Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 9
því að minnka kröfur um færni í tungumáli landsins við inntöku í fjölmiðlanám. Markmið til lengri tíma myndu felast í því að auka áhuga ungs fólks af erlendum upp- runa á störfum á sviði fjölmiðl- unar. Ullastina Ewenfeldt fjölmiðla- fræðingur kvaddi sér hljóðs eftir erindi Gunn og varaði við að slegið væri af kröfum um færni í viðkom- andi tungumáli. „Ef við minnkum kröfurnar eykst hættan á því að fleiri „innfæddir“ með léleg tök á móðurmáli sínu fari í fjölmiðlanám á kostnað annarra færari,“ sagði hún og mælti með því að reynt yrði að leysa vandann með öðrum hætti, t.d. með því að veita fólki af erlendum uppruna sérstaka und- anþágu í tengslum við færni í við- komandi tungumáli og í framhaldi af því sérstaka þjálfun í tungumál- inu. Ullastina minnti á að stundum gleymdist að ekki ætluðu allar inn- flytjendafjölskyldur að setjast að til langframa á einhverju Norður- landanna. Sumir innflytjendur ætl- uðu sér að flytja aftur til uppruna- landsins með fjölskylduna. Sú staðreynd hefði án efa talsverð áhrif á menntunarval þeirra, þ.e. þeir veldu sér þá menntun sem þeir teldu að kæmi að bestum not- um í upprunalandinu og þar væru fjölmiðlar oft ekki hátt skrifaðir. Vinnustaðir byggja brýr Atta Ansari, þáttastjórnandi á norska ríkisútvarpinu, fluttist með fjölskyldu sinni frá Pakistan til Noregs á 13. ári árið 1963. Á ráð- stefnunni rakti hann aðdragand- ann að því að hann kom til starfa á norska ríkisútvarpinu til þess að litla dóttir hans bað hann um að segja sér sömu sögur og honum voru sagðar í Pakistan. Hann sagðist hafa safnað saman nokkr- um gömlum ævintýrum frá Pak- istan og í framhaldi af því dottið í hug að leita eftir því að fá að flytja þau á norsku í útvarpinu. Beiðni hans hefði verið vel tekið og eftir flutninginn hefði honum verið boð- in vinna á útvarpinu. Atta lagði áherslu á mikilvægi þess að innflytjendur störfuðu á fjölmiðlum í tvennum tilgangi. Annars vegar af því að fjölmiðlar eins og hverjir aðrir vinnustaðir byggðu brýr á milli fólks úr ólík- um áttum. Hins vegar af því að fjölmiðlar hefðu afgerandi áhrif á mótun samfélagsins. „Ég hef sjálf- ur ágæta reynslu af því að starfa á norskum fjölmiðli. Bæði stjórnend- ur og samstarfsmenn hafa tekið mér ákaflega vel. Á hinn bóginn er því ekki að leyna að oft hefur mér fundist standa á mér öll spjót í tengslum við fréttaflutning af inn- flytjendum frá mínum heimshluta, t.d. fékk ég varla frið til að vinna fyrir spurningum í tengslum við Fatimu-málið á sínum tíma,“ sagði Atta og tók fram að álagið myndi eflaust minnka við fjölgun starfs- manna af erlendum uppruna. „Ég veit að tungumálið getur verið visst vandamál – a.m.k. til að byrja með. Spurning hvort vilji væri fyr- ir því að mæta þeim vanda með því að slá aðeins af kröfunum og svo er því auðvitað ekki að neita að flestir taka stöðugum framförum í tungumálinu.“ Atta viðurkenndi að lokum að hann hefði velt því fyrir sér hvort að ein leiðin til að endurspegla fjölmenningarlegt samfélag í fjöl- miðlum væri að gera meira af því að fá erlent fjölmiðlafólk til að skrifa pistla og þýða síðan í miðl- ana. Sú hugmynd hlaut ágætar undirtektir. Ekki „við“ og „þeir“ Claes Fürstenberg og starfs- félagi hans af Suðursænska-Dag- blaðinu sögðu að til stæði að gefa reglulega út sérstakan kálf með áherslu á fréttir fyrir innflytjend- ur frá 1. apríl. Tvímenningarnir byrjuðu á því að taka fram að Suð- ursænska-Dablaðið væri gefið út í um 130.000 eintökum og hefði þar af leiðandi nokkra yfirburðastöðu á blaðamarkaðinum í Málmey og næsta nágrenni. Innan blaðsins væri mikill vilji fyrir því að bregð- ast við því með afgerandi hætti að samsetning lesendahópsins hefði tekið róttækum breytingum á síð- ustu áratugum. Innflytjendum hefði að jafnaði fjölgað um 1% á hverju ári og ætti orðið um helm- ingur allra barna á svæðinu rætur að rekja til annarra landa. Claes sagði að gert væri ráð fyr- ir því að 4–5 blaðamenn sæju um kálfinn. Blaðamennirnir væru allir alsænskir því að ekki hefði tekist að fá blaðamenn af erlendum upp- runa til starfa við blaðið þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir. Hins vegar tók Claes fram að efnt hefði verið til sérstakrar starfsþjálfunar fyrir ungmenni af erlendum uppruna á blaðinu. Ein stúlka úr þeim hópi af egypskum uppruna hefði nýlega fengið inngöngu í fjölmiðlanám. Hugsanlega ætti því framtakið eft- ir að skila sér inn á ritstjórnina innan fárra ára. Claes sagði að áhersla yrði lögð á að afla almennra frétta úr hverf- um innflytjenda. Hann tók fram í því sambandi að blaðamennirnir hefðu þegar rekið sig á að erfitt gæti verið að afla frétta úr sam- félögum innflytjenda því að margir þeirra hefðu áhyggjur af því að verið væri að koma óorði á hópinn með því að hafa orð á því sem mið- ur færi. Jafnframt kom fram að áhersla yrði lögð á ýmsa sam- starfsvettvanga innfæddra Svía og aðfluttra og forðast tilhneigingu til að fjalla annars vegar um „okkur“ og „þá.“ Að lokum tóku tvímenn- ingarnir fram að áhugi væri fyrir því að leggja sérstaka áherslu á viðfangsefni barna og unglinga í kálfinum. Að þekkja samfélagið Anders Jerichow, blaðamaður á Politiken, sagði frá tilraun dag- blaðsins til að gefa út dansk/tyrk- neska vikublaðið Haber. Blaðið er unnið af tveimur tvítyngdum dansk/tyrkneskum blaðamönnum og skrifað á dönsku og tyrknesku. Hver frétt er þó ekki birt á báðum tungumálunum heldur aðeins á öðru. Markmiðið með því er m.a. að brúa kynslóðarbil innan inn- flytjendafjölskyldna frá Tyrklandi þannig að yngri fjölskyldumeðlim- irnir þýði dönsku greinarnar fyrir þá eldri og öfugt. Anders tók fram að hann teldi að fjölmiðlafólk væri að varpa frá sér ábyrgðinni á sínum eigin verk- um með því að halda því fram að mikilvægasti liðurinn í því að skapa fjölmenningarlega fjölmiðla væri að fá fólk af erlendum upp- runa inn á ritstjórnirnar. „Ekki alls fyrir löngu var ég á ferð í Afganistan undir því yfir- skini að fjalla um daglegt líf Afg- ana. Ég ákvað að taka stutt spjall við sex ára gamla stúlku. Hún stillti sér upp fyrir framan mig í nístingskulda í sandölum og skjól- litlum lörfum og ég varpaði til hennar fyrstu spurningunni. Hvað fékkstu í morgunmat? Spurði ég eins og kjáni og barnið starði á mig orðlaust af undrun. Morgun- matur var ekki til í hennar hug- arheimi. Hún fékk te þegar te var til – brauð þá sjaldan brauð var til,“ sagði Anders og dró lærdóm af lífsreynslu sinni í Afganistan. „Lykillinn að góðri blaðamennsku er ekki að fá einhverja aðra til að taka á sig ábyrgðina á því að túlka samfélagið heldur gera sér ætíð far um að kynnast samfélaginu sem maður vinnur í – heima eða að heiman.“ innflytjenda Morgunblaðið/Jim Smart ago@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 B 9 Súrefnisvörur Karin Herzog Náðu toppformi með Silhouette fyrir sumarið Silhouette er framleitt til að virka á þau svæði líkamans sem eru mest útsett fyrir fitu og uppsöfnun á fituvef, svo sem mjöðmun, rass- kinnum, lærum og á kviðnum. Silhouette inniheldur 4% súrefni sem gefur öflugt nudd og nær- ingu til að losa um fitu og úr- gangsefni innan frá, viðheldur heilbrigðri, teygjanlegri og fallegri húð. Gefur öfluga rakagjöf sem endist allan daginn. Vinnur á sliti undan og eftir meðgöngu og einnig eftir megrun. ...fegurð og ferskleiki... Kynningar: Miðvikudaginn 7. maí Lyf & heilsa Selfossi Miðvikudaginn 7. maí Lyfja Garðatorgi Fimmtudaginn 8. maí Lyfja Setbergi Fimmtudaginn 8. maí Hagkaup Spönginni Föstudaginn 9. maí Hagkaup Spönginni Föstudaginn 9. maí Apótek Keflavíkur w w w .k a ri n h e rz o g .c h Umbreyting og orka – eigðu stefnumót við sjálfa/n þig Helgarnámskeið í Bláfjöllum 23. – 25. maí nk. Kraftmikið helgarnámskeið í innrivinnu í gegnum hugleiðslur, dans, jóga, tilfinningavinnu og öndun. Við stígum út úr gömlum höftum sem sitja í orku- stöðvunum og opnum okkur upp fyrir ótakmörkuðu ljósi, frið og kærleika. Lærum að nota orkuna okkar til innri og ytri sköpunar. Gefðu þér frelsi til að vaxa og þrostkast til fulls. Vertu sú/sá sem þú villt vera. Nám og starfsþjálfun í meðferð íslenskra blómadropa í maí. Jógatímar í maí: Gerðuberg: Mánudaga og miðvikudaga kl. 17.15 – 18.30 og 18.45 – 20.00. Kramhúsið: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12.00 – 13.15 Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir jógakennari Upplýsingar og skráning í hádegi alla virka daga í síma: 861 1373. Hlakka til að sjá ykkur, Kristbjörg. Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í maí á hreint ótrúlegu verði, en nú er sumarið komið á vinsælustu áfangastöð- um Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á feg- ursta tíma ársins. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu í sólina í maí frá kr. 24.963 með Heimsferðum Benidorm Verð frá kr. 29.962 14. og 21. maí. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Rimini Verð frá kr. 29.962 20. maí. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Costa del Sol Verð frá kr. 39.962 21. og 28. maí. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Verona Verð frá kr. 24.963 22. og 29. maí. Flugsæti með sköttum, m.v. hjón með 2 börn. Barcelona Verð frá kr. 29.950 22. og 29. maí. Flugsæti með sköttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.