnu- álag á íslenskum konum þótt ekki bætttist við að þurfa að nudda eig- inmennina í tíma og ótíma – auk þess spurði ég þeirrar eitruðu spurning- ar, af hverju hinar tvær eiginkonurn- ar hefðu yfirgefið manninn. Úr þessum umræðum varð svo sem ekki meira, en þær urðu mér umhugsunarefni. Ég lít á viðbrögð karlanna við borðið sem dæmi um niðurbælda karlrembu. Í það minnsta tóku þeir ekki undir þau orð mín að íslenskar konur hefðu nóg á sinni könnu þótt ekki bættist þrálátt eiginmannsnudd við, né heldur virt- ust þeir álíta að eitthvað væri bogið við að frændinn hefði ekki enn geng- ist í að austurlenska konan lærði ís- lensku og færi að taka þátt í því sam- félagi sem hún var komin í til að vera. Mín skoðun og margra annarra er sú að karlar og konur eigi að mætast á jafnréttisgrundvelli, eigi að hafa sömu laun fyrir sömu vinnu og bera jafna ábyrgði í fjölskyldu- og einka- lífi. Hitt er svo annað hvernig fólk skiptir með sér verkum. En kannski er þetta flóknara en það sýnist vera – ef til vill erum við farin að gera betur en vel í sumum tilvikum? „Vér vitum ei hvers biðja ber!“ er frægur bókartitill Leníns, kannski á þetta að einhverju leyti við í sam- skiptum kynjanna. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Er karlremba meðfædd? Við skulum ekkert hafa konurnar með! eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur                      !  ! "    !   # $% &'# #   $% '  ()  *& *+*  # && && *+ & #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.