Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 B 15 ÖRLÖG borgarinnar Pompei á Suður-Ítalíu eru þekkt úr sögubókunum en hún hefur verið þakin ösku allt frá því að mikið eldgos varð í grenndinni fyrir rúmum tvö þúsund ár- um. Öskulagið, sem er um sex metra þykkt, hefur hins veg- ar varðveitt borgina nær óskaddaða. Það virðist einnig hafa átt við vínvið Pompei því ítölsku fyrirtæki hefur tekist að rækta þrúgur úr vínviði frá borg- inni. Það er fyrirtækið Mastroberardino sem hefur unnið þetta þrekvirki í samvinnu við ítalskar og alþjóðlegar rann- sóknastofur, meðal annars Max Planck-stofnunina í Þýska- landi. Með því að finna út hvar og hvernig vínviður var rækt- aður auk þess að komast að því hvaða tegund vínviðar var notuð tókst að rækta vín í anda Pompei á fornum ekrum svæðisins. Fyrsti árgangurinn leit dagsins ljós ársins 2001 og hafa þess vín selst fyrir svimandi háar upphæðir á upp- boðum. Hins vegar hefur greinilega verið tekin ákvörðun um að fara ekki alla leið til að líkja eftir vínrækt Rómverja því vín- in eru ekki bætt með hunangi og sykri líkt og þá var venja. Vín frá Pompei AP SVERÐFISKUR er stór og villtur heitsjávarfiskur (2-5 metrar) og vegur allt frá 100 upp í 500 kíló. Hann á það sam- eiginlegt með hinni þekktu sögupersónu Cyrano de Berg- erac eftir Frakkann Edmond Rostand, að efri kjálki hans (nef í tilfelli Cyranos) er af- skaplega langur og ekki mikið augnayndi. En innihald hvor- ugs svíkur þó og kennir manni að ekki skal af útlitinu dæma. Cyrano hefur að geyma með eindæmum göfuglyndan mann og sverðfiskur er hið mesta hnossgæti, en auðvitað hlaut hann þetta hvassa nafn vegna útlits síns blessaður. Þétt kjöt hans er hins vegar talið mikið hnossgæti og líkist að miklu túnfiski. Hann er bestur grillaður í ofni eða á grilli. Munið endilega eftir þessum fiski á veitingahúsum erlendis, hann hefur líka stundum feng- ist á veitingastöðum heima fyr- ir, t.d. á Kaffi List. Cyrano sjávarins Sverðfiskur á nokkrum tungumálum latína - xiphias glatius enska - swordfish ítalska - pesce spada danska - sværdfisk spænska - pez espada þýska - Schwertfisch tékkneska - mecoun franska - espadon Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.