Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ F YRIR stuttu blossuðu upp harðvítugar deilur í fjölmiðlum í tengslum við orðróm um að sóm- alskir innflytjendur létu umskera dætur sínar í sumarfríum í Sómalíu. Loks kom upp úr dúrnum að engin slík tilfelli voru skráð í Danmörku. Fjölmiðlar eiga enn langt í land með að sinna skyldu sinni gagnvart innflytjendum. Við verðum að vera meðvitaðri og dug- legri við að afla tengsla inn í hópa innflytjenda. Ekki má heldur gleyma því hversu mikilvægt er að stuðla að því að fleira fjölmiðlafólk af erlendum uppruna starfi við fjölmiðla.“ Með þessum orðum opnaði Trine Smistrup, verkefnisstjóri hjá Nor- rænu blaðamannamiðstöðinni í Ár- ósum, ráðstefnuna Fjölmiðlun í fleiri litum. Trine hélt áfram og rifjaði upp að Norræna blaða- mannamiðstöðin hefði kannað hversu hátt hlutfall fjölmiðlafólks á völdum fjölmiðlum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð væri af erlend- um uppruna og í framhaldi af því hvaða hindranir stæðu helst í vegi fyrir að fólk af erlendum uppruna starfaði á fjölmiðlunum. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að flestir fjölmiðlarnir höfðu á að skipa einhverju fjölmiðlafólki af erlendum uppruna þótt hlutfallið endurspeglaði engan veginn hlut- fall innflytjenda úti í samfélaginu. Helstu hindranirnar fyrir því að fólk af erlendum uppruna starfaði á fjölmiðlum voru taldar minni áhugi ungmenna af erlendum upp- runa en annarra á því að tilheyra fjölmiðlastéttinni og tungumálaerf- iðleikar meðal fyrstu og jafnvel annarrar kynslóðar innflytjenda. 25% íbúanna innflytjendur Næstur steig Per Andersson, þróunarstjóri Gautaborgarpósts- ins, í pontu og byrjaði á því að upplýsa ráðstefnugesti um að Gautaborgarpósturinn væri gefinn út í um 260.000 eintökum og dreift til um 600.000 lesenda á um 60% heimila í Gautaborg og næsta ná- grenni. Útbreiðsla blaðsins hefur þó ekki alltaf verið jafnmikil. Langt samdráttarskeið olli því að stjórnendur blaðsins ákváðu að fara ofan í saumana á því hvar sal- an hefði dregist mest saman árið 1999. Niðurstöðurnar voru sláandi því að af sjö borgarhlutum hafði salan dregist áberandi saman í tveimur helstu úthverfum innflytj- enda í borginni. Per rifjaði upp að 63 ungmenni af frá 19 þjóðum hefðu farist í eldsvoða í samkomuhúsi Makedón- íumanna í öðru úthverfanna, Hammerkullen, 30. október árið 1998. Þessi voveiflegi atburður hefði ýtt rækilega við miðlinum. Stjórnendur miðilsins hefðu áttað sig á því að ritstjórnin hefði engin sambönd inn í hverfið, hefði ekki á að skipa blaðamönnum með næga tungumálaþekkingu til að taka við- töl við aðstandendur og sáralitla þekkingu á trúarbrögðum og út- fararsiðum innflytjenda í hverfinu. Fyrstu viðbrögð stjórnenda blaðsins við þeirri staðreynd að sala blaðsins hefði dregist saman í hverfum innflytjenda var að láta gera könnun á blaðalestri innflytj- enda, þ.e. hvort þeir læsu blöð og í framhaldi af því af hvaða tagi. Nið- urstaðan leiddi í ljós að innflytj- endur voru áhugasamir blaðales- endur og sóttust helst eftir að lesa frí blöð í almenningsfarartækjum. Eftir að niðurstaðan lá fyrir var gripið til ýmissa ráðstafana í því skyni að tryggja að Gautaborg- arpósturinn næði hylli inn- flytjenda, t.d. með því að stuðla meðvitað að því að víkka sjón- deildarhring blaðamanna á rit- stjórninni, koma á fót leshópi með gagnrýnum hópi innflytjenda og taka inn nýja efnisflokka eins og krakkasíðu með sérstakri áherslu á jákvæða umfjöllun um börn inn- flytjenda. Skemmst er frá því að segja að greinileg merki voru komin fram um að Gautaborgar- pósturinn væri byrjaður að rétta úr kútnum um áramótin 2000 til 2001. Per lagði þó áherslu á að haldið yrði áfram að finna leiðir til að ná til innflytjenda enda ljóst að blaðið myndi ekki standa undir sér í framtíðinni án þess að ná til rúm- lega 25% íbúa í Gautaborg og næsta nágrenni, þ.e. innflytjenda af fyrstu og annarri kynslóð. Starfsþjálfun á fjölmiðlum Jacob Svendsen, fréttastjóri á Politiken, kynnti samstarfsverk- efni Politiken, danska útvarpsins og nokkurra annarra danskra dag- blaða um starfsþjálfun fyrir ungt fólk af erlendum uppruna á miðl- unum. Áður fór hann þó nokkrum orðum um hversu mikilvægt væri að ráða starfsmenn af erlendum uppruna inn á fjölmiðla. Hann tók sérstaklega fram að ástæðan fyrir því að mikilvægt væri að fá inn- flytjendur til starfa inn á fjölmiðl- unum væri ekki að innflytjendurn- ir ættu að fjalla um innflytjendur og innflytjendamál sérstaklega með sama hætti og tilhneiging hefði verið til að biðja konurnar í blaðamannastéttinni sérstaklega fyrir verkefni í tengslum við kon- ur, börn og fjölskylduna fyrir nokkrum áratugum. Þvert á móti væri mikilvægt að starfsmenn af erlendum uppruna kæmu inn á ólík svið fjölmiðlunar og fjölluðu um þjóðfélagsmál í víðum skiln- ingi. Með því móti hefði víður sjón- deildarhringur þeirra meiri áhrif á aðra starfsmenn og umfjöllunar- efni blaðanna almennt. Eftir að verkefnið hafði verið mótað var byrjað á því að auglýsa eftir áhugasömum þátttakendum á aldrinum 18 til 25 ára og af erlend- um uppruna. Nokkuð fleiri sóttu um en komust að í námsplássin 13 þó miðlarnir hafi upphaflega gert sér vonir um fleiri umsóknir. Einkum er talið að ástæðurnar fyrir því að ekki bárust fleiri um- sóknir hafi verið tvær. Annars vegar að fyrsta kynslóð innflytj- enda hefði oft flutt með sér slæma reynslu af fjölmiðlum frá gamla landinu og hvetti því síður börn sín til að leggja stund á störf innan fjölmiðlanna en aðrir foreldrar. Hins vegar að neikvæð mynd fjöl- miðla af innflytjendum hefði þau áhrif að innflytjendur sæktust síð- ur eftir störfum innan fjölmiðla en aðrir. Sýnilegir í fjölmiðlum Umsjónarmenn verkefnisins byrjuðu á því að boða alla umsækj- endur í viðtöl og tóku í framhaldi af því ákvörðun um hverjir fengju að taka þátt í verkefninu. Algeng- asta ástæðan fyrir því að umsækj- endur voru ekki taldir nægilega hæfir var að þeir hefðu ekki nægi- lega góð tök á dönsku. Ekki var farið fram á að umsækjendur hefðu framhaldsskólamenntun þótt raunin hafi þó verið að langflestir þátttakendanna hefðu lokið fram- haldsskólanámi. Jacob tók fram að því miður væru hvorki Íranar, Írakar né Tyrkir í endanlega hópnum. Að öðru leyti endurspeglaði hann ágætlega innflytjendur í Dan- mörku, t.d. tækju bæði Sómalir og Afganar þátt í verkefninu auk full- trúa ýmissa annarra nýrri hópa innflytjenda í Danmörku. Starfs- þjálfunarverkefnið hófst með eins mánaðar kynningu á fjölmiðlunum í nóvember sl. Eftir að henni var lokið hófst síðan hin eiginlega starfsþjálfun. Unga fólkinu var dreift niður á miðlana og fær að reyna sig á þeim öllum fram á vor. Jacob sagði að þó að ekki væri komin endanleg reynsla á verk- efnið hefði sá jákvæði árangur náðst að allir nemarnir væru orðn- ir sýnilegir í einhverjum miðlanna, þ.e. nafn þeirra hefði birst eða komið fram í tengslum við ein- hvers konar umfjöllun. Tíminn myndi síðan leiða í ljós hvort ein- hver þeirra myndu gera störf við fjölmiðla að ævistarfi sínu. Þess má geta að Evrópusam- bandið lagði um 12 milljónir ís- lenskra króna til verkefnisins og fá þátttakendurnir um 40.000 ís- lenskra króna mánaðargreiðslur á meðan á því stendur. Skýr stefna hjá sænska útvarpinu Gunilla Ivarsson hjá sænska út- varpinu sagði ráðstefnugestum frá því að útvarpsstöðin hefði mótað sér sína eigin fjölmenningarstefnu árið 1998. Markmið fjölmenning- arstefnunnar væri að sænska út- varpið endurspeglaði bæði í starfs- mannahlutfalli og umfjöllun (texta/tónlist) fjölbreyttan bak- grunn sænsku þjóðarinnar. „Fjölmenningarstefnan hefur haft afar jákvæð áhrif bæði innan miðilsins og gagnvart hlustendum. Hún hefur aukið meðvitund starfs- mannanna um markmið og leiðir og aukið hlustun og þátttöku inn- flytjenda í ýmiss konar gagnvirku útvarpsefni,“ sagði Gunilla og lagði áherslu á að fjölmiðill yrði ekki fjölmenningarlegur nema í sam- vinnu stjórnenda og starfsmanna. „Einn og einn áhugasamur starfs- maður gerir fjölmiðil ekki fjöl- menningarlegan. Stjórnendur fjöl- miðla verða að ganga á undan með góðu fordæmi, móta stefnuna og þar með almennt viðhorf innan fjölmiðilsins.“ Gunilla bendi því til viðbótar á að ekki væri nóg að móta stefnuna. Tryggja yrði að henni væri fylgt eftir með einhvers konar aðhalds- aðgerðum. „Okkar aðferð hefur verið að fá til liðs við okkur sér- stakan hlustendahóp með þátttöku innflytjenda til að benda okkur á hvað betur má fara í dagskránni.“ Tungumálakröfur minnkaðar? Gunn Björnsen félagsmannfræð- ingur staðfesti að hlutfallslega sjaldgæfara væri að fólk af erlend- um uppruna starfaði á fjölmiðlum á Norðurlöndunum en fólk af nor- rænum uppruna. Fyrir því væru eflaust ýmsar ástæður, t.d. minni áhugi eins og áður hefur komið fram. Á hinn bóginn mætti ekki gleyma því að ýmsir aðrir þættir réðu því hvort fólk almennt réðist inn á fjölmiðla eða ekki. Nefndi hún í því sambandi að fjölmiðla- nám væri ekki gert að skilyrði fyr- ir vinnu á fjölmiðlum á Norður- löndunum nema í Danmörku. Fjölmargt fjölmiðlafólk hefði fyrst fengið vinnu á fjölmiðlum í gegn- um einhvers konar tengsl við aðra starfsmenn fjölmiðilsins. Sú stað- reynd að innflytjendur hefðu yf- irleitt minni tengsl inn í valdamikl- ar stofnanir/fyrirtæki kynni því að hafa haft áhrif á hversu hlutfall þeirra væri lágt á fjölmiðlum. Af öðrum þáttum nefndi hún mennt- un, frumkvæði og hæfni í tungu- máli viðkomandi þjóðar. Gunn stakk upp á því að sett yrðu markmið til bæði skemmri og lengri tíma í tengslum við fjöl- menningarlegar ritstjórnir. Mark- mið til skemmri tíma myndu felast í sérstökum ráðstöfunum eins og starfsþjálfun fyrir ungt fólk af er- lendum uppruna, kvótum í tengslum við hlutfall starfsmanna af erlendum uppruna og jafnvel Ráðstefna Blaðamannamiðstöðvarinnar í Árósum undir yfirskriftinni „Fjölmiðlun í fleiri litum“ Fjölmiðlum nauðsynlegt að ná til Blaðamannamiðstöðin í Árósum lauk verkefninu „Fjölmenningarlega meðvit- aðar ritstjórnir“ með ráð- stefnu undir yfirskriftinni „Fjölmiðlun í fleiri litum“ í Gautaborg fyrir skemmstu. Anna G. Ólafsdóttir heyrði að ekki voru allir á eitt sátt- ir um árangursríkustu leið- ina til að stuðla að fjöl- menningarlegri fjölmiðlun. Á Íslandi er fjölmenningarlegt sam- félag rétt eins og á hinum Norður- löndunum. Krakkarnir í Austurbæj- arskóla þar sem um 16% nemenda eru af erlendum uppruna standa saman allir sem einn. ’ Fjölmenning-arstefnan hefur haft afar jákvæð áhrif bæði innan miðilsins og gagnvart hlust- endum. Hún hefur aukið meðvitund starfsmannanna um markmið og leiðir og aukið hlustun og þátttöku innflytj- enda í ýmiss konar gagnvirku útvarps- efni. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.