Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verkfræðingur — umferðarmál Óskað er eftir verkfræðingi til starfa við um- ferðarrannsóknir og umferðarskipulag í Reykja- vík, sérstaklega við hermun umferðar. Unnið verður með nýtt og fullkomið hermilíkan. Viðkomandi mun fá þjálfun í starfi og í fram- haldinu verður lögð áhersla á að hann verði í góðum faglegum tengslum við aðila innan- lands og erlendis. Viðkomandi mun starfa við mótun umferðar- mannvirkja borgarinnar í hópi sérfræðinga innan Umhverfis- og tæknisviðs Reykjavíkurborgar. Leitað er að ungum verkfræðingi, sem er reiðu- búinn að takast á við krefjandi verkefni. Lögð verður áhersla á sjálfstæði í vinnubrögð- um , en um leið lipurð, samviskusemi og hæfi- leika til hópsamstarfs. Í boði er góð starfsaðstaða, metnaðarfullt og faglegt vinnuumhverfi, tækifæri til starfsþróun- ar og fjölskylduvænt starfsumhverfi. Í samræmi við stefnu borgaryfirvalda skulu karlar og honur hafa jafnan rétt til stöðuveit- inga. Að öðru jöfnu skal það kynið sem er í minnihluta á vinnustað ganga fyrir um stöðu- veitingu. Skriflegar umsóknir skulu sendar til: Skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík, fyrir 19. maí nk., merktar: „Verkfræðingur — umferðarmál“. Nánari upplýsingar veita: Pétur Kr. Pétursson (peturkp@rvk.is) og Magnús Haraldsson (magnus.haraldsson@rvk.is) í síma 563 2300. Leikskólaráðgjafi óskast Laus er til umsóknar ný staða leikskólaráðgjafa á Skólaskrifstofu Suðurlands frá 1. september 2003. Starfshlutfall 70%. Ráðið verður í stöð- una í eitt ár til reynslu með möguleika á áfram- haldandi ráðningu. Helstu verkefni:  Ráðgjöf varðandi faglegt starf, skipulag leik- skóla og uppeldis- og menntastarf í leikskól- um.  Ráðgjöf varðandi foreldrasamstarf og starfs- mannamál.  Ráðgjöf vegna sérverkefna, þróunarverkefna og nýbreytnistarfs.  Fræðsla til starfsfólks leikskóla.  Upplýsingagjöf til leikskóla og milli leikskól- a.  Eftirfylgd með börnum með fatlanir og mikla námserfiðleika.  Tengilshlutverk við leikskóla á Suðurlandi.  Ýmis sérverkefni. Menntunarkröfur: Leikskólakennari með framhaldsmenntun. Önnur færni: Lipurð og færni í mannlegum samskiptum skil- yrði. Skólaskrifstofa Suðurlands er staðsett á Selfossi, Laugarási og Hvolsvelli. Á skrifstofunni starfa 3 sálfræðingar, 2 kennslu- ráðgjafar/sérkennsluráðgjafar og talmeina- fræðingur, auk forstöðumanns. Laun eru skv. kjarasamningi leikskólakennara. Umsókn um starfið, ásamt yfirliti um náms- og starfsferil, sendist Skólaskrifstofu Suður- lands, Austurvegi 56, 800 Selfoss, fyrir 20. maí 2003. Á vefslóðinni www.sudurland.is/skolasud/ er að finna upplýsingar um skrifstofuna. Nánari upplýsingar veitir Kristín Hreinsdóttir, forstöðumaður, í síma 482 1905 og 862 9905.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.