Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reykjanesbær Aðstoðarskólastjóri Laus er til umsóknar staða aðstoðarskóla- stjóra við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Holta- skóli er glæsilegur skóli, einsetinn og heild- stæður með um 470 nemendur. Allur að- búnaður og umgjörð skólans er til fyrir- myndar. Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra og tekur virkan þátt í daglegri stjórn skólans. Næsti yfirmaður aðstoðarskólastjóra er skól- astjóri. Auk kennaramenntunar er æskilegt að um- sækjandi hafi menntun á sviði stjórnunar og búi yfir einhverri reynslu af stjórnun. Einnig er mikilvægt að umsækjandi búi yfir mikilli samskiptahæfni. Æskilegt er að um- sækjandi geti hafið störf 15. júní 2003 eða sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launa- nefndar sveitarfélaga og KÍ. Nánari upplýsingar gefur Jónína Guð- mundsdóttir, skólastjóri, í síma 421 1135. Umsóknir skulu berast Starfsmannaþjónustu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykja- nesbæ fyrir 19. maí næstkomandi, merktar: Aðstoðarskólastjóri. Einnig er bent á rafræn umsóknareyðublöð á heimasíðu Reykjanesbæjar; www.reykjanesbaer.is. Fræðslustjóri. Skemmtilegar morgunræstingar — hlutastörf Óskum eftir að ráða nokkrar duglegar, kátar og samviskusamar ræstingamanneskjur, helst eldri en 30 ára, til ræstingaþjónustu á snyrtilega vinnustaði á höfuðborgarsvæð- inu þar sem fjölbreytt mannleg samskipti eru málið! Hafnarfjörður 2 störf við ræstingar frá kl. 8 alla virka daga. Laust strax. Reykjavík - Ártúnsholt Krefjandi starf við ræstingar alla virka daga á glæsilegum skrifstofum á svæði 110 milli kl. 9 og 14. Laust í maí. Reykjavík - Vesturbær Ræstingastarf laust 3 daga í viku frá kl. 8. Laust sem fyrst. Önnur ræstingastörf Vantar líka 1—2 ræstingamanneskjur í Kópa- vog og Reykjavík (Hlíðarnar) virka daga á morgnana frá kl. 8 og einnig síðdegis frá kl. 16. Laust í maí. Umsóknir er að finna á heimasíðu okkar, www.hreint.is og einnig á skrifstofunni á milli kl. 9 og 16 alla virka daga. Hreint ehf., sem var stofnað 1983, þjónustar fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu á sviði reglulegra ræstinga. Við leggjum mikla áherslu á vandaða þjónustu, jákvæða hvatningu og góð samskipti við viðskiptavini og starfsfólk.                                                                                                                                                                                                                                                     Grunnskólinn á Hellissandi Grunnskólakennarar! Langar þig til að skipta um umhverfi og takast á við ný verkefni, okkur vantar fleiri menntaða kennara fyrir næsta vetur. Námsgreinar sem til greina koma eru stærðfræði, íslenska, nátt- úrufræði og samfélagsgreinar á elsta stigi auk bekkjarkennslu í 1. bekk. Skólinn er einsetinn og telur 100 nemendur í 10 bekkjardeildum. Í skólanum er góð vinnuaðstaða fyrir hvern starfsmann, tölvuver, möguleiki á fjarnámi og fjarkennslu. Unnið er samkvæmt Staðardagskrá 21, Olweusar- kerfið gegn einelti var tekið upp um síðustu áramót, skólanámskrárvinna og innra mat er í góðum farvegi. Hér er góður vinnuandi, vilji til nýbreytni og mikil orka frá Snæfellsjökli. Í Snæfellsbæ er fjölbreytt félagsstarf, stórt og glæsilegt íþróttahús, stutt í skíðaparadís Snæ- fellsjökuls og aðra útivist m.a. í þjóðgarðinum. Við verðum aldrei veðurteppt, rúmlega tveggja tíma akstur til Reykjavíkur. Flutningsstyrkur og húsaleiguafsláttur. ÞETTA GERIST EKKI BETRA! Umsóknarfrestur til 9. maí nk. Hikaðu ekki við að hafa samband við Huldu skólastjóra í símum 430 8200, 436 6744, 847 7654 eða hulskul@snb.is - Þorkel aðstoðar- skólastjóra í símum 430 8200, 436 6783 eða 894 3445. 30—60 ára Kvenfataverslun og heildverslun með barna- og kvenfatnað vilja ráða til sölu og afgreiðslu- starfa framtaks- og útsjónarsaman starfsmann. Söluhæfileikar, þjónustulund, frumkvæði, metnaður. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir sendist á box@mbl.is merktar: „A — 13619“. Próf í sálfræði Leitum að metnaðarfullum aðila með próf í sálfræði til þess að annast atferlismótun 6 ára einhverfs drengs (aðferðafræði Lovaas). Starfið fer fram innan grunnskóla, en viðkomandi hef- ur einnig yfirumsjón með heimaþjálfun. Áhugasamir sendi upplýsingar til box@mbl.is merktar: „Atferlismótun — 13637“. Skrifstofustarf Útgáfufyrirtæki og heildverslun óska eftir starfsmanni á skrifstofu fyrir hádegi. Starfssvið: Viðskiptamannabókhald, innheimta, tollskýrsl- ugerð o.fl. Umsókn, sem greinir menntun og fyrri störf ásamt meðmælum eða tilvísun í meðmælanda, sendist til auglýsinadeildar Mbl. merkt: „Trúnaðarmál — 13642“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.