Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Árskóli á Sauðárkróki Kennara vantar á Krókinn Frá og með 1. ágúst 2003 getum við bætt við okkur áhugasömum kennurum sem eru tilbúnir að taka þátt í því metnaðarfulla skólastarfi sem fram fer hjá okkur. Um er að ræða m.a. kennslu í íþróttum, tón- mennt, smíðum, ensku og byrjendakennslu. Umsóknarfrestur er til 13. maí. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 455 1100/892 1395. Heimasíða skólans: http://www.arskoli.is Í Árskóla eru 470 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er einsetinn og að hluta til endurbyggður, en starfar í tveimur skólahúsum. Í skólan- um er ágætlega búin sérdeild og einnig er aðstaða í tölvu- og upplýs- ingatækni með því besta sem gerist í grunnskólum. Við skólann er skólavistun fyrir nemendur í 1.-3. bekk og tómstundanámskeið fyrir aðra nemendur. Síðastliðin 3 ár höfum við unnið að sjálfsmati eftir skosku kerfi sem aðlagað hefur verið að íslenskum aðstæðum og nefnist „Gæðagreinar“. Skólinn er einnig móðurskóli í eineltismál- um og vinnur eftir Olweusaráætluninni. Sauðárkrókur býður upp á góða þjónustu, öflugt íþróttastarf, leik- skóla og fjölbrautaskóla. Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarkennari Tónmenntaskólinn óskar eftir að ráða tón- menntakennara (tónlistarkennara) frá 1. september nk. fyrir skólaárið 2003— 2004. Um er að ræða eina til tvær stöður eða hlutastöður. Kennslusvið nær frá forskóla- kennslu 6 og 7 ára barna til hópkennslu nemenda á aldrinum 8—15 ára, en þar er um að ræða samþætta kennslu í tónfræði, tón- heyrn, hlustun, sköpun o.fl. Tónmenntaskóli Reykjavíkur er einn af elstu tónlistarskólum landsins, stofnaður 1952, og er til húsa við Lindargötu. Kennsluaðstaða er góð og tækjakostur mjög góður. Þeir, sem áhuga hafa á þessu starfi, vinsam- lega sendi skriflega umsókn, þar sem fram koma persónulegar upplýsingar og upplýsing- ar um menntun og kennsluferil. Meðmæli óskast. Umsóknir sendist augldeild Mbl. fyrir 12. maí, merktar: „Tónlistarkennsla — 13589.“ Laust embætti Laust er til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu. Skipað verður í embættið frá og með 1. júní 2003. Laun og önnur starfskjör eru ákveðin af kjaranefnd samkvæmt 39. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sbr. lög nr. 120/1992 um kjaradóm og kjaranefnd. Umsóknum skal skilað til samgönguráðuneyt- isins, Hafnarhúsinu, 150 Reykjavík, eigi síðar en 14. maí 2003. Umsóknir þar sem umsækjandi óskar nafn- leyndar verða ekki teknar gildar. Samgönguráðuneytinu, 22. apríl 2003. Ferðaþjónusta Reykjavíkur er upplýsinga- og bókunarmiðstöð staðsett í miðborg Reykjavíkur. Ferðaþjónusta Reykja- víkur sérhæfir sig í upplýsingagjöf og sölu á ferðatengdri þjónustu til erlendra ferðamanna. Óskum eftir að ráða sumarstarfsmann. Einnig er í boði starf til lengri tíma. Skilyrði umsóknar er þekking og áhugi á íslenskri útivist, tungumálakunnátta, reynsla og/eða menntun í ferðaþjónustu (æskileg), þjónustulund. Mestu máli skiptir jákvæðni og áhugi. Um er að ræða fjölbreytileg og skemmtileg störf sem veita starfsmönnum mikla innsýn í ferðaþjónustu. Umsóknir sendast á info@travelservice.is fyrir 11. maí. Ferðaþjónusta Reykjavíkur, Lækjargata 2, 101 Reykjavík, s. 511 2442. LAUS STÖRF • Tónmenntakennara á yngsta stigi í Snælandsskóla • Umsjónarkennara á unglingastigi í Snælandsskóla • Umsjónarkennara í 3. og 7. bekk Digranesskóla • Húsvarðar í Digranesskóla • Námsráðgjafa og umsjónarkennara í Smáraskóla • Deildarstjóra og leikskólakennara í Leikskólanum Álfatúni • Leikskólakennara í Leikskólanum Dal • Leikskólakennara í Leikskólanum Efstahjalla • Deildarstjóra og leikskólakennara í Leikskólanum Fífusölum • Leikskólakennara í Leikskólanum Smárahvammi Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Sjúkraliðar - sumarafleysingar Sjúkraliðar óskast til afleysinga á hjúkrun- ardeild HSSA á Hornafirði í sumar. Heilbrigðisstofun Suðausturlands (HSSA) skiptist í hjúkrunardeild, sjúkra- deild, fæðingadeild, dvalarheimili, heils- ugæslu og heimaþjónustudeild. Stofnunin er rekin af bæjarfélaginu sam- kvæmt þjónustusamningi við ríkið og er mikil samþætting heilbrigðis- og öldrun- armála. Nánari upplýsingar um störfin veitir Guðrún Júlía Jónsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri, í síma 478 1021 og 478 1400. Í sveitarfélaginu Hornafirði búa um tvö þúsund og þrjú hundruð manns, flestir á Höfn. Aðalatvinnan er sjávarút- vegur og ferðaþjónusta. Yfir sumartímann er mikil umferð íslenskra og erlendra ferðamanna. Náttúrufegurð í héraðinu er rómuð. Auðvelt er að stunda útivist af öllu tagi s.s. kajaksiglingar, göngur , veiðar og fjallaferðir eru óvíða fjölbreyttari. Samgöngur eru góðar. Áætlunarflug milli Hafnar og Reykja- víkur, sumar og vetur. Vegasamband við höfuðborgarsvæðið er beint og breitt, aksturstími til Reykjavíkur er u.þ.b. 4,5 klst. Lausar eru kennarastöður við Tónlistarskóla Akureyrar. Tónlistarskóli Akureyrar er einn af elstu og stærstu tónlistarskólum landsins með fjölbreytta og metnaðarfulla starfsemi. Í upphafi skólaárs 2002-2003 voru nemendur 470 en kennarar hafa verið 34. Í skólanum er boðið upp á kennslu fyrir alla aldurshópa, auk þess kenna kennarar Tónlistar-skólans nemendum tónlistarforskóla í grunnskólum bæjarins. Skólinn mun flytja í nýtt húsnæði fyrir næsta skólaár. Skólinn er í samvinnu við Háskólann á Akureyri um menntun tónmenntakennara. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands starfar í náinni samvinnu við skólann og leika margir kennarar skólans í hljómsveitinni. Veffang skóla: http://www.tonak.is Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Akureyrar, http://www.akureyri.is/ Umsóknarfrestur er til 16. maí 2003. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is óskar eftir hressu og duglegu fólki til afgreiðslustarfa á nýjum stað í miðbæ Reykjavíkur, sem og í Kringlunni. Við óskum eftir starfsfólki í hlutastörf á eftirfarandi vaktir:  Kvöldvinna sunnudaga-fimmtudaga kl. 18-23 (miðbær)  Helgarvinna (bæði í Kringlunni og í miðbæ)  Næturvinna föstudaga og laugardaga kl. 22-05 (miðbær) Athugið að ekki er nauðsynlegt að fólk geti unnið allar vaktir. Serrano selur hollan og ferskan skyndibita með mexíkósku ívafi. Á staðnum vinna nú alls 13 starfsmenn í lifandi og skemmtilegu umhverfi. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „Serrano — 13635“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.