Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 B 11 Flug og bíll til Frankfurt ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 20 56 3 03 /2 00 3 Icelandair tekur við ferðaávísun MasterCard og orlofsávísunum VR í pakkaferðir. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Tilboð í apríl og maí. Verð frá 31.865 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna og tvö börn í bíl í A-flokki í 7 daga. Verð frá 41.055 kr.* á mann m.v. 2 í bíl í A-flokki í 7 daga. Verð frá 35.525 kr.* á mann m.v. 2 í bíl í A-flokki í 3 daga. * Innifalið: Flug, bíll í A-flokki, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-20, laugard. frá kl. 9-17 og á sunnudögum frá kl. 10-16). Tilboðið gefur 3.600 Ferðapunkta. „Hvar sem ég er, hvert sem ég fer, slær hjarta mitt hjá Rín...“ „Wo ich bin, wo ich geh', mein Herz ist am Rhein.“ ÞÝSKT SÖNGLAG URÐUR Gunnarsdóttir ogJón Óskar Sólnes starfabæði á vegum utanrík-isráðuneytisins í Saraj-evó, Urður fyrir Örygg- is- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) og Jón Óskar fyrir lögreglu- aðgerð Evrópusambandsins í Bosn- íu-Hersegóvínu (EUPM). Starf hans felst í ýmiss konar upplýsingastarf- semi þar sem hann kynnir sjónarmið lögregluaðgerðarinnar. Hann hefur séð um að setja á laggirnar fjölmiðla- skrifstofu verkefnisins, vefsíðugerð og upplýsingaherferðir auk þess sem hann ferðast með stjórnendum aðgerðarinnar og heldur blaða- mannafundi víðs vegar um landið. „Hér vekur þó nokkra athygli að tveir talsmenn alþjóðastofnana af fjórum séu Íslendingar,“ segir Jón Óskar og bætir við að þau Urður sjái jafnan myndir hvort af öðru í blöðum og sjónvarpi. Jón segir að skipulögð glæpastarf- semi sé alls staðar í Bosníu. Hún þrífist meðal valdahópa í þjóðfélag- inu, í skjóli stjórnmálaflokka og við- skiptalífsins. Eitt af hlutverkum lög- regluaðgerðarinnar sé einmitt að vinna gegn spillingu. „Annað af tveimur forgangsverkefnum lög- regluaðgerðarinnar er að skera upp herör gegn mansali en hitt að vinna að auknu öryggi flóttamannahópa. Fyrr í vetur skipulögðum við til dæmis stærstu fjöldaárásir á vænd- ishús og næturbari sem átt hafa sér stað í Bosníu,“ segir Jón en bætir við að þar sé þó enn mikið verk óunnið. Heldur sig á gangstéttum Jón segir gott að vera í Sarajevó, bæjarstæðið og borgin séu falleg. Byggingarnar líti þó margar illa út eftir að hafa verið leiknar grátt í stríðinu. „Í hverfinu þar sem ég bý eru heilu göturnar ennþá rústir. Þar var víglínan á sínum tíma og enn mikið af jarðsprengjum. Ég hef það til dæmis fyrir reglu að fara aldrei út af gangstéttum þegar ég fer þar um fótgangandi.“ Hann segir að fólkið í Bosníu sé vingjarnlegt en þó sé enn spenna til staðar á milli mismunandi trúar- hópa. „Hvort sem um er að ræða serba, króata eða múslíma, eiga þessir hópar enn þá erfitt með sam- skipti og reyna að sniðganga hver annan í daglegu lífi.“ Vilja eðlileg samskipti aftur Jón bendir á að í Sarajevó séu glæsilegar kirkjur, rétttrúnaðar- kirkjur serbanna, rómversk-kaþ- ólskar kirkjur króatanna og mikið af moskum. „Hér myndast sérstök stemmning um sexleytið á kvöldin þegar kirkjuklukkur tveggja krist- inna trúarbragða taka að hringja auk þess sem inn á milli heyrist í þeim sem söngla boðskap spámanns- ins. Þessi fjölbreytileiki minnir á hversu lengi þrír trúarbragðahópar gátu búið saman í sátt og hvað er í rauninni sorglegt að það sé fyrir bí.“ Hann bendir á að sums staðar standi víglínur úr stríðinu enn t.d. í Mostar þar sem króatar búa vestan megin árinnar sem rennur í gegnum borgina en múslimar austan megin og eigi mjög takmörkuð samskipti sín á milli. „Þetta voru bestu vinir fyrir stríð og bjuggu dreift um alla borg. Fólk dró sig líka saman og lét sig einu skipta af hvaða hópi þeir voru. Núna er slíkt alveg horfið,“ segir Jón og bætir við að margir séu þreyttir á þessu ástandi og vilji að samskiptin verði eðlileg á ný. Spilling áberandi „Ég hef heillast af staðnum og hann er orðinn mitt heimili. Ég hef það fínt hérna, keyri um á gömlum Golf og hef tekið að mér tvo ketti,“ segir Urður Gunnarsdóttir, um Sar- ajevó en þar hefur hún starfað á veg- um utanríkisráðuneytisins í eitt og hálft ár. Hún er þar talsmaður Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu, fyrir alla Bosníu en stofnunin hefur skrifstofur á 26 stöðum í land- inu. Stofnunin hefur það hlutverk að styrkja lýðræðisþróun í 19 löndum aðallega í fyrrum Austur-Evrópu- ríkjum og vinnur t.d. að menntamál- um, öryggismálum og mannréttinda- málum. „Við vinnum til dæmis með stjórnvöldum að því að fólk sem er að koma aftur eftir stríðið fái end- urheimt húsnæði sitt og sé gert kleift að snúa aftur heim,“ útskýrir Urður. Urður segir landið fallegt, hún sé hrifin af tónlistinni og fólkið sé gott, gestrisið og tilfinningaríkt. Hún bendir á að þótt mikil þróun til hins betra hafi átt sér stað í Bosníu eftir stríðið einkennist andrúmsloftið af vonleysi. „Efnahagsástandið er hrikalegt og fólk sér ekki mikla framtíð. Þegar vonleysið nær tökum á fólki hættir það að nenna að hafa áhuga á stjórnmálum, t.d. hefur kosningaþátttaka hrapað niður í 50% hér og svipaða sögu er að segja frá öllum Balkanskaga.“ Hún segir að í Bosníu megi finna ríkt fólk eins og alls staðar en einnig sé þar mikil fátækt, sérstaklega utan borganna. Þá sé gríðarleg spilling alls staðar, hvort sem um sé að ræða heilbrigðiskerfi, menntakerfi, opin- berar stofnanir eða fyrirtæki. „Ef farið er til læknis þykir sjálfsagt að hafa með gjafir eða mútufé til að fá betri þjónustu. Greiða verður fyrir að komast snemma að, til að fá rann- sóknir framkvæmdar og fyrir niður- stöður úr þeim.“ Mikið rætt um stríðið Urður segir að stríðið sé fólki í Sarajevó ofarlega í huga enda sé úti- lokað að gleyma því þegar maður er staddur í borginni. „Það eru kúlna- göt á næstum hverju einasta húsi hérna og allt minnir á stríðið. Íbú- arnir skiptast dálítið í tvo hópa, sum- ir eru tregir til að minnast á stríðið en flestir tala reglulega um það.“ Urður bjó í eitt og hálft ár í Kos- ovo þar sem hún vann líka fyrir ÖSE. Hún segir erfitt að slíta sig frá starfinu á stöðum þar sem miklir at- burðir hafi átt sér stað. „Maður von- ar auðvitað alltaf að maður geti kannski breytt einhverju. Samt er áþreifanlegt hvað mikið er ógert hér,“ segir hún að lokum. Með gjafir og mútufé til læknisins Tveir af fjórum aðaltalsmönnum alþjóðastofn- ana í Sarajevó eru Íslendingar, þau Urður Gunnarsdóttir og Jón Óskar Sólnes. Bryndís Sveinsdóttir sló á þráðinn til þeirra og fékk að heyra af starfi þeirra og lífinu í Bosníu. Urður Gunnarsdóttir og Jón Óskar Sólnes segja stríðið í Bosníu ofarlega í huga fólks og að íbúarnir ræði það reglulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.